Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Page 29
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988. 29 Lífsstm Kuldakast hafði ekki skað- vænleg áhrif á gróðurinn Ráðlegt að huga að áburði Lykill að fallegum og heilbrigðum gróðri er vel nærður garður. Tilbúinn áburður er til í handhægum 5 kílóa pokum fyrir grasflatir, trjágróður eða hvað sem tilheyrir garðinum. Verðið er um 200 krónur. Ek)ci mun gróður hafa skaðast að neinu ráði af völdum kuldakastsins sem hér hefur nýlega gengið yfir, a.m.k. ekki sunnanlands. ErOðara er að gera sér grein fyrir því sem legið hefur undir snjóalögum á norður- og austurlandi. - Á suðvesturhominu hefur hins vegar verið ágætis tíð. Þegar svo ber undir er hættan aUtaf sú að brum og aðrir viðkvæmir vaxta- þættir tijáplantna fari að opnast. Síðan ef kulda fer að gæta aftur, eins og nýverið, getur gróðurinn skaðast. Svo mun ekki vera að þessu sinni. Þegar kuldakastið gekk yfir hafði gróður ekki opnast að ráði þótt ýmsar plöntur hefðu sýnt brum, hafði það ekki opnast þannig að skaði hlytist af. Það verður að huga sem endra- nær að greinum á trjágróðri sem hefur kalið og klippa slíkt í burtu. Kal á tijágróöri sést best á litamun, kalnar greinar eða hlutar greina er kalið hafa eru ljósari en þær er eftir lifa. Að sögn garðyrkjumanna má ætla að gróður verði fljótur aö ná sér á þessu ári, ef ekki komi til áfóll sem skapist af völdunj annars kuldakasts. Húsdýraáburður Það er ekki of seint núna að fara að útvega sér húsdýraáburð til þess að bera á í göröum, bæði á gras- flatir og í beð. Þess verður að gæta þegar skíturinn er kominn á að velta þessari náttúruafurð við einu sinni í viku, þ.e.a.s. raka og hreyfa .við með hrífu. Einnig verður að gæta þess aö rigni vel úr skítnum og bleyta hann ef ekki rignir. Á vorin þegar garðaeigendur fara að huga að görðum sínum fylgir því oft mikil kátína þegar bílar renna í hlaö með þessum líka ágæta ilm. Þetta minnir sjálfsagt margan á þegar mokaður var flórinn hér áö- ur fyrr. Húsdýraáburð ætti ekki að vera mjög erfitt að nálgast, svo framar- lega sem menn geta náð sér í litla vagna sem setja má aftan í bíla. Þegar hrossaskít ber á góma má segja að tvær flugur séu slegnar í einu höggi hvað viðvíkur hesthús- um. Hesthúsaeigendur eru manna fegnastir að losna við skítinn sem haugast upp fyrir framan hjá þeim. Óhætt er að mæla með því að um- hyggjusamir garöeigendur fari á þá staði sem hesthús eru og spyij- ist fyrir um hvort ekki megi „að- stoða“ hestaménn við aö losna við óæskilegan afrakstur hestamenns- kunnar. Tilbúinn áburður Ekki er nóg að nota húsdýraá- burð einan og sér. Einnig er ráðlegt að nota tilbúinn áburð sem ætlaður er fyrir tún og tijágróður. Kostnað- ur við slíkt er hverfandi miðað við þann árangur sem þaö skilar. Fyrstu áburðardreifingu má miða við þann tíma sem augljóst er að spretta er að hefjast. Þetta gefur gróðrinum gott veganesti á aðal- vaxtartímabilinu. Hins vegar skal aögæta að bera ekki áburðinn of snemma á af hættu viö að kulda gæti með vorinu. Gefa þannig gróðrinum of mikinn byr viö vöxt- inn. Síðan þegar líða fer á sumarið er tilvalið aö gera aðra áburðar Heimilið dreifingu, t.d. um mánaðamótin júní/júlí. ■ Margs konar áburð er hægt að kaupa hjá garðplöntustöðvum sem -öðrum söluaðilum: alhliöa áburð, túnáburö, garðáburð eða tijákom. Magn og reglur um dreifingu er uppgefið á umbúðum. Einnig er vert aö spyrja söluaðila eða garð- yrkjumanninn um notkun áburð- arins. AUir skyldu síðan hafa í huga að bæta mold í garöa sína, sérstaklega ef fariö er að sjást í rætur plantna í beðum. Ef bílakostur er ekki fyrir hendi, má benda á að hafa samband viö vörubílastöðvar sem hafa hönd í bagga með garðeigendum við slíkt. -ÓTT. DUKDALF á þessu ári og bjóðum því upp á afmælisafslátt Sendum í póstkröfu e^agertfy Eyjagötu 7, Örfirisey, Reykjavik - simi 621780 Iðffi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.