Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988.
21
DV
1
ega fagnað er hún kom heim með fyrsta
eins og fram kom í DV fyrr í vikunni.
DV-mynd KAE
öld:
1 sigurs
lollendingum í kvöld
með 2-0 sigri á Austur-Þjóðverjum. Það
tap er það eina sem Austur-Þjóðverjar
hafa orðið fyrir í keppninni og virðist
ætla að kosta þá farseðlana til Seoul.
Loks kom naumt 2-1 tap í Portúgal, í
leik sem allt eins hefði getað endað með
íslenskum sigri.
íslendingar hafa gert óvænta
hluti
Það má segja að með þremur stigum í
fyrstu fjórum leikjunum hafi Island
fengið þremur stigum meira en reiknað
var með í upphafi. Þótt draumurinn um
Seoul lifl fyrir leikinn hér í Doetinchem
í kvöld er rétt að vera á varðbergi. ís-
lenska hðið er að hefja sitt keppnistíma-
bil og hægt er að búast við öllu, frá sigri
til stórtaps. Fjarvera Guðna Bergssonar
er áfáll, bæði sálfræðilegt fyrir liðið og
styrkleikann. En ég er sannfærður um
að eitt veigamikið atriöi hafi íslensku
strákarnir fram yfir hina hollensku
mótherja sína - þeir hafa meiri metnað
fyrir því að standa sig og vera sér og
sinni þjóö til sóma, og ég hef grun um
að það lóð verði þungt á vogarskálinni
hér á Stadion De Vijverberg í kvöld.
íþróttir
Frjálsar íþróttir - Spjótkast:
Bjartsýnn á að Einar og
Siggi bæti sig verulega
- segir Stefán Jóhannsson, þjálfari þeina Einars Vilhjálmssonar og Sigurðar Einarssonar
„Ég er mjög bjartsýnn á góðan ár-
angur hjá þeim Einari Vilhjálmssyni
og Sigurði Einarssyni á komandi
keppnistímabili í spjótkastinu. Þeir
eru báðir alhliða sterkari en þeir
voru fyrir ári og hafa báðir tekið
miklum framfórum á þeim sviðum
sem hafa verið þeirra veikari hlið-
ar,“ sagði Stefán Jóhannsson, þjálf-
ari í fijálsum íþróttum, en hann er
þjálfari spjótkastara'nna Einars Vil-
hjálmssonar og Sigurðar Einarsson-
ar.
Nokkrar líkur eru á því að við ís-
lendingar getum teflt fram þremur
spjótkösturum í Seoul á ólympíuleik-
unum. Hvað segir Stefán Jóhannsson
um þann möguleika?
„Hélt að það væri metnaðar-
mál að eiga þrjá menn í
Seoul“
„Frjálsíþróttasamband íslands hef-
ur lagt það til við ólympíunefnd -að
lágmarkið fyrir þijá spjótkastara
fyrir OL í Seoul verði 77 metrar þrátt
fyrir að alþjóðlega lágmarkiö fyrir
þrjá menn sé 76 metrar. Þetta á máð-
ur erfitt með að skilja, því ég hélt að
það væri metnaöarmál fyrir okkur
að eiga þijá spjótkastara á ólympíu-
leikunum. Það eru sárafáar þjóðir í
heiminum sem geta teflt fram þrem-
ur spjótkösturum á OL og vissulega
væri gaman ef okkur tækist að vera
í þeim hópi.“
Sigurður Matthíasson hefur
kastað 75,20 metra
Þriðji spjótkastarinn sem hér er átt
við er að sjálfsögðu Sigurður Matthí-
asson sem dvalið hefur undanfarið
ár við æfingar í Bandaríkjunum.
Lengst hefur hann kastað 75,20 metra
og á því greinilega möguleika á að
komast til Seoul.
„Eiga báðir að geta kastað
yfir 85 metra“
- Nú þjálfar þú Einar Vilhjálmsson
og Sigurð Einarsson. Hverju vilt þú
spá um frammistöðu þeirra á kom-
andi keppnistímabili?
„Byrjunin lofar mjög góðu. Sigurð-
ur var til að mynda að kastá rúma
78 metra á dögunum þrátt fyrir að
hann sé í miðju mjög erfiðu æflnga-
tímabih. Báðir eru þeir alhliða
sterkari en í fyrra og hraðinn er
meiri. Ég tel að þeir eigi báðir mögu-
leika á að kasta yfir 85 metra í sumar
en það hefur aðeins þremur spjót-
kösturum tekist til þessa í heiminum.
Auðvitað er erfitt að segja til um hve
mikið þeir munu bæta árangur sinn
en ég tel að þeir eigi báðir eftir að
bæta sig verulega í sumar. Þó á ég
ekki von á því að þeir baeti árangur
sinn verulega fyrr en í Seoul. Báðir
verða þeir á mjög erfiðu æfingatíma-
bih í allt sumar en síðan á þetta að
koma í Seoul."
Þjálfarinn á íslandi en lær-
lingarnir í Bandaríkjunum
Nú hefur þú ekki haft tækifæri til
að vera með þeim Einari og Sigurði
í Bandaríkjunum. Er ekki nauðsyn-
legt að þjálfarinn sé til staðar og þá
í Bandaríkjunum í þessu tilfelli?
„Það er auðvitað mjög nauðsyn-
legt. Þeir Einar og Sigurður koma
að vísu heim til Islands í júni en
maímánuður er mjög mikilvægur í
undirbúningnum fyrir OL. Sérstak-
lega hef ég þá ýmis tækniatriði í
huga. Ég fór til Bandaríkjanna í
mars og var í einn mánuð. Þetta var
mjög dýr ferð og ég veit ekki hvort
ég sé mér fært að fara aftur í næsta
mánuði. Ég vil þó koma á framfæri
þökkum til íþróttaráðs Reykjavíkur
sem veitti mér styrk til fararinnar
og eins hefur ráðið styrkt Sigurð Ein-
arsson. Við verðum að vona það
besta en ég er ekki bjartsýnn á að
komast til þeirra í næsta mánuði,“
sagði Stefán Jóhannsson.
Það gefur augaleið að mjög mikil-
vægt er að Stefán komist utan til aö
aðstoða þá Einar og Sigurð og hjálp-
fúsir aðilar verða að taka sig saman
og sjá til þess að af ferð Stefáns til
USA verði.
-SK
Stefán Jóhannsson.
Stíga þessir kappar á pall í Seoul? Þeir Einar Vilhjálmsson og Sigurður
Einarsson eru meðal allra fremstu íþróttamanna íslands i dag. \
Fnmann til Danavoldis
Krœtján Bemburg, DV, Belgíu;
....... ............... ...................................
Hinn snjalli danski knattspyrnumaður, Per Frimann, sem var
félagi Amórs hjá Anderlecht, er farinn heim til Danmerkur til að
spila meö Aarhus næstu tvo mánuðina. Þar er fýrir Hendrik Mort-
ensen sem Anderlecht leigir einnig til danska liðsins. Var þetta
gert til að Frimann kæmist í danska landsliöshópinn sem heldur
til V-Þýskalands í sumar. Var það danski landsliöseinvaldurinn
Sepp Piontek sem reri öllum árum til að mál þetta fengi farsælan
endi en hann hefur mikla trú á Frimann.
Ólympíulandsleikurinn:
Lrtill áhugi hjá
Niðurlendingum
- félagsliðin færa landsliðin jafhvel af stalli
Víðir Sigurðsson, DV, Hollandi:
Áhugi heimamanna á leikjum og
frammistöðu ólympíulandsliðs
þeirra er merkilega lítill. Þaö virðist
hafa orðið hormeka í kerfinu og svo
rammt kveður að áhugaleysinu að
fulltrúi knattspyrnusambandsins
hollenska hér í Doetinchem gat ekki
upplýst mig um úrsht í öllum leikjum
Hollands í keppninni til þessa!
Hann sagði jafnframt að þetta staf-
aði af því að A-landsliðið væri númer
eitt og síðan félagsliðin. Deildaleikj-
um væri ekki hagrætt í samræmi við
ólympíuleiki og því væri undir hæl-
inn lagt hvaða leikmenn væru lausir
hverju sinni. Félögin væru heldur
ekki viljug að gefa sínum mönnum
leyfi, eins og best sést á því að engir
leikmenn frá Ajax og PSV skuli
mæta íslandi í kvöld. Þégar liðin léku
á Laugardalsvellinum í maí í fyrra
og skildu jöfn, 2-2, voru í liði Holl-
ands kappar á borð við Vanenburg
og Koolhof frá PSV, Been frá'Feyen-
oord og Menzo, markvörður Ajax.
Þeir verða alhr fjarri góðu gamni í
kvöld. Árangur Hollendinga í keppn-
inni er líka eftir þessu. Þaö er ótrú- -
legt að þjóð, sem á eitt besta landshð
heims í dag og tvö félagshð í úrslitum
Evrópumóta félagsliða, skuli vera í
neðsta sæti í sínum riðli ólympíu-
keppninnar og án sigurs í sjö leikjum
til þessa!
Leikurinn í Búdapest:
Siggi Jóns verður með en
Atli á ekki heimangengt
- Atfli þarf að spila með Uerdingen á sama tíma
Nú er ljóst að Atli Eðvaldsson á ekki heimangengt í landsleik íslendinga
og Ungveija sem fram fer í Búdapest í næsta mánuöi. Ath þarf að spila með
Uði sínu nánast á sama tíma og landsleikurinn er settur á. Siguröur Jónsson
hyggst hins vegar spila og sagöi hann í samtali við DV í gær að eins og stað-
an væri hjá honum nú gæti fátt breytt því að hann færi í leikinn. -VS