Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988. Viðskipti Guðmundur Valur Stefánsson, annar bræðranna sem hafa gert mjög at- hyglisvert forrit fyrir fiskeldisstöðvar. Þeir hafa þegar selt tvö forrit til Noregs og fyrir liggur pöntun frá irskri stöð. Þeir bræður hafa sett stefnuna bæði á alþjóðamarkaðinn og íslenska markaðinn. Samvinna þeirra bræðra er samvinna fiskeldismanns og forritara. DV-mynd GVA TVeir bræður að slá í gegn með forrit fyrir fiskeldi Tveir íslenskir bræður, Guðmund- ur Valur og Valþór Stefánssynir, hafa gert forrit fyrir fiskeldisstöðvar. Forritið hefur þegar vakið mikla at- hygli ög hafa tvær stöðvar í Noregi keypt það og fyrir liggur pöntun frá einni írskri stöð. Ein íslensk fiskeld- isstöö hefur keypt forritið. Sala til fleiri stöðva er í bígerð. Markaðurinn er stór og miklar tekjur í húfi, slái forritið endanlega í gegn. Að sögn Guðmundar Vals, sem er líffræðingur og menntaður í Noregi, er forritið fyrir bæði lífræna og efna- hagslega stjórnun í fiskeldi. „Með því að ýta á einn takka er hægt að sjá vaxtarhraðann, hversu mikið fóöur eigi að gefa í ákveðnum kerum, fóðurkostnað, og ef kerin eru þúsund talsins, er hægt að sjá hversu stórir fiskarnir eru í hveiju keri, hvernig þeir hafa vaxið og spá um hversu stórir þeir verða," segir Guð- mundur Valur um nokkra mögu- leika forritsins. Efnahagslega dæmið birtist meö þeim hætti að hægt er að sjá verð- mæti fiskanna, hversu margir fiskar eru af ákveðinni stærð, til dæmis á bilinu 5 til 6 sentimetrar, 6 til 7 senti- metrar eða hvaða stærð sem stjórn- andinn biður um. Samvinna þeirra bræðra er sam- vinna forritara og fiskeldismanns. Guðmundur er fiskeldismaðurinn, Valþór forritarinn. Reyndar býr Val- þór í Svíþjóð. Forritið er engin smásmíði, það er heilar tvö hundruð síður. Þeir bræður eiga fyrirtækið Fisk- eldisþjónustuna hf. í samvinnu við nokkra íslendinga og verkfræöistofu í Noregi, sem hannar og byggir fisk- eldisstöðvar. Norska verkfræðistof- an á 20 prósent í fyrirtækinu. Fiskeldisþjónustunni er ætlað að markaðssetja Ðskeldisforrit bræðr- anna. Markaðurinn er stór og möguleikarnir miklir. -JGH Aðstoðarbankastjórar Landsbankans: Ráðningum seinkar Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 19 20 Ib.Ab Sparireikningar 3jamán. uppsogn 19 23 Ab.Sb 6mán. uppsögn 20 25 Ab 12 mán. uppsogn 21 28 Ab 18mán.-uppsogn 32 Ib Tékkareikningar, alm. 8 12 Sb Sértékkareiknmgar 9 23 Ab Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6mán. uppsögn 3.5 4 Ab.Úb. Lb.Vb. Bb.Sp Innlán með sérkjörum 19 28 «-b,Sb Innlángengistryggð Bandarikjadalir 5.75 7 Vb.Sb Sterlingspund 7.75 8.25 Ub Vestur-þysk mork 2 3 Ab Danskar krónur 7.75-9 Vb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvixlar(forv) 29.5 32 Sp Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 31 35 Sp Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr) 32.5 36 Sp Utlán verðtryggð Skuldabréf 9.5-9.75 Allir nema Úb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 30,5 34 Bb SDR 7,75 8.25 Lb.Bb. Sb Bandarikjadalir 8.75 9.5 Lb.Bb. Sb.Sp Sterlingspund 11 11.5 Úb.Bb, Sb.Sp Vestur-þýsk mork 5 5.75 Úb Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5 9 Dráttarvextir 45,6 3.8 á mán. MEÐALVEXTIR överðtr. feb. 88 35.6 Verðtr feb. 88 9.5 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala april 1989 stig Byggingavisitalaapríl 348 stig Byggingavísitala apríl 108,7 stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 6% 1. april. VERÐBREFASJOÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Avoxtunarbréf 1.4803 Einingabréf 1 2.732 Einingabréf 2 1.587 Einingabréf 3 1.744 Fjölþjóðabréf 1.268 Gengisbréf 1.0295 Kjarabréf 2.725 Lifeyrisbréf 1.374 Markbréf 1,417 Sjóðsbréf 1 1,253 Sjóðsbréf 2 1.365 Tekjubréf 1.391 Rekstrarbréf 1.06086 HLUTABRÉF Söluverð aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 128 kr. Eimskip 210kr. Flugleiðir 189 kr. Hampiðjan 144kr. Iðnaðarbankinn 148 kr. Skagstrendingurhf. 189 kr. Verslunarbankinn 105kr. Útgerðarf. Akure. hf. 174 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31 % ársvöxt- um og nokkrir sparisj. .30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Pétur Sigurðsson, formaður bankaráðs Landsbanka íslands, seg- ir að enn hafi ekki verið gengið frá ráðningu þriggja aðstoðarbanka- stjóra Landsbankans. Samkvæmt auglýsingunni um stöðurnar var ráðning tveggja aðstoðarbankastjór- anna bundin við 1. apríl og ein við næstu áramót. Bankaráðið fékk þriggja til fjögurra vikna frest hjá Pétur Sigurðsson, formaður banka- ráðs Landsbankans, bað starfs- mannafélagið um 3ja til 4ra vikna frest til að ráða i stööur aðstoðar- bankastjóra Landsbankans. Félagið sagði já en itrekaði í leiðinni að ráöið yröi i stöðurnar úr röðum starfsmanna. starfsmannafélagi bankans þann 28. mars síðastliðinn til að ráða í stöð- urnar. „í kjarasamningi okkar segir að starfsmannafélagið geti óskað eftir því að stöðurnar verði auglýstar aö nýju líði 30 dagar frá því umsóknar- fresturinn rennur út án þess að ráðið sé í stöðurnar. Og þetta ákvæði nær til stöðu aðstoðarbankastjóranna. Ennfremur segir að starfsmannafé- lagið geti veitt frest og það gerðum við eftir að Pétur Sigurðsson, for- maður bankaráðsins, bað um hann,“ segir Björg Árnadóttir, formaður starfsmannafélags Landsbankans. Að sögn Bjargar ítrekaði starfs- mannafélagið að aðstoðarbanka- stjórarnir yrðu ráðnir úr röðum starfsmanna bankans þegar það veitti frestinn. Pétur Sigurðsson, formaður bankaráðsins, vill ekki gefa upp nöfn þeirra sem sótt hafa um, en það er enginn smáíjöldi, alls 27, þar af 21 úr bankanum og 6 utanaðkomandi. „Það eru margir sem óskað hafa nafnleyndar og þess vegna hef ég tekið þá ákvörðun að gefa ekki upp nöfn neinna umsækjenda," segir Pét- ur. Bankaráðið heldur fund næsta fimmtudag. „Ráðning aðstoðar- bankastjóranna verður rædd á þeim fundi en ég get ekkert sagt um það ennþá hvort gengið verður frá ráðn- ingu þeirra þá,“ segir Pétur Sigurðs- son. -JGH 3 K-Trading með Budweiser Fyrirtækið 3 K-Trading, sem er í eigu Ingvars J. Karlssonar, fram- kvæmdastjóra Karls K. Karlssonar og Magnúsar Jónassonar, sem áður Magnús Jónasson, framkvæmda- stjóri 3 K-Trading, sem er með umboð fyrir bandaríska bjórinn Budweiser hér á landi. vann hjá Karli K. Karlssyni, hefur umboð fyrir bandaríska bjórinn Budweiser en ekki fyrirtækið Karl K. Karlsson, eins og fram kom í DV í fyrradag. Það leiðréttist hér með. Framkvæmdastjóri 3 K-Trading er Magnús Jónasson. Fyrirtækið var stofnað 1985 og hætti Magnús þá þjá Karli K. Karlssyni til að annast rekstur þess. Það fékk um- boðið fyrir Budweiser árið 1985 en áður hafði þýskt fyrirtæki verið með umboðið. Síðan þá hefur það annast flutning og sölu Budweiser- bjórsins til Varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli. Fyrirtækin Karl K. Karlsson, sem er með umboð fyrir Carlsberg og Tuborg, og 3 K-Trading með Bud- weiser koma því til með að keppa á bjórmarkaðnum verði bjórinn leyfður. -JGH Guðmundur Hauksson, bankastjóri Útvegsbankans, til vinstri, afhendir Högna Þórðarssyni, útibússtjóra Útvegsbankans á ísafirði, verðlaunin fyrir góða frammistöðu útibúsins á siðasta ári. Ufvegsbankinn hf.: Utibúið á ísafírði talið það best rekna Bankaráð Útvegsbankans hf. veitti útibúi bankans á ísafirði verðlaun fyrir góða frammistöðu á síðasta ári. Þetta er í fyrsta skipti sem verölaun- in eru aíhent en ætlunin er að veita þau á hverju ári framvegis. Það var Guðmundur Hauksson, bankastjóri Útvegsbankans, sem veitti verðlaunin, sem voru stytta eftir Jens Guðjónsson gullsmið og 75 þúsund krónur í peningum, og tók útibússtjórinn, Högni Þórðarson, við þeim fyrir hönd starfsfólks útibús- ins. -JGH Hæsta álverð sögunnar: Getum ekki aukið framleiðslu okkar - segir Ragnar Halldórsson „Við framleiðum þegar við full af- köst og getum því miður ekki aukið framleiðslu okkar,“ segir Ragnar HaUdórsson, forstjóri ísal, en miklar verðsprengingar hafa verið í ál- heiminum að undanfórnu og hvert metverðið af öðru skotið upp kollin- um. Á þriðjudaginn var hæsta álverð sögunnar þegar verðið fór í 1.587 sterlingspund tonnið. Ótrúleg tíð- indi. Verðið lá á milli 800 og 900 sterlingspunda síðastliðið sumar. Aö sögn Ragnars er hátt álverð góð tíðindi fyrir verksmiðjuna. „Við ætt- um að fá góða afkomu á þessu ári.“ Ragnar segist ekki hafa neinar skýringar á hinni gífurlegu eftir- spum sem ríkir á álmarkaðnum. Álverksmiðjan í Straumsvík fram- leiddi alls 84 þúsund tonn af áli í fyrra. Það var met í magni. Til stend- ur að framleiða 86 þúsund tonn á þessu ári og slá metiö frá í fyrra. -JGH Ragnar Halldórsson, forstjóri isal, segir verksmiöjuna þegar framleiöa viö full afköst og ekki geta aukið framleiðsluna aukist eftirspurnin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.