Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Qupperneq 20
20 MÁNUDAGUR 21. MARS 1988. Fréttir Eskfirðingar: Vatnsskorturinn á Eskifirði Safha vatni í baðkarið , JFólk lætur renna í gotta og ker þegar vatnið kemur. Eg fylli lika baðkerið til að vera viss um að eiga nóg,“ sagði Aðalheiöur Ingi- mundardóttir á Eskiiiröi. Mikið vatnsleysi hefur verið á Eskifirði undanfamar vikur. Efst í bænum kemur vatnið og fer yfir allan daginn. „Þetta er hábölvanlegt," sagði Aðalheiður. „Ég þvæ sloppa fyrir frystihúsið og verö stundum að fara að þvo klukkan sex á morgn- ana eða vera að þvo langt fram eftir nóttu. Þaö væri miklu betra ef vatnið færi á vissum tímum. Ég verð að vakta þvottinn því aö ef vatniö fer þá eyðileggst vélin.“ Alls óvíst er af hverju vatns- skorturinn stafar. Litlar líkur eru á því að úr rætist fyrr en í leysing- unum í vor. Þangað til veröa Eskfirðingar að safna vatni þegar þaö gefst Vinnsla í frystihúsinu hefur þó enn ekki stöðvast en vatn er þar nú mun minna en vanalega. Skorturinn er mestur í efstu húsunum. „Þaö þýöir ekkert að snikja vatn í næsta húsi, hér er ekkert vatn,“ sagði Aðalheiður. -gse Algjörlega óþolandi og ekki búandi við lengur - segir Hrafnkell A. Jónsson forseti bæjarstjómar Emil Thorarensen, DV, Eskifiröi; Talsverður vatnsskortur hefur verið á Eskifirði sl. mánuð þannig að fjölmörg hús hafa ekki fengið dropa af vatni dögum saman. Að sögn Hrafnkels A. Jónssonar, forseta bæjarstjómar, hefur þetta ófremdar- ástand aðallega ríkt í ofanverðum götum innbæjarins, svo sem Fögru- hlíð og Bleiksárhlíð. Sagöi hann þetta ástand algjörlega óþolandi og ekki búandi við það lengur. Ástæðuna fyrir vatnsskortinum taldi hann vera fyrst og fremst þá að neysla vatns væri meiri en það vatn sem fyrir hendi væri auk þess sem stöðugar frosthörkur hefðu ver- ið síðastliðna viku og bætti það ekki úr. Þá taldi Hrafnkell að breyting sem gerð var sl. haust á dreifikerfi vatnsveitunnar, þar sem ný lögn var tekin í notkun, hefði komið þannig Hrafnkell A.Jónsson. DV-mynd Emil út að vatnsþrýstingur hefði aukist til muna í bænum með þeim afleiðing- um að notkunin hefði aukist vem- lega frá því sem var og án þess að fólk almennt gerði sér grein fyrir því. Hann kvað þó bæjarstjóm vera búna aö samþykkja inn á fjárhags- áætlun fyrirhugaða virkjun Beljanda og vænti þess að farið yrði í þaö verk- efni í sumar. í Bleiksárhlíð, sem er fjölmennasta gatan, er eðlilega mikill kurr í fólki vegna þessa. Einn ibúi, sem fréttarit- ari ræddi við, sagði að ástandið væri ferlegt og algjörlega óþolandi. Þar hefði fjölskyldan þurft að fara í önn- ur hús, sem standa neðar í bænum, til þess að fara í bað og nota salerni. Hann væri búinn að búa við þetta sl. vikur, að bera vatn heim í fötum sem notað væri til brýnustu þarfa. Það væri ekki með glöðu geði að hann greiddi vatnsskattinn til bæjar- félagsins sem nú væri til innheimtu með fasteignagjöldunum. Stjómsýslumiöstóð á Akureyn: VaHýr ráðinn forstöðumaður Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyn: „Þaö leggst mjög vel í mig að taka við þessu starfi, þetta verður án efa skemmtilegt verkefni sem þó á eftir að móta enn frekar," sagði Valtýr Sigurbjamarson, bæjarstjóri á Ólafs- firði, í samtali viö DV en hann hefur verið ráðinn forstöðumaður Stjóm- sýslumiöstöðvar Byggöastofnunar á Akureyri. „Þaö er mikið í húfi að vel takist til,“ sagði Valtýr. „Þetta verður fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar hér á landi og því væntanlega aö ein- hveiju leyti fyrirmynd ef ákveðið verður að koma fleiri slíkum stofn- unum á fót Það fylgir því auðvitað söknuöur að fara frá Ólafsfiröi en það sýnir þó ekki annað en að mér hafi liöið vel hér,“ sagði Valtýr. Þess má að lokum geta að Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn ráögjafi sljómsýslumiðstöðvarinnar varðandi atvinnumál en Benedikt hefúr að undanfómu starfað hjá Henson í Reykjavík. Stjómarandstaðan deilir um launamál Launamál urðu tilefni mikilla umræöna á Alþingi á miðvikudag vegna þess ástands sem nú er í þjóðfélaginu. Fyrir Alþingi liggja nú þijár þingsályktunartillögur og eitt lagafmmvarp sem stjómar- andstöðuflokkarnir hafa lagt fram til að taka á launamálum þjóðfé- lagsins. Umræða varð um þingsályktun- artillögu Kvennalistans um lög- bindingu lágmarkslauna. Um leið lögðu þær kvennahstakonur fram þingsályktun um samstarfshóp til að tryggjajákvæðáhrif lögbinding- ar lágmarkslauna en tillaga þessi er til stuðnings fyrri tillögunni. Fyrir stuttu urðu miklar umræð- ur um þingsályktunartillögu Borgaraflokksins um launabætur og í gær lagði síðan Alþýðubanda- lagiö fram tillögur sínar í launa- málum. Þaö er því Ijóst að stjórnarandstöðuflokkarnir reyna allt hvað þeir geta til að viöra sínar skoöanir á launamálum. Þaö er einnig ljóst aö töluvert ber á milli í hugmyndum flokkanna. Kvennalistinn segir að tillaga Borgaraflokksins sýni vantrú á getu fyrirtækja til aö greiða mann- sæmandi laun og því sé ríkinu gert að greiöa mismuninn. Um leiö seg- ir Alþýöubandalagið að tillögur Kvennahstans taki ekki á launam- ismuninum sem sé aðalvandamáhö í þjóðfélaginu. Tillaga Alþýðubandalagsins Þingsályktunartillaga þeirra Al- þýöubandalagsmanna er um laun^jöfnuð, lágmarkslaun og nýja launastefnu. Á blaðamannafundi sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, að í tíhögunum fæhst einkum tvennt - að stjóma lágmarkslaunum og vera tæki gegn launamisrétti í þjóðfélaginu. „Við viljum ákveðinn launajöfn- uð og skapa samstöðu um það,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. í tíhögunni er kveðið á um að lau- namunur í landinu nemi á næstu árum ekki hærri upphæð en sem nemur fjórfóldum lágmarkslaun- um og á hveijum vinnustað verði lægstu laun aldrei lægri en 1/3 af hæstu launum sem þar eru greidd. Þá er gert ráð fyrir sérstakri lág- markslaunavísitölu sem miðist við nauðsynleg útgjöld venjulegs fólks til heimihshalds. Þessi nýja lág- markstala verði reiknuö fjórum sinnum á ári. Ef kjarasamningar tryggja ekki laun í samræmi vð lágmarkslaunavísitölu veröi lægstu laun sett í lög. Þeir Alþýðubandalagsmenn sögðu að aörar tillögur tryggðu ekki aö launabætur gengju upp ah- an launaskalann en með þeirra hugmyndum væri ætlunin að taka ærlega á launamismuninum. Þeir Ólafur og Steingrímur sögðu að verkalýðsforkóhar þeirra hefðu veriö með í tihögugerðinni og nefndu þar til Bjöm Grétar Sveins- son. Tillögur Kvennalistans Þórhildur Þorleifsdóttir fylgdi máh Kvennahstans um lágmarks- laun úr hlaði og sagði þegar í upphafi að launabótatillögu Borg- araflokksins fylgdi of mikill upp- gjafartónn, það ætti ekki að þrnfa opinbera styrki til að tryggja lág- markslaun. Hins vegar, sagði Þórhildur, hefur ekki verið gert nóg til að hækka grunnlaun og ef það tækist ekki með góðu þá yrði að gera þaö með ihu - semsagt lög- binda lágmarkslaun eins og tillaga Kvennalistans kveður á um. Þórhildur sagöi aö aðilar vinnu- markaöarms hefðu brugðist hlut- verki sínu og þess vegna hefði þetta lagafrumvarp verið lagt fram. Steingrímur J. Sigfússon sagði í umræðu um tihöguna að hún væri óheppilega tímasett nú á meðan kjarasamningar stæðu yfir. Einar Guðfinnsson gagnrýndi tíl- löguna og sagði að miklir tæknileg- ir annmarkar væru á því að koma hugmyndinni að baki í fram- kvæmd og þessi launahækkun myndi bara hlaupa upp allan launaskalann. -SMJ útreikningar á kostnaði við rekst- ur einkabils. Einkabillinn reynd- ist dýr í rekstri en 55 ódýrari valkostir aka hins vegar um götur borgarinnar dag hvern. Það eru að sjálfsögöu strætisvagnarnir, þessi þrætuepli sem verða í brennidepli IDV á morgun. Allt um strætó I Lífsstíl á morgun. Einkaflug er iþrótt sem nýtur sivaxandi vinsælda hér á landi. í Lifsstfl á morgun er fjallað um einkaflug, flugnám og fylgst með lofthræddum manni sem hættir sér í sinn fyrsta flugtima. Ýmsir hafa ráðið bót á flug- hræðslu með því að hefja flugnám og er rættvið einn slikan sem nú er orðinn illa haldinn af flugbakter- iunni. Alltum einka- flug í Lífsstíl á morgun. I Lifsstíl á dögun- um voru birtir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.