Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988. Fréttir Seðlabankinn lokar reikningum fyrir 1987: Seðlabankinn tap- aði 1.100 milljónum Nýja húsið meðal annars ástæðan fyrir tapinu Seðlabankinn tapaði tæpum 1.100 milljónum á síðasta ári. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1983 að bankinn skilar ekki hagnaði. Forráðamenn bankans sögðu ástæðuna fyrir tapi bankans annars vegar vera vegna mismunar á vaxta- og gengisþróun en hins vegar vegna kostnaðar vegna. Seðlabankahússins. Bankinn tók í vexti rúmlega 3,4 milljarða króna en þurfti sjálfur að greiða rúmlega 3,1 milljarð. Hreinar tekjur af lánastarfsemi urðu því rétt rúmar 300 milljónir króna. Auk þessa hafði bankinn tæpar 260 millj- ónir í aðrar tekjur og munar þar mest um 170 milljónir frá viðskipta- bönkunum í viðurlög vegna lausa- fjárstöðu þeirra. Samtals urðu því hreinar tekjur bankans um 560 millj- ónir. Rekstrarkostnaður bankans varð rúmar 350. milljónir og er það stærsti kostnaðarliðurinn ásamt kostnaði vegna húsbyggingarinnar við Kalk- ofnsveg. Hann varð á árinu 321 milljón króna. Samkvæmt upplýs- ingum forráðamanna bankans er þetta lokaáfangi bankans í því að greiða fyrir þetta hús. í reikningum bankans kemur ekki fram hvað það hefur kostað bank- ann. Brunabótamat húsins er 1.181 milljón. Bankinn hefur hins vegar lagt til byggingarinnar 922 milljónir króna í gegnum árin á verðlagi hvers árs. Raunvirði þess framlags er því töluvert hærra. -gse Jóhannes Nordal seðlabankasijóri: Lofaði og varði fastgengisstefnu Jóhannes Nordal seðlabankastjóri mælti harðlega gegn því að fallið yrði frá fastgengisstefnunni í árlegri ræðu sinni á aðalfundi Seðlabankans sem nú var haldinn í fyrsta skipti í nýja húsinu við Kalkofnsveginn. Jó- hannes rakti ófarir í efnahagslífinu frá því fastgengisstefna var gefin upp á bátinn árið 1973 og þar til hún var aftur upp tekin 1983. Hann sagði ba- tann sem náðst hefði síðan þá að stórum hluta að þakka þessari stefnu. Jóhannes íjallaöi síðan um hávær- ar kröfur um gengisfellingu nú. Hann benti á nokkur atriði sem hafa bæri í huga þess vegna. Að fast gengi og stöðugleiki væri undirstaða allra launasamninga síðan 1983. Að vandi margra þeirra greina sem ættu í mestu erfiðleikum lægi í of lítilli framleiðni eða öðrum vanda innan fyrirtækjanna sjálfra. Að misgengi erlendra gjaldmiðla ætti að mæta með aðlögun í framleiðslu og útflutn- ingsstarfsemi. Að gengisfelling myndi aðeins draga úr viðskiptahall- anum, að hún leiddi ekki til víxl- hækkana launa og verðlags en slíkt myndi grafa úndan trausti á fast- gengisstefnuna sem undirstöðu samninga á vinnumarkaði. Jóhannes vildi þó ekki mæla með algerum ósveigjanleika varðandi fastgengisstefnuná. Hann benti á versnandi stöðu samkeppnisgrein- anna nú en sagöi það vanda stjóm- valda að meta það hvort slíkt kallaði á gengisfellingu. Hann vildi þó benda á að það væri skylda stjómvalda að Jóhannes Nordal í ræðustól á fyrsta aðalfundi Seðlabankans i nýju húsakynnunum. Ráðherrar sitja undir lestrinum. DV-mynd GVA marka grundvallarstefnu, en þeir samningar sem gerðir væm á þeim gmndvelli væm á ábyrgð fyrirtækja, einstaklinga og aðila vinnumarkað- arins. „Það getur hins vegar ekki leitt nema til ófarnaöar ef þessir aðilar taka ákvarðanir sínar og semja um kaup og kjör í trausti þess að ríkis- valdið hlaupi sífellt undir bagga og leysi menn undan afleiðingum gerða sinna með gengisbreytingum eða öðrum hliðstæöum hætti. íslending- ar þekkja afleiðingar þeirrar stefnu og inn á þá braut má ekki aftur halda," sagði Jóhannes í lok ræðu sinnar. -gse Verkamannafé- lagið Hlíf boðar verkfall í Alverinu - búist við að fleiri félög geri það einnig á næstunní Á fundi í trúnaðarmannaráði Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarflrði í gær var samþykkt aö boða til vinnustöðvunar í Álverinu, en verkfalliö hefur enn ekki verið tímasett. Að sögn Sigurðar T. Sig- urössonar, formanns félagsins, verðiu- haldinn samhingafundur í dag og veröur beðið með að dag- setja verkfallið fram yfir þann fund. Það yar á fundi með Hlífarmönn- um 1 Álverinu sem samþykkt var að fara þess á leit viö trúnaðar- mannaráð félagsins að verkfall yrði boðaö. Um nokkuð langan tíma hafa staðið yfir samningaumleitanir milli forráðamanna Álversins og þeirra 10 verkalýðsfélaga seni aö aöild eiga að kjarasamningum við Álverið, en án nokkurs árangurs, að sögn Sigurðar T. Sigurðssonar. Önnur verkalýðsfélög en Hlíf, sem aöild eiga að þessum samning- um, munu vera að afla sér heimild- ar til verkfallsboðunar í Álverinu. Að sögn Siguröar eru hart nær 60% starfsmanna í Álverinu félag- ar í Hlíf eða menn sem félagið gerir kjarasamninga fyrir. -S.dór Viðskiptabann á S-Afríku: Ágreiningur í ríkisstjóminni Utanríkisráðherra, Steingrímur Hermannsson, kynnti á ríkisstjórn- arfundi í gær lagafrumvarp um að setja viðskiptabann á S-Afríku. Vafa- samt er hvort frumvarpið verður lagt fram á þessu þingi enda mun það hafa mætt nokkurri andstöðu í ríkis- stjóminni. ,',Það er ekkert til fyrirstöðu af minni hálfu að leggja þetta frumvarp fram núna. Þetta er fyrst og fremst táknrænt og er í raun viljayfirlýsing okkar um aö við stöndum með Norð- urlandaþjóðunum og öðrum þjóðum sem sýna andstöðu sína á kynþátta- stefnunni," sagði Steingrímur. Hann sagði að það hefði valdið okkur leið- indum í samskiptum við aörar Norðurlandaþjóðir að við skulum ekki vera búnir að samþykkja bann sem þetta. Bannið þýðir að tekið verður fyrir öll viöskipti við S-Afr- íku. Steingrímur sagði að efasemdir um réttmæti svona aðgeröa hefðu komið fram á ríkisstjómarfundi enda byggðum við íslendingar mikið á fijálsri verslun. Hann teldi þó að í þessu tifelli gæt'u íslendingar ekki skorist úr leik. Þá má geta þess aö þingsályktunar- tillaga um viöskiptabann frá Al- þýðubandálaginu, sem lögð var fram fyrr í vetur, er nú væntanleg frá ut- anríkismálanefnd. Er taliö að þessi tillaga njóti verulegs stuðnings, m.a. frá þingmönnum Alþýðuflokks og Framsóknarflokks. -SMJ Jóhannes Nordal ítrekaði i ræðu sinni á aðalfundi Seðlabankans að samningar á grundvelli stefnu stjórnvalda væru á ábyrgð þeirra sem þá gerðu. Það leiddi til ófarnað- ar að ríkið greiddi bakreikninga vegna þeirra. DV-mynd GVA Seðlabankinn: Skuldar 264 milljónir í eftiriaun Samkvæmt tryggingafræðilegri út- tekt námu skuldbindingar Seðla- bankans vegna eftirlauna starfs- manna hans um síðustu áramót 462 milljónum króna. Bankinn hefur þó ekki greitt í eftirlaunasjóð starfs- manna sinna nema 198 milljónir. Bankinn skuldar því nú um 264 millj- ónir vegna eftirlauna starfsmanna. Sú skuld er annars vegar til komin vegna þess að sumir starfsmenn hans hafa samið um eftirlaun án þess að greitt sé í eftirlaunasjóðinn, hins vegar vegna þess áð eftirlauna- réttindi þeirra sem eru í sjóðnum hafa verið vanmetin. í fyrra greiddi bankinn 14,5 millj- ónir í eftirlaunasjóðinn. Ekki kemur fram í reikningum bankans hversu mikið var greitt út úr sjóðnum. Hins vegar kemur fram að bankinn greiddi 13 milljónir í eftirlaun, án þess að tilgreint sé hvort þar sé um þá að ræða sem ekki eru í sjóðnum og/eða hina sem í honum eru. Þegar litið er til skuldbindinga bankans vegna eftirlauna í heild kemur í ljós að höfuðstóll þess sem lagt hefur verið til hliðar vegna þessara skuld- bindinga óx ekki um nema 1,5 millj- ónir í fyrra. Það er um 0,5 prósent af því sem bankinn hefur lofað um- fram það sem hann hefur lagt til hliðar. -gse sundurvegna vatnavaxta Þorlákshafnarvegur, frá Hveragerði aö Þorlákshöfn, lok-' aðist í gær vegna vatnavaxta við Hjalla. Vatnið tók meö sér ræsi og viö þaö fór vegurinn í sundur. Grafningsvegur vestri fór einnig í sundur í gær. Vegurinn er í sundur skammt frá Biskups- ttmgnabraut. Viögerðir á þessum vegum fara ekki fram fyrr en vatnsmagn hefur minnkað. Mikil þíða er nú um land allt. í Ölfusi hefur rignt mikið og þegar þíðan bætist við og frost er í jörðu þá flýtur vatnið ofan á. Viö þaö er hætta á miklum vatnavöxtum. Vegagerðin hefur takmarkað öxulþunga á hliöar- vegum í RangárvaUasýslu vestan Markarfljóts, í Árnessýslu,_ á Snæfellsnesi og í Noröur-ísa- fjaröarsýslu og Strandasýslu. í þrjú ár hefur ekki komiö til þess að þurft hafi aö takmarka öxul- þunga frá Reykjavík og allt til Húsavíkur og eins frá Reykjavík og austur á land. Ein undantekn- ing er þar á. Takmarka varð öxulþunga í Breiðdal í fyrravor. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.