Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988.
15
Nú reynir á Reagan
„Nú er þess skammt að biða að réttarhöld hefjist í malunum gegn
Poindexter og North.“ - John Poindexter (t.v.) og Oliver North.
Allt frá tímum Nixons hefur
Bandaríkjamönnum þótt brýnt að
hengja að minnsta kosti eitt
hneykslismál um háls forseta sinna
og vonglaðir blaðamenn bæta þá
,,-gate“ við hvert það mál sem upp
kemur. Það ,,-gate“, sem Reagan
hefur fengiö á sig, er kallað „Iran-
gate“, en einhvem veginn logar illa
sá eldur sem blaðamenn reyna að
kynda undir Reagan. Hann hefur
verið kallaður „teflon" forsetinn
vegna þess að ekkert virðist loða
við hann. Samt er þetta mál í eðli
sínu alvarlegt. Ef í ljos kemur að
forsetinn og starfsmenn hans hafa
af ráðnum hug farið á bak við þing-
ið er sjálfur grunnur stjórnvaldsins
í húfí, með öllu því sem shkt tákn-
ar í augum Bandaríkjamanna.
„Irangate“ og Líbanon
Upphaf þessa máls er að rekja til
byltingarinnar í Nicaragua 1979
þegar Somoza einræðisherra var
steypt og við tóku vinstri sinnaöir
sandínistar, vopnaðir sovéskum
vopnum. Þetta þótti sumum
Bandaríkjamönnum bein ögrun
við sig og kváðu upp úr um það að
gjörvöll Vesturálfa væri í hættu af
framsókn kommúnismans og nú
yrði að bregðast við hart í nafni
frelsis og lýðræðis og kollvarpa
sandínistum.
Ronald Reagan gerði það að for-
gangsmáli, þegar hann tók við
embætti, að berjast gegn kommún-
isma í Miö-Ameríku og studdi
contraliða óspart og reyndar einnig
hægri menn í E1 Salvador. Ekki
voru þó allir sammála því að nauð-
synlegt væri að endurreisa stjórn-
arfar Somozas í Nicaragua og efla
leifamar af her hans, sem eru uppi-
staðan í contrasveitunum, og svo
fór að Bandaríkjaþing stöðvaöi
hernaðaraðstoð við contraliða um
sinn.
Aðstoð var reyndar leyfð aftur
skömmu síðar, en á meðan gerðust
Kjallariim
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
þeir atburðir sem svokallað „Iran-
gate“ snýst um. Víkur þá sögu til
Líbanons. Bandaríkjamenn ætluðu
þar að skerast í leikinn með friðar-
sveitum en urðu frá að hverfa eftir
mikið mannfall. Upp úr því voru
nokkrir Bandaríkjamenn teknir í
gíslingu í Beirút. Þetta vakti skelfi-
legar minningar í Bandaríkjunum
um niðurlæginguna í íran frá árs-
lokum 1978 til ársbyijunar 1981
þegar sendiráðsmönnum í Teheran
var haldið í gíshngu og Bandaríkin
voru máttvana beygð í duftið.
Reagan hét því hvað eftir annað
að gera aht sem hægt væri til að
frelsa gíslana í Beirút með öllum
tiltækum ráðum, öðrum en að
semja um lausnargjald fyrir þá. Þá
kemur að þætti írana, óvina
Bandaríkjanna. Þeir áttu þá og eiga
enn í blóðugu stríði við írak og
vantaði vopn. Þeir öfgamenn, sem
héldu bandarísku gíslunum í Beir-
út, voru hallir undir ajatollana í
íran og þess var vænst að þeir
mundu hlýða fyrirmælum þaðan
að sleppa gíslunum ef íranir fengj-
ust til að gefa þau fyrirmæh.
Skýlaust brot á fyrirmælum
Þá kom Oliver North undirof-
ursti, staðgengih Poindexters,
öryggismálaráðgjafa Reagans, til
sögunnar. Hann sá sér leik á borði
að slá tvær flugur í einu höggi, afla
fjár til contranna og frelsa gíslana
í Beirút. Þetta snjahræði var að
selja írönum vopn úr vopnabúri
ísraelsmanna og fá ísraelsmenn
sem millihði gegn því að þeir fengju
nýjustu bandarísku vopnin í stað-
inn og nota hagnaðinn til að fara i
kringum bann Bandaríkjaþings við
hemaðaraðstoð við contrana.
Þetta var gert og allir græddu, eða
hvað? Tveimur gíslum var sleppt,
íranir fengu flugskeyti og milljónir
dohara fóru inn á leynireikninga í
Sviss, sem ætlaðir vora tU vopna-
kaupa. En nýir gíslar voru nærri
strax gripnir, bandarísk flugskeyti
eru nú í höndum írana á Persaflóa
og lítið varð úr vopnakaupum til
contraliða.
Reyndar er lítið vitað hvað varð
um peningana, annað en það sem
fór í milliliði. Vikublað í Beirút
kom síðan upp um allt saman og
aUt fór í háaloft í Bandaríkjunum.
Þingið hafði bannað fjárframlög frá
Bandaríkjunum til contraskæru-
Uöa, en þegar hér var komið haíði
nokkur fjárveiting reyndar verið
samþykkt. Hún breytti ekki því að
þetta var skýlaust brot á fyrirmæl-
um þingsins, sem forsetinn hefur
engan stjórnarskrárrétt tU að
hunsa.
Þetta er því lagalega mjög alvar-
legt mál fyrir Reagan og hann getur
ekki afsalað sér ábyrgð. Þar að
auki, sem sumum svíöur sárar,
braut Reagan með þessu framferði
loforð sitt, að eiga enga samninga
við hermdarverkamenn, sem hann
haíði undirstrikað meö loftárásum
á Líbýu. Afleiðing af þessu varð
síðan endanlegt bann þingsins viö
allri hernaöaraðstoð við contrana
í Nicaragua og í raun skipbrot
stefnu Reagans í Mið-Ameríku.
Nú reynir á „teflonið“
En sú spurning, sem ekki hefur
fengist svar við, er: hvað vissi Re-
agan? Á almenningur aö trúa því
að hann sé svo afskiptalaus aö
hann láti undirmenn sína reka
sjálfstæða utanríkisstefnu, án
ábyrgðar gagnvavt honum sjálfum
eða þinginu? Hvernig er hægt að
treysta slíkum forseta í utanríkis-
málum? Eða lýgur Reagan? Það
þykir ekki líklegt, menn eru flestir
á því nú orðið að Reagan hafi að-
eins haft óljósa hugmynd um hvað
North og Poindexter voru aö bralla.
En hann hefur fengiö miklar
skammir fyrir að virðast ekki sjá
neitt athugavert við þetta.
Hann hefur sagt að North sé hetja
og aö hann og Poindexter hafi ekk-
ert gert rangt. Nú er þess skammt
að bíða að réttarhöld hefjist í mál-
unum gegn Poindexter og North.
Ef þeir verða sakfelldir í sumar,
eins og allar líkur eru taldar á, get-
ur svo fariö að jafnvel tefloniö
bjargi ekki Reagan. Það er of langt
hðið á kjörtímabiliö til að búast
megi við kröfum um að hann fari
frá eins og Nixon; en þaö er of
snemmt að slá því fóstu að hann
sleppi heill á húíi.
Gunnar Eyþórsson
„Þar aö auki, sem sumum svíður sár-
ar, braut Reagan með þessu framferði
loforð sitt, að eiga enga samninga við
hermdarverkamenn, sem hann hafði
undirstrikað méð loftárásum á Líbýu.“
Vélfryst skautasvell
„Akureyringar, sem búa i (imm sinnum minna bæjarfélagi, hafa komið
upp vélfrystu skautasvelli,“ segir í greininni.
Eg vil vekja máls á því hvort
ekki sé kominn tími til þess að þeir
sem hafa umsjón með íþróttamál-
um borgarinnar fari að gera öllum
(íþróttagreinum jafnt undir höfði.
Það eru jú til fleiri íþróttagreinar
en handbolti, fótbolti og skíði. Á
sama tíma og settur er upp gervi-
grasvöllur í Laugardal, skíðalyft-
um hrúgað upp í Bláfjöllum fyrir
tugi milljóna og verið er að tala um
að byggja rándýra handboltahöll
þá sitja flestar aðrar íþróttagreinar
á hakanum.
Flestar greinar fá þó einhvern
„smápening“ í samanburði viö hin-
ar þrjár sem ég nefndi. Þó er ein
íþróttagrein sem á undaníomum
árum hefur verið látin alveg full-
komlega afskiptalaus og allt hefur
verið gert til að drepa hana niöur.
Það er skautaíþróttin.
Melavöllurinn
Fyrir u.þ.b. tíu árum var Mela-
völlurinn, .helsta aðstaða skauta-
fólks, yfirleitt svo krökkur af fólki
að varla var þverfótað þar. Þannig
var þaö alla daga og öll kvöld.
Samfara almennum skautaáhuga
jókst áhugi á íshokkí og fer hann
vaxandi ár frá ári. Gerður var ís-
hokkívöllur fyrir innan almenna
skautasvæðið og Skautafélag
Reykjavíkur var endurvakið, auk
þess sem aftur var farið að hafa
bæjarkeppni milli Reykjavíkur og
Akureyrar. Nú er svo komið að
keppnin getur aðeins farið fram á
Akureyri og við áframhaldandi
aðstöðuleysi er Skautafélag
Reykjavíkur dauðadæmt.
Stöðugt vaxandi áhuga gætir hjá
ungum strákum þannig að félagið
mun koma til með að vaxa og dafna
með batnandi aðstöðu. Með tíman-
um fóru starfsmenn Melavallar að
KjaUarinn
Sigurður Trausti
Kjartansson
nemi í M.R.
verða latir og undir lokin spraut-
uðu þeir helst ekki völlinn nema
spáð væri frosti hálfan mánuð fram
í tímann. Svo fóru þeir líka að spara
ljósin og kveiktu þau ekki ef fáir
voru á svellinu þó svo að kolniða-
myrkur væri úti. Þ.a.l. fækkaði
þeim stöðugt sem komu á skauta
þó að alltaf væri krökkt af fólki um
helgar, ef það var þá svell.
Tjörnin
Nú eru nokkur ár síðan Melavöll-
urinn var rifmn og síðan þá hefur
eina aðstaða skautafólks verið
Tjörnin, ef aðstöðu skyldi þá kalla.
Það er þeim formerkjum háð að til
undantekninga telst að hægt sé aö
skauta á henni. Oftast nær er
svellið svo skítugt að það virkar
eins og sandpappír á skautana eða
þá aö hún frýs í öldum.
í vetur hefur, í fyrsta skipti síðan
Melavöllurinn var riflnn, verið
hægt að fara oftar en tíu sinnum á
skauta yfir veturinn, þótt hvert
tækifæri sé notað. Það er líklega
vegna þess að vallarstarfsmenn eru
að vakna af dvalanum, en þeir hafa
myndast við aö halda við svellinu
í vetur. En nú er mál að linni
Dæmi frá Akureyri
Á sama tíma og skautaiðkun
borgarbúa er að lamast hafa Akur-
eyringar, sem búa í fimm sinnum
minna bæjarfélagi, komiö upp vél-
frystu skautasvelli. Ég skora hér
meö á Davíð Oddsson borgarstjóra
að sjá til þess að komið veröi upp
vélfrystu skautasvelli og mann-
sæmandi aðstöðu fyrir skautaá-
hugafólk. Strax og sú aðstaða
kemur er ég ekki í vafa um að allur
sá fjöldi Reykvíkinga, sem fylltu
Melavöllinn hér á árum áður,
myndi hrista rykið af skautunum
og flykkjast á svellið.
Sú ásókn, sem verið hefur á vél-
frysta svellið á Akureyri, ætti að
sýna borgarstjóra, sem og öðram í
borgarstjóm, að oft var þörf en nú
er nauðsyn. Við þetta ástand verð-
ur ekki unað lengur. Allir vita að
Davíö Oddsson er stórhuga maöur,
en það er enginn að biðja um ein-
hverja glæsihöll fyrir nokkur
hundruð milljónir. Það gera sér
flestir grein fyrir því að það kæmi
ekki til framkvæmda fyrr en í
fyrsta lagi eftir 10-20 ár og líklega
aldrei. Það sem þarf er vélfryst
skautasvell með tilheyrandi bún-
ingsaðstöðu, sem seinna væri hægt
að byggja yfir, t.d. stálgrindahús.
Undanfarna áratugi hefur einungis
verið talað, og nokkrum sinnum
hafa verið teiknaðar skautahallir,
en ekkert hefur verið framkvæmt.
Nú er kominn tími til fram-
kvæmda.
Ég skora á skautafólk að láta nú
í sér heyra.
Sigurður Trausti Kjartansson.
„Eg skora hér með á Davíð Oddsson
borgarstjóra að sjá til þess að komið
verði upp vélfrystu skautasvelli og
mannsæmandi aðstöðu fyrir skautaá-
hugafólk.“