Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 21. MARS 1988.
15
Stílhrein ímynd
Taktur og tíska nútímans í per-
sónulegu áróðursútspili felst í því
að skapa eftirsótta ímynd, sem hef-
ur það meginmarkmið að tjá og
túlka veruleika óskhyggjunnar, oft
íórafjarlægð við það raunverulega.
Á þetta við bæði um menn og mál-
efni.
Lítil sála getur orðið að stórum
persónuleika ef tekst að skapa um
hana glæsta ímynd í hugum fólks-
ins.
Sama gildir um málefnin. Bak-
svið hvers<og eins þeirra þarf að
vera geislandi ímynd, þá er öllu
borgið.
Nú gagnar ekki lengur að ætla
að vinna sig upp í forystuhlutverk
með góð áform og göfugar hugsjón-
ir að leiðarmerkjum. Sérhveijum
manni er léttvægt i þeirri baráttu,
að ætla sér einungis að vera hann
sjálfur, til dæmis líkt og Þórbergur
Þóröarson var á sínum tíma.
Honum ber fyrst og síðast að
koma sér upp háleitri og heillandi
ímynd í hugum sem flestra. Þá er
hann vís með að vinna sér aðdáun
og traust æði margra í samfélagi
sem vill fremur lúta æskilegri
ímynd en óæskilegum veruleika.
Þetta þýöir að vel heppnuð ímynd
gerir alla nákvæmni og jafnvel
sannsögli óþarfa. Og tölfræðin get-
ur líka nýst í samræmi við ósk-
hyggjuna, ef góð ímynd stendur að
baki, og sannað allt sem geðþóttinn
gimist. í þeim efnum viröast mögu-
leikamir eiga sér fá takmörk.
ímynd hamingjunnar
í eina tíð heíði verið sett sama-
_ semmerki milh orðsins ímynd í
nútímamerkingu ög sýndar- -
mennsku. En orðið sýndar-
mennska er ljótt og neikvætt og því
ekki í takt við tímann. Þegnum
hamingusömustu þjóðar heims
ber að vera jákvæðir og una glaðir
við sitt. Við lifum í lýðræðislandi
og veljum okkur fuUtrúa tU þing-
setu samkvæmt bestu vitund.
í því sambandi mikið talað um tvær
þjóðir í landinu í upphafi síðastUð-
ins árs. Nú vitna sömu aðilar um
eina hamingjuríka þjóð í landinu,
enda ætti rétt ímynd að geta sann-
fært hvem og einn um að allir fái
í sinn hlut hámark þess sem at-
vinnuvegir og þjóðarafkoma frek-
ast leyfir.
En ekki virðast þó alUr kunna að
tileinka sér rétta ímynd. Það er
nöldraö yfir háu verði á ýmsu, nú
síðast frönskum kartöflum. Líklega
hefur rétt ímynd varðandi þjóð-
hagslegt gildi þeirrar verðákvörð-
unar ekki komist nægjanlega til
skila. Sama máh gegnir um sitt-
hvað fleira sem snertir verðlag og
þjónustu. Auðvitað má afgreiða allt
slíkt á einn veg: skortur á næmi
fyrir réttri ímynd.
„Er hið hefðbundna, flokkstrygga
stjórnmálafylgi tekið að þynnast og
rofna, líkt og ósonlagið í háloftunum
yfir heimskautasvæðunum?“
Kjallariim
Jakob G. Pétursson
kennari í Stykkishólmi
Finnist okkur orð þeirra og gjörðir
á Alþingi í Utlu samræmi við fögur
fyrirheit sömu manna í erfiðri
kosningabaráttu, þá megum við
vita aö aðstæður hafa breyst og
ekkert viö því að segja. Munum að
okkar hlutverk er að bergja af
brunni vinnugleðinnar og sötra í
okkur sætleika hefllandi ímynda
sem eftirrétt. Og við matborðið er
Util ástæða fyrir hamingjusaman
þjóðþegn að velta vöngum yfir dýr-
keyptum kostföngum, jafnvel þó
hann gruni að ýmsir aðrir borði
frítt.
AlUr vita að öfundin á enga sam-
leiö með hamingjunni.
Þá ættu launakjörin ekki að spiUa
ímynd hamingjunnar. Að visu var
Réttur stíll
Annað mikflvægt, sem frammá-
menn í stjórnmálum hafa fundið
út sér tfl vegsauka, er stílUnn. Þeg-
ar illa hefur gengið í atkvæðasmöl-
un talar viðkomandi flokksforusta
um að breyta þurfi um stfl. Þörf á
uppstokkun málefna er sjaldan
nefnd.
Auðvitað er réttur stíll ómetan-
legur þáttur í því að koma á
framfæri æskflegri ímynd. Og ef
vel tekst tfl að láta þetta fara sam-
an, þá stendur fátt i vegj fyrir góðri
þjónustu við óskhyggjuna.
En ekki er aflur vandi úr sögunni
þó vel heppnist að koma tfl skila
hagstæðri ímynd með góðum stíl-
brögðum. Eins og einhvers staðar
Flestir virðast vera að tapa fylgi, nema Kvennalistinn. Hann þýtur uppá-
við eins og kraftmikil eldflaug, segir m.a. i greininni.
stendur, er oft erfiðara að gæta
fengins fjár en afla þess. Sama á
við um ímyndina. Þess vegna má
aldrei slaka á. Það gæti orðið kald-
ranalegt fyrir stjórnvöld, sem náð
hafa að skapa um sig þá ímynd í
huga hins aimenna horgara að þau
standi í striðu við að leysa þjóð-
nauðsynleg vandamál, ef þau létu
það svo viðgangast að sú traust-
vekjandi ímynd rynni út í sandinn.
Þess vegna varðar miklu að halda
stöðugt áfram markvissri umfjöll-
un í réttum stíl, til að viðhalda
hinni æskUegu ímynd, hvað sem
líður veruleikanum. í því forvarn-
arstarfi eru fjölmiðlar ómissandi,
sérflagi sjónvarp.
Blikur á lofti
En þótt rétt ímynd gagnvart
stjórnvöldum megi sín mikUs um
þessar mundir eru samt bhkur á
•lofti. Samkvæmt nýlegri skoðana-
könnun um fylgi stjórnmálaflokka
kom í ljós að þeir virðast flestir
vera að tapa fylgi, en aðrir standa
í stað. Nema Kvennalistinn. Hann
þýtur upp á við eins og kraftmikil
eldflaug.
Hvemig má það ske að stjórn-
málahreyfing, sem ekki hefur
komið sér upp neinni guUskreyttri
ímynd, hvorki á andUtum fyrir-
fólks síns né málefnum, og þar að
auki hirt lítt um sérhönnuð stíl-
brögð, fær þvílíkan byr í seglin?
Er hamingjuþjóðin hætt að meta
menn og málefni í takt við tímann?
Veit hún ekki lengur að þunga-
miðja allra valkosta á sviði stjóm-
málanna felst í glæstri ímynd og
gáfulegum stíl? Er hiö hefðbundna,
flokkstrygga stjómmálafylgi tekið
að þynnast og rofna, Ukt og óson-
lagið í háloftunum yfir heim-
skautasvæðunum?
Hingað til hefur rétt ímynd öllu
bjargað. Hún hefur snúið háskött-
un matvæla til hægræðis fyrir
neytendur, gert vaxtaokur að þjóð-
hagsnauðsyn, verðbólguspár, sem
aldrei hafa ræst, að óskadraumsýn,
gert fjarlæg fyrirheit um hús-
næðislán að hagstæðri íbúðareign,
og það sem mest er um vert, sann-
aö að fólk með rúmlega þrjátiu
þúsund í mánaðarlaun má vel una
sínum hag eftir nýafstaðið átak viö
launajöfnun í landinu.
Ef uppsveifla í fylgi Kvennalista,
eða annarra óábyrgra hópa, ætlar
að ógna æskilegri ímynd stjórn-
valda er aðeins eitt til ráða: Það
verður að sminka betur hina einu,
sönnu ímynd svo hún nái mark-
visst að heilla hina hamingjusömu
enda á það ekki að kosta mikið þar
sem snyrtivörur hafa lækkað svo
blessunarlega mikið í verði.
Upp með hina stílhreinu ímynd
sem öllu fær bjargað.
Jakob G. Pétursson.
Draugasaga
í maí 1987 framdi Verðlagsráð sjáv-
arútvegsins sjálfsmorð með því að
gefa almennt fiskverð frjálst. Flest-
ir voru þá á þeirri skoðun að saga
þess væri öll. Svo reyndist þó ekki
vera því upp var vakinn draugur
fyrir tilstuðlan eins af æðstu prest-
um Sambandsins. Afturgöngunni
er síðan beitt í þágu stjórnvalda
sem pru að reyna að hysja upp um
sig brækurnar á kostnað íslenskra
sjómanna.
Þó eru ekki allir íslenskir sjó-
menn ofurseldir Móra því að stór
hluti af ferskfiski fer í gegnum fisk-
markaði þar sem ekkert lágmarks-
verð og ekkert hámarksverð er til.
Þar ræður framboð og eftirspum
verðinu.
KjaHaríim
Reynir Traustason
stýrimaður, Flateyri
„Það þótti mörgum íslenskum sæfar-
anum undarleg upprisa þegar verð-
lagsráð var endurvakið undir svartri
messu Sambandsins.“
Heilbrigðari viðskiptahættir
Fiskmarkaðimir hafa stuðlað að
heilbrigðari viðskiptaháttum milh
kaupendá og seljenda þar sem
verðið fyrir fiskinn kemur allt inn
í skipti og sjómaðurinn fær rétt
hlutfall af tekjum útgerðar. En ekki
eins og mjög víða tíðkaðist og tíðk-
ast reyndar sums staðar enn að
fiskkaupandi gerir samning við
, útgerðarmannumaðskaffaveiðar-
færi, olíu og fleira ef hann í staðinn
leggur upp afla sinn h)á honum á
folsku verði, það er lágmarksverði.
Þeir fiskmarkaðir, sem upp eru
komnir, em nær allir á sunnan-
verðu landinu. Á Vestfjörðum,
Norðurlandi og Austfjörðum eru
engir slíkir, að undanskildum fjar-
skiptamarkaði á Norðurlandi sem
Við störf á hafi úti.
lítið kveður að enn sem komið er.
Þetta þýðir að Verðlags-Móra er
beitt fyrst og fremst gegn sjómönn-
um á þessum svæðum í þeim
tilgangi að halda niðri hráefnis-
verði fyrir illa rekin frystihús. Því
þrátt fyrir að verð þetta heiti á
pappírnum lágmarksverð er
reyndin sú að þetta er það verð sem
víðast hvar er borgað þótt til séu
undantekningar þar á.
Tími til kominn að rísa upp
Það þótti mörgum íslenskum sæ-
faranum undarleg upprisa, þegar
verðlagsráð var endurvakið undir
svarti messu Sambandsins, að það
haföi ekki einu sinni fyrir því að
búa til sitt eigið lágmarksverð sem
hugsanlega hefði þó orðið rökrétt
framhald af því verði sem víðast
var samið um á þeim vettvangi. í
stað þess „ljósrituðu“ þeir svokall-
að Vestfjarðaverð sem samið var
um í Alþýðuhúsinu á ísafirði og
góður friður ríkti um.
Reynslan af fijálsu fiskverði í
framkvæmd er víðast góð þótt ein-
hveijar skærur hafi orðið eins og
eðlilegt hlýtur að teljast meðan
menn eru að ná áttum og aðlaga
sig nýjum viðhorfum. Síöla sumars
1987 var orðinn algjör friðúr alls
staðar og síðasthðið haust sömdu
Vestfirðingar aftur um fiskverð
átakalaust. Því var ástæðulaust að
afnema frjálst fiskverð undir þvi
yfirskini að friður næðist ekki
öðruvísi. Reyndar er nú svo komið
að við síðustu verðlagsákvörðun,
þegar fulltrúar kaupenda og odda-
maður (með dagskipan í fartesk-
inu?) ákváðu að frysta Vestfjarða-
verðið öðru sinni, er kominn tími
fyrir sjómenn að rísa gegn upp-
vakningnum og særa hann ofan í
gröf sína á ný svo hann megi Ifljóta
eilífan frið. Trúlega er þetta ekki
framkvæmanlegt öðruvísi en með
því að sjómenn kalli út sína fulltrúa
og hefji í framhaldi af því þær
skærur sem duga til að kveða niður
ófögnuðinn.
Reynir Traustason