Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988. 7 Fréttir Iðnaðarbankinn stendur best allra banka varðandi lífeyrisskuldbindingar starfsmanna en þó vantar þar um 40 milljónir kr. Seðlabankinn setur bönkunum reglur: Skuldbindingar vegna lífeyris komi fram á efna- hagsreikningi I efnahagsreikningum bankanna koma ekki fram lífeyrissjóðsskuld- bindingar þeirra, en í samtali við- Þórð Ólafsson, forstöðumann Banka- eftirlits Seðlabankans, kom fram að Seðlabankinn ætlar að setja bönkun- um nýjar reglur, þannig að lífeyris- sjóðsskuldbindingar þeirra komi fram í efnahagsreikningum og verði skuldfærðir þar eins og aörar skuld- bindingar. „Við höfum alltaf gert okkur grein fyrir því að lífeyrisskuldbindingar í efnahagsreikningum bankanna væru vanmetnar. Búast má því við aö þær verði teknar að fullu inn í efnahagsreikninga bankanna innan skamms, eins og hverjar aðrar skuld- bindingar. Fram til ársins 1986 giltu engar formlegar reglur um framsetn- ingu lífeyrisskuldbindinga í árs- reikningum bankanna. Það hefur nú breyst með tilkomu nýrra laga um viðskiptabanka," sagði Þórður Ólafs- son. Nú vilja þeir Seðlabankamenn stíga skrefið til fulls og skylda bank- ana til að tíunda nákvæmlega til hvaða skuldbindinga hver banki hef- ur stofnað í lífeyrismálum. Er þess að vænta að þessar breytingar fari í gegn fljótiega, en viðræður standa nú yfir á milh Seðlabankans og end- urskoðenda bankanna um hvernig framkvæmd á þessum málum verði háttað. Eigið fé Útvegsbankans dugði ekki fyrir lífeyri Það kom berlega í ljós hjá Útvegs- bankanum að mjög var ógreinilegt hveijar lífeyrissjóðsskuldbindingar bankans voru. Metið var að 500 til 600 miiljónir kr. þyrfti fyrir skuld- bindingum starfsmanna og 222 milljónir fyrir lífeyri bankastjóra - til samtals 720 til 820 milljónir. Þessi upphæð étur upp bókfært eigið fé Útvegsbankans 1984, áður en áfólhn dundu yflr, og framreiknað til verð- lags í apríl 1987. Það er því ljóst aö eigið fé Útvegsbankans hverfur alveg í lífeyrisskuldbindingarnar. Ef efnahagsreikningar Útvegs- bankans 1986 eru skoðaöir sést að þar var gert ráð fyrir lífeyrisskuld- bindingum upp á tæpar 66 mihjónir - sem reyndist vera um 700 mihjón- um of lágt, eins og kunnugt er nú. Þá var hlutafé bankans tahð vera 50 mhljónir. Það er ljóst að þaö tekur bankana langan tíma að lagfæra lífeyrissjóði sína. Ef tekið er dæmi af Iðnaðar- bankanum, sem að sögn Þórðar stendur einna best að vígi, þá er tahö að lífeyrisskuldbindingar starfs- manna 1987 séu 128 mhljónir. Th eru 90 mihjónir á móti þessum skuld- bindingum, þannig að tæpar 40 milljónir vantar. Iðnaðarbankinn er ungur og því er vandi hans mun minni en þeirra sem eldri eru. Leiðréttá 10árum Framlag bankanna í lifeyrissjóði hefur farið vaxandi og að sögn Þórð- ar þá eru uppi hugmyndir um að þessar skuldbindingar yrðu leiðrétt- ar á næstu 10 árum. Bankamir mundu þannig greiða niður '/ af skuldbindingunum á næstu 10 árum, þannig að hfeyrissjóðirnir verði komnir í eðhlegt horf 1998. Það er þó hald manna að bankam- ir muni reyna að fá þennan niður- greiðslutíma lengdan, enda muni þetta reynast þeim þungt í skauti á meðan á leiðréttingunni stendur. » -SMJ , Vestmannaeyjar: Þrir teknir við ólöglegar veiðar Ómar Garðaisson, DV, Vestmannaeyjuni; Varðskipið Ægir tók þrjá báta að ólöglegum veiðum við Vestmanna- eyjar, tveir þeirra, Gæfa og Gígja, voru teknir 30. mars en togarinn Keihr 31. mars. Gæfa, sem er trhla, sem var á netaveiðum, og Gígja VE á loðnuveiöum, voru á veiðum á bannsvæði við Kaplana mhli lands og Eyja. Varðskipið færði bátana th hafnar þar sem máhð var tekið th dómsrannsóknar og að henni lokinni lauk málum beggja skipstjóranna með dómssátt. Daginn eftir, 31. mars, var togarinn Keilir RE staðinn aö ólöglegum veiö- um - var með of þétt riðinn trohpoka. Því máli lauk einnig með dómsátt að lokinni rannsókn. Málin voru tekin fyrir hjá bæjarfógeta í Vestmanna- eyjum. Dómari var Jón Ragnar Þorsteinsson héraðsdómari. SAGAN UM SIGVALDA OG FJÓRHJÓLIÐ!* Þetta er sagan um Sigvalda, sem vann stóra vinninginn í happdrættinu. Hvorki meira né minna en Mercedes Benz. Hann seldi bílinn þegar í stað og keypti sér Kjarabréf í staðinn. Þetta er svo sem ekki óvenjuleg saga, ef það væri ekki staðreynd að Sigvaldi ekur nú, eins og greifi, á Mercedes Benz, konan hans á Toyota Coroila og dóttursonur þeirra var tekinn úr umferð á nýju fjórhjóli í fyrradag. Þetta byrjaði með miða... Þú kannast ábyggilega við hann Sigvalda. Hann er búinn að vinna hjá borginni í fjöldamörg ár. Konan hans, hún María, vinnur á lögmannastofunni austur í bæ. Þú þekkir þau ábyggilega þegar þú sérð þau. Sigvaldi er mikill útilííismaður. Hann er alltaf í einhverju ferðastússi allan ársins hring. Þess vegna komst hann ekki hjá því að kaupa happdrættismiða á árshátíð ferðaklúbbsins. Hann keypti að vísu ekki nema tvo miða. Vinningur í maí Árshátíðin var í mars, árið 1985. Nokkrum vikum seinna var dregið í happdrættinu. Það er að segja þann 20. maí 1985. Vinningurinn, Mercedes Benz 190 E árg. 85, kom á númerið hans Sigvalda. Nú voru góð ráð dýr. Venjulegir borgarstarfsmenn eins og Sigvaldi aka ekki um á borgarstjórabílum. Slíkt bara gerist ekki. Happdrættismiði til sölu Það er ekki hægt að segja að hann Sigvaldi sé bjáni. Síður en svo. Að minnsta kosti segir hún María, að hann hefði átt að skella sér í pólitíkina, — í stað þess að vera félagi í SFRB. Það var ekki liðinn dagurinn þegar Sigvaldi var búinn að selja happdrættismiðann. „Ég fór bara og talaði við nokkra bíladellukarla. Einn þeirra borgaði miðann út í hönd,“ sagði Sigvaldi þegar hann kom heim með úttroðið veskið, rúmlega eina milljón í vasanum! Peningarnir á fast... Hún María gat ekki sofið um nóttina. Hún bylti sér á alla enda og kanta í rúminu. Hún sá fýrir sér innbrotsþjófa, gengisfellingar og alls kyns hörmungar. Sigvaldi aftur á móti svaf eins og ungabarn — með veskið undir koddanum. Morguninn eftir fór hann og ræddi við hann Pétur, ráðgjafa hjá Fjárfestingarfélaginu. Pétur ráðlagði honum að kaupa Kjarabréf, og aðstoðaði hann við kaupin. Þremur árum síðar... Laugardagurinn tuttugasti febrúar nítjánhundruð áttatíu og átta var stór dagur í lífi þeirra hjóna, Maríu og Sigvalda. Þau heimsóttu nýju söluskrifstofuna hjá Fjárfestingarfélaginu í Kringlunni strax og opnað var um morguninn. Þar fengu þau kaflSsopa hjá Stefáni ráðgjafa og aðstoð við sölu á Kjarabréfunum frá 1985. ... nýr bíll og meira til! Þegar Sigvaldi seldi happdrættisvinninginn árið 1985 fékk hann 1.050.000 krónur fyrir miðann. Hann keypti Kjarabréf fyrir 1.049.580 krónur. Við sölu Kjarabréfanna flékk hann 2.685.422 krónur. Þannig gat hann samdægurs keypt sér 1988 árgerð af Mercedes Benz. Nákvæmlega sama bíl og var í vinning á sínum tíma, en auðvitað spánýjan. Bíllinn kostaði hann 1.360.000 krónur sléttar. Hann keypti þar að auki Toyota Corolla bíl fýrir Maríu. Corollan kostaði 505.000 krónur. Þar af leiðandi átti hann efltir 820.422 krónur, sem nægðu honum til að gefa Jónasi dóttursyni sínum splunkunýtt fjórhjól í fermingargjöf. Þá átti Sigvaldi ennþá efltir 630.422 krónur, sem hann vill ekki segja hvað hann gerði við. Hann Stefan hjá Fjárfestingarfélaginu veit allt um það, þó að hann segi engum flrá því. Hann Stefan selur nefnilega Kjarabréf. • Petta er alveg satt. Sögunni og nöfiium hefur að vísu verið breytt — af augljósum ástæðum! FIÁRFESTINGARFHAGÐ Kringlunni 123 Reykjavík S 689700 ósaríslA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.