Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Page 13
FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988. 13 Lesendur Bíinúmerasnobb Páls Péturssonar Bíleigandi i Langadal skrifar: Þaö var furðulegt aö hlusta á Pál Pétursson, alþingismann, á Stöð 2 um daginn, er hann lýsti bílnúmera- snobbi þeirra höföingjanna, sem hafa fengið að velja sér sjálfir bílnúmer sín, á meðan almenningur fær það bílnúmer sem Bifreiðaeftirlitsmenn rétta honum. Nú vill dómsmálaráðherra breyta þessu og koma í það horf, sem ann- ars staðar þekkist, þ.e. föst númer. -En þá þekkjast höfðingjarnir ekki af bílnúmerum sínum. Og það er nú verra! Sjálfur hefur Páll fengið að velja númerið H-1500, meðan sveitalubb- arnir í Langadal og Reykjavíkurlýð- urinn geta bara fengið það númer, sem að þeim er rétt. Forréttinda- hópnum þykir vænt um númerin sín, sem þeir hafa sjálfir fengið að velja, eða svo segir Páll. En almenningur ber engar tilfinningar til bílnúmers sem honum er fengið, að honum for- spurðum. Hér eru menn svo sannarlega ekki jafnir fyrir lögunum, þótt í litlu sé. Og því óréttlæti vill þingmaðurinn viðhalda. Hann hélt því fram á Stöð 2 að ríkissjóður myndi ekki spara neinar milljónir við fóst númer á bíl- um, því að það væru bifreiðaeigend- ur sem sjálfir greiddu kostnað við númeraskipti, t.d. í sambandi við búferlaflutninga milh umdæma. Og það fannst honum í lagi. Það gerir ekkert til þótt almenning- ur borgi milljónir árlega fyrir snobbið í Páli Péturssyni og öðrum, sem njóta forréttinda í þessu. Hvernig skyldi PáU Pétursson og aðrir númerasnobbarar haga sér í mikilvægum málum, úr því að þeir vilja halda áfram að komast framhjá þeim reglum, sem þeir setja almenn- ingi, í smámáh sem þessu? „Sjálfur hefur Páll fengið að velja númerið H-1500,“ segir bréfritari m.a. - Páll Pétursson alþingismaður, ásamt bifreið sinni með margnefndu númeri. Upplýsingasími: 685111 Snarfari FÉLAG SPORTBÁTAEIGENDA Félagar, munið árshátíð félagsins laugardaginn 9. apríl í félagsheimilinu Elliðanaustum. Húsið opnað kl. 20.00. Uppákomur, miðnætursnarl o.fl. Stjórnin. AÐALFUNDU R - FUIMDARBOÐ Aðalfundur Félags raungreinakennara verður haldinn á kennarastofu Menntaskólans við Sund þriðjudag- inn 19. apríl 1988 kl. 20.15. Fundarefni: 1. Aðalfundarstörf: a) Skýrsla formanns og umræöur um starf félagsins. Á að skipta félaginu í deildir? b) Ársreikningar c) Kosning stjórnar 2. Erindi: Glefsur úr jarðefnafræði Stefán Arnórsson prófessor flytur 3. Kaffiveitingar . Stjórnin Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Vegna prentvillu í Lögbirtingablaðinu 18. mars 1988 birtist þessi auglýsing frá Borgarskipulagi aftur með breyttum skilafresti athugasemda. Með vísan til 17. og 18. geinar laga nr. 19/1964 er hér með auglýst landnotkunarbreyting á stað- festu Aðalskipulagi Reykjavíkur. Breytingin er í því fólgin að landnotkun á staðgr.r. 1.286.1, sem mark- ast af Safamýri, Háaleitisbraut og Miklubraut, verður svæði fyrir verslun og þjónustu í stað íbúðarsvæðis,. Uppdráttur og greinargerð liggja frammi almenningi til sýnis hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, frá föstudeginum 18. mars til 29. apríl 1988, alla virka daga frá kl. 8.30-16.15. Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skila skrif- lega á sama stað eigi síðar en kl. 16.15 mánudaginn 23. maí 1988. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir breytingunni. Reykjavík, 8. apríl 1988. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR, Borgartúni 3, 105 Reykjavík Ianqar þiq í bíl ? víItu seIj’a bíl? • NOTAÐU ÞÉR SMÁAUGLÝSINGA ÞJÓNUSTU OKKAR. • 2 7022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.