Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Page 9
FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988. 9 Utlönd Flein dauðaslys í kjölfar aukins ökuhraða Anna Bjamasan, DV, Denver Nú er liðið eitt ár frá því að Banda- ríkjaþing heimilaði fylkisstjómum að ákveða 65 mílna (105 kílómetra) hámarkshraða á klukkustund á þjóð- vegum í dreifbýli. Hámarkshraði var áður 55 mílur (88,5 kílómetrar) á klukkustund. Fjörutíu fylki not- færðu sér heimildina. Nú í vikunni er von á skýrslu um reynsluna af hraðari umferð en starfsmenn þess ráðs, er fjallar um öryggi á þjóðvegum, hafa til þessa verið þögulir sem gröfin. Víst er þó talið að dauðaslysum á þessum veg- um hafi fjölgað en þau voru um 46 þúsund árið 1986. „Allt bendir til að dauðaslysum hafi íjölgað um fimm hundruð á þessu fyrsta ári aukins ökuhraöa“, segir talsmaður ráðsins. „Ómögulegt yrði að lækka hámarks- hraðann aftur þó reynslan af auknum ökuhraða myndi mæla með slíkri ákvörðun." Stuðningsmenn aukins ökuhraða telja að of snemmt sé að fella dóm reynslunnar varðandi 65 mílna öku- hraðann. Þeir segja að dauðaslys á þjóðvegum hafi aldrei verið færri en 1987 miðað við umferð eða 2,4 dauða- slys á hverjar 100 milljónir milna sem eknar voru. Spáð hafði verið að alvarlegum slysum í umferðinni myndi fjölga. Svo varð ekki. Bandaríkjaþing heimilaði nýlega 65 mílna hámarkshraða á tilteknum afskekktari þjóðvegaköflum í tutt- ugu fylkjum. Sú ákvörðun vakti upp deilur og blaðaskrif um ökuhraða. Andstæðingar aukins ökuhraða telja að þeir sem áður óku hraðar en heimilt var muni einnig gera það þótt hámarkshraði hafi verið hækk- aður í 65 mílur. Öryggisráð tryggingafélaga geröi könnun á þessu atriði á vegum í Nýju Mexíkó. Stuttu eftir hækkun hámarkshraðans brutu 5 prósent ökumanna hámarkshraðaákvæðin en átta mánuðum seinna óku 23 pró- sent ökumanna hraðar en heimiit var. Hollenski kaupsýslumaðurinn Gerrit-Jan Heijn, sem rænt var í fyrrahaust, hetur nú fundist myrtur. Simamynd Reuter Fjölskylda handtek- in vegna mannráns Þórhildur Sveinsdóttir, DV, Amsterdam; Fimm manna fjölskylda frá Landsmeer í Hollandi var handtekin á miðvikudaginn og ákærð fyrir rán og morð á hinum 65 ára gamla kaup- sýslumanni og verslunareiganda, Gerrit-Jan Heijn. Honum var rænt fyrir sjö mánuðum. Fjölskyldufaðirinn, 45 ára atvinnu- laus arkitekt, hefur játað aö hafa þann 9. september síðastliðinn rænt Heijn, skotið hann, skorið af honum litla putta og síðan grafið líkið. Lík- amsleifamar ásamt morðvopninu hafa nú verið grafnar upp og stað- festa þessa frásögn. Ekki er vitað að hve miklu leyti aðrir úr fjölskyldunni era þátttak- endur í skipulagi og framkvæmd mannránsins. Lögreglumennimir, sem að rann- sókn málsins stóðu, tóku að beina athygli sinni að Landsmeer þegar símahringingar til lögreglunnar, þar sem krafist var lausnargjalds, var hægt að rekja úr símaklefa sem stendur við veg sem liggur til bæjar- ins. Rannsóknarlögreglan hefur ekki skýrt frá því opinberlega hvað varð til þess að grunur féll á fjölskylduna. Talið er að fyrsta vísbendingin hafi verið þegar ávísanir, sem rekja má til lausnargjaldsins, fóru að koma í umferð í bönkum í nágrenni Amst- erdam. Lausnargjaldið, 450 þúsund gyllini í reiðufé og demantar að verð- mæti nokkur þúsund gyllina, var afhent mannræningjunum í nóv- ember síöastliðnum. Rannsóknar- lögreglan hefur alltaf álitið fólkið, sem aö ráninu stóð, vera fátt, ekki fleirl en fimm, og líklega fólk sem áður hafði komist í kast við lögin. Þá var álitið að kona væri með í sam- særinu þar sem flest bréf um kröfu lausnargjaldsins voru skrifuð af konu. Handtaka Qölskyldunnar hefur vakið mikla athygli. Fljótlega munu allar staðreyndir liggja fyrir í málinu og þær verða birtar opinberlega. Gorbatsjov Sovétleiðtogi og Najibullah, leiðtogi Afganistan, fyrir fund sinn í Tashkent i gær. Símamynd Reuter Bjartsýni á frið í Afganistan Leiðtogi Sovétríkjanna, Mikhail Gorbatsjov, kveðst eftir fund sinn með Naijubullah, leiðtoga Afganist- ans í gær, vera sannfærður um að komist verði að samkomulagi mn frið í Afganistan og að brottflutning- ur sovéska hersins frá Afganistan hefjist þann 15. maí næstkomandi ef menn flýta sér að sefjast að samn- ingaborðum. I Genf sögðu stjómarerindrekar og opinberir embættismenn að flestum hindrumun fyrir samkomulagi hefði verið rutt úr vegi en tæknivinna væri eftir. Leiðtogar Afganistans, Pakistans og Bandaríkjanna hafa einnig lýst yfir bjartsýni á horfurnar á sam- komulagi sem fæli í sér brottflutning sovésku hermannanna sem eru 115 þúsund talsins. í Amman sagði Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, í gær að samkomulag væri skammt undan. Yfirlýsing sú er Gorbatsjov og Naji- bullah, leiðtogi Afganistans, gáfu út í gær var ekkert minnst á hemaðar- aðstoð. í Washington töldu embættis- menn að möguleiki væri á að Bandaríkjamenn gætu haldið áfram að senda skæruliðum vopn og Sovét- ríkin stjórninxú í Kabul eftir að sovésku hermennimir hefðu verið fluttir á brott. Skæruliðar segjast ekki munu gef- ast upp fyrr en stjórn múhameðstrú- armanna hefur tekið við af núverandi stjóm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.