Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988. Hlítum dómnum en munum grípa til annarra aðgerða - segir Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambands íslands - Mistókst verkfallsboðun stjórnar Kennarasambandsins vegna van- þekkingar ykkar á þessum málum? „Ég tel alls ekki að svo haíl verið vegna þess að við teljum, nú þegar niðurstaða félagsdóms liggur fyrir, að allra formsatriða hafi fyllilega verið gætt. Ég vil benda á að þessi verkfallsboðun fór fram undir nýjum lögum, rúmlega ársgömlum, sem nær engin reynsla er af, því aðeins einu sinni hefur verið boðað til verk- falls undir þeim. Og ég vil taka fram að það var ekki Kennarasambandið sem það gerði. Við höfum aldrei boð- að sjálfstætt til verkfalls fyrr en nú, en vorum með í verkfalli Bandalags starfsmanna ríkis og bæja 1984. Al- menningur ruglar okkur stundum saman við Hið íslenska kennarafé- lag.“ - Með úrskurði félagsdóms kemur í ljós að lögin virðast gölluð, fyrst hægt er að túlka þau svo gersamlega tvo vegu. Eru jjau þá ónothæf? „Lögin eru mjög opin og þau taka alls ekki af öll tvímæli um þetta at- riði, það er alveg ljóst. Ég vil einnig taka fram að viö höfum allan tímann sem samningaviðræður hafa staðið yfir - kröfugerð okkar var lögö fram milli jóla og nýárs - gert okkar ýtr- asta til aö reyna að ná samkomulagi um kjarasamninga fyrir kennara. Því var það, þegar ákvörðun var tek- in um verkfallsboðunina, að miðað var við að ná samkomulagi'og því var þetta oröað svo hjá okkur að verkfall yrði boðað með löglegum 15 sólarhringa fyrirvara hefðu samn- ingar ekki tekist fyrir 25. mars.“ - Þið segið i fréttatilkynningu að af dómsskjölum félagsdóms megi draga þá ályktun að ef hann hefði ekki get- að hengt hatt sinn á það atriði sem hann gerði þá hefði hann bara fundið eitthvað annað, svo sem að atkvæða- greiðsla ykkar hefði ekki verið leynileg. Þið kallið þetta aðdróttun, hvers vegna? „í sambandi við þennan félagsdóm er um tvö mál að ræða. Það kemur fram í dómsskjölum. Annars vegar þetta með boöun verkfallsins 11. apríl sem hefur verið lýst ólögmætt og sem við munum hlíta þrátt fyrir að við teljum að allra formsatriða hafi verið gætt við verkafallsboðun- ina. Hitt málið, sem er ekki síður alvarlegt, er að af dómsskjölum dómsins má draga þá ályktun að ef verkfallsboðunin hefði ekki verið dæmd ólögmæt, eins og gert var, þá hefði verið fundið að öðru við fram- kvæmd atkvæðagreiðslunnar. Það kemur fram í skjölunum að atkvæða- greiðslan hafi ekki verið leynileg. Formið á atkvæðagreiöslunni, sem við notuðum, er sama form og notað hefur verið við allar opinberar at- kvæðagreiöslur opinberra starfs- manna um langt árabil. Þess vegna teljum við þessa aðdróttun mjög al- varlega. Sú hártogun og sá orðheng- ilsháttur og sú óbilgirni sem ríkisvaldið beitir í máhnu er á þann veg að ekki verður annað sýnt en að það sé að gera að engu sjálfstæðan samningsrétt opinberra starfsmanna og sjálfstæðan samningsrétt sem umrædd lög númer 94 frá 1986 áttu að tryggja. í mínum augum er þetta því stórmál sem snertir miklu fieiri en Kennarasambandið." - Hvernig fór atkvæðagreiðslan hjá ykkur fram? „Hún fór fram með þeim hætti aö kjörgögnum var dreift í skólunum af trúnaðarmönnum, en kjörstjórn hefur aðsetur hér á Grettisgötunni og hún fór nákvæmlega yfir allar kjörskrár. Kjörgögn eru atkvæðaseð- ill með leiðbeiningum, lítið umslag sem merkt er atkvæðaseðill. í það er atkvæðaseðillinn settur en síöan er litla umslagiö sett í stærra umslag með nafni þess er kýs og viðtakanda. Fulltrúi borgarfógeta fylgdist ná- kvæmlega með yfirferð kjörskrár áður en atkvæöaseðlar voru sendir út og síðan með flokkun og talningu atkvæða." - Ertu að segja að félagsdómur sé þá hlutdrægur i úrskurði sínum? „Ég ætla ekki að segja neitt um það, mér þykir alveg nóg að það komi fram sem við höfum þegar sagt. Við munum hlíta dómnum en við teljum samt sem áöur að formsatriða hafi veriö gætt við boðun verkfalls Kenn- arasambandsins." - Þykir þér sem stjórn Kennarasam- bandsins hafi beðið ósigur i þessu máli? „Mér þykir vissulega erfitt að kyngja því að Kennarasambandið skuli þurfa að sætta sig við þetta á þann hátt sem raun ber vitni. En Kennarasambandið hefur alltaf vilj- að vinna lögum samkvæmt og því munum við hlíta þessum dómi og þá grípa til annarra aðgerða þegar tæki- færi gefst tíl.“ - Hvaða aðgerða? „Það mun koma í ljós þegar þar að kemur. Hins vegar er ljóst að viö höfum ekki það í höndunum sem viö ætluðumst til með verkfallsboðun- inni 11. apríl. Eftir ítarlegar umræð- ur í trúnaðarráöi sambandsins, sem jafnframt er samninganefnd þess, komumst við að þeirri niðurstöðu að ekki væri fært að láta aðra atkvæða- greiðslu um verkfall fara fram í vor. En þaö vil ég undirstrika að verði DV-yfirheyrsla Sigurdór Sigurdórsson ekki búið að semja við kennara þegar skólahald hefst í haust hljótum við að lýsa ábyrgðinni á því ástandi, sem þá skapast í skólastarfi í landinu, alfarið á hendur ríkisvaldinu. Það er einnig ljóst aö takist samningar ekki fyrir þann tíma munu kennarar neyðast til að grípa til aðgerða á fyrri hluta næsta skólaárs." - Hvernig munið þið standa að næstu atkvæðagreiðslu og verkfallsboðun? „Það fyrsta sem nú verður gert er að athuga nánar hvað felst í þessum aðdróttunum um leynd atkvæða- greiðslu. Við höfum þegar rætt um mikilvægi þess að allir opinberir starfsmenn, sem þurfa að semja und- ir þessum lögum, fylki sér saman um þau. Þeir verða að verja þann rétt sem opinberir starfsmenn eiga að hafa undir lögunum, sem er hinn sjálfstæði samningsréttur.“ - Sérðu möguleika á að hægt sé að láta fara fram atkvæðagreiðslu og boða verkfall undir lögunum, eins og félagsdómur túlkar þau, eða þarf að breyta þeim? „Það getur vel verið að það þurfi aö breyta þeim í ljósi þess sem ég hef rakið hér að framan um aðdróttanir um leynd atkvæðagreiðslunnar." - Ég veit að margir rugla saman Kennarasambandinu og Hinu ís- lenska kennarafélagi sem fór í verkfall í fyrra. Maður verður var við að talað er um að kennara séu öðrum verkfallsglaðari og eru þá báðir hóp- arnir lagðir undir einn hatt. Hefur þú orðið vör við þetta? „Ég vil ekki á nokkurn hátt taka undir þetta. Ég vil hins vegar minna á það að þessi réttur, þetta vopn sem verkfallsrétturinn er, er eina löglega tækið sem stéttarfélag getur beitt í neyð. Ef stéttarfélög hefðu ekki þennan rétt færi öll samningagerð fram á forsendum atvinnurekenda. Það væri afar alvarlegt mál. Dettur einhveijum í hug að atvinnurekend- ur myndu samþykkja hærri laun ef þeir vissu ekki af þessu vopni hjá verkalýðsfélögunum?" - Hvort hefurðu orðið meira vör við andúð eða samúð á verkfallsboðun ykkar og kjarabaráttu undanfarna mánuði? „Ég hef vissulega fundið fyrir hvoru tveggja og tel það eðlilegt. Ég man enda ekki til þess að þegar svo hefur verið komið aö stéttarfélag hefur orðið að grípa til neyðarréttar síns, sem verkfallsvopniö er, hafi ekki skapast um þaö umræður í þjóð- félaginu með skiptum skoðunum. Það tel ég fullkomlega eðlilegt." - Var fullkomin eining innan fulltrú- aráðsins um að fresta aðgerðum til hausts, ef ekki semst fyrir þann tima? „Það var fullkomin samstaða um þær ákvaröanir sem teknar voru innan fulltrúaráðsins. Að sjálfsögðu urðu miklar umræður, enda alvöru- mál sem um var aö ræða, og við þurftum þennan mikla tíma til að komast að niðurstöðu og um hana' var samstaða." - Þú hefur sagt að þið munuð ekki skrifa undir samninga sem rýra kjör kennara, eins og þú segir tilboð ríkis- ins gera ef að því væri gengið. Þú segir líka að þið munuð ekki skrifa undir samninga sem færa ykkur minni kaupmátt en var i haust er leið. Er raunhæft að ætla að Kenn- arasambandið geti náð þessu þegar Verkamannasambandið í heild sinni gat það ekki? „Ég vona að það sé raunhæft. Ég vil benda á að í þeim ramma að samningi fyrir kennara, sem nú ligg- ur fyrir, er ekki gert ráð fyrir neinni launahækkun við undirskrift samn- inga. Öll önnur verkalýðsfélög, sem samþykkt hafa samninga, hafa feng- ið launahækkun við undirskrift samninga.“ - Geturðu útskýrt þann mikla túlk- unarmun sem er hjá ykkur og fulltrú- um ríkisins á kjarakröfum ykkar? „Tölur eru alltaf þess háttar að þeim verða að íylgja fullnægjandi skýringar. Þeim tölum, sem fulltrúar ríkisins hafa birt um laun kennara- stéttarinnar, hafa ekki fylgt fullnægj- andi skýringar, því þar er alltaf verið að tala um meöaltalslaun heillar stéttar. Þegar menn tala um laun fiskvinnslufólks er ekki verið aö tala um laun útgerðarmannanna á sama tíma. Á sama hátt viljum við að talað sé um laun kennara. Og í staö þess að tala um meðaltalstölur á að tala um launataxtana og ég vil í því sam- bandi benda á aö laun kennara, sem er að hefja starf og er með 3ja ára háskólanám og full réttindi, eru 50 þúsund krónur á mánuði.“ - Þið hafið notað orðið óbilgirni um framkomu samninganefndar rikis- ins. Þetta er stórt orð, en er það rétt? „Já, því miður verð ég að segja aö svo sé. Á þeim samningafundum, sem haidnir hafa verið, hefur nánast ekkert þokast í samkomulagsátt. Ég vil minna á að kröfugerð Kennara- sambandsins byggist fyrst og fremst á niðurstöðum nefndar sem skipuö var afþessum samningsaöilum sam- eiginlega. Þar átti fjármálaráðuneyt- ið sinn fulltrúa og því verður fiármálaráðuneytið aö taka fulla ábyrgð á þeim niðurstöðum sem starfskjaranefndin sendi frá sér og kröfur okkar eru byggöar á.“ - Að lokum, Svanhildur, ertu sár per- sónulega eftir þessi málalok? „Ég veit ekki hvort orðið sár er rétt. Ég er afskaplega leið yfir því að þetta skuli hafa farið svona. Það hryggir mig hversu lítils viröi öll fógru orðin og loforðin, skýrslurnar og nefndarálitin eru hjá ráðamönn- um þegar á reynir. Það er greiniiega ekki nóg að tala fjálglega, það verður að bregðast við í verki og það er ríkis- valdsins að gera það.“ -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.