Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Page 38
54 MÁNUDAGUR 21. MARS 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði... . Goldie Hawn - sem hefur í nokkuð mörg ár verið gift leikaranum Kurt Russel - er á góðri leið með að eyðileggja leikferil hans. Hún er svo yfir sig ástfangin af honum að það má enginn annar kvenmaður koma nálægt honum. Eins og títt er um leikara þarf Kurt Russel að leika í mörgum eldheitum ástaratrið- um en nú heimtar Goldie stað- gengil í þau hlutverk. Kurt Russel er um þessar mundir að leika í mynd á móti Kelly McGilIis en fær ekki að komast í nána snert- ingu við hana. Hér eru allir verðlaunahafarnir samankomnir úr flokki 16-24ra ára I standard dönsum (ballroom), það eru vínarvals, quick step og tangó. Meistarar í samkvæmis- dönsum Árshátíð Frjálsrar fjölmiðlunar: Fjölmenni, glaumur og gleði Tom Selleck - sem þykir ekki síður myndar- legur - kvæntist danskonunni Jillie Mack fyrir fiórum mánuð- um. Þá höfðu þau verið nánir vinir í fiögur ár og allt gengið vel milli þeirra, en nú er annað uppi á teningnum eftir að þau giftust. Þau hafa tilkynnt að þau séu að skiija. Jillie heldur því fram að hann vilji ekki vera neitt annað en piparsveinn og lifa lífinu með mörgum konum, og það gat Jillie að sjálfsögðu ekki þolað. Sigurður Hákonarson danskennari var stoltur af árangri skóla síns, en full- trúar frá honum fengu 17 gull af 20 mögulegum á mótinu. Hjá honum standa Steven Werall og Helen Jessop sem þjálfuðu í nokkrar vikur hjá skóla Sig- urðar fyrir keppnina. íslandsmeistaramót í samkvæmis- dönsum var haldið fyrir skömmu á Hótel íslandi. Rúmlega tvö hundruð pör tóku þátt í keppninni og keppt var í 9 aldursflokkum og einum at- vinnumannaflokki. Yfirdómari keppninnar var John Knight frá Englandi en keppendur voru frá fimm mismunandi skólum víðs vegar af landinu. Af einstökum skólum stóð Dansskóli Sigurðar Há- konarsonar sig best. Dansarar frá honum fengu lungann af verðlaun- unum, þar af 17 gull af 20 möguleg- um. Framfarir eru miklar og greinileg- ar í íslenskum samkvæmisdönsum og var haft á orði að sjá mætti mik- inn mun frá keppninni árið á undan. Þetta er einungis í þriðja sinn sem þessi keppni er haldin hér á landi. Timothy Dalton - sem þykir meö myndarlegri piparsveinum - hefur tilkynnt að hann ætli að ganga í hjónaband á næstunni. Sú heppna er 10 árum eldri en hann og þau hafa verið nánir vinir árum saman. Vanessa Redgrave heitir hún og er ein frægasta leikkona Breta. Þau hafa undanfamar vikur unn- ið saman við leik í Young Vic leikhúsinu í London og mega nú vart hvort af öðm sjá. Um síðustu helgi gerðu starfsmenn Frjálsrar fiölmiðlunar upp árið hjá sér með hressilegri árshátíð sem haldin var í Átthagasal Hótel Sögu. Hartnær tvö hundruð manns mættu að þessu sinni og hefur sjaldan eins stór hópur starfsmanna mætt á árs- hátíðina eins og í þetta sinn. Gerðu menn mat og víni góð skil aö vanda og nutu skemmtiatriða sem stóðu langt fram eftir kvöldi. Ómar Ragnarsson gaf sér tíma til þess aö mæta á staðinn en að öðru leyti sáu starfsmenn um skemmtiatriði sjálfir. Fulltrúar auglýsingadeildar fluttu meðal annars fiölbreytilegt söng- og dansatriði og létu sig ekki muna um að „rappa“ við góðar undirtektir gesta. Skemmtiatriði voru miklu fleiri og átti hver deild sinn fulltrúa. Fastur siður er að -gefa út „dag- blaðið" Skúbbið fyrir hveija árshátíð þar sem ritaðar eru innanhúsfréttir um starfsmenn blaðsins. Efni blaðs- ins er þess eðlis að ritstjóramir neita alfariö að taka ábyrgð á því og er því ekki hægt að lögsækja neinn. Maturinn þótti sérlega ljúffengur. í forrétt var heitreyktur silungur Guöríöur Haraldsdóttir, skrifstof- ustúlka, Gísli Kristjánsson blaöa- maður og Ásdís Rafnsdóttir gjaldkeri á góðri stund. Fyrir aftan situr Dagfríöur Pétursdóttir, eigin- kona Sveins Þormóðssonar. með piparrótarsósu, aðalrétturinn var heilsteiktur nautahryggur með rauðvínssósu og í eftirrétt var romm- ís með rúsínum. Sveinn Þormóðsson, ljósmyndari blaðsins, var að sjálfsögðu meðal gesta en hann gaf sér þó tíma til þess að taka nokkrar myndir. Auglýsingadeild DV flutti söng- og dansatriði sem vakti mikla lukku. Það eru Ásdis, Klara, Hanna, Fjóla, Maja og Ragnar sem þarna taka nokkur glæsispor. Sigurdór Sigurdórsson blaðamaður, sem á árum áður var í hljómsveit Svavars Gests, tekur þarna lagið fyrir dansgesti. DV-myndir S Á matseðilinn voru prentaðir söng- textar og voru þeir sungnir á milli rétta. Við þetta borð drógu menn ekki af sér við sönginn. Frá vinstri eru Jóhanna Jóhannsdóttir, Sigurð- ur Már Jónsson, Jóna Björk Guðnadóttir, Jón M. Jónsson og Sigrún Gissurardóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.