Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1988. Sandkom Landsliðið á bekknum! Mennhafa nýögmisjafnt álit á landsliös- þjállaranum okkaríknatt- spyrnu,Sigi Held.Þegai- KR-ingar tryggöu sér Reykjavíkurmeistaratit- ilinn í knattspymu á sunnudaginn er sagt að einn af stjómarmönnum KR hafi haldið þ vi fram að KR-ingar hafi sótt um frestun á leik fyrsta fiokks félagsins á meðan landsliðið var í keppnisreisu eriendis vegna þess h ve margjr leikmcnn liðsins voru með landsliðshópnum. Eins og knattspymuáhugamenn vita sjáif- sagt er fyrsti fiokkur eins konar B-lið meistaraflqkks. Tveir menn úr fyrsta flokkiKR, Ágúst Már Jónsson, vam- arlandsliðsmaðurinn sterki, og Páli Óiafsson mark vörður, vom báöir 1 landsliðshópnum og fóru með ólymp- íuliöinu i langreisu á dögunum. Hvorugur þeirra komst samt inn í byrjunarliö KR í úrslitaleiknum á móti Fram á sunnudaginn. Við vitum að KR-ingar era sterkir en samt... Peppi og Kóki! Auglýsingarí sjónvarps- stöðvunumeru smám saman aðfarainná vafasamar brautir. í Bandaríkjun- um tíökastþaðaðberasaman vöra- merki í auglýsingum og draga þá í leiöinnifram ókostisamkeppnisaðil- ans. Slíkauglýsingamennskahefur ekki þótt boðleghér álandi og gott ef hún er ekki ólögleg. Engu að síöur era íslenskir auglýsendur famir að þoka sér inn á þetta svið, þó á væg- ari hátt enn sem komiö er. Lengi hafa menn horft á Pepsíauglýsing- arnar þar sem beint er skírskotað til aðalkeppinautarins, Kóka kóla. Þar er sagt frá keppninni á milli Peppa og Kóka og að lokum vinnur Peppi því ný kynsióð taki Peppa fram yflr Kóka. Er hægt að misskilja svona? VÍSAðádvrí Svotekur Eurocard upp þráðinn i nýrri ogskondinni auglýsingu.í upphafisést eitthvertvesalt mannteturtaka upp ónefnt krítarkort á matsöluhúsi erlendis. Manngarminum er um- svifalaust hent út en svo beinist myndavélin að hugglegum og verald- arvönum manni sem dregur upp Eurocard-kort. Honum er hampað ótrúlega mikið og siðan kemur tekst- inn yfir:, ,Láttu ekki VÍSA þér á dyr...“ Aliiráttasigáorðaleiknum og hafa gaman af. Það er bara spurn- ingin hvort slíkar auglýsingar eru, þegar grannt er skoðað, lögum sam- kvæmt. Einsgott að þeír beita sér ekki öllum! Sandkorngerir séralveggrcin fyrirþviaðþað áekkiaðstríða ööram eða setja útámálvillur eðamistökí öðram fjölmiðl- um. Stundum er bara ekki hægt aö láta það vera. Tíminn er til dæmis oftfreistandi og á fimmtudaginn var ein sérdeilis skemmtiieg fyrirsögn, þó svo tilofiiið væri síður en svo skemmtilegt. Þar stóð: „ísraelsher í á tökum við tær Sýrlendinga.'' Sand- korn s ver og sárt við leggur að þetta stóð í fyrirsögnfimi! Nú er spumingin sú hvers vegna ísraelsmenn eru að slást við tæmar á Sýrlendingum. All- ir vita að gyðingar era hreinlegir og oft getur komið súr lykt af illa þvegn- um tám en er þarna ekki gengiö full- langt i þrifhaðinum? Nema þá að átt sé viö að Sýrlendingar séu svo góðir hermenn aö þeir þurfi aðeins að beita tánura gegn Israelsher? Þá má segja að það sé eins gott fyrir ísraela aö Sýrlendingar beita ekki fleiri útlim- um í baráttunni við þá. Umtjón Axel Ammendrup Fréttir 0 23456789 10 Meðalmánaðarlaun launþega skipt í tíu þrep Hver súla stendur fyrir 10 % launþega í þús. kr. 400 300 200 100 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Meðalfjölskyldutekjur á íslandi Hver súla stendur fyrir 10 % allra f jölskyldna 374 A þessu súluriti má sjá hvernig meðallaun skiptast eftir hverjum tíunda hiuta launþega. í úttekt Þjóðhagsstofnunar voru 170 þúsund launþegar. Hver súla stendur þvi fyrir 17 þúsund manns. Þannig hafa 17 þúsund manns um 12 þúsund krónur i tekjur á mánuði og aörir 17 þúsund hafa um 252 þúsund á mánuði. Mismunurinn er um 2.000 prósent. 10 prósent þjóóarinn- ar hafa 21 sinni hærri laun en þau 10 prósent sem lægst hafa launin. Súluritið er byggt á úttekt Sigurðar Snævars á launamun á árinu 1984, hlutdeild launatekna i þjóðartekjum og spá Þjóðhagsstofnunar um þjóðar- tekjur á árinu 1988. Á þessu súluriti má sjá hvernig fjölskyldutekjur skiptast samkvæmt könnun Þjóðhagsstofnunar. Alls voru tekjur 49.744 hjóna og sambýlinga kannaðar. 10 prósent þeirra, eða rétt tæpar fimm þúsund fjölskyldur, höfðu að meðal- tali um 65 þúsund krónur á mánuði en aðrar fimm þúsund fjölskyldur höfðu rúm 374 þúsund í tekjur á mánuði. Mismunurinn er rúm 500 prósent. 10 prósent fjölskyldna hafa sexfaldar tekjur lægst launuðu fjölskyldnanna. Súluritið er byggt á úttekt Sigurðar Snævars á launamun á árinu 1984, hlutdeild launatekna í þjóðartekjum og spá Þjóðhagsstofnunar um þjóðar- tekjur á árinu 1988. Launamisiétti: Hæstu laun 21 sinni hærri en þau lægstu Mismunur fjölskyldutekna ekki nema sexfaldur Samkvæmt úttekt Þjóðhagsstofn- unar hafa þau 10 prósent launþega, sem hæst hafa launin, um 2.000 pró- sent hærri laun en þau 10 prósent sem minnst bera úr býtum. Tíundi hluti launþega fær í sinn hlut ekki nema 1,3 prósent þess sem einstakl- ingar skipta á milli sín á meðan ann- ar tíundi hluti fær 26,9 prósent kök- unnar. Úttektin var byggð á skiptingu tekna á árinu 1984 en að sögn Stefáns Snævarr, sem vann úttektina, eru litlar breytingar á launamismun milli ára. Alls voru laun 170 þúsund manna könnuð. í hverjum hópi tí- unda hluta launþega voru þvi 17 þús- und manns. Þegar niðurstöður Stefáns eru heimfærðar upp á spá Þjóðhagsstofn- unar um þjóðartekjur í ár og hlut- deild launatekna og annarra launa einstaklinga af þeim kemur í ljós að um 17 þúsund manns fá ekki nema um 12 þúsund krónur í tekjur á mán- uði. Önnur 17 þúsund fá liins vegar rúmar 252 þúsund krónur eða 21 sinni hærri tekjur. Þar sem vel möguiegt er að ein- hverjir úr tekjulægsta hópnum séu giftir inn í tekjuhæsta hópinn athug- aði Stefán líka tekjur hjóna og sam- býlinga. í þeirri könnun varö launa- mismunurinn minni. 10 prósent tekjulægstu fjölskyldnanna hafa samkvæmt þeirri könnun um 65 þús- und krónur á mánuði í dag. Tekju- hæstu fjölskyldurnar hafa hins veg- ar um 374 þúsund króna mánaðar- tekjur. Mismunurinn er 500 prósent eða sexfaldur. Hér er gert ráö fyrir að einhleypingar hafi sambærileg laun og hjón og sambýlingar. -gse Afkoma sjávarútvegsins: Þjóðhagsstofhun fer rangt með upplýsingar - segir fvamkvæmdastjón Sambands fískvinnslustöðva Enn er Þjóðhagsstofnun gagnrýnd: Safnar upplýsingum handa grátkómum „I greinargerö Þjóðhagsstofnunar segir að skilaverð á frystum fiski hafi minnkað um 4 prósent frá því í mars og á saltfiski um 6 prósent. Þetta er rangt. Samkvæmt upplýs- ingum stóru sölusamtakanna hefur skilaverð freðfisks lækkað um 6 pró- sent og saltfisks um 8 prósent," sagði Ágúst H. Elíasson, framkvæmda- stjóri Sambands fiskvinnslustöðv- anna. Útreikningar Þjóðhagsstofnunar á afkomu sjávarútvegsins hafa oft mætt gagnrýni fiskvinnslunnar en sjaldan harðari en nú. Ágúst nefndi tvö önnur atriði sem hann var ósátt- ur við varðandi forsendur stofnunar- innar: „Þaö hefur orðið samdráttur í bæði loðnu- og loðnuhrognafryst- ingu sem stofnunin tekur ekki tillit til. Þetta metum við sem samdrátt í tekjum upp á um 2,5 prósent. Þá reiknar hún með 9 prósent vöxtum á lánum út á allar afurðimar. Við fáum hins vegar ekki afurðalán á slíkum kjörum nema fyrir 75 pró- sentum af afurðunum. Öfugt viö Þjóðhagsstofnun reiknum við með þessu og bætum síðan við 32 prósent vöxtum á 20 prósent afurðanna. Vaxtabyrðin vegna afurðanna verð- ur því 2,5 prósent hjá Þjóðhagsstofn- un en 3,2 prósent hjá okkur," sagði Ágúst. Þegar þetta þrennt er lagt saman kemur út að hallinn á fiskvinnslunni er 10 prósent af tekjum, að mati Sam- bands fiskvinnslustöövanna. í grein- argerð Þjóöhagsstofnunar var hann 4,5-5,8 prósent. Þjóðhagsstofnun gerði ráð fyrir allt að 3,8 prósenta hagnaði á söltun en aUt að 10,5 pró- sent halla á frystingu. Sambandið reiknar rekstur söltunarinnar á núlli, hvorki haUi né hagnaður, og allt að 16 prósent halla á frysting- unni. „Þjóðhagsstofnun reUcnar með að saltfiskverkendur kaupi flskinn á verölagsráðsverði. Reyndin er hins vegar sú aö þeir þurfa oft á tíðum að greiða hærra verð fyrir stóra fisk- inn," sagði Ágúst. -gse „Sá vandi sem við eigum viö að etja er ekkert síður.vandi Reykja- vikur en landsbyggðarinnar. Áherslan á vanda landsbyggðar- innar er allt of mikil í þessari skýrslu tU aö hún gefi hiutlæga mynd af heUdarvandanum. Ef menn taka á vanda efnahagslífsins leysist vandi landsbyggöarinnar af sjálfu sér,“ sagði einn af fyrrver- andi starfsmönnum Þjóðhagsstofn- unar þegar DV leitaði álits hans á greinargerð Þjóðhagsstofnunar um stööu og horfur í atvinnurekstri utan höfuðborgarsvæðisins. Það eru ekki einungis talsmenn „Allar upplýsingar, sem við notum tíl að meta verðbreytingar, eru frá Sölusambandi hraðfrystihúsanna og Sambandinu. Það er því alrangt aö við séum með of litla verðlækkun í greinargerðinni," sagöi Benedikt Valsson hjá Þjóðhagsstofnun þegar DV bar undir hann orð Ágústs H. EUassonar, framkvæmdastjóra Sam- bands fiskvinnslustöðvanna, um að stofnunin gengi út frá röngum for- sendum. Varðandi samdrátt í loðnuvinnslu sagöi Benedikt aö ekki lægju fyrir endanlegar tölur um vertíöina. Inni í útreikningnum nú væri hins vegar helmingssamdráttur frá því í fyrra. „Á móti samdrætti í tekjum kemur samdráttur í útgjöldum. Ég veit því fiskvinnslunar sem hafa gagnrýnt greinargerð stofnunarinnar fyrir að vanmeta vanda sjávarútvegsins. Stofnunin hefur einnig verið gagn- rýnd fyrir að draga fram þær upp- lýsingar einar sem sýna sem svart- asta mynd af vanda landsbyggðar- innar. „Þetta er orðinn mórallinn á stofiiuninni. Hún safnar upplýsing- um upp í grátkórinn sem er að knýja fram harðar aðgerðir," sagði einn viðmælenda DV sem lengi hefur fylgst með störfúm Þjóö- hagsstofnunar. ekki hvort þetta breytir afkomu- myndinni nokkuð," sagði Benedikt. Benedikt sagði að stofnunin reikn- aði lengri lánstíma á afurðalánin en raunverulegur meðallánstími væri. Notuð væri samsetning SDR og doll- ara við vaxtaútreikninginn að við- bættu lántökugjaldi. Reiknaðir væru 9 prósent vextir á 100 prósent af skilaverðinu. Þaö gæti varla leitt til vanmats á vaxtabyrðinni. „Ég vil ekki tjá mig um órökstudda gagnrýni. Viö vinnum þetta úr þeim upplýsingum sem við fáum og eins vel og við getum. Því fer fjarri að við séum vitandi vits að reyna að fá aðra niðurstöðu en þá sem viö teljum rétt- asta," sagði Benedikt. -gse -gse Geram eins vel og við getum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.