Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Page 4
4
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988.
Fréttir
Skattkerfisbreytingamar:
Ráðuneytið fer með árangur-
inn sem hernaðarleyndarmál
Fjármálaráðuneytið neitar að gefa
DV upplýsingar varðandi saman-
burð á innheimtum ríkissjóðs eftir
skattkerflsbreytingar og samkvæmt
gamla skattakerfmu. Þær upplýsing-
ar, sem DV hefur verið neitað um,
voru upphaflega unnar upp að beiðni
blaðsins. Þegar þær síöan lágu fyrir
í ráðuneytinu lagði aðstoðarráðherr-
ann, Stefán Friðfinnsson, blátt bann
viö að þær færu út úr húsi fyrr en
ríkisstjórninni yrði kynnt hvað í
þeim fælist.
Upphaf þessa máls var að fyrir um
segir gögn sem unnin voru fyrir DV frumgögn handa ríkisstjóminni
mánuði óskaði DV eftir því við
Snorra Olsen, deildarstjóra í fjár-
málaráðuneytinu, að hann aflaði
blaðinu upplýsinga um innheimtur
ríkisins. Þar skyldi koma fram, sund-
urliðað eftir mánuðum, innheimta
ríkisins frá janúar 1987 til mars 1988.
Jafnframt skyldi innheimtan sund-
urliðuð eftir sköttum; það er sölu-
skatti, tekjuskatti, eignaskatti og svo
framvegis. Snorri sagði að slík vinna
hefði aldrei áður verið unnin af ráðu-
neytinu og að hún tæki töluverðan
tíma. Þó féllst Snorri á að setja menn
í þetta starf.
Verkið dróst dálítið á langinn og
kostaði það ófá símtöl milli ráðuneyt-
isins og DV. Þaö var síðan í síðustu
viku aö verkinu lauk hjá Ríkisbók-
haldi. Á mánudagsmorgun sagði
Snorri að Indriði Þorláksson væri að
vinna upp úr þessum gögnum súlu-
og línurit til skilningsauka. Eftir sem
áður var fallist á það að DV fengi
upplýsingarnar seinna um daginn.
Stuttu síðar kom hins vegar í ljós
að í ráðuneytinu hafði verið ákveðið
að sitja á þessum upplýsingum. Stef-
án Friðfinnsson, aðstoðarmaður
ráðherra, rökstuddi ákvörðunina á
tvennan hátt; annars vegar að hér
væri' um flóknar upplýsingar að
ræða sem DV gæti rangtúlkað (sjálf-
ur sagðist Stefán ekki skilja upp né
niður í þeim), hins vegar að þetta
væru frumgögn fyrir ríkisstjórnina
varðandi þriggja mánaða uppgjör
ríkissjóðs. Þessar upplýsingar væru
því trúnaðarmál þar til þær hefðu
verið kynntar fyrir ríkisstjórn.
Eins og áður sagði er hér um upp-
lýsingar að ræða sem ráðuneytið
hefur ekki tekið saman áður. Þetta
eru reyndar sömu summur og það
fæst viö í uppgjörum sínum en þær
höfðu aldrei áður verið sundurliöað-
ar með þessum hætti. Það var fyrst
gert að beiðni DV. Þegar niðurstöður
úr þeirri sundurhðun blöstu við voru
upplýsingarnar, sem DV haíði verið
lofað, stimplaðar sem trúnaðarmál.
Hér er þó ekki um upplýsingar varð-
andi vamir ríkisins að ræða heldur
skattamál.
-gse
Auglýsing um eyðni:
Viljum frekar vera
ásókuð fyrir að gera
of mikið en of lítið
„Það er skylda Landlæknisem-
bættisin9 aö benda fólki á að eyðni
er banvænn sjúkdómur sem í allf-
lestum tilfellum er hægt er að koma
í veg fyrir með því aö gæta varúð-
ar. Þessi auglýsing er ein aðferðin
til að benda á þaö en það var alls
ekki ætlun okkar að hneyksla fólk
heldur aö ná til þess hóps sem tem-
ur sér áhættusamt líferni. Allt
orkar tvímælis en þegar upp er
staöiö vfljum við heldur vera ásök-
- segir landlæknir
uð fyrir að gera of mikið heldur en
of htið,“ sagði Ólafur Ólafsson
landlæknir í samtah viö DV þegar
hann var spurður að því hvers
vegna Landlæknisembættið hefði
gripiö til þess ráðs aö sýna mjög
djarfa auglýsingu í sjónvarpi til að
minna á eyöni. Auglýsingin hefur
vakið mikla athygh og jafnvel
hneykslan manna.
Ólafur sagðist sjálfur hafa fengið
jákvæð viðbrögð við auglýsing-
uirni. Á næstunni, strax og fjárveit-
ing fæst, verður álit almennings á
eyðnifræöslunni kannað og þá um
leið áht fólks á auglýsingunni.
Sami háttur var hafður á þegar
eyðniherferðin meö smokkaplaköt-
unum svoköhuöu var komin af stað
og voru niöurstööur þær aö um
50-60% voru sáttir við fræðsluna.
30% töldu of lítiö gert en 10% töldu
of mikið gert.
-JBj
Tunnurnar voru hifðar um borð með krókum og eins gott af hafa vakandi
auga með öllu saman. DV-mynd Jóhann Pálsson
Vopnafjörður:
Lestað til sovéskra
Jóhairn Amason, DV, Vopnafirði:
Urriðafoss lestaði 1790 tunnur hér
á Vopnafirði aðfaranótt 13. apríl sl.
fyrir Rússlandsmarkað. Þetta var
næstsíðasta útskipun á síld héðan
eftir vertíðina því nú eru aðeins eftir
1000 tunnur sem fara í skip sem kem-
ur á næstu dögum.
Á vertíðinni var saltað í rúmar
13000 tunnur hjá söltunarstöð Tanga
h/f. Síldin var söltuð fyrir markað í
Finnlandi og Svíþjóð auk Sovétríkj-
anna.
I dag mælir Dagfari____________________
Ættstórir kaupmenn
Verslunarmenn hafa staðíð í
verkfahi eins og ekki hefur farið
framhjá nokkrum manni. Alþýðu-
dómstólar á þeirra vegum hafa
geyst út um borg og bí og kveðið
upp dóma á staðnum um það hveij-
ir megi hafa lokað og hveijir ekki
og er búið að vera mikið íjör í þessu
verkfahi. Sérstaklega á verkfahs-
vaktinni, sem hefur notið þessa
hlutverks út í æsar, enda er það
draumur sérhvers íslendings að
taka völdin. Fer ekki á milli mála
hveijir hafa völdin þessa dagana
og lögreglan hefur verið í við-
bragðsstellingum þegar orðsend-
ingar hafa komið frá verkfahsvakt
verslunarmanna sem gefur út til-
skipanir um lögregluaðgerðir
þegar verkfallsveröirnir springa á
hmminu.
Ljóshærðar stúlkur, sem hingað
til hafa verið fyrirferðarhtlar á bak
við tölvumar og símaborðin á
ómerkilegum kontórum, gamhr
skrifstofumenn, sem hafa verið að
gróa við skrifstofustólana, dagfars-
prúðir lagermenn og búðarstrákar
og svo að sjálfsögðu verkalýðsfor-
ingjarnir úr forsetastólum bæjar-
stjómanna, hafa notið þessa
nýfengna frelsis og forréttinda í
athafnalíflnu. Þetta lið hefur safn-
ast saman á verkfallsvöktunum í
þágu stéttarbaráttunnar og bylt:
ingarinnar og berst nú blóðugum
átökum fyrir rétti sínum og laun-
um. Skrifstofufólkið hjá verslunar-
mannafélögunum í Reykjavík og
annars staðar, sem var næstum því
búið að gleyma hvort það vann hjá
verkalýðsfélagi eða vinnuveitanda,
vaknar nú skyndilega til lífsins og
hefur uppgötvað að það er heilmik-
ið af fólki í félögunum hjá þeim,
sem það vissi ekki um áður.
Meðan verkamenn og fisk-
vinnslufólk, Sóknarkonur og
ófaglært iðjufólk hefur gefiö verka-
lýðsbaráttuna upp á bátinn og sætt
sig við þrælahaldið í frystihúsun-
um, í verksmiðjunum og á eyrinni,
hafa prúðbúnir verslunarmenn
sótt fram í nafni öreiganna undir
forystu hins eina og sanna verka-
lýðsforingja í landinu. Má mikið
vera ef Magnús L. Sveinsson verö-
ur ekki einróma kjörinn forseti
Alþýðusambands íslands á næsta
ASÍ-þingi, enda er leitun að öðrum
eins byltingarmanni og baráttu-
manni fyrir bættum kjörum hins
vinnandi manns.
Þetta eru auövitað tímamót í
verkalýðsbaráttunni á íslandi og
verkfall verslunarmanna er sögu-
leg stund í þeirri framþróun sem
smám saman hefur verið að gerast
hér sem annars staðar, að verka-
menn nenna ekki lengur að beijast
fyrir auknum launum en milhstétt-
in og hvífhbbamir taka völdin.
Verkalýðsforingjamir sem búa í
einbýlishúsunum og keyra um á
milljónadrossíunum og hafa til-
finningu fyrir lífsbaráttunni, þaö
eru þeir sem krefjast mannsæm-
andi launa og fórna mannorði sínu
í þágu alþýðunnar.
Það eina, sem skyggir á þetta
verkfah, er að það skiptír ekki
máh. Kröfumar skipta ekki máh,
því þær verða aldrei samþykktar,
vinnustöðvunin skiptír ekki máh,
því engu er lokað. Vandamál þessa
verkfalls er nefnilega sú merkilega
staðreynd að 1 Ijós kemur að kaup-
sýslustéttin á íslandi er svo vel
ættuð að bæði venslamenn og ná-
komin skyldmenni geta rekið
fyrirtækin og haldið búðunum opn-
um án þess að það komi að sök.
Verslunin í landinu er að uppgötva
að verslunarfólkið sjálft er að
meira eða minna leyti óþarft starfs-
fólk og í rauninni til hreinnar
óþurftar. Um leið og verkfahið
skall á spruttu fram ættíngjar og
fjölskyldulið verslunareigenda og
héldu viðskiptalífinu gangandi og
kaupmaðurinn á horninu blómstr-
ar sem aldrei fyrr, loksins þegar
verslunarfólk leggur niður vinnu.
Hér eftir hlýtur það að verða meg-
inkrafa kaupsýslumanna að versl-
unarfélög séu sem oftast í verkfalli
til að búöimar beri sig og viðskipt-
in aukist. Verslunarmannaforyst-
an vinnur tvíþætt verk meðan hún
marsérar um göturnar meö al-
þýðudómstóla sína. Annars vegar
stuðlar hún að byltingunni sem
kommarnir gátu ekki framkvæmt
og hins vegar eflir hún íjölskyldu-
tengshn hjá kaupmönnunum sem
græða nú á tá og fingri. Þetta verk-
fah er greinilega mikið þjóðþrifa-
starf og er nú vonandi að það standi
sem lengst.
Dagfari