Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988. 7 Fréttir Orðaskak þingmanna á hinu háa Alþingi: Háttvirtur þingmaður minn- ir fremur á mink en ref Umræður þingmanna á hinu háa Alþingi hafa oft orðið umræðuefni manna á meðal og þykir sitt hveijum um það málfar sem þingmenn hafa tamið sér. Hefur verið haft á orði að það sem menn þurfl stundum að sitja undir á Alþingi þætti ekki boðlegt fyrir utan dyr þinghússins við Kirkjustræti. Á þingi sitja margir af snjöllustu ræðumönnum landsins og mál þeirra oft snjallt og hnitmiðað. Eigi aö síður er stundum gripið til orðfæris sem getur orkað tvímælis, jafnvel á skjön við velsæmi, sérstaklega þegar mönnum er mikið niðri fyrir. Reyndar er það svo aö þingmenn grípa nánast aldrei til orða sem bein- línis mega teljast dónaleg. Þeir hafa lag á því að tala sig framhjá hlutun- um þannig aö merkingin skiljist og geta þá verið meinhæðnir. Einn starfsmaður þingsins orðaöi það svo að þingmenn gætu verið stóryrtir án þess að vera með dónalegar athuga- semdir. Það myndi heldur ekki þýða mikið þvi þingforseti væri fljótur til að víta menn ef það kæmi fyrir. Þingmenn hafa frelsi til að segja hug sinn Grundvallarreglan er sú að þing- menn hafa frelsi til að segja hug sinn og er réttur þingmannsins mikill í þessu efni samkvæmt lögum. Þing- menn verða ekki lögsóttir fyrir utan þing fyrir ummæli sín þar nema að þingið samþykki það, m.ö.o. svifti þá friðhelgi þingsins. Er þetta til að tryggja þingmönnum eðlilegt mál- frelsi. Þorvaldur Garðar Kristjánsson hefur verið forseti sameinaðs þings síðan 1983 og þingmaður svo dl óslit- ið síðan 1959. Hann sagðist ekki hafa orðið var við neina sérstaka breyt- ingu á orðfæri þingmanna á síðustu árum en sagði að vissulega væri það verðugt rannsóknarefni að spá í breytingar á þessu sviði. Þorvaldur taldi að það færi mikið eftir umræðu- efnum hvernig þingmenn höguðu máli sínu. Ef mönnum væri mikið niðri fyrir ættu þeir til að láta ýmis- legt vaða sem gæti varla talist viðeig- andi. „Mönnum getur oft mislíkað það sem samþingmenn segja en yfirleitt gera þingmenn sér grein fyrir því að búast má við öllu í hita leiksins. Það getur stundum komið ankannalega út, þegar umræöum er sjónvarpað, að sjá þetta í rólegheitunum heima í stofu.“ Þorvaldur sagði aö forseta bæri aö taka í taumana ef þingmenn töluðu ekki eins og hæfði virðingu þingsins. í þingsköpum Alþingis segir ekki margt um hvaða áhrif forseti eigi að hafa á umræður. Þar segir þó: „För- setar stjóma umræðum og sjá um að allt fari fram með góðri reglu.“ Þingvíti em alvarlegustu viðurlög sem hægt er að beita. Um þau segir í þingsköpum: „Ef þingmaður talar óvirðulega um forseta íslands eða ber þingið eða ráðherra eða einhvern þingmann brigslyröum eða víkur með öllu frá umtalsefninu þá skal forseti kalla til hans: „Þetta er ví'ta- vert,“ og nefna þau ummæli sem hann vítir. Nú er þingmaður víttur tvisvar á sama fundi og má þá for- seti, með samþykki fundarins, svipta þingmanninn málfrelsi á þeim fundi.“ Stóryrtar bjórumræður Þeir sem við var rætt vom sam- mála um að umræður á þingi yrðu hvað heitastar í kringum dlflnninga- mál eins og bjórinn en þar vegast menn á þvert á flokkslínur og þess jafnvel dæmi að samflokksmenn eigi í illvígum deilum. Þetta sást glögglega í umræðum um bjórinn 24. febrúar nú í vetur. Þar sagði Sverrir Hermannsson m.a.: ..enda fara þeir þannig að ráði sínu, nefndin, meirihlutinn, að kasta frumvarpinu, varpa því fyrir ofur- borð og flutningsmenn em kag- hýddir og hin þorstláta valkyija, háttvirtur 13. þingmaður Reykjavík- urkjördæmis, kom hér upp og kyssti á vöndinn og heyrðist smellur út á tún.“ Skömmu áður hafði Sverrir kallaö þingflokksformann sinn: , ,þingflokksformannsnefnuna“. Sagði Sverrir litlu síðar í samtali við DV að menn yrðu að þola þaö þó tal- að væri til þeirra á almennilegri íslensku. Þá hleypur mönnum stundum kapp í kinn þegar mál sem þeim em mjög hugleikin ber á góma. Það sannaöist þegar Halldór Blöndal svaraði ræðu Jóns Braga Bjamason- ar, við umræðu 17. mars, þar sem Jón hafði sagt að Háskóli á Akureyri Einvígið milli Jó- hanns og Karpovs fer fram í Seatfle - hefði heldur kosið að tefla á Akureyri, segir Jóhann „Campomanes, forseti Alþjóða- skáksambandsins, tilkynnti það formlega í gær að einvígi þeirra Jó- hanns .Hjartarsonar og Anatoly Karpovs fari fram í borginni Seattle í Bandaríkjunum í janúar næstkom- andi,“ sagði Friðrik Ólafsson, skrif- stofusijóri Alþingis, í samtali við DV. „í sjálfu sér líst mér ekkert illa á að tefla í Seattle þótt ég hefði frekar kosið að tefla á Akureyri og tíma- setning einvígisins hentar vel miðaö við það sem ég hef að gera út þetta ár,“ sagði Jóhann Hjartarson. Friðrik Ólafsson sagði að tilboðið frá Seattle, sem upphaflega var um einni milljón krónum lægra en tilboð Akureyringa, hefði nú verið hækkaö í það sama og Akureyringar buðu, eða 80 þúsund dollara. Hann sagðist viss um aö svo hátt boð hefði ekki borist frá Seattle ef boð Akureyringa hefði ekki verið jafnmyndarlegt og raun bar vitni. Jóhann Hjartarson sagðist þegar vera farinn aö huga að undirbúningi þessa einvígis. Hann sagðist þó ekki á þessari stundu geta sagt til um hvort undirbúningurinn fyrir þetta einvígi yrði með sama hætti og fyrir einvígið við Kortsnoj, það myndi koma í ljós síðar á árinu. Næsta stórverkefni Jóhanns við skákborðið verður mót númer tvö hjá Stórmeistarasamtökunum en það fer fram í Frakklandi og á að hefjast 8. júní samkvæmt áætlun. Þar munu þeir báðir tefla, Karpov og Kasparov, ásamt öðrum sterkustu skákmönnum heims. -S.dór ert skal um þaö sagt hvort sá hópur manna, er hér sést, sé oröljótari en aðrir þingmenn. bæri vott um að menn væru famir að reka „refabúastefnu í háskólamál- um“. Sagði þá Halldór um Jón Braga að: yrði hann maður aö meiri ef hann kæmi aftur upp í stólinn og bæðist afsökunar á þeim ummælum sínum að líkja háskólastarfinu á Akureyri við refabú og annað álíka smekklegt. Má raunar segja þegar maður horfir á háttvirtan þingmann að hann minni kannski fremur á mink en ref, en a.m.k. er ég þess fullviss aö loðdýrakyns er hann þegar hann mælir þau orð sem hann sagöi í stólnum áöan.“ Latneskar til vitnanir hættar Breytingar á orðafari og orðsnilld þingmanna þótti mönnum erfitt að segja fyrir um. Flestir töldu að litlar breytingar hefðu orðið þar á - snjall- ir ræðumenn væru enn á þingj sem áður. Einn starfsmanna þingsins sagði að mönnum hætti til að gylla dalítið orðsnilld fyrri þingmanna. Sífellt væru að koma nýir menn á þing sem sjóuðust til og væru engir eftirbátar hinna. Það væri t.d. gömul saga um það að rceðumenn á þingi hefðu kannski ekki verið eins snjallir og áður var talið og mætti jafnvel sjá í þingtíðind- um. Fyrir 1952 voru ræður þing- manna ekki teknar upp á segulbönd, heldur skrifaðar af þingskrifurum eftir á og þá að nokkru eftir minni. Þingskrifarar voru margir hveijir hinir mestu snillingar og bættu oft ræðurnar til mikilla muna. Þá hefur lærdómur þingmanna breyst, eins og annarra landsmanna, og heldur er oröið sjaldgæft aö heyra latneskar tilvitnanir eins og áöur var þó algengt. Það er gaman að skoða hvað Ámi prófastur Þórarinsson segir í ævi- sögu sinni um orðaskak þingmanna, en hann var þirigsveinn í nokkur ár í kringum 1880. Þess ber að geta að Árni rekur orðaskiptin samkvæmt minni sem þótti með ólíkindum: „Stemmningin á þinginu var yfir-' leitt prúð og kurteisi þingmanna mikil hvers í annars garð. Þó rifust þeir oft í þingræðum og gátu orðið ósvífnir. Stundum gripu þeir fram í hver fyrir öðrum, eins og ennþá tíðk- ast. Einu sinni var Jón Ólafsson að halda ræöu og komst svo að oröi: „Ég skal koma með dæmi.“ Svo nefndi hann dæmið og bætti viö: „Ég skal koma með annað dæmi.“ Þá greip Arnljótur Ólafsson fram í lágum rómi: „He-he! Exempla non probant" - dæmi sanna ekkert. „Veit ég vel,“ svarar Jón á augabragði, „en ex- empla explicant" - en dæmi skýra. Svona var nú riflst á þingi í þá daga og þættu líklega sérkennileg orðaskipti í dag. _smJ HAFÐUHEfrHLA ÞÉR ®] Stilling Skeifunni 11,108 Reykjavík Simar 31340 & 689340 Hjá okkur færö þú „original" hemlahluti í allar tegundir bifreiða. - Og það á sérlega góðu verði. I HVAÐ ER FRAMUNDAN í EFNAHAGSAÐGERÐUM? VÆRIEKKI RETT AÐ KAUPA SER NYJAN BIL A GOÐU VERÐI? Nýir Daihatsu Charade árg. 1988 framdrifnir, 3ja og 5 dyra Okkar verð frá kr. 340.000, HAG-PORT Keflavtk æ Söluaölli: BÍLASALAN BUK Skeifunni 8, simar 68-64-77 og 68-66-42

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.