Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Síða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1988.
Viðskipti
Formaður Félags fasteignasala:
Seljendur íbúða greiða ekki
óeðlilega mikinn kostnað
AIls greiða seljendur 5.600 króna
skoöunargjald til íasteignasalans
og allar auglýsingar fasteignarinn-
ar, fyrir utan þá fyrstu. Auk þess
eru sölulaun 2 prósent af andvirði
eignarinnar. Við sölu eignarinnar
dregst skoðunargjaldið frá. Hafi
fleiri fasteignasölur veriö með
eignina til sðlu og fengið greitt
skoðunargjald er ekki hægt að
krefja þær um þaö til baka.
Þetta er á meðal nýmæla í nýju
reglunum um fasteignaviöskipti
sem komu til framkvæmda í síö-
ustu viku. En er hlutur seljenda
ekki orðinn óeöfilega mikill í fast-
eignaviðskiptum?
Seljendur greiða alls staðar
auglýsingarnar
„Það tel ég ekki. Þaö er óþekkt
fyrirbæri í fasteignaviöskiptum er-
lendis að seljendur greiöi ekki aug-
lýsingar á eignunum. Skoöunar-
gjaldið er einnig sjálfsagt að minu
mati, það er greiðsla fyrir aö skoða
eignimar og meta þær,“ segir Þór-
ólfur Halldórsson, formaður Félags
fasteignasala.
Þórólfur segir að þar sem skoð-
unargjaldið dragist frá sölulaunum
þeirrar fasteignasölu, sem sefji
eignina, en sé óafturkræft ella sé
líklegt að seljendur skipti fram-
vegis við eina fasteignasölu. „Eins
fækkar því fólki sjálfsagt sem setur
ibúðir sínar í sölu einungis til að
sjá hversu ríkt þaö er; hversu mik-
ið þaö fai fyrir íbúðirnar.“
Stærrl og færri fasteigna-
sölur
Aö sögn Þórólfs telur hann aö
Iögin hafi það í för með sér að færri
eignir komi á markaðinn og eins
aö fleiri veröi í einkasölu. „Ég sé
þá þróun fyrir mér með lögunum
að festeignasölur verði bæði stærri
og færri í framtiðinni."
Einhverjar mikilvægustu breyt-
ingar á reglugerðinni eru ábyrgð*
artryggingarnar sem fasteignasal-
ar þurla nú aö setja til greiðslu
kostnaðar og tjóns er viðskipta-
menn þeirra kunna að verða fyrir
af völdum fasteignasala.
„Tryggingamar em þær hæstu
og yfirgripsmestu sem um getur
hjá nokkurri starfsstétt og raunar
eru fasteignasalar eina stéttin sem
lögum samkvæmt þarf aö setja
slíkar tryggingar.“
Hverfa leppalúðarnir
svonefndu?
Þórólfur segist þegar vera farinn
að merkja áhuga sumra fasteigna-
sala á að hætta, sérstaklega þeirra
sem eru orðnir eldri og hafa starfað
einir. Um þaö hvort leppamir svo-
nefhdu hverfi segir Þórólfur:
„Það reynir á það eftir svona
mánuö og fer allt eftir því hversu
duglega dómsmálaráðuneytið fylg-
ir lögunum eftir og kannar hvort
þeir sem hafa réttindi til að stunda
Easteignaviðskipti séu raunveru-
lega að vinna á fasteignasölunum
en það er markmið reglugerðarinn-
ar,“ segir Þórólfur.
Reglugerðin nýja tók gildi síðast-
liðinn fimmtudag. Þeir sem höfðu
sett fasteignir sínar á sölu fyrir
þann tímaseljaá gömlukjömnum.
-JGH
Ellert Olafsson verkfræðingur, höfundur bókarinnar Multiplan.
DV-mynd Hanna
Hver hefur mesta
peningavítið?
Fáir nýta sér húsnæðis-
spamaðarreikninga
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 18-20 Ab
Sparireikningar
3jamán. uppsogn 18-23 Ab
6mán. uppsogn 19-25 Ab
12mán. uppsögn 21-28 Ab
18mán. uppsögn 28 Ib
Tékkareikningar, alm. 8-10 Ab, Sb
Sértékkareikningar 9-23 Ab
Innlán verðtryggö Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6 mán. uppsögn 4 Allir
Innlán með sérkjörum 19-28 Vb
Innlángengistryggð
Bandarikjadalir 6-6.50 Vb.Sb
Sterlingspund 6,75-8 Úb
Vestur-þýsk mork 2,25-3 Ab
Danskarkrónur 8-8,50 Vb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir víxlar(forv.) 30-3(2 Bb.Lb
Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi
Almenn skuldabréf 31-34 Bb.Lb
Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
Hlaúpareikningar(yfirdr.) 33-35 Sp
Utlán verðtryggð
Skuldabréf 9,5 Allir
Útlán til framleiðslu
Isl. krónur 29,5-34 Lb
SDR 7,50-8.25 Lb
Bandarikjadalir 8.75-9,5 Úb
Sterlingspund 9,75-10,25 Lb.Bb, Sb,Sp
Vestur-þýsk mork 5-5,75 Úb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 44,4 3,7 á mán.
MEÐALVEXTIR
Óverótr. maí88 32
Verðtr. mai88 9.5
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala maí 2020 stig
Byggingavísitala maí 354 stig
Byggingavisitala maí 110,8 stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði 6% 1 . april.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Ávöxtunarbréf 1,5273
Einingabréf 1 2,763
Einingabréf 2 1,603
Eimngabréf 3 1,765
Fjolþjóöabréf 1,268
Gengisbréf 1,0295
Kjarabréf 2.803
Lifeyrisbréf 1 389
Markbréf 1,460
Sjóðsbréf 1 1.363
Sjóðsbréf 2 1,272
Tekjubréf 1.383
Rekstrarbréf 1,0977
HLUTABRÉF
Soluverð að lokinni jófnun m.v. 100 nafnv.:
Almennartryggingar 128 kr.
Eimskip 215 kr.
Flugleiðir 200 kr.
Hampiðjan 144 kr.
Iðnaðarbankinn 148 kr.
Skagstrendingurhf. 189 kr.
Verslunarbankinn 105kr.
Útgeróarf. Akure. hf. 174 kr.
Tollvörugeymslan hf. 100kr
Athyglisverð bók fyrir fólk í at-
vinnulífinu, t.d. skrifstofumenn og
stjórnendur fyrirtækja, hefur séö
dagsins ljós. Hún heitir Multiplan og
er fyrst og fremst kennslubók í notk-
un töflureiknisins Multiplan. í bók-
inni em ennfremur leyst fjölmörg
hagnýt verkefni sem algeng eru í-at-
vinnulífi og í skólastarfi. Þaö er Ell-
ert Ólafsson verkfræðingur sem hef-
ur samið bókina.
Af hagnýtum æfingum sem leyst
em í bókinni má nefna Arðsemi fjár-
festinga, Hver hefur mesta peninga-
vitið?, Vaxtaútreikningur, Mallorca:
kemst ég í vor?, Arðsemisathugun
fyrir veitingastaðinn Hamborgarann
og fjárhagsáætlun fyrir Blaðsölu-
turninn hf.
Allar æfingamar í bókinni eru í
formi reiknilíkana, en þau eru á
diskhngi og fylgja bókinni. -JGH
Þrátt fyrir skattalegar ívilnanir
húsnæöissparnaðarreikninga hafa
fáir nýtt sér þá. Á árinu 1985 stofn-
uöu aðeins 98 einstaklingar hús-
næðissparnaðarreikninga, en 134 á
árinu 1986. Heildarsparnaður þess-
ara reikninga á árinu 1985 var um
4,1 milljón en um 10,9 milljónir árið
1986.
Met var sett á sjávarútvegssýning-
unni Fishing 88, sem haldin var í
Glasgow 14. til 16. apríl síðastliðinn.
Aldrei fyrr hafa jafn mörg íslensk
fyrirtæki verið með sameiginlegan
sýningarbás. Tuttugu framleiðendur
tæknivöm til sjávarútvegs kynntu
Hlöðver örn Olason.
Nýir deildarstjórar hafa verið
ráðnir hjá Eimskip. Hlöðver Örn
Ólason, áður deildarstjóri flutninga-
tæknideildar, hefur veriö ráðinn
deildarstjóri gámadeildar. Hlöðver
er rekstrartæknifræðingur frá Aal-
borg Teknikum og hóf störf hjá Eim-
skip í júní 1984.
Þegar lög um þessa reikninga voru
sett var tilgangurinn að hvetja til
sparnaðar áður en hafist yröi handa
um.öflun íbúðarhúsnæðis og auka
við fjölbreytni á sparnaöarformum
fyrir almenning.
Reikningarnir hafa skapað rétt til
skattaafsláttar er nemur íjórðungi
innleggs á ári. -JGH
vörur sínar í sérstakri 600 fermetra
íslenskri sýningardeild, auk sex ann-
arra sem voru með sérstaka bása
annars staðar á sýningunni. Það var
Útflutningsráð íslands sem skipu-
lagði sameiginlega þátttöku íslensku
framleiðendanna. -JGH
Eyjólfur Sigurösson.
Eyjólfur Sigurðsson, áður sölufull-
trúi í Norðurlandadeild, hefur verið
ráðinn deildarstjóri farmskrárdeilar.
Eyjólfur er rekstrartæknifræðingur
frá Odense Teknikum. Hann hóf
störf hjá Eimskip á síöasta ári.
-JGH
Metþátttaka Islendinga
á vörusýningu erlendis
Nýir stjórar hjá Eimskip
Þýskaland:
íslenski fiskunnn komst ekki á blað
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.
íslenskur fiskur var ekki nefndur
á nafn í skoðanakönnun sem GFM
Institut í Hamborg gerði á meðal 5
þúsund húsmæðra víðs vegar um
Vestur-Þýskaland en spurt var í
könnuninni hvaðan besta matvaran
kæmi. Þetta kemur fram í nýjasta
fréttabréfi Útflutningsráös íslands.
í könnuninni var spurt um brauð,
osta, ávexti, grænmeti, kjöt, egg og
ferskan fisk. Ennfremur voru nokk-
ur lönd nafngreind í leiðinni þegar
spurt var um hvaðan besta matvaran
kæmi. ísland var ekki með í þeirri
upptalningu heldur undir liðnum
önnur lönd. Þannig má segja aö
könnunin hafi veriö svolítiö leiðandi.
En það er sama. Alls 63 prósent
húsmæðranna tölu að besti fiskurinn
kæmi frá Þýskalandi, 9 prósent að
hann kæmi frá Danmörku, 8 prósent
frá Hollandi, 3 prósent frá Nýja Sjá-
landi, 1 prósent frá Frakklandi, önn-
ur lönd minna og 10 prósent höföu
ekki skoðun á málinu.
„Þrátt fyrir að ísland sé ekki eitt
af þeim löndum sem nefnd eru í inn-
gangi könnunarinnar, veldur þaö
nokkrum vonbrigðum aö íslenskur
fiskur skuli ekki vera betur þekktur
meðal þýskra húsmæðra en hér héf-
ur komið framsegir í fréttabréfi
Útflutningsráðs.
-JGH