Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Qupperneq 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1988.
Fréttir dv
Kaffibaunamálið í Hæstarétti:
Hver var svikinn og
hver sveik hvem?
- spurði Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttariögmaður
Valur Arnþórsson, stjórnarformaður SÍS og KA og framkvæmdastjóri KEA.
Var launungin sú að hann leyndi sjálfan sig einhverju? Af hverju voru hann
og stjórn SÍS ekki ákærð? Hefði þá ekkert orðið úr leyndinni? Á þessa leið
spurði Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður í Hæstarétti i gær.
Málflutningi var framhaldiö í kaffi-
baunamálinu í Hæstarétti í gær.
Þetta var fjórði dagur málflutnings-
ins en honum lýkur í dag. Allir verj-
endurnir fimm hafa nú lokið varnar-
ræðum sínum. Ragnar Aðalsteinsson
talaði einn í gær. Hann er verjandi
Amórs Valgeirssonar.
Amór Valgeirsson hóf störf sem
deildarstjóri fóöurinnflutningsdeild-
ar SÍS 1. janúar 1981. Varnarræða
verjandans, Ragnars Aðalsteinsson-
ar, tók um 4 klukkustundir. í upp-
hafi ræðunnar sagði Ragnar að
ákæruvaldinu hefði ekki tekist að
gera grein fyrir fyrir hvað Valgeir
væri ákærður. Ragnar sagöi ákær-
una óglögga hvaö Valgeir varðar og
sagði að óhjákvæmilegt væri fyrir
ákæruvaldið að vitna til atvika um
að Valgeiri hefði átt að vera ljóst að
hann hefði framið refsivert athæfi.
Hlutur SÍS 8,89%
Ragnar Aöalsteinsson sakaði
ákæravaldið um að hafa ekki kynnt
sér gögn málsins nægilega. Hann
sagði að framsetning ákæruvaldsins
væri þannig úr garði gerð að hún
gæti slegið ryki í augu verjanda og
dómara. Ragnar krafðist þess aö
ákæru á hendur Arnóri Valgeirssyni
yröi vísað frá. Ragnar sagði að jöfn-
unargjaldsgreiðslumar, sem fengust
frá Brasihu, hefðu veriö gjörsamlega
óskyldar viðkomandi vörukaupum.
Hann tók sem dæmi að þegar fyrst
var keypt kaffi fylgdi ekki avisos.
Jöfnunargreiðslurnar komu síðan
óreglulega til frádráttar kaffikaup-
um. Hann lagði upp þannig dæmi að
KA keypti kaffi áf SÍS og við þaö
kæmu jöfnunargreiðslur. Síðan
kæmi til annar kaupandi, sem keypti
í eitt sinn af SÍS, og ætti sá kaupandi
þá að njóta jöfnunargreiðslna vegna
fyrri kaupa SÍS á hrákaffi?
Eftir að SÍS greiddi Kaffibrennslu
Akureyrar greiðslurnar sagði Ragn-
ar að þóknun SÍS fyrir kaffikaupin
hefði verið 8,89% af heildarinnkaup-
unum. „Mörgum heildsölum hefði
þótt það lítið,“ sagði Ragnar Aðal-
steinsson.
Ragnar fullyrti að ekki hefði verið
um umboðsviðskipti milli SÍS og KA
að ræða. Máli sínu til stuönings vitn-
aöi hann í gamla dóma, innlendar
og erlendar fræöigreinar.
Öllu má nafn gefa
„Öllu má nafn gefa. Ég neita aö
fallast á að kalla þetta afslátt," hóf
Ragnar mál sitt um hinar umdeildu
avisosgreiðslur. Hann sagði að af
hálfu ákæruvaldsins væri þetta tómt
húmbúkk og að þaö hefði átt að leita
sér aðstoðar.
Ragnar deildi hart á forráðamenn
Kaffibrennslunnar fyrir þekkingar-
leysi. „Daginn sem ég var skipaður
verjandi fór ég í eigið safn og eftir
stutta stund vissi ég meira um kaffi-
viðskipti en forráðamenn KA virðast
hafa vitað,“ sagöi Ragnar. Hann fór
þungum orðum um KA og sagði að
svo virtist sem ekkert um kaffivið-
skipti hefði verið til á skrifstofu fyrir-
tækisins.
Ragnar spurði hvort hugsanlegt
væri að starfsmenn stærstu kaffi-
brcnnslu á landinu hefðu komist hjá
þvi aö lesa sér til um þau viðskipti
sem þeir stunduðu.
Ragnar sagði aö árið 1981 hefði ver-
ið það besta í sögu KA. Markaðshlut-
deild og hagnaður fyrirtækisins hefði
aldrei staðið betur. Hann nefndi
einnig að aðrir aðilar hefðu boðið
KA hrákaffi en ekki verið sambæri-
legir við SÍS í verði.
Hverleyndi hvern?
Árið 1981 var skipuð fjögurra
manna nefnd á vegum SÍS til að
kanna kaffiviðskipti SÍS og KA. í
málflutningi Ragnars kom fram að
svo virtist sem framkvæmdastjóri
KA hefði ekki haft hugmynd um að
verið væri að kanna viðskiptin. Hann
sagðist telja einu leyndina í viöskipt-
unum hafa verið þá að stjóm KA
leyndi framkvæmdastjóra fyrirtæk-
isins stöðu málsins því að það hefði
legið ljóst fyrir árið 1981 hvernig
málum var háttað.
Valur Arnþórsson er stjómarfor-
maður bæði SÍS og kaffibrennslunn-
ar. Auk þess er Valur framkvæmda-
stjóri KEA sem á helminginn í KA á
móti SÍS. Valur á sjálfur 0,5% í KA.
Þegar Ragnar hafði rakiö skyldleika
fyrirtækjanna og þá staðreynd að
Valur vissi um allan gang mála
spurði hann hver hefði svikið hvem.
Valur Amþórsson tók ekki þátt í
störfum fjögurra manna nefndarinn-
ar sem stjómarformaður beggja fyr-
irtækjanna. Nefndin komst ekki að
neinni niðurstöðu. Það var SÍS sem
tók einhliða ákvörðun um að greiða
KA jöfnunargreiðslurnar.
Af hverju var stjórn SÍS
ekki ákærð?
í lok ræðu sinnar vék Ragnar Aðal-
steinsson aö því af hverju þeir fimm,
sem eru ákærðir, voru ákærðir en
ekki aðrir. Tók hann sem dæmi að
Hjalti Pálsson og Amór Valgeirsson
hefðu verið ákærðir. í valdastigan-
um var einn maður á milh þeirra en
sá var ekkí ákærður. Ragnar sagði
einnig að ákæruvaldið hefði ekki
getað ákært stjórn SÍS því að þá hefði
kenningin um launungina fallið þar
sem Valur Amþórsson er stjórnar-
formaður beggja fyrirtækjanna.
Ragnar. deildi hart á ákæruvaldið
vegna þessa.
„Arnór Valgeirsson var undirmað-
ur og fylgdi fyrirmælum yfirmanna
sinna. I undirrétti var hann sakfelld-
ur fyrir hlutdeild en yfirmaður hans
sýknaður," sagði verjandinn og lagði
máhð í dóm -sme
SIHnaði upp
úr samninga-
viðræðum ál-
versmanna
-annarfundurekki boðaður
Um miðjan dag í gær slitnaði
upp úr samningaviðræðum
verkalýðsféiaganna tuttugu og
forráðamanna Álversins í
Straumsvík og hefur annar fund-
ur ekki verið boðaöur. Guðlaugi
Þorvaldssyni sáttasemjara var
falið að meta það hvenær annar
fundur yröi boðaður.
Guðlaugur sagði í samtali við
DV í gær að allt sæti pikkfast 1
þessari deilu. Það er og mat
manna, sem DV hefur rætt við,
að ekkert muni gerast í deilunni
fyrr en nær dregur algerri stöðv-
un álversins en nær tvær vikur
em í þaö þótt vinnustöövun hafi
byijað um síðustu helgi. S.dór
Hvað kostar Seðlabanki?:
„Svarið er 1273
milljónir króna“
Eitt stysta svar sem gefið hefur
veriö f fyrirspumartíma á Al-
þingi kom um daginn þegar viö-
skiptaráðherra svaraði fyrispum
frá Ólafi Þ. Þórðarsyni um kostn-
aðinn við byggingu Seðlabanka-
hússins. Sagði ráðherra einfald-
legæ „Svariö er 1273 milljónir kr.
miðaö viö síöustu áramót.“
Ólafur kvartaöi yfir því að svar
ráðherra væri varla nógu ná-
kvæmt og þar að auki vantaði
kostnaðartölur frá síöustu ára-
mótum. Albert Guðmundssson
tók undir þaö. Einar K. Guðfinns-
son benti á að í dagblaöinu Tim-
anum heföi verið nefnt að kostn-
aðurinn væri 1,7 mifijaröur og
vildi Einar fá skýrari svör frá
ráðherra
Viðskiptaráðherra tók þá aftur
til máls og sagði að fosteignamat
húsa og lóöar væri 1076 milljónir
og brunabótamat eignar 1105
milljónir. SMJ
í dag mælir Dagfari_______________
Bíll stjómarformannsins
Gula pressan hefur veriö aö velta
sér upp úr þvi að Grandi hafi keypt
bU undir Ragnar Júlíusson stjórn-
arformann, rétt eins og það sé stór-
alvarlegur glæpur þótt keyptur sé
bíll. Þar að auki var aldrei meining-
in að nokkur maöur kæmist að því
að Grandi ætti bílinn. Ragnar var
búinn að setja sitt eigið númer á
bílinn og eiginlega var ætlunin ein-
hvem timann á næstunni að skrá
bilinn á nafn Ragnars, svona í
tímans rás, þegar lítið bæri á. Þá
hefði enginn tekið eftir því né vitað
um aö Grandi hefði keypt bíhnn
og ætti bílinn, enda á stjómarform-
aðurinn það margfalt inni hjá fyrir-
tækinu að það gefi honum bU.
Stjómarformaöurinn hefur unnið
lengi og dyggjlega í stjóm Granda
og áður í stjóm BÚR og hefur
mætt samviskusamlega á alla
fundina. Líka á fundina þegar BÚR
var sameinað ísbirninum af því
reksturinn var á hausnum og hka
þegar Grandi þurfti að segja upp
sextíu starfsmönnum vegna þess
að Grandi er rekinn með tapi.
Stjómarformaðurinn hefur fylgst
með þessu öhu og alltaf rétt upp
höndina á réttum stöðum og þess
vegna á hann skilið að fá bU í verð-
laun.
Stjómarfundir í Granda eru
haldnir einu sinni í mánuði, stund-
um oftar. Fundimir eru haldnir
vestur í Örfirisey. Ragnar stjórnar-
formaður Júhusson býr hins vegar
í austurbænum og er skólastjóri í
Safomýrinni. Það er löng leiö úr
Safamýrinni vestur í Örfirisey og
skólastjórar og stjómarformenn
hafa ekki tíma til aö bíöa eftir
strætó til að komast á fundi og það
er heldur ekki sanngjamt að þeir
aki á sínum eigin bílum á fundi
fyrir aðra. Að vísu mætti greiða
þeim bílastyrk en nú er skatturinn
farinn aö taka skatt af bílastyrkjum
og þá heföi stjómarformaðurinn
tapað á því að aka á sínum eigin bíl.
Þegar þetta blasti við var það ein-
róma ákvörðun stjórnarinnar í
Granda að kaupa bíl handa Ragn-
ari. Og ekki dugir að stjórnarform-
aðurinn aki á einhverri druslu.
Þess vegna var keyptur bíh fyrir
eina og hálfa milljón króna. Rekst-
urinn hjá Granda nemur rúmlega
tveim mihjörðum króna á ári og
tapið er upp á sjötíu, áttatíu millj-
ónir svo allir sjá að bíll fyrir eina
og hálfa skiptir ekki öhu máh. Það
munar ekki um einn kepp í slátur-
tíðinni.
Ekki er það heldur stjórnarfor-
manninum að kenna þótt Grandi
sé rekinn með tapi. Hann þarf ekki
síður að komast á fundi þótt fyrir-
tækið tapi enda verður hann að
mæta á fundina til að ræða sparn-
aöartihögur og uppsagnir á starfs-
fólki. Starfsfólk getur reynst einu
fyrirtæki dýrt þegar allt er rekiö
með tapi og þetta veit stjómarform-
aöurinn og réttir því upp höndina
og samþykkir einróma að segja upp
fólki þegar Grandi sér fram á haUa-
rekstur eftir að hafa keypt bilinn
handa stjórnarformanninum. Bílar
handa stjórnarformönnum og for-
stjórum ganga auðvitað fyrir þegar
harðnar á dalnum því þá þurfa
menn að vera fljótir á fundi og
þurfa kannski að hlaupa út úr
miðri kennslustund.
Ragnar bað ekki um þennan bfl.
Hann bara kom upp í hendurnar á
honum, næstum því óvart, og
stjórnin ákvað upp úr þurru að
rétta upp hendurnar þegar allt í
einu lá fyrir tiUaga um að Grandi
keypti bíl handa Ragnari. Eiginlega
veit hann ekkert um málið, stjórn-
in ekki heídur og framkvæmda-
stjórinn enn síður. í Granda eru
menn svo vanir að rétta upp hend-
urnar að þeir gerðu það eiginlega
ósjálfrátt þegar tillagan um bíla-
kaupin handa Ragnari datt af
himni ofan. Svona geta hlutirnar
gerst fyrir tilvUjun.
Ragnar Júlíusson sat lengi í borg-
arstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Hann er orðinn stjórnarformaður
í Granda út á dyggan stuöning viö
Sjálfstæðisflokkinn en sá flokkur á
borgina og flokknum kemur ekki
við hvort borgarbúar eða fjölmiðl-
ar eru að agnúast út í borgarfull-
trúa fyrir að kaupa bíla fyrir sjálfa
sig, ekki frekar en flokknum kemur
það viö hvort borgarbúar vUja ráð-
hús eöa ekki. Ef flokkurinn á borg-
ina þá á borgin flokkinn svo þaö
kemur út á eitt hvor er skráður
eigandi aö bílum sem flokksbundn-
ir borgarfulltrúar nota til funda-
halda á vegum borgarinnar. Það
er sami rassinn undir þeim öUum,
ekki satt?
Dagfari