Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Page 5
FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988. 5 Fréttir Gervihnattamóttakari við Asparfell i Breiðholti: kapalkerfi sem tengt er við móttakarann hefur nú verið kært til rannsóknarlögreglunnar. Rétthafar á myndböndum: Kæra kapalkerfi til lögreglunnar Samtök rétthafa á myndböndum hafa krafist opinberrar rannsóknar á kapalkerfi sem starfrækt er í fjöl- býhshúsi viö Asparfell í Breiöholti. Samtökin telja að starfræksla kerfis- ins, sem tengt er við gervihnattamót- takara, hafi brotiö í bága viö höfundarrétt. Auk þess telja samtök- in að allar tilskildar heimildir vanti til þess að þessi starfsemi sé lögleg. Að sögn Magnúsar Kjartanssonar, starfsmanns samtakanna, eru 192 íbúðir tengdar við þetta kerfi. Sam- kvæmt útvarpslögúm ber að sækja um sérstaka heimild til þess að starf- rækja slíkt kerfi ef fleiri en 36 íbúðir eru við það tengdar. Samkvæmt upp- lýsingum Þórunnar Hafstein, ritara útvarpsréttarnefndar, hefúr engin slík umsókn borist og því ekkert leyfi verið veitt. Magnús Kjartansson sagðist telja að starfsemi þessa kapalkerfis bryti í bága við höfundarrétt. Hann sagðist til dæmis hafa vissu fyrir því að í þessu kerfi hefði ákveðin mynd verið sýnd tveimur dögum áður en hún kom á dagskrá Stöövar-2. Hann sagðist þess fullviss að gervihnattar- réttur hérlendis hefði ekki verið keyptur. Sýning þessarar myndar í kerfinu hefði þvi auðsjánlega brotið gegn rétti á sýningu í lokuðu sjón- varpskerfi sem Stöð-2 hefði keypt. Magnús sagði að þess væru fleiri dæmi að gervihnattakerfi eins og þetta hefðu einnig brotið gegn rétti þeirra sem keypt hefðu myndbanda- rétt á kvikmyndum. Þórir Oddsson, vararannsóknar- lögreglustjóri, sagði að þessi kæra hefði enn ekki verið tekin til með- ferðar, en það yrði gert innan tíðar. -gse Höfundarréttarmál í Hæstarétti: Sektir og myndbönd skulu gerð upptæk Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm í máli þar sem tekist er á um höfund- arrétt á myndböndum. Málið var höfðað gegn eigendum myndbanda- leigu í Reykjavík. Eigendur mynd- bandaleigunnar höfðu keypt myndbönd í verslun erlendis, flutt þau til íslands og leigt þau út. Há- skólabíó og Laugarásbíó höfðu samning við framleiðanda mynd- anna. Eigendur myndbandaleigunnar, karl og kona, voru dæmd í sektir, hann til að greiða 50 þúsund krónur og hún til aö greiða 10 þúsund krón- ur til ríkissjóðs. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun héraðsdóms um ónýtingu myndbanda og myndbandahylkja. Karlmaðurinn sá um innkaup á myndböndunum erlendis. Konan hafði borið þvi við að hún vissi ekki um að myndböndin væru leigð út í blóra við lög um einkarétt. A þetta féllst Hæstiréttur ekki og taldi það ekki firra konuna refsiábyrgð. Um áramótin 1986/87 lagði lögregla hald á um 15 þúsund myndbands- spólur í myndbandaleigum. Eitt þeirra mála er nú til meðferðar hjá embætti ríkissciksóknara. Það mál var tekið eitt til rannsóknar og þykir víst að hin málin fái svipuð endalok og það sem rannsakað hefur verið þar sem málin eru öll mjög svipaðs eðlis. Ekki er á þessari stundu vitað hvort og hvenær ákæra veröur gefin út í máhnu. -sme Steingrímur Njálsson: Viðeigandi hælis leitað Á vegum dómsmálaráðunéytisins er verið að leita að viðeigandi hæli fyrir kynferðisafbrotamanninn Steingrím Njálsson. Hæstiréttur dæmdi Steingrím til 15 mánaða vist- ar á viðeigandi hæli. Steingrímur lýkurfangelsisafplánun ekki síðar en 27. ágúst í sumar. Þegar Hæstiréttur hafði kveðið upp dóm sinn, sagði Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðu- neytinu, að slíkt hæli væri ékki til hér á landi. Það voru margir fleiri sem lýstu undrun sinni yfir dómi Hæstaréttar. Þorsteinn Geirsson sagði í samtali við DV í gær að ekki væri hægt að svo stöddu að segja til um hvaða lausn fengist á þessu máli. Hann sagði þetta viökvæmt mál og varðist frekari frétta. -sme Jónatan Þórmundsson um Hafskipsmálið: Von um að rannsókn Ijúki síðsumars Jónatan Þórmundsson, sérstakur ríkissaksóknari í Hafskipsmálinu, segir að rannsókn á málinu Ijúki væntanlega síðsumars. Hann sagði að fleiri aðilar hefðu verið kallaðir fyrir í þeirri rannsókn, sem nú fer fram, en í þeirri fyrri. Þegar hann var spurður hvort bankaráð Útvegsbankans og stjórn Hafskips heföu verið kölluð fyrir, sagðist hann ekkert vilja segja um hveijir það væru sem talað hefði verið. Jónatan Þórmundsson segir að rannsókninni miði á svipaðan hátt og hann hafi reiknað meö. „Ég hef haft gott fólk en haldist illa á því,“ sagði Jónatan. Tryggvi Gunnarsson lögfræðingur, sem verið hefur að- stoðamaður Jónatans, er nú settur borgardómari. Hann starfar að hluta til við rannsókn Hafskipsmálsins. „Það var slæmt að missa hann. Ég hef átt gott samstarf við rannsóknar- lögreglu og endurskoðendur," sagði Jónatan Þórmundsson. -sme Stefán Hilmarsson LAUGARDAGSKVÖLD 9. APRÍL FÖSTUDAGSKVÖLD 8. APRÍL Tommy 10 GERÐIR AF LEÐUR- HVÍLDARSTÓLUM MEÐ SKEMLI FRÁ Opið alla helgina Hafið þið heyrt um betra verð? TM-HÚSGÖGN Síðumúla 30 - Sími 68-68-22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.