Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988. Fréttir Staðgreiðslukerfið og Tiyggingastofnun nkisins: Skattar affæðingar- styrkjum ofteknir Sá háttur sem Tryggingastofnun hefur á afgreiðslu á fæðingarstyrk og fæðingardagpeningum getur haft þær afleiðingar að fólk sé látið greiöa hærri skatta en þörf er á eftir að stað- greiðslukerfi skatta var tekið upp. Kona sem í raun heíði ekki þurft að greiða nema tæpar þrjú þúsund krónur varð þannig að greiöa tæpar 28 þúsund krónur. Mismuninn, um 25 þúsund krónur, fær konan ekki endurgreiddan fyrr en eftir álagn- ingu skatta um mitt sumar 1989. Þetta tilfelli er þannig til komið að konan sótti um fæðingardagpeninga og var umsóknin miðuð við 1. febrú- ar. Konan var í vinnu til 17. janúar, en bamið fæddist í lok þess mánað- ar. Eiginmaður konunnar hafði nýtt persónuafslátt hennar fyrir janúar, en hún hins vegar greitt fulla skatta af launum sínum þennan hálfa mán- uð sem hún vann. Samkvæmt þessu reiknaðist hjónunum það til að per- sónuafsláttur konunar kæmi til frádráttar álögðum skatti vegna dag- peninganna. Ef stofnunin vildi halda sig fast við laganna hljóöan um að ef greiöslur skyldu miðast við fæð- ingardag yrðu þau í versta falli að greiða skatt af greiðslum fyrir þá fáeinu daga sem eftir lifðu af janúar þegar barniö fæddist. Leituðu aðstoðar lögfræðings Tryggingastofnun miðaði hins veg- ar upphaf dagpeninganna við fyrsta dag fæöingarmánaðarins, þann 1. janúar. Janúar var því að fullu skatt- lagður þar sem eiginmaðurinn hafði nýtt persónuafsláttinn. Þá taldi stofnunin að skattkort hefði ekki komið nægilega tímanlega til að hægt væri að taka tillit til persónuaf- sláttar febrúarmánaðar. í stað tæpra þriggja þúsunda króna í skatt voru því tæplega 28 þúsund dregin frá dagpeningum konunar. Hjónin reyndu að fá bót sinna mála hjá stofnuninni, en án árangurs. Þau leituðu því til Atla Gíslasonar, lög- manns Verkakvennafélagsins Framsóknar, um aðstoð. Atli hefur sent stofnunni bréf þar sem hann óskar skýringa á því hvers vegna skattkort, sem sent var stofnuninni ásamt sjálfri umsókninni, kom ekki nógu tímanlega til þess að persónuaf- sláttur nýttist. Þá spyr Ath hvers vegna stofnunin miði við fyrsta dag fæðingarmánaðar í stað fæðingar- dags, eins og lögin segja til um. Þá er spurt hvort eðlilegt sé að greiða dagpeninga, sem eru bætur vegna tekjutaps, þann tíma sem þó er unn- iö. -gse Viss leiðindi og ergelsi segir lögfræðingur Tryggingastofnunar „Það hafa verið viss leiöindi og ergelsi hjá fólki vegna þess að með nýju skattkerfi þarf Tryggingastofn- unin að taka skatt af ltfeyrisgreiðsl- um. Það hefur líka átt eríltt með að skylja að öll gögn þurfa að berast okkur í tíma vegna þess hvernig greiðslufyrirkomulag hjá okkur er og hvemig tölvan er uppbyggð sagði Hilmar Björgvinsson, lögfræð- ingur hjá Tryggingastofnun. Hilmar sagðist ekki geta tjáð sig um einstök dæmi, eins það sem greint er frá hér í blaðinu. Til þess þyrfti hann að fá fyrirspurn skrif- lega. -gse Dómsmálaráöuneytíð um handleggsbrotið: Faðirinn fyrir dómstóla Dómsmálaráöuneytið vfll að dómstólar fjalli um athæfi lög- reglumannsins sem hvað mestan þátt átti í handleggsbroti Sveins Jónassonar á lögreglustööinni 1 Reykjavík í febrúar. Sonur lög- reglumannsins var á reynslusamn- ingi í lögreglunni. Hann verður ekki ráðinn til starfa. Rannsókn á málinu er ekki lokiö af hálfu ráðuneytisins. Reiknaö er með aö ráöuneytið skili umsögn um málið til ríkissaksóknara á morgun. Hjalti Zophaníasson, skrifstofu- stjóri í dómsmálaráöuneytinu, sagöi ekki ljóst hvort óskað yrði eftir aö aöild fleiri manna að hand- leggsbrotinu færi fyrir dómstóla. Rfkissaksóknara er í sjálfsvald sett hvort hann tekur eitthvert tillit til umsagnar ráðuneytisins. -sme Landað úr Benna Vagni ÍS 96. Hjálmar Slgurðsson skipstjóri á lúgunni. DV-mynd Reynlr Flateyri: Steinbvtur á línunni Reynir Traustason, DV, Flateyri: Mjög góö veiði var hjá línubátum, sem róa frá Flateyri, í marsmánuöi. Bátarnir fengu upp í 15 tonn í róðri og er uppistaða aflans steinbítur. Frá Flateyri eru gerðir út þrír línubátar, 30 til 70 tonn að stærð. Hrffunessmálið tekur nýja stefnu: Skipt um skrár og jeppi fjarlægður af jörðinni Laugardaginn fyrir páska fóru tveir ættingjar Árna Þórarins Jóns- sonar, vistmanns á dvalarheimili aldraöra á KirKjubæjarklaustri, austur að eignarjörð hans, Hrífunesi í Skaftártungum, og skiptu þar um allar skrár og lása. Þeir tóku einnig jeppa úr skemmu og fluttu hann suð- ur til Reykjavíkur á vörubíl. Lögmaður Áma Þórarins, Örn Clausen, hefur óskað eftir opinberri rannsókn á þessu brottnámi jeppans. Þeir sem tóku jeppann em Kjartan Jónsson, lögregluþjónn og bróðir Árna Þórarins, og Garöar Bergendal, uppeldisbróöir þeirra. Þessir menn kærðu fyrir nokkru umboð sem Arni Þórarinn hafði handsalað til tveggja frænda sinna og veitti þeim fullt umboð til þess að ráðstafa eignum hans, þar á meðal jörðinni Hrífu- nesi. Þeir töldu að Árni Þórarinn heföi ekki verið sér vitandi vits um afleiöingar gerða sinna, þar sem hann væri þjáður af heilarýrnun. Jafnframt kæmnni óskuðu þeir eftir því að Árni Þórarinn yrði sviptur fjárræöi. í kjölfar þess var Jón Snædal, sér- fræðingur í heilasjúkdómum, feng- inn til þess að skoða Áma Þórarin. Samkvæmt heimildum DV, mun nið- urstaða hans vera sú að Ámi Þórar- inn þurfi aðstoð til þess að sjá um sin mál. Jón hefur sent Einari Odds- syni, sýslumanni í Vík, skýrsluna. Með henni og greinargerð Arnar Clausen er rannsóknarvinnu Einars lokið og verður málið sent ríkissak- sóknara til ákvörðunar innan tíðar. „Við teljum að enginn hafi rétt á að ganga um þessi hús nema ég og Gunnar Jónsson lögfræðingur, en þetta var gert í samráði við hann. Hann taldi þetta öryggisráðstöfun gagnvart utanaökomandi mönnum svo þeir væru ekki að flækjast þarna um. Ég hef lagt þessu búi það mikiö til að ég tel mig líka vera í fullum rétti til þess að taka þennan jeppa- garm. Þetta var allt gert til þess að fyrirbyggja að eitthvað yrði skemmt þarna,“ sagði Kjartan Jónsson lög- regluþjónn. „Á meðan málið er í þessu milli- bilsástandi, má ekki hreyfa við neinu af eignum Árna Þórarins. Ég krafðist því rannsóknar þegar ég hafði spurn- ir af því að menn hefðu verið þarna fyrir austan, skipt um skrár og fjar- lægt hluti úr skemmu,“ sagði Orn Clausen. -gse Mjólkurstöð Þórshafnar ekkilokað Heilbrigöisnefnd hefur hætt við að loka Mjólkurstööinni á Þórs- höfn þar sem raunhæf fram- kvæmdaáætlun um fullnægjandi úrbætur hafl verið gerö af Kaup- félagi Langnesinga. Áætlunin gerir ráð fyrir fjórum mánuöum til að gera stöðina þannig úr garði að hún uppfylli öli skilyröi. „Heilbrigöisnefnd barst þann 29. mars framkvæmdaáætlun um úrbætur á stöðinni með ákveð- inni forgangsröð, þar sem brýnustu verkefnin verða fyrst lagfærð. Að svo komnu máli gat nefhdin ekki lokaö stöðinni, enda. er þegar búiö að bæta margt og ber að virða þann vilja sem forr- áðamenn hennar sýna til að bæta úr ástandinu. Þaö er hins vegar Hollustuvemdar ríkisins að meta hvoft þetta eftirlit er fullnægj- andi og veita frekari undan- þágu," sagöi Alfreö Schiöth, heilbrigðisfulltrúi Norðurlands eystra í samtali við DV. Alfreð sagði að þegar hefði mjólkurfræðingur verið ráöinn til aö koma í stöðina minnst einu sinni í mánuði og vera starfsfólki til ráðgjafar. Þá hefur verið kom- ið á eftirlitskerfi þannig að sýni verða tekin af framleiöslunni hvem pökkimardag og þau send til rannsóknar á rannsóknastofu. „Mjólkurstöðin á Þórshöfn er ekkert öðravisi en margar aðrar mjólkurstöðvar. Ýmsar mjólkur- stöðvar fullnægja ekki kröfu núverandi reglugerðar, enda ger- ir reglugerðin ráð fyrir ákveðn- um aðlögunartíma,“ sagði Alfreð. -JBj HótelÖik: Næsta nauð- ungarsala í maí Á fyrsta nauðungaruppboði Hótel Örk var hæsta boð var ein milljón króna. Lögmaöur Helga Þórs Jónssonar fór fram á að önnur sala færi fram. Var það samþykkt og mun hún verða 13. maí. Flest geta uppboðin orðið þtjú. Það þriðja verður að vera innan mánaðar frá öðru uppboöi. Ef til þriðja uppboös kemur verður því ekki frestað og mun þá sala fara fram hafi eiganda ekki tekist að losa um skuldir. Alls voru 60 kröfur geröar frá 26 aöilum. Nafnverð krafnanna er 50,7 milljónir króna. Við þaö bætist ýmiss kostnaður svo sem vextir og fleira. -sme Fyrsta hesta- mótið í ReiðhöUinni Um helgina verður haldið fyrsta hestamótiö í Reiðhöllinni. Það era fþróttadeildir hesta- mannafélaganna Andvara, Fáks, Gusts, Harðar og Sörla sem standa að mótinu sem er opiö öll- um knöpum. Skráning hefur verið mikil og greinilegt aö Reiðhöllin er talin skemmtilegur vettvangur fyrir hestamót. Keppni hefst á laugar- daginn klukkan 9.30 með hlýðni- keppni, klukkan 12.00 veröur keppt í hindrunarstökki og klukkan 14.00 í flórgangi ungl- inga, Keppnisatriði halda svo áfram á laugardaginn. Á sunnu- daginn hefst mótið klukkan 12.00 á töltkeppni unglinga og veröur haldið áfram þar til öllum keppn- isgreinum hefur verið lokiö. Á laugardags- og sunnudagskvöld verða úrslit, kynbóta- og sölusýn- ingar. Búast má við miklum flölda áhorfenda, enda aðstaöa góð á áhorfendapöllum. E.J.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.