Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1988. 9 Utlönd Barist við Gullna hofið Til haröra bardaga kom í gær milli lögreglunnar í Punjab á Indlandi og aöskilnaöarsinnaöra sikha við Gullna hofið, helgasta trúarstað sik- ha. Fjórir féllu og sjö særöust í bar- dögunum sem stóöu í sjö klukku- stundir. Þetta eru langvinnustu átök sem orðið hafa við Gullna hofið síðan ind- verski herinn réðst inn í það fyrir fjórum árum, með þeim afleiðingum að um eitt þúsund manns létu lífið. Sú árás olli mikilli reiði meðal sikha Áframhaldandi sigrar hjá Dukakis Fastlega er búist viö að Michael Dukakis, fylkisstjóri Massachu- setts, vinni sigur i forkosningum demókrata í Nebraska og Vestur- Virginíu í dag. Forkosningar þess- ar eru ekki mikilvægar. Sarakvæmt skoðanakönnunura viröist Dukakis njóta fylgis tvöfalt fleiri kjósenda demókrata í fylkjum þessum heldur en Jesse Jackson, sá eini sem enn keppir við hann um útnefningu sem forsetaefni deraókrataflokksins. I þessum tvennum forkosningura er aðeins kosið um sextíu og tvo Jesse Jackson er tatinn ólikiegur til afreka i forkosningunum í dag. Simamynd Reuter fulltrúa á flokksþing demókrata og hafa frambjóðendur ekki sinnt fylkjum þessum mikið. Báðir einbeita sér nú að forkosningunum í Kaliforníu og New Jersey en þaö verða síðustu forkosningamar fyrir flokksþingið. Vopnaðir shikar á verði við Gullna hofið. Símamynd Reuter á Indlandi og í hefndarskyni fyrir hana myrti lífvörður Indiru Gandhi, þáverandi forsætisráðherra Ind- lands, hana. Lífverðirnir voru sik- har. Stjórnvöld á Indlandi fullyrtu í gær að þau hefðu engar áætlanir um frek- ari árásir á hofið. Einn af helstu ör- yggismálasérfræðingum indverskra stjórnvalda kvaðst hins vegar ekki sannfærður um að áhlaup væri ekki í uppsiglingu. Sagði hann að mögu- leikanum á slíkum aðgerðum væri haldið opnum. Lögreglan setti í gær útgöngubann um óákveðinn tíma í borginni Am- ritsar þar sem Gullna hofið er stað- sett. Undanfarna daga hefur ríkt vax- andi spenna í borginni. Vopnaðir sik- har hafa framið fjölmörg hermdar- verk á þessu svæöi undanfarið, með- al annars í brúðkaupsveislu þar sem þeir myrtu þrettán brúðkaupsgesti. Aldagamall spá- dómur vekur Araia Bjamaaon, DV, Denver Fjögurra alda gamall spádómur Nostradamusar stjörnuspekings hefúr að undanförnu vakið nokk- urn ugg í Kaliforníu og þó einkum í Los Angeles. Spádómurinn er á þá leið að beinlínuröðun reiki- stjarnanna muni leiða til þess að jaröskjálftar jafhi byggð í Suður- Kaliforníu við jörðu í mai 1988. Sumir túlkendur sextándu aldar spádóma töldu að þetta myndi ger- ast einhvern tíma frá sunnudegi til þriðjudags eða í dag, 10. maí. Los Angelesbúar eru þekktir fyr- ir allt annað en aö sýna hræðslu- merki þó þeir búi á svæöi þar sem raunvísindamenn telja víst að mik- ill jarðskjálfti verði „einhvem tima á næstunni“. En spádómur Nostradamusar hins franska hefur þó komið illa viö marga. Eitthvað af fólki hefur kosið að vera fjarri borginni þessa daga. Einnig liafa kaupahéðnar útbúiö sérstaka neyöarböggla sem innihalda vistir til þriggja sólarhringa, vasaþós og annan neyöarbúnað sem gott gæti veriö að hafa við höndina. Þónokk- ur sala hefur verið í þessum pökk- um sem kosta 75 dollara. ugg Vísindamenn fuliyrða að staöa reikistjarnanna hafi engin áhrif á jarðskjálfta og að því leyti til sé spádómurinn bull en samt eru margir hræddir og ráðvilltir og fólk hringir í opinberar stofnanir, sjúkrahús og fleiri staði til að ræða málin og leita ráða. Fólk hefúr tug- um saman hringt i stjörnurann- sóknarstöðina í borginni undan- farna daga og spurt hvenær reiki- stjörnurnar verði í beinni röö. Allir fá sama svarið. „Þaö veröur ekki í þessum mánuði og röö reikistjam- anna orsakar ekki jarðskjálfta.“ Páfi í Bólivíu Páfi kyssir jörð Bóliviu við komuna þangað i gær. Simamynd Reuter Jóhannes Páll páii U kom í gær í opinbera heimsókn til Bólivíu og við komuna hrósaöi hann bóli- vísku þjóðinni fyrir styrk sinn í baráttunni við fátækt og aöra erfið- leika. Viö komuna til E1 Alto flugvallar, sem er hæst yfir sjávarmáh allra alþjóðlegra flugvalla, sagði páfi að þrautseigja þjóðarinnar væri þekkt víða um heim. Páfi mun dvelja í Bólivíu í sex daga en heldur síðan til Perú og Paraguay. Flugslys í V-Þýskalandi Lögregla og slökkvilið að störfum á slysstað við Hamborg i gær. Slmamynd Reuter Tvefr menn létu lífiö og flórir meiddust alvarlega í flugslysi sem varð í Hamborg í Vestur-Þýskalandi í gær. Slysiö átti sér staö þegar flugmaður var að æfa lendingar á flugvelli Messerschmitt-Bölkow-Blohm flugvélaverksmiðjanna sem hafa um- fangsmikla starfsemi við Hamborg. Ekki er vitaö með vissu hvað olh slysinu. Chirac segir af ser nokkur ár þangað til stefna hans verði kjölfest og fram hafi komið verðugir eftirmenn. Hvað gerist ef forsetinn hrekkur upp af á miðju kjörtímabili? í Frakk- landi er ekkert til sem heitir varafor- seti heldur tekur forseti öldunga- deildarinnar við hlutverki forseta landsins þangað til nýjar kosningar hafa farið fram. Þær verða að fara fram innan 45 daga frá andláti forset- ans. Sama á við ef forseti segir af sér. Þetta hefur tvisvar gerst frá því De Gaulle lét breyta stjórnarskránni 1958 á þann veg að forsetinn skyldi kosinn í einfaldri meirihlutakosn-' ingu af allri þjóðinni. De Gaulle sagði af sér 1969 eftir stúdentaóeirðirnar árið áður og Alain Poher gegndi hlut- verki forseta í rúman mánuð þangað til Georges Pompidou var kosinn. Sá síðarnefndi lést eftir fimm ára setu og enn varð Poher bráðabirgðafor- seti. Valery Giscard d’Estaing hlaut síðan kosningu. í dag klukkan hálfíjögur mun Jac- ques Chirac forsætisráðherra af- henda Mitterrand afsagnarbeiðni sína og búist er við að nýi forsætis- ráðherrann verði tilnefndur í kvöld eða á morgun. Síöasti ríkisstjórnar- fundur Chiracs var haldinn í morgun og ráðherrar eyddu gærdeginum við að pakka niður í kassa. Styrjaldarloka minnst Bjami HiraiksBon, DV, Bordeaux; Francois Mitterrand, nýlega end- urkjörinn forseti Frakklands, er eng- inn unglingur og á það var margoft bent af andstæðingum hans meðan á kosningabaráttunni stóð. Hann er 71 árs og á fyrir höndum sjö ára tíma- bil í forsetastólnum. Margir stjórn- málaskýrendur telja reyndar að Mit- terrand ætli sér ekki að stjórna í sjö ár. Annaðhvort beiti hann sér fyrir því að tímabilið verði minnkað í fimm ár eða þá að hann stjórni í Mitterrand Frakklandsforseti ásamt Daniele, eiginkonu sinni. Margir stjórn- málaskýrendur telja að Mitterrand ætli sér ekki að stjórna í sjö ár til viðbótar. Simamynd Reuter Átök vtð hústökufólk Til nokkurra átaka kom milli lög- reglunnar í Hamborg í Vestur- Þýskalandi og hústökufólks í borg- inni í gær. Er þetta í fyrsta sinn í nokkum tíma sem til slíkra átaka kemur. Hústökufólkið hafði flutt inn í fjögur hús í nánd við höfhina í Til slagsmála kom mllll hústöku- Hamborg og krafðist þess að fá að fólksins og lögreglu. búa þar, þar sem byggingarnar Simamynd Reuter væru ekkert nýttar. Sovétmenn minntust þess í gær að þá voru liðin tjörutíu og þrjú ár frá því herir Þjóövetja gáfust end- anlega upp í Evrópu og síöari heimsstyrjöldinni lauk. Minna var um hátíðarhöld af þessu tilefni en oft áður. Þeir her- menn, sem börðust í síöari heims- styijöldimú og enn lifa, komu þó saman í fúllum skrúða og minntust afreka sinna. Þaö mun hafa sett nokkum svip á samkomur hermannanna í Moskvu að þar voru nú í bland hermenn sem barist liafa 1 Afgan- istan undanfarin ár. Bar því mun meira á yngri hermönnum viö há- tíðarhöldin en yflrleitt hefur verið undanfarin ár. Ungur sovéskur hermaður, sem barist hefur i Afganistan, við hlið striðshetju úr siðari helmsstyrjöld- inni. Simamynd Reuler

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.