Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Qupperneq 40
56 MÁNUDAGUR 21. MARS 1988. T.ífagtíll íslenskar au-pair bijóta innílytjendalög Bandaríkjanna: Sumar stúlkurnar hafa lent í vændi og eiturlyfjaneyslu Margar íslenskar stúlkur ráða sig í au-pair störf erlendis á hverju ári. Stór hluti þessara stúlkna fer til BandaríKjanna. Ýmsu er áfátt um hvemig staðið er að málum frá hendi þeirra sem eru að fá sér au-pair og einnig hjá stúlkunum sjálfum. Fara ekki löglegar leiðir „íslenskar stúlkur, sem hafa hug á að gerast au-pair í Bandaríkjun- um, þurfa að athuga sinn gang vel,“ segir Fredrica Schmadel- Heard ræðismaður í bandaríska sendiráðinu. „Það hefur borið á því meira og meira að íslenskar stúlk- ur, sem fara til Bandaríkjanna sem au-pair, noti ekki þær löglegu leiðir sem fyrir liggja. Þetta er ákaflega miður og getur komið þessum ein- staklingum í koll. í fyrsta lagi brýtur þetta bandarísk innflytj- endalög og er refsivert athæfi. Ef þetta kemst upp og stúlkurnar eru að lokum sendar úr landi fara þær á ákveðinn lista sem gerir þeim mjög erfitt fyrir að heimsækja Bandaríkin aftur. Ef þetta unga fólk kemst á skrá hjá bandaríska innflytjendaeftirlitinu þá er það á þeirri skrá um aldur og ævi. Það á engin fyming sér stað á svoleiðis skrám í Bandaríkjunum. Síðast en ekki síst gerir þetta stúlkunum erfitt fyrir að leita til yfirvalda ef þær lenda í einhveijum vandamálum. Sem betur fer eru stúlkur yfirleitt heppnar í vali á fólki en það er svo sannarlega ekki einhlítt. Ef stúlka lendir í vanda- málum með fjölskyldu þá sem hún er hjá eða eitthvað annað kemur fyrir sem afskipta yfirvalda þarf við þá er erfitt fyrir hana að leita réttar síns hjá yfirvöldum þar sem hún hefur brotið landslög," sagði Fredrica. Fredrica Schmadel-Heard, ræðis- maður Bandarfkjanna á íslandi: mikilvægt fyrir au-pair stúlkur að fara að bandarískum lögum við ráðningu sína. Hroðaleg dæmi „Við í sendiráðinu sjáum oftar neikvæðu hhöina á au-pair málum, við fáum skýrslur og upplýsingar um málin þegar miöur fer. Því fmnst okkur ákaflega leiðinlegt að Tíðarandi stúlkur, sem hafa hug á því að ferð- ast til Bandaríkjanna, skuli ekki gæta þess að standa rétt að þessu í upphafi. Það er hægt að koma hlutunum þannig fyrir að rétt sé að öllu staðið og öryggis sé gætt,“ segir Fredrica. „Við höfum heyrt og séð ýmis hroðaleg dæmi sem ég vil ekki skýra frá,“ segir hún. „Stúlkur hafa lent í því að vera kastað út á guð og gaddinn án nokkurra pen- inga né flugmiða til að komast heim. í sumum tilfellum hafa stúlk- ur lent í vændi og eiturlyfjaneyslu í vandræðum sínum. Ég þekki vægt dæmi um hvemig hlutir geta gengið fyrir sig ef ekki er rétt að málum staðið. Það birtist hér auglýsing í blaði þar sem fjöl- skylda ein í Chicago auglýsti eftir au-pair. Ein íslensk stúlka var ráð- in og fór hún út til dvalar án þess aö hafa sótt um það eftir löglegum leiðum. Hún skrapp síðan heim til íslands um jólin og ætlaði aftur út. Þegar hún kom aftur út til Chicago tóku innflytjendaeftirhtsmenn eft- ir því að hún hafði dvahst í Bandaríkjunum nokkru áður, langt umfram leyfilegan tíma. Stúlkunni varð eðlúega mikið um að vera tekin í yfirheyrslu og hún sá þegar vinnuveitendur hennar voru að læðast í burtu þegar þeir sáu að hún var komin í kUpu. Þama reyndu hjónin ekki aö aö- stoða stúlkuna í þrengingum hennar heldur stungu af og skUdu hana eftir í þessari vandræðasúpu. Fyrir nokkmm vikum sá ég svo að auglýst var eftir stúlku í einu morgunblaðanna, var auglýsing þessi einmitt frá sama fólki. Reikna má með að einhver önnur stúlka lendi í þessum tryggðatröUum". Hvaða leið er lögleg? „Þegar stúlkur sækja um visa hér í sendiráðinu eiga þær að segja til um hver sé tilgangur ferðarinnar tíl Bandaríkjanna. Því miður virð- ast sumar hverjar ljúga til um það og em um leiö að bjóða hættunni heim,“ segir Fredrica. - En hvaða leiðir em löglegar og ömggar? „Það em ekki nema tvær leiðir sem em löglegar tU að starfa sem au-pair í Bandaríkjunum. í fyrsta lagi getur sú persóna, sem hefur hug á því að fá tíl sín stúlku erlendis frá, sótt um atvinnuleyfi tU bandarískra yfirvalda. Það er þó sá annmarki á að þeir hinir sömu verða að sanna að þeir geti ekki fengið í þetta starf samlanda sinn. Það segir sig auðvitað sjálft að slík sönnun er erfið, sérstaklega þegar um er að ræða atvinnuleysi hjá ungu fólki. Önnur leið opnaöist fyrir einu og hálfu ári þegar bandarísk yfirvöld reyndu að minnka sívaxandi inn- flutning á ólöglegum au-pair stúlk- um. TU að mæta þeirri þörf, sem fólk hafði fyrir erlendar au-pair, var byggt upp eins konar skipti- nemaprógramm. Það em nú tvö fyrirtæki í Bandaríkjunum sem hafa leyfi tíl að sjá um að koma stúlkum fyrir á heimUum tíl þess- ara starfa. Stúlkur þær sem fara eftir þessu kerfi eru á allan hátt löglegir dvalargestir í Bandaríkj- unum og njóta allra þeirra réttinda sem því fylgja," útskýrði Fredrica. Þroskandi og skemmtilegt „Það er þroskandi og getur verið ákaflega skemmtUegt að sjá önnur lönd og dvelja þar um tíma og ég tel að Bandaríkin bjóði upp á spennandi möguleika í þeim efn- um. Ofangreind orð eru ekki sögð til að draga úr neinum kjarkinn og því síður er meiningin að gefa það tU kynna að ekki sé óhætt að fara tU míns heimalands. Það er hins vegar nauðsynlegt að undirstrika og leggja áherslu á að stúlkur þær sem vUja fara til Bandaríkjanna sem au-pair fari eftir löglegum og viðurkenndum leiðum, það marg- borgar fyrir aUa aðUa og ekki síst fyrir stúlkurnar sjálfar,“ segir Fredrica Schmadel-Heard. -EG Meðal starfa au-pair stúlkna er barnaumsjón. „Leitast við að gera starfið sem öruggast" - segir Magnús Blöndal Sigurbjömsson Magnús Blöndal Sigurbjömsson er fuUtrúi Au-pair in America samtak- anna á íslandi, en það eru önnur tveggja samtaka sem hafa leyfi tíl að sjá um ráðningu á au-pair stúlkum til Bandaríkjanna. Samtökin eru deild af AFS sem eru bandarísk skiptinemasamtök. „Samtök þessi starfa sjálfstætt sem millUiður ungs fólks sem hefur áhuga á að komast í au-pair störf og þeirra sem vilja gjarnan fá svoleiðis starfskrafta tU sín. Samtökin reyna að sía í burtu þá sem hafa ekki raun- verulegan áhuga eða þroska til að -gerast au-pair og þá sem einhverra hluta vegna eru ekki hæfir til að ráða au-pair í sína þjónustu. Þetta eru 1 samtök sem reyna að gæta hags- muna beggja aðila,“ segir Magnús. Hvemig vinna síðan þessi samtök? „Samtökin hafa fuUtrúa í flestum löndum Evrópu,“ segir Magnús. „Þessir fuUtrúar sjá um þá hliðina sem snýr að væntanlegum au-pair umsæKjendum. Höfuðstöðvar í Evr- ópu eru í London." Viötalið á ensku „Það er best að lýsa þessu með dæmi. Ef einhvern langar til að starfa sem au-pair í Bandaríkjunum þá hefur hann sámband viö fuUtrúa Au-pair in America. Viö veitum nán- ari upplýsingar um starfsemi samtakanna og ef áframhaldandi áhugi er fyrir hendi tökum við þetta fólk í viðtal. Viðtahð fer fram á ensku. Það er ekki verið að höggva efdr því hvort fóUc taU lýtalausa ensku heldur frekar hvort unga fólk- ið geti gert sig skUjanlegt. Upplýsingar um viðkomandi þurfa að Uggja fyrir svo og meðmæU. Með- mæU þessi geta verið tU dæmis frá fyrri vinnuveitanda eða kennara. Þessar upplýsingar eru síðan sendar út og umsóknirnar eru metnar. Flestir fá svar innan 6 vikna frá því að gögn voru send. Næsti þáttur er sá aö nokkrir aðU- ar, sem hafa sott um að fá au-pair, hringja og rabba við umsækjandann. ÁKvörðun er síðan tekin í framhaldi af þessum viðræðum, bæði af hálfu umsækjanda og bandarísku fjöl- skyldunar," segir Magnús. Starfssamningurinn frágeng- inn í upphafi Hvað þarf umsækjandi aö borga og hvað fær hann greitt? „UmsæKjandi þarf að leggja fram 500 doUara tryggingu sem hann fær síðan endurgreidda eftir 12 mánuð- ina. Þetta er aðaUega gert til að tryggja aö unga fólkið hlaupist ekki á brott eftir smátíma. UmsæKjendur verða að greiða ferðir sínar tU og frá London, þaðan eru svo fríar ferðirn- ar til og frá New YorK. Feröin frá New YorK til áfangastaða í Banda- ríKjunum er einnig ókeypis en au-pair fólkið borgar ferðina tíl baka til New York sjálft. Ytra eru starfandi fuUtrúar APA sem stúlkumar geta leitað tU með öU sín vandamál. Þeir eru til staðar ef upp kemur misklíð við íjölskyld- una. Ef stúlkumar era óánægðar hjá Magnús Blöndal Sigurbjörnsson, fulltrúi Au-pair in America. fjölskyldum fá þær að fara til annarr- ar fjölskyldu ef umkvörtunin er á rökum reist. Au-pair umsækjendur em tryggðir aUan tímann og sjá sam- tökin alfarið um þaö. Áður en farið er af staö liggur fyrir fastur samningur um vinnutíma, laun og þess háttar. Meðal annars má nefna að vinnuvikan er 45 klukkustundir, fimm og hálfan dag vikunnar og launin em 100 doUarar á viku.“ Val fjölskyldnanna Hvemig eru fjölskyldumar valdar? „Hver fiölskylda þarf að svara ítar- legum spumingum. Síðan er bak- grunnur þessara fjölskyldna athugaður og reynt að tryggja eftir megni að allt sé í lagi. FuUtrúi sam- takanna á svæðinu fylgist síðan með og getur unga fólkið ávaUt leitað til hans. Það er auðvitað aldrei hægt að guUtryggja eitt eöa neitt, en með þessari aðferö er leitast viö aö gera au-pair starfið sem ömggast og ánægjulegast,“ segir Magnús B. Sig- urbjömsson. -EG - segir Haukur Ólafsson sendiráðunautur „Það em mjög ströng lög um inn- gera þeir nákvæma könnun hjá flytjendur og atvinnuleyfi í Banda- þeim stúlkum sem þeir telja að séu ríkjunum,“sagðiHaukurÓlafsson, aö feröast á fölsKum forsendum. sendiráðunautur hjá utanrUtis- Þessar sömu stúlkur em hiklaust ráöuneytinu. Haukur starfaði um sendar til baka aftur ef eitthvaö tima f sendiráöi íslands f 'Was- styður grunsemdir þeirra og þær hington og kannast við vandamál eru settar á svartan lista. Ungt fólk tengd stúlkum sem vilja komast í ætti að athuga sinn gang vel áður heimilistörf til Bandaríkjanna. en það fer að láta ævintýraþrána „Stúlkur þessar sækja oftá tíðura hlaupa meö sig í gönur,“ upplýsti um svokallaða B vegabréfsáritun Haukur. enhúngildirfyrirþásemviljafara „í Bandaríkjunum eru, utan til Bandaríkjanna sem ferðamenn. sendiráös íslands í Washington, Ef upp kemst að stúlkurnar em að ræðismenn á 17 stööum og liðsinna ferðast til Bandaríkjanna á fölsk- þeir íslensku fólki sem á I vanda. um forsendum eru þær í vondu Ég vil benda bæði stúlkum, sem máli“. fara til Bandaríkjanna til heimilis- tarfa, sem og öömra feröamönnum, Stúlkur hiklaust sendar til á aö hafa samband viö ræðisraenn baka íslands ef eitthvað bjátar á. Hægt JMér er kunnugt um að Innflytj- er að fá upplýsingar um ræðis- endaeftirlitsmenn em mjög menn, heirailisfóng og símanúmer nákvæmir við móttöku ferða- þeirra hér í utanríkisráðuneytinu. raanna til Bandaríkjanna og Þessarupplýsingargeturfólkfeng- athuga vel tilgang ferðanna. Það ið með einu síratali og skipta þær er ekki óvenjulegt aö þeir skoði í miklu máli ef á reynir." handtöskur og lesi jafnvel bréf sem -EG þar kunna að finnast Sérstaklega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.