Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Blaðsíða 36
36
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988.
Jarðarfarir
Aðalsteina Jóhannesdóttir, sem lést
23. apríl, verður jarðsungin frá Kópa-
vogskirkju föstudaginn 29. apríl kl.
10.30.
Sigurður Þorbjarnarson, fyrrver-
andi yfirvélstjóri, lést í Kaupmanna-
höfn 24. apríl. Jarðarförin fer fram
frá Helligándskirke fimmtudaginn
28. apríl.
Vilhjálmur Kristinn Ingibergsson
húsasmíðameistari, Elliheimilinu
Grund, áður Byggðarholti 4, Mos-
fellsbæ, sem lést 20. apríl, verður
jarðsunginn frá Langholtskirkju
fimmtudaginn 28. apríl kl. 10.30.
Linda Björk Bjarnadóttir verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 28. apríl kl. 13.30.
Guðlaug Eiríksdóttir, Þverspyrnu,
Hrunamannahreppi, sem lést á
Sjúkrahúsi Suðurlands 24. apríl,
verður jarðsett frá Hrunakirkju
Luigardaginn 30. apríl kl. 14.00.
Rágnar Stefánsson, Col. U.S.A. (ret)
og fyrrverandi menntaskólakennari,
verður jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík nk. fimmtudag, 28.
apríl, kl. 15.00.
Soffía Ásgeirsdóttir frá Fróðá verður
jarðsungin frá Fossvogskapellu
föstudaginn 29. apríl kl. 13.30. '
Jón Hjálmarsson, Laugateigi 11,
Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Langholtskirkju fimmtudaginn 28.
apríl kl. 15.00.
Friðrik Guðmundsson, fyrrum bif-
reiðarstjóri, Nesvegi 64, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Neskirkju
fimmtudaginn 28. apríl kl. 13.30.
Sigríður Einarsdóttir, Stangarholti
26, Reykjavík, verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni fimmtudaginn 28.
apríl kl. 13.30.
Sigurður Auðbergsson, Hólmgarði
52, er látinn. Jaröarfórin hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Einar Þorleifsson, Faxabraut 68,
Keflavík, er lést 18. apríl, verður
jarðsunginn frá Keílavíkurkirkju
föstudaginn 29. apríl kl. 14.00.
Guðrún Guðmundsdóttir, frá Nesi
við Seltjörn, lést 5. þessa mánaðar í
Helsingborg í Svíþjóð. Jarðarfórin
hefur farið fram.
Kristinn Magnússon, Skíðabraut 15,
Dalvík, lést 14. apríl síðastliðinn.
Jarðarförin hefur fariö fram í kyrr-
þey.
Gunnar Ingófsson bóndi, Hámundar-
stöðum, lést 19. apríl. Hann fæddist
18. september 1955, sonur Bjargar
Eyjólfsdóttur og Ingólfs Guðmund-
sonar. Útför hans fer fram frá
Fossvogskirkju í dag kl. 15.00.
Jens Guðbrandsson lést 15. apríl.
Hann fæddist 3. júní 1918 á Jörfa í
Haukadal, sonur hjónanna Guð-
brands Ámasonar og Ingibjargar
Daðadóttur. Árið 1968 hóf hann sam-
búð með Ástu Ólafsdóttur sem þá var
ung ekkja með tvö börn. Þau eignuð-
ust saman työ börn, Brynjólf Bjarka
og Ingibjörgu. Útför Jens fer fram frá
Fossvogskirkju í dag kl. 13.30.
Kvikmyndir
Grísk kvikmyndavika í Regnboganum:
Ást, peningar og kúgun
The Price of Love, frá 1984
Leikstjórn og handrit: Tonia Marketaki.
Kvikmyndataka: Starvos Hassapis.
Aöalhlutverk: Toula Stathoupoulou,
Anny Loulou og Stratis Tsopanellis.
Gríski leikstjórinn og handrita-
höfundurinn Tonia Marketaki á að
baki litríkan feril í kvikmyndagerð
og er sögð ein sú áhugaverðasta í
heiminum í dag. Fyrsta langa kvik-
mynd hennar, Violent John, hlaut
Qölda verðlauna á kvikmyndahá-
tíðinni í Þessalóníku árið 1974.
Einnig á hún hvorki meira né
minna að talið er en bestu drama-
tísku þáttaröðina sem gerð hefur
verið fyrir Gríska sjónvarpið, alls
9 þættir.
The Price of Love sópaði einnig
til sín verðlaunum í Grikkíandi.
Hún ber nafn með rentu og fjallar
um gildi ástarinnar á Korfu um
aldamótin, hvort sem er í þágu pen-
inga eða ærunnar. Ungur maður
af borgaraættum nær ástum un-
grar lágstéttarstúlku en svíkur
hana í tryggðum og hún ákveður
að reyna að halda æru sinni með
þvi að vinna fyrir sér.
Þjóðfélagsástand endurspeglast
meðal annars í mismun á velferð
fólks um aldamótin, miklum mun
ríkra og fátækra. Það eina sem þeir
fátæku hafa til að halda er æran.
En mestu skiptir fyrir borgaraætt-
ina að halda fénu réttum megin.
The Price of Love er alúðlega
gerð mynd sem vekur fólk til um-
hugsunar. Ádeila á borgastéttina
skín í gegnum fátæktina og hrekk-
leysið. Þrátt fyrir það er hún mjög
raunsæ. Næmni einkennir verk
Marketaki sem nær mjög góðum
tökúm á innsta kjarna mannsins,
ást, hatri, sorg og gleði.
Fyrir utan að vera vel gerð er
myndin mjög fróðleg og tekur á
velflestu sem lýtur að grísku þjóð-
félagi. Og boðskapurinn heyrir
undir dýrkeypta skynsemi og stöðu
konunnar.
-Gkr
Hljoður dauði
Hljóölátur dauödagi, frá 1986.
Leikstjóri: Frieda Lappa.
Aðalhlutverk: Eteonora Stathopoulou,
Pemy Zouni, Takis Moschos.
Þessi kvikmynd hlaut verðlaun
dómnefndar á kvikmyndahátíðinni
í San Sebastian 1986. Auðvelt er að
sjá hvers vegna. Kvikmyndataka
myndarinnar er með eindæmum
falleg og handrit ljóðrænt.
Myndin íjallar um unga konu,
Mörtu, sem er rithöfundur. Hún á
við alvarleg geðræn vandamál að
stríða og reyna maður hennar og
sálfræðingur allt sem þau geta til
að bjarga henni frá drukknun í
djúpi eigin sálarflækja. Hún sting-
ur þau af og eyðir rigningamóttu
á flækingi um hina mannlausu
borg. Hún endar á því að lenda í
slagtogi með vörubílstjóra og farast
þau í bílslysi.
Myndin er full af vatni og blóði.
Regnið streymir látlaust og stöðugt
koma innskotsatriði, draumar
Mörtu, þar sem blóðið vætlar og
rennur saman við vatniö.
Marta leitast stöðugt við að muna
sína fyrri veröld en eftir því sem
hún rifjar meira upp því nær er
dauðinn.
Mikið hefur verið rætt um
kvennabókmenntir hin síðari ár.
Nú eru þessi áhrif farin að skila sér
i kvikmyndum og er þessi kvik-
mynd gott dæmi um það. Marta er
kvenpersóna, sköpuð af konu, og
reynsluheimi hennar. Þessar bók-
menntir hafa löngum verið litnar
hornauga af karlmönnum sem
kalla þær „túrbókmenntir", og víst
er það að Marta hefur aldrei kom-
ist yfir gelgjuskeiðið.
Frieda Lappa hefur með þessari
mynd gert hugarheimi Mörtu góð
skil og eru sum myndskeiðin ægi-
fögur. Marta leitar að sögu og
finnur hana en á meðan streymir
regnið og í slíku syndaflóði veltur
vörubíllinn og brennur til kaldra
kola. Aðdáendur ljóðrænna kvik-
mynda með þungum sálfræðileg-
um undirtón ættu að flykkjast aö
sjá þessa mynd. Aðrir ættu að sitja
heima.
-PLP
Andlát
Guðrún Guðjónsdóttir, Hrafnistu,
Reykjavík, lést mánudaginn 25. apríl.
Kristinn Björnsson, Ásgarði 3, Kefla-
vík, andaðist 24. apríl.
Eyjólfur Snæbjörnsson, Heiðargeröi
92, Reykjavík, andaöist á Borgarspít-
alanum að morgni 25. apríl.
Valdimar Stefánsson, lést 25. apríl á
hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Tryggvi Gunnarsson, Grjóta, Garða-
hverfi, lést mánudaginn 25. apríl.
Ólafur Ingvarsson, Vatnsnesvegi 27,
Keflavík, andaðist í Sjúkrahúsi
Keflavíkur aðfaranótt 26. apríl.
Sigrún Jónsdóttir frá Patreksfirði er
látin.
Guðbjörg Guðmundsdóttir, frá Skip-
hyl, Leifsgötu 7, Reykjavík, andaðist
25. apríl í Landakotsspítala.
Jóhann Sverrir Kristinsson, fyrrum
bóndi, Ketilsstöðum,' síöar búsettur
að dvalarheimilinu Lundi, lést að
kvöldi 25. apríl. »
Óskar P. Jónsson, mælitækjamaður,
lést mánudaginn 25. apríl.
Tapað fimdið
Amor er týndur
Hann er svartur með hvitan háls, bringu
og loppur og hægri afturfótar hans er
saumaður. Amor tapaðist í Bústaða-
hverfi 18. april. Allar upplýsingar eru vel
þegna í síma 33545.
Jakka saknað úr
Félagsgarði í Kjós
Síður leðurjakki glataðist í Félagsgarði í
Kjós síðasta vetrardag. Finnandi hafi vin-
samlegast samband í síma 667005.
Karlmannsúr tapaðist
í Skjólunum á laugardag. Finnandi hafi
vinsamlegast samband í síma 15198.
Sýningar
Málverkasýning
Jón Ferdinands sýnir 10 málverk í Bóka-
safhi Kópavogs. Sýnin stendur til 18. maí.
Tilkyimingar
Vortónleikar í Grindavík
Tónlistarskóli Grindavíkur heldur sína
árlegu vortónleika fimmtudaginn 28.
apríl kl. 20 í Grindavikurkirkju. Að venju
verður efnisskráin fiölbreytt. Forskóía-
böm munu spila á blokkflautar, leikið
verðm- á píanó og blásturshijóðfæri og
kór Tónlistarskólans mun syngja undir
stjóm Kára Gestssonar.
Dráttarvélakennsla
Eins og á undanfömum árum efnir Um-
ferðarráð til námskeiðs í akstri og
meðferð dráttarvéla. Það hefst laugar-
daginn 30. apríl kl. 10.00. Kennt verður í
tveimur flokkum. Annars vegar er um
að ræða fomámskeið fyrir unglinga á
aldrinum 13-15 ára og hins vegar rétt-
indanámskeið fyrir 16 ára unglinga sem
endar með prófi og veitir réttindi til akst-
urs á dráttarvélum á vegum. Frekari
upplýsingar em veittar hjá Umferðarráði
í síma 91-27666.
Starfsdagurinn í Stjórnar-
ráðinu færður fram
Ákveðið hefur verið að færa starfsdag í
Stjómarráðinu fram um klukkutíma yfir
sumarmánuðina. Verða því skrifstofur
Sfiómarráðs íslands opnar kl. 8.00-16.00
mánudaga til fóstadaga frá 1. maí til 30.
september 1988.
Hallgrímskirkja, félags-
starf aldraðra
Opið hús veröur í safnaðarheimili Hall-
grímskirkju á morgun,- fimmtudag, kl.
14.30. Séra Árelíus Níelssen segir frá og
einnig verða kaffiveitingar. Vegna við-
gerða á kirkjutami er kirkjugestum bent
á inngang Iðnskólamegin. Þeir sem óska
eftir bílfari hringi á fimmtudagsmorgun
í síma kirkjunnar sem er 10745.
Árshátíðir
Árshátíð ítalsk-íslenska
félagsins
Árshátíð Ítalíu verður haldin fóstadag-
inn 6. maí nk. að Hótel Lind við Rauðar-
árstígkl. 19.30. Þarverður dansað, borðað
og horft á skemmtiatriði til kl. 2.00.
Skráning og nánari upplýsingar em
veittar í síma 16829 og hjá stjómarmönn-
um félagsins.
Athugasemd frá landbúnaðarráðuneytinu
- vegna ummæla Friðrfks Sigurðsson, framkvæmdastjóra Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva, í fréttaviðtali sem birtist á bls. 2 í DV16. apríl 1988
í ofangreindu viðtali setur Frið-
rik fram fullyröingar sem ekki eru
einungis vafasamar og í mótsögn
við hverjar aðrar heldur beinlínis
rangar og erfitt að sjá hver tilgang-
urinn með framsetningu þeirra
er.
Landbúnaðarráðuneytið sér sig
þess vegna tilknúið til að gera eftir-
farandi athugasemdir:
1. Friðrik kvartar yfir óhóflegri
miðstýringu af hálfu landbúnaðar-
ráðuneytisins og heldur því fram
að ráðuneytið vilji notfæra sér fisk-
eldið sjálfu sér til framdráttar.
Orðrétt segir í viðtalinu: „Það (fisk-
eldið) er síðasta feita mjólkurkýrin
sem þeir hafa til að halda uppi öllu
miðstýringar-, skömmtunar- og
millifærslukerfi landbúnaðarins.
Og svo að sjálfsögðu landbúnaðar-
ráðuneytinu sjálfu.“
Nú má vera að það sé skoðun
Friðriks að landbúnaðarráðuney-
tið vilji miðstýringu á sem flestum
sviðum, sem hann telur óæskilega,
og hann má að sjálfsögöu hafa þá
skoðun. Hins vegar skýtur nokkuð
skökku við þegar hann kvartar yfir
því á öðrum stað aö landbúnaðar-
ráðuneytið hafi enga stjórn á
þessum málum. Um það segir
hann: „Ráðuneytið hefur heldur
ekki mótað neina stefnu í fiskeldis-
málum. Allir sem vilja hafa getað
farið í seiðaeldi. Nú stöndum við
frammi fyrir offramleiðslu á seið-
um.“ Þversögnin leynir sér ekki.
Staðreyndin er sú að landbúnað-
arráðuneytið hefur ekki viljað vera
með óhóflega afskiptasemi af þess-
ari atvinnugrein, heldur leyft
henni að þróast og dafna í því
fijálsræði sem atvinnugrein, sem
keppir á alþjóðlegum markaði, er
nauösyn á.
Ráðuneytiö hefur jafnhhða reynt
að skapa traustan grundvöll undir
fiskeldið í landinu með öflugum
sjúkdómavQrnum, rannsóknum og
fræðslustarfi, enda lítur það svo á
aö hvort tveggja sé forsenda þess
að atvinnugreinin geti nýtt sér til
fulls hagstæðar aðstæður hér á
landi til fiskeldis.
í dag byggir fiskeldið á stórum
hluta á starfskrafti sem er mennt-
aður frá Bændaskólanum á Hólum
og sjúkdómavamir okkar eru óum-
deilanlega einar þær bestu í
heiminum, sem m.a. hefur haldið
opnum markaöi fyrir seiði til Nor-
egs, en sem kunnugt er leyfði
norska landbúnaðarráðuneytið
okkur að flytja þangað seiöi.
2. Friðrik setur fram þá fidlyrðingu
að fiskeldismönnum sé ætlað að
greiða fyrir þjónustu á Keldum sem
bændur í hefðbundnum landbún-
aði fái ókeypis.
Hér er með rangt mál farið og
heggur Friðrik þar sem síst skyldi
og má helst ætla að hann þekki
ekki betur til þessara mála en hér
kemur fram, sem þó verður að telja
vafasamt miöað við þá stöðu sem
hann gegnir.
Staöreyndin er sú að fiskeldis-
menn hafa fengið sömu endur-
gjaldslausu þjónustuna og aðrir
bændur. Hins vegar hafa fiskeldis-
menn fengið meiri þjónustu en
aðrir og til þess kostaði landbúnað-
arráðuneytið uppsetningu sérs-
takrar rannsóknastofu í fisksjúk-
dómum. Þar hafa m.a. verið
framkvæmdar þær rannsóknir
sem nauðsynlegar eru til þess að
innflutningsvottorð fyrir fisk til
annarra landa fáist. Fyrir þessar
rannsóknir hafa fiskeldismenn
greitt, rétt eins og t.d. loðdýra-
bændur greiða fyrir sambærilega
þjónustu vegna lífdýrasölu.
3. Friðrik heldur þvi fram að „alls
staðar í okkar nágrannalöndum
heyri fiskeldiö undir sjávarútvegs-
ráðuneyti, utan Bretlands þar sem
það er undir atvinnumálaráðu-
neytinu".
Hér fer Friðrik frjálslega með
staðreyndir.
í Svíþjóð heyrir fiskeldið undir
landbúnaðrarráðuneytið, í Finn-
landi sömuleiðis. í Noregi heyrir
það undir bæði landbúnaðar- og
sjávarútvegsráðuneytið. í Banda-
ríkjunum er verið að færa fiskeldið
frá umhverfismálaráðuneytinu til
landbúnaðarráðuneytisins. Full-
yrðingar Friðriks í þessu máli
standast því ekki og vekur það
sannarlega umhugsun hvers vegna
hann setur þær fram svo rang-
ar.
4. Friðrik segir: „Nú eru allir sjóðir
landbúnaðarins lokaðir fyrir fisk-
eldi“. Þessi fullyröing er einnig
röng. Stofnlánadeild landbúnaðar-
ins, Fiskræktarsjóöur og Fram-
leiðnisjóður landbúnaðarins hafa
veitt lán og styrki til fiskræktar og
fiskeldis og á Friðriki að vera full-
kunnugt um það. Hins vegar er því
ekki að neita aö megnið af fiár-
magni til fiskræktar hefur komið
frá Byggðasjóði og Framkvæmda-
sjóði, samkvæmt ákvörðun stjóm-
valda þar að lútandi.
5. Landbúnaðarráðuneytið vill enn
og aftur ítreka að þaö vill náið og
gott samstarf við fiskeldismenn og
samtök þeirra. Það harmar því að
framkvæmdastjóri L.F.H. skuli
ítrekað hafa uppi gífuryrði og rang-
færslur í garð landbúnaðarráðu-
neytisins og ómaklega gera lítið úr
því uppbyggingarstarfi sem land-
búnaðarráðuneytið og stofnanir
þess hafa staðið fyrir. Það verður
að telja slík vinnubrögð af hálfu
forsvarsmanns hagsmunasamtaka
næsta óvenjuleg og verður ekki séð
hvernig atvinnugreininni er gott
gert með slíkri háttsemi.
Landbúnaðarráðuneytið vill að-
stoða fiskeldismenn í hvívetna án
þess að koma á „miðstýringar-,
skömmtunar- og millifærslukerfi",
eins og Friörik vill halda fram.
Á sama hátt er landbúnaðarráðu-
neytið tilbúið að standa að upp-
byggingu á eldi sjávarfiska en
hefur hins vegar ekki séð ástæðu
til að efna til deilna um vistun þess
í stjórnkerfinu.
Landbúnaðarráðuneytið,
19. apríl 1988.