Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 8. APRfL 1988.
3
Fréttir
Tveir karlmenn og ein kona
voru handtekin í gærkvöld, Fólk-
ið hafði stoiið ávísanahefti og
valdið skemmdum á sjónvarpi og
fleiru á Hótel Lind við Rauðarár-
stíg. Það var um klukkan átta í
gærkvöldi sem lögregla handtók
fólkiö.
Fóikið hafði ekki náð aö falsa
ávísanir úr heftinu. Fólkið er ailt
vel þekkt hjá lögreglunni vegna
fyrri afbrota. Það hefur meðal
annars komiö við sögu í fíkni-
efnamálum.
Rannsóknariögregla fær nú
mál fólksins til frekai'i rannsókn-
ar. ‘ -sme
Gylfi Kriatjánsson, DV, Alaireyri;
Bilvelta varð í Bakkasels-
brekku í Öxnadal í gærdag og er
það ekki í fyrsta skipti í vetur sem
siíkt á sér stað þar.
Fólksbifreiö, sem var á leið
norður, valt ut af veginum og
hafnaði á hjólunum utan vegar,
Bifreiöin er mikið skemmd eftir
veltuna en tvo menn sem voru í
bifreiðinni sakaöi ekki.
Mosfellsbær:
Þingmaður fékk brú
úr sýsluvegasjóði
- þegar hreppurinn er orðinn bær skrúfast fyrir framlög úr sjóðnum
Stærsta verkefni í vegamálum
Mosfelishrepps, áður en hann.varð
að Mosfellsbæ, var brú í heim-
keyrslunni að Reykjahlíð, heimili
Salóme Þorkelsdóttur þingmanns.
Þessi framkvæmd var fjármögnuð
með fé úr Sýsluvegasjóði. Það
framlag mun að öllum líkindum
verða með þeim síðustu sem byggð-
arlagið fær úr þeim sjóði þar sem
hann verður lagður niður innan
tíðar. Miklar deilur sköpuðust í
Mosfellsdal sökum þessa þar sem
flestir íbúanna telja að meira hafi
legið á öðrum framkvæmdum. Til
dæmis hefur verið nefnt að engin
lýsing sé við biðstöðvar áætlunar-
búsins í dalnum.
Samkvæmt upplýsingum frá
Vegagerð ríkisins, sem byggði
brúna, kostaði hún rétt tæpar tvær
milljónir króna. Hjá Vegagerðinni
fengust og þær upplýsingar að hún
ætti að þjóna Hlaðgerðarkoti, Hita-
veitunni og öðrum búsetum fyrir
ofan Reykjahlíð. Kunnugir vita þó
að frá Reykjahlíð liggur einungis
vegarslóði að þessum húsum og
önnur aðkoma er notuð af þeim
sem þurfa að komast að þeim.
Nágrannar Salóme sögöust furða
sig á þessari ráðstöfun fjár úr
sýsluvegasjóði. Þessi brú nýttist
engum nema þingmanninum og
hennar heimilisfólki. Það hjákát-
lega í málinu væri að Salóme hefði
mikið barist fyrir lýsingu í hreppn-
um en þessi hrú hefði einmitt verið
tekin fram fyrir tillögur um lýsingu
í kringum biðskýli í Mosfellsdal.
-gse
Brúin á heimkeyrslunni að Reykjahlíð, heimili Salóme Þorkelsdóttur. í
bakgrunni má sjá gamla brú sem enn er notuð. DV-mynd GVA
Eitt stærsta vandamál nútímans er hraði og streita
B-vítamín eru nauðsynleg til að viðhalda sterkum og góðum taugum, auk þess að vera undirstaða
ótal annara þátta líkamsstarfseminnar. B-SÚPER inniheldur eftirfarandi B-vítamín:
BfÓTfN
Nauðsynlegt fyrir
efnaskipti prótína og
fitu, einnig mikilvægt
fyrir góðan hárvöxt.
INÓSlTÓL
Hluti af lesitíni sem
hindrar að kólesteról
satnist fyrir ( slagæð-
um og óeðlilega mikið
af fitu safnist fyrir I
lifur. Nauðsynlegt fyrir
hárvöxt, einnig mikil-
vægt næringarefni
fyrir heilafrumur.
PABA (para-amínó-
benzósýra)
Nauðsynlegt fyrir vöxt,
einnig til að viðhalda
heilbrigði húðar.
Örvar efnaskipti og
alla lífsnauðsynlega
starfsemi.
B1 TIAMIN
Nauðsynlegt fyrir
efnaskipti kolvetna,
starfsemi taugakerfis,
hjarta- og meltingar-
kerfis.
’ ' m
B2 RIBOFLAVfN
Nauðsynlegt fyrir
frumuöndun, efna-
skipti kolvetna og
prótina, þroska, sjón,
starfsemi húðar og
slímhimna.
B3 NIKOTINAMfÐ
Nauðsynlegt fyrir
efnaskipti kolvetna,
fitu og prótína, starf-
semi taugakerfis,
húðar og slímhimna.
Einnig mikilvægt fyrir
blóðmyndun.
j*! V: .
B5 PANTÓÞENSÝRA
Nauðsynleg fyrir
efnaskipti kolvetna,
fitu og prótína, starf-
semi húðar og slfm-
himna, einnig lifrar og
nýrnahettu barkar.
Mikilvægt fyrir hárvöxt,
myndun blóðrauða og
vöxt og þróun miö-
taugakerfis.
B6 PÝRIDOXÍN
Nauðsynlegt fyrir
efnaskipti prótina og
fitu, starfsemi lifrar,
taugakerfis, húðar
og fyrir blóðmyndun.
KÓLÍN
Hluti af lesitfni. Nauð-
synlegt fyrir efnaskipti
fitu, hjálpar til við að
melta, taka upp og
flytja um blóðið fitu og
fituleysanlegu vítam-
(nin A, D, E og K.
iih
eilsuhúsið
- Hollusta I hverrí hillu -
FÓLlNSÝRA
Nauðsynleg fyrir
myndun blóðrauða,
efnaskipti prótina,
bataferli og heilbrigði
húðar og hárs.
B12 KÓBALMlN
Nauðsynlegt fyrir
blóðmyndun, starfsemi
miðtaugakerfis og
fæðunám f meltingar-
vegi.
Hjá okkur færöu margs konar hollustumatvæli, krydd og bætiefni.
Fáöu faglegar ráöleggingar hjá starfsfólki okkar. Heilsuhúsiö -
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 1 A S 22966 - KRINGLUNNI S 689266
30 töflur (1 mán. skammtur) kr. 176.-
120 töflur (4 mán. skammtur) kr. 564.-
Fæst í Heilsuhúsinu, apótekum, heilsubúöum
og heilsuhillum matvöruverslana.