Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988.
3
DV
Fiskmarkaðurinn í Bandaríkjunum:
Fréttir
Spáð er enn frekari
verðlækkun á næstunni
- bandarískt markaðsfyrirtæki segir verðið hafa verið orðið of hátt og það muni því lækka verulega
í skýrslu, sem bandarískt mark-
aðsfyrirtæki hefur sent frá sér
nýlega, segir að fiskverð sé enn á
niðurleið í Bandaríkjunum og það
muni lækka umtalsvert í sumar. Nú
er verð á íslenskri þorskblokk 1,70
til 1,80 dollarar fyrir pundið en í
markaðsspánni er gert ráð fyrir að
það lækki niður í 1,50 dollara í sum-
ar. Þá er því spáð að verðið á flökun-
um fari niður í 1,25 til 1,30 dollara
pundið.
í skýrslunni segir að verð á fiski
hafi verið orðið of hátt í Bandaríkj-
unum og því muni það lækka veru-
lega á næstunni. Segir enn fremur
að þegar verðfall sé hafið geti reynst
örðugt að stoppa það. Þar segir enn
fremur að þorskur sé vinsælasti sjó-
fiskurinn á Bandaríkjamarkaði.
Þorskverðið sé leiðandi og vegna
þess muni verð á öðrum fisktegund-
um lækka samsvarandi og þorsk-
verðið. Ein af ástæðum verðlækkun-
arinnar er sögð vera minnkandi
fiskneysla á veitingastöðum undan-
farna mánuði.
Magnús Gústafsson, forstjóri Cold-
water Sefood í Bandaríkjunum, sagði
í samtah við DV að hann vissi um
sölur á þorskblokk sem væru ekki
langt frá því verði sem þama er
nefnt. Aftur á móti væri erfitt að selja
þorskblokk um þessar mundir vegna
þess að menn hefðu skipt yfir í aðrar
fisktegundir og sala verið dræm á
afurðum úr þorskblokk undahfarið.
Á boðstólnum hefði verið léleg
þorskblokk, meðal annars frá
Kanada, og því hefðu menn skipt yfir
í aðrar tegundir.
Aðspurður hvort hann óttaðist
meiri verðlækkun á fiski frá íslandi
en orðið hefði að undanfórnu sagði
Magnús að mjög erfltt væri að gerast
spámaður í þessum málum. Nú færi
í hönd framleiðslutímabil, á íslandi
fyrir Bandaríkjamarkaðinn, og því
hefði hann ekki áhyggjur áf offram-
boði á fiski á næstu vikum.
„Það er nær útilokað að vera með
einhverjar vangaveltur um hvað ger-
ist á næstu mánuðum á markaönum.
Við verðum að fylgjast mjög náið
með þróuninni og sannleikurinn er
sá að það er hægt að finna margs
konar verð á markaönum, allt eftir
tegundum og gæðum,“ sagði Magn-
ús. Hann var spurður álits á fyrr-
nefndri spá um verðlækkun vegna
þess að verðið hefði verið orðið allt
of hátt.
„Það er engin spurning um að á
markaðnum var allt of mikið af léleg-
um þorski á of háu verði þegar
fiskskorturinn var hvað mestur.
Þetta hráefni olli viðskiptavinum
vonbrigðum og þeir eru án efa til-
búnir að prófa aðrar fisktegundir.
Það var mjög mikil eftirspurn um
tíma og þá voru of margir of kæru-
lausir og settu á markaðinn lélega
vöru. Sannleikurinn er sá að fiskur
selst ekkert of vel um þessar mundir
og samkeppnin er hörð og menn
verða að horfast í augu við þá stað-
reynd að fiskur hefur lækkað á
markaðnum. Því verðum við bara
að bíða og sjá hverju fram vindur,"
sagði Magnús Gústafsson. -S.dór
Bjórfrumvarpið:
2. umræða
á briðiudaé
wr J O
Bjórfrumvarpið kemur aö öllum tillaga kæmi frá nefndinni. En á
líkindum til 2. umræðu í efri deild hann von á þvi að náist að afgreiöa
á þriðjudaginn. Er þá miðað við að máliö fyrir þinglok? „Þaö veröur
þriðja og síöasta umræða um frum- naumt en þaö ætti að takast," sagði
varpið verði fimmtudaginn 5. mai, Jóhann.
einum degi á undan þinglokum. Ólafur G. Einarsson, einn flutn-
Formaður allsherjarnefndar efri ingsinanna frumvarpsins, sagðist
deildar,JóhannEinvarðsson,sagö- ekki eiga von á ööru en að þaö
ist búast við því að nefndin skilaði næðist að ljúka afgreiðslu málsins,
frumvarpinu frá sér fyrir helgi, lík- annað væri „skemmdaverk“,
lega á morgun. Sagðist hanu ekki -SMJ
eiga neina von á því að breytingar-
Stjórnarandstaðan
mótmælir þinglokum
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar á
þingi hafa mótmælt hugsanlegum
þinglokum 6. maí. Segir í sameigin-
legri yfirlýsingu hennar að með
hliðsjón af alvarlegu ástandi í þjóð-
félaginu og versnandi horfum í
efnahagslífi okkar sé eðlilegt að Al-
þingi staríi áfram um sinn og þar
verði tekist á við þessi vandamál.
Stjórnarandstöðuflokkamir segjast
vera reiðubúnir til þess.
Flestir þeir sem DV ræddi við voru
sammála um að þinglok 6. maí settu
mikla pressu á þingið. Er talað um
að jafnvel verði að funda um næstu
helgi en morgundagurinn er nánast
ónýtur fyrir þingstörf vegna um-
ræðu um vantrauststillögu stjórnar-
andstöðunnar sem fer fram annað
kvöld.
Þaö mun hins vegar vera staðföst
ætlun ríkisstjómarinnar að ljúka
þingi 6. maí. Hafa ráðherrar verið
beðnir að tilgreina tvö til þijú mál
sem þeir vilja að verði afgreidd nú.
Er þeim meira að segja uppálagt að
númera máhn eftir áhersluröð. En
af hveiju er verið að ljúka þingi svo
snemma?
„Það fer best á því,' þarna geta
hvort eð er engir unnið saman,“
sagði einn stjómarþingmaður. -SMJ
Grandi hf. kemur
upp vinnumiðlun
Forráðamenn Granda hf. og stjórn
Starfsmannafélags Granda hafa sett
upp vinnumiðlun fyrir þá 50 starfs-
menn fyrirtækisins sem sagt hefur
verið upp störfum. Verkakvennafé-
lagið Framsókn er einnig með í
þessari vinnumiðlun.
Þeir aðilar sem eru að leita að
starfsfólki geta snúið sér til Einars.
SveinsÁrnasonar hjá.Granda hf. en
vinnumiðlun Granda hf. skipa:
Ragna Bergmann formaður Fram-
sóknar, Brynjólfur Bjamason
framkvæmdastjóri Granda hf.,
Kristján Guðmundsson formaður
starfsmannafélagsins og Pjetur
Árnason varaformaaður þess. Þegar
hafa þrjú fyrirtæki og stofnanir leit-
að eftir fólki hjá fyrirtækinu.
-S.dór
Bernhöftstorfan í endanlegt horf
Lokaspretturinn í uppbyggingu
Bernhöftstorfunnar er nú hafmn.
Hafist var handa við byggingu nýrra
húsa, bak við gömlu húsin sem sjást
frá Lækjargötu, í janúar og er áætlað
að svæöið verði komið í endanlegt
horf vorið 1989.
Það er Minjavemd, sjálfseignar-
stofnun á vegum Torfusamtakanna,
Þjóðminjasafns og fjármálaráðu-
neytis, sem sér um framkvæmdim-
ar. í lok janúar á þessu ári var byrjað
að reisa nýbyggingar, í stað húsanna
sem bmnnu árið 1977, fyrir aftan
gömlu húsin við Lækjargötuna.
Þorsteinn Bergsson, framkvæmda-
stjóri Minjaverndar, sagði í samtali
við DV að útht nýju húsanna kæmi
til með taka mið af húsi Sveins bak-
ara sem stendur bak við veitingahú-
sið Lækjarbrekku. Áætlað er að
öllum framkvæmdum verði lokið
fyrir vorið 1989 en húsin eiga að vera
fullfrágengin að utan í lok september
á þessu ári. í apríl 1989 er áætlað að
þau komist í notkun.
Lagfæringar á lóðinni fyrir framan
Bemhöftstorfuna, ofan brekkubrún-
ar, eru að hefjast þessa dagana. Nú
er ætlunin að koma svæðinu í endan-
legt horf og verður m.a. sett ný
gangstétt og viðeigandi gróður.
-JBj
Nýbyggingarnar á Bernhöftstorfunni eiga aö veróa fullfrágengnar aö utan
í september.
Svona mun Bernhöftstorfan líta út þegar framkvæmdum veröur að fullu lokiö.
HVAÐ ER FRAMUNDAN í EFNAHAGSAÐGERÐUM?
HAG-PORT
Keflavík.
Eigum örfáa
Subaru Sedan árg. 1987
fjórhjóladrifna með vökvastýri
Okkar verð frá kr.
579.000,
æ
Söluaóili:
BÍLASALAN BUK
Skeifunni 8, símar, 68-64-77 og 68-66-42