Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Page 35
MÁNUDAGUR 21. MARS 1988. 51 Fréttir Mikill áhugi á íslenskum fræðum í Manitobaháskóla i - rætt við Gísla Sigurðsson sem gegnir stöðu gestaprófessors í vetur Mikil slysahætta vill myndast þar sem Bústaðavegur og Skógarhlíð mæt- ast. Á Bústaðavegi er tvöföld akgrein en mjókkar I eina akgrein til norðurs að Skógarhlíð. Þeir sem aka vinstri akgreinina á Bústaðavegi vilja oft verða ýtnir við að komast á þá hægri áður en þeir komast i Skógarhliðina. Við þær athafnir hafa orðið umferðarslys. Samkvæmt upplýsingum lögreglu væri æskilegt að gera ráðstafanir áður en komið er að gatnamótum Bú- staðavegar og Suðurhlíðar. -sme/DV-mynd S * Háskólinn á Akureyri: Þrengsli hjá nemendum Anna Bjamason, DV, Denver: Gísli Sigurðsson íslenskufræðing- ur hefur nýlega tekið við stöðu gestaprófessors í íslensku við háskól- ann í Manitoba sem er í Winnipeg. Gísli tók við starfi Haraldar Bessa- sonar prófessors en hann er nú rektor Háskólans á Akureyri. Fast- ráðið verður í stöðuna, sem Gísli gegnir, næsta sumar. Gísli sagði í samtali við blaðamann DV í New York á dögunum að hann hygði gott til starfsins. Mun hann kenna þeim nemendum sem lengra eru komnir í náminu. Ekki vissi hann gjörla hve margir þeir yrðu en líklega 3-4. Nem- endur háskólans í Manitoba eru 20 þús. Nemendur, sem leggja stund á nám í íslenskudeildinni, fá að kynn- ast íslenskri sögu og goöafræði fyrir utan hefðbundið íslenskunám. Þá eru haldin aukanámskeið í íslensku og sækja þau um 10 nemendur að jafnaði. Gísli vann með Haraldi Bessasyni prófessor að athugunum á kveðskap vestur-íslenskra skálda á nítjándu öld. Áður var hann í Dublin við nám í heimspeki. Ritgerð hans fjallaði um gelisk áhrif á íslandi til foma. Rit- gerðin verður gefin út hjá Studia Islandica í vor. Gísli sagðist fá tæki- færi til þess að ljúka við undirbúning útgáfunnar jafnhliða kennslunni í Winnipeg. Það voru íslendingar í Manitoba •sem stofnuðu íslenskudeildina við háskólann undir nafninu Depart- ment of Icelandic fyrir rúmum 30 árum. Finnbogi Guðmundsson pró- fessor var fyrsti forstöðumaður deildarinnar en fljótlega tók Harald- ur Bessason prófessor við stöðunni og gegndi henni þar til á síðasta ári að hann fluttist til íslands og tók við stöðu rektors Háskólans á Akureyri. Deildin nýtur styrks frá ríkissjóði íslands samkvæmt fjárlögum. Gísli sagði að mikill áhugi væri hjá Vestur-íslendingum að stækka og efla þessa íslenskudeild og væm þeir að safna fé til þess. Nemendurnir em fólk af íslenskum ættum en einnig eru nemendur ann- ars staðar að. Einn nemandi var stúlka frá Hollandi sem kom til Manitoba til framhaldsnáms í nor- ■rænum fræðum. Þegar hún kom til Winnipeg var hún flugmælt á, ís- lenska tungu en hafði aldrei til íslands komið. Gísli er aðeins ráðinn til bráðabirgða en fastráðið veröur í stöðuna í sumar. Gísli hefur dvalist á íslandi undan- farið eitt og hálft ár. Vann hann hjá útgáfufyrirtækinu Svart á hvítu, stundaði kennslu og skrifaöi einnig um bókmenntir í DV. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Nemendur í Háskólanum á Akur- eyri hafa mátt búa við mikil þrengsli í kennslustofum sínum í vetur. Þær eru reyndar í íþróttahöllinni, í stof- um sem ekki voru hugsaðar fyrir kennslu. Þrengsli eru þar mikil, lýs- ing afarslæmog húsnæðið óhentugt að öllu leyti. Skrifstofur skólans eru í húsi Verk- menntaskólans við Þingvallastræti, og þangað er áformað að flytja alla kennslu þegar húsnæðið losnar. Á fundi skólans nýlega var sam- þykkt að bókasafnsrými, sem ákveðið er í 5. áfanga A á Eyrarlands- holti, veröi innréttað sem kennslu- stofur. Þær verði innréttaðar sem bráðabirgðahúsnæði fyrir deildir sem nú eru á tæknisviði skólans við Þórunnarstræti svo að rýma megi til þar fyrir Háskólann á Akureyri. Skilyrði fyrir þessum breytingum á nýtingu húsnæðisins eru þau að íjárveiting fáist frá ríkissjóði til að flýta framkvæmdum sem áætlað er að muni kosta um 22 milljónir króna. Skólanefndin lagði til að bæjar- stjóra yrði faliö að ræða við fjármála- ráðherra og leita eftir aukaíjárveit- ingu á þessu ári í samræmi við framangreinda samþykkt. Hver er munurinn áþessum myndum? Verðmunurinn í 11. tölublaði Verðkönnunar VERÐLAGSSTOFNUNAR sem gefin var út 18. mars, kemur fram ótrúlegur verðmunur á fermingarmy ndatökum. Á ljósmyndastofu Jóns K. Sæmundssonar kostar myndatakan 4000 kr., og er ekkert aukagjald þó hún fari fram á fermingardegi. Hjá Svipmyndum kostar fermingarmyndatakan 8000 kr., og aukagjald tekið ef hún fer fram á fermingardegi, kr. 1000. Hér er verðmunurinn 4000 kr. eða 100% - Það munar um minna. VERÐLAGSSTOFNUN kannaði verðlagningu hjá ljósmyndastofum á höfuðborgarsvæðinu. Könnunin náði til fermingarmynda, stækkana og skilríkjamynda. Hjá Ljósmyndastofu Kópavogs kostar fermingarmyndatakan enn meira en áðurnefnt dæmi sýnir eða 13000 kr. og eru þá innifaldar tvær stækkanir (18x24 cm). Þetta sýnir okkur að vissara er að hafa augun opin þegar fólk ber saman verð hjá ljósmyndastofum. Það er augljóst að það borgar sig að gera verðsamanburð á milli ljósmyndastofa og sérstaklega nú þegar férmingarnar eru skammt undan. VERUM Á VERÐI VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.