Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Side 8
8
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988.
Viðskipti__. _________________________dv
Átókin innan Sláturfélags Suðuriands:
SSbýrvið lausafjáreriíðleika
en eiginfjárstaðan er traust
- tap síðasta árs nemur nokkrum tugum milljóna
Þegar tilkynnt var í síðustu viku
að Jón H. Bergs, forstjóri Sláturfé-
lags Suðurlands, SS, í alls 31 ár, hefði
sagt upp sem forstjóri eftir ágreining
við stjóm félagsins fór einkennilegur
kliður um viðskiptalífið. Fáir trúðu
þessu. Það gat ekki verið að hann
hætti svona. En þetta reyndist satt.
Og meira til, yfirverslunarstjórinn,
Jóhannes Jónsson, sem unnið hefur
hjá fyrirtækinu í 25 ár, var látinn
Qúka nokkrum dögum síðar. Þetta
er sérstök saga í 84ra ára tíð Sláturfé-
lagsins og hún hefur verið skráð á
spjöld SS-sögunnar.
Jón var í andstöðu
við stjórnina
En hvers vegna er Jón H. Bergs aö
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggö
Sparisjóðsbækurób. 19 20 Ib.Ab
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 19 23 Ab.Sb
6mán uppsögn 20 25 Ab
12mán. uppsögn 21 28 Ab
18mán. uppsögn 32 Ib
Tékkareikningar, alfn. 8 12 Sb
Sértékkareikninqar 9 23 Ab
Innlan verötryggö Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir.
6 mán. uppsögn 3,5 4 Ab.Úb, Lb.Vb, Bb.Sp
Innlán meðsérkjörum 19 28 Lb.Sb
Innlángengistryggð
Bandarikjadalir 5,75 7 Vb.Sb
Sterlingspund 7,75 8,25 Úb
Vestur-þýsk mörk 2 3 Ab
Danskarkrónur 7,75-9 Vb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir vixlar(forv.) 29,5 32 Sp
Viöskiptavíxlar(forv-) (1) kaupgenqi
Almennskuldabréf 31 35 Sp.
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 32,5 36 Sp
Utlan verðtryggö
Skuldabréf 9.5-9.75 Allir nema Úb
Utlántilframleiðslu
Isl. krónur 30,5 34 Bb
SDR 7.75 8.25 Lb.Bb, Sb
Bandaríkjadalir 8,75 9,5 Lb.Bb, Sb.Sp
Sterlingspund 11 11,5 Ub.Bb, Sb.Sp
Vestur-þýsk mork 5 5,75 Ub
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5 9
Dráttarvextir 45,6 3.8 á mán.
MEÐALVEXTIR
Óverðtr. april. 88 35.6
Verðtr. april. 88 9.5
VlSITÖLUR
Lánskjaravisitala april 1989stig
Byggingavísitala april 348stig
Byggingavísit.ala april 108,7 stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði 6% 1. apríl.
VERÐBRÉFASJÓOIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Ávoxtunarbréf 1,5063
Einingabréf 1 2.763
Einingabréf Z 1,603
Einingabréf 3 1,765
Fjölþjóðabréf 1,268
Gengisbréf 1,0295
Kjarabréf 2,767
Lífeyrisbréf 1.389
Markbréf 1,440
Sjóðsbréf 1 1,339
Sjóðsbréf 2 1,221
Tekjubréf 1,367
Rekstrarbréf 1,08364
HLUTABRÉF
Sóluverð að lokinni jöfnun m.v, 100 nafnv.:
Almennartryggingar 128 kr.
Eimskip 215 kr
Flugleiðir 200 kr.
Hampiðjan 144 kr.
Iðnaðarbankinn 148kr.
Skagstrendingur hf. 189 kr.
Verslunarbankinn 105 kr
Útgerðarf. Akure. hf. 174 kr.
Tollvörugeymslan hf. 100kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavíxla gegn 31 % ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, lb= Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Bændur eiga Sláturfélag Suðurlands. Þeir vilja að lögð sé áhersla á framleiðslu og vinnslu. Þeir segja aö á því
sviði hafi SS yfirburði og þar eigi að eyða kröftunum fremur en í verslunarrekstur í Reykjavík.
Fréttaljós
Jón G. Hauksson
smásöluverslunin. Þar hefur ekki
gengið sem skyldi enda feikileg sam-
keppni í smásöluversluninni.
Stjóm félagsins heldur því fram að
það hafi yfirburöi í slátrun og fram-
leiðslu kjötvara og að stefnan sé
núna að einbeita sér að þeim málum
þar sem fyrirtækið er fremst á sínu
sviði. Ekki sé lengur eftir svo miklu
að slægjast í smásöluversluninni og
þess vegna sé lítil eftirsjá í því að
leyfa Hagkaup, Miklagarði og öðmm
stórmörkuðum að bítast um þann
bita.
Steinþór Skúlason, 29 ára gamall
verkfræðingur, tekur við starfi for-
stjóra Sláturfélags Suðurlands á
sögulegum timum fyrirtækisins.
Jón H. Bergs, forstjóri SS i 31 ár.
Kliður fór um viðskiptalifið i síðustu
viku þegar hann hætti skyndilega
sem forstjóri eftir sögulegan ágrein-
ing við stjórn félagsins.
hætta á þennan hátt - það býr eitt-
hvað mikið að baki? hafa flestir í
viðskiptalífinu spurt sig að undan-
förnu. Svarið er í stuttu máli að
tekist er á um grunnstefnu fyrirtæk-
isins, hvort það eigi frekar að
framleiða kjötvörur eða selja þær.
Stjórnin vill fyrst og fremst fram-
leiða. Jón H. Bergs hélt þeim
hugmyndum á lofti að það væri ekki
nóg að framleiða vöruna, það þyrfti
að selja hana líka.
Tap upp á nokkra
tugi milljóna
Heimildir DV innan Sláturfélags-
ins segja aö tap hafi orðið á rekstrin-
um á síðasta ári; árinu 1987, og að
þetta tap nemi nokkrum tugum millj-
óna, sé í kringum 40 milljónir.
Útilokað hefur þó verið að fá nokk-
urn af forsvarsmönnum fyrirtækis-
ins til að staðfesta þessa tölu.
Eiginfjárstaða félagsins var í upp-
hafi síðasta árs jákvæð um 415
milljónir króna. Með öðrum orðum,
eignir félagsins voru um.415 milljón-
um umfram skuldir. Tap síðasta árs
hefur minnkað eigið féð sem tapinu
nemur. Eiginfjárstaðan er því.sterk
ennþá.
Tímabundnir
greiðsluerfiðleikar
Það sem helst er sagt hrjá rekstur
félagsins eru tímabundnir greiðslu-
erfiðleikar vegna vaxta- og birgða-
gjalda af kjöti og ennfremur
„Þetta er sterkt félag“
„Það er af og frá að félagið sé að
fara á hausinn eins og þú spyrð um.
Þetta’ er sterkt félag sem á eignir og
við höfum mikið traust í viðskiptalíf-
inu,“ segir Páll Lýðsson, stjórnar-
formaður Sláturfélagsins.
Að sögn Páls hefur félagið gert upp
við bændur frá sláturtíðinni í haust.
„Að vísu alltof seint. Samkvæmt lög-
um eiga sláturhús að vera búin að
gera upp við bændurna fyrir 15. des-
ember en við gerðum upp við þá í
síöustu viku,“ segir Páll.
Bændur fengu 40 milljónir
á einu bretti
Það er athygiisvert að Sláturfélagið
gerði upp við bændurna daginn eftir
hinn sögulega stjómarfund hjá SS,
þegar Jón H. Bergs sagði upp starfi
sínu. Sláturfélagið greiddi þá bænd-
unum á einu bretti um 40 milljónir
króna. Dæmið var gert upp. Heimild-
ir DV segja að aðrir sláturleyfishafar
eigi enn eftir að gera upp þannig að
félagið hafi sýnt þarna góöa takta
gagnvart bændunum.
í þessu sambandi er rétt aö athuga
hveijir eiga samvinnufélagiö Slátur-
félag Suðurlands. Það eru bændur
og þeirra fólk á Suðurlandi. Þetta er
ékki neytendafélag heldur fyrirtæki
sem er fyrst og fremst í eigu framleið-
enda, hændanna sjálfra.
Sem mest fyrir vörurnar
Þetta er lykilatriði. Bændunum er
nokk sama hvort þeir sjálfir selja
kjötið eða Hagkaup, Mikligarður og
aðrir stórmarkaðir. Aðalatriðið er að
kjötvörumar seljist og að þeir fái
sína peninga fyrir þaö. Þarna getur
reynst hluti af skýringunni á því
hvers vegna SS hefur komið slælega
út úr verökönnunum að undanfömu.
Stefnan er sú að fá sem mest verð
fyrir vömrnar svo að eigendur SS,
bændurnir, fái sem mest fyrir sinn
snúð.
Ekki er samt hægt að fara of hátt
í verðinu. Það gerir samkeppnin. Það
eru fleiri sem framleiða kindakjöt en
SS og á neytendamarkaðnum ríkir
grimm samkeppni. Sú samkeppni
ræður í raun veröinu.
Bændurnir orðnir
óþolinmóðir
Bændur innan SS munu hafa verið
orðnir ansi óþolinmóðir að fá ekki
uppgert aö fullu löngu eftir að upp-
gjörsdagurinn, 15. desember, var
liöinn, en þá mun hafa verið búið að
gera um 80 prósent af kjötinu upp
við bænduma. En á sama tíma sáu
þeir fjárfestingar á verslunarhúsinu
Nýjabæ á Seltjarnarnesi og það skil-
aði tapi en ekki hagnaði. Þama mun
hafa komið upp ákveðin vanlíðan hjá
bændunum, eigendum SS. Margir
fóm að hafa orð á því áð viturlegra
væri að haga rekstrinum þannig aö
þeir fengju greitt á réttum tíma í staö
þess að standa í einhveiju brölti á
verslunarsviðinu eins og í Nýjabæ
sem rekinn hefur verið með tapi og
hefur átt erfitt uppdráttar.
Hagnaður á síðasta ári
Sláturfélag Suðurlands skilaði 27,6
milljóna króna hagnaði á árinu 1986
eftir nokkur tapár þar á undan. Þetta
er ekkert smáfyrirtæki. Heildarvelta
þess þetta ár var um 2,5 milljarðar
króna. Þetta er með stærri fyrirtækj-
um í landinu.
Hreint eigið fé var, eins og áður
segir, um 415 milljónir króna í lok
ársins 1986. Heildareignir námu 1,5
milljörðum, þar af vora fastaijár-
munir skráðir á tæplega 700 milljónir
króna.
Miðað við hagtölur fyrirtækja var
SS á fínu róli þetta ár, hlutfall veltu-
íjármuna og skammtímaskulda í
kringum einn. Og á móti tæplega 700
milijóna króna fasteignum kom eigið
fé upp á 415 milljónir króna og lang-
tímaskuldir upp á 285 milljónir.
Miklar fjárfestingar
Svona fyrirtæki deyr ekki á einum
degi. Það segir sig sjálft. Samt má
ekki horfa fram hjá því að aldrei er
of varlega farið í fjárfestingum. SS
hefur fjárfest mikið á síðari árum.
Það er að byggja rándýra vinnslustöð
í Laugarnesi og á nýtt, dýrt og mjög
fullkomið sláturhús á Hvolsvelli.
Jafnframt var farið út í kaup á versl-
unarhúsinu Nýjabæ á Seltjarnar-
nesi, sem kostaði sitt.
Það er dýrt að byggja
Það er dýrt að byggja og lán dýr.
Þessu hefur félagið fundið fyrir á
undanförnum árum. Vinnslustöðin í
Laugarnesi er til dæmis lítið nýtt
ennþá þó kostnaður við hana sé kom-
inn yfir 200 milljónir króna. Það er
kostnaðarsamt þegar fiárfestingar
eru lengi í byggingu og skila seint
tekjum. Allir þekkja umræðurnar
um fækkun sláturhúsa í landinu, að
um offiárfestingu sé nú að ræða og
með fækkun þeirra verði komið við
bæði betri nýtingu og hagræðingu
sem skili lægri sláturkostnaði.
Helstu eignir Sláturfélags Suður-
lands era fimm sláturhús, vinnslu-
stöðin í Laugamesi, sútunarverk-
smiöja og verslunarhúsnæði í
Nýjahæ og Austiirveri. Fyrirtækið
leigir húsnæðið í Glæsibæ og að
Laugavegi 116.
Bergs-feðgarnir
SS er fyrirtæki á gömlum merg.
Það er 84 ára að aldri og þar hafa
þeir Bergs-feðgar gegnt lykilhlut-
verki. Faðirinn, Helgi Bergs, var
forstjóri frá 1924 til 1957 og sonurinn,
Jón H. Bergs, frá 1957 til 18. apríl
1988. Saga Bergs-feðganna nær því
yfir 64 ár hjá fyrirtækinu. Þetta er
einstakt.
Fyrsti forstjóri SS var Hannes
Thorarensen. Hann var forstjóri frá
1904 til 1924. Aðeins þrírstjómarfór-
menn höfðu til síðastiiðins vors verið
hjá SS. Þá tók við sá fiórði, Páll Lýðs-
son í Litlu-Sandvík í Flóa.
Páll er bóndi. Hann er háskóla-
menntaður, lauk sagnfræðiprófi frá
Háskóla íslands árið 1959. Eftir sagn-
fræðina fór hann beint í búskapinn.
Páll er sagnfræðingur
Páll hefur að vísu staðið í ströngu
á fleiri stöðum en SS að undanfórnu.
Hann samdi spurningamar og var
dómarinn í spurningakeppni fram-
haldsskólanna og þar með í sögulegri
keppni Menntaskólans í Reykjavík
og Menntaskólans við Sund í beinni
útsendingu í sjónvarpinu á dögun-
um. .
-JGH