Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAl 1988. Utlönd Verkfallinu í Varsjá lokið Verkamenn í stórri dráttarvéla- kynntu í gærkvöldi að þeir hefðu verksmiðju í Varsjá í Póllandi til- hætt við verkfallsaðgerðir sínar. Leiotogi Samstöðu, Lech Walesa, ræðir verkfallsaðgerðir við menn sína í Gdansk. Símamynd Reuter Verkamennirnir lögðu niður vinnu hluta úr degi í samúðarskyni við verkfallsmenn í Gdansk. Verkfalls- aðgerðunum lauk hins vegar í gær- kvöldi þegar fjögurra manna verk- fallsnefnd og um hundrað og fimmtíu stuðningsmenn þegar loforð um end- urbætur í öryggismálum hafði verið gefið. Framkvæmdanefnd undir forystu Lech Walesa hafði boðað til verkfalla og annarra mótmæla um allt Pólland til þess að sýna verkfallsmönnum í Gdansk stuðning og til þess að koma í veg fyrir að yfirvöld beittu þá of- beldi. Ekki hafa borist fréttir af verk- fóllum frá öðrum stöðum en Var- sjá. Vinnuveitendur í Lenínskipa- smíðastöðinni í Gdansk hafa gefið í skyn að þeir loki skipasmíðastöðinni þar sem verkfallsmenn hafni hvað eftir annað tillögum hins opinbera. Von á langvarandi stjóm- armyndunarviðræðum Síðustu skoðanakannanir hafa aðeins aukið á óvissuna í dönskum stjómmálum. Eftir þriggja vikna kosningabaráttu, sem aöallega hef- ur snúist um kjarnorkuvopn, er sýnt að ekki liggur alveg Ijóst fýrir hvort Natóáhangendur bera sigur úr býtum. Poul Schlúter, forsætisráðherra Danmerkur, rauf þing og boðaði til nýrra kosninga eftir samþykkt þingsályktunartillögu jafnaðar- manna um að erlendum herskipum verði tilkynnt um bann við kjam- orkuvopnum í danskri landhelgi, þannig að banninu, sem í raun hef- ur ríkt í þrjátiu ár, verði framfylgt. Schlúter kvað ályktunina veikja varnir Danmerkur og sambandiö við Atlantshafsbandalagið. Banda- ríkjamenn og Bretar hafa reyndar lýst yfir óánægju sinni með sam- þykktina. Samkvæmt skoðanakönnunum gæti Schlúter styrkt stöðu sína á þingi á kostnað sósíalísku flokk- anna þriggja en ekki er talið líklegt að hann fái nægan meirihluta til að ógilda samþykktina. í viðtali viö fréttamenn í gær sagðist Schlúter reyndar ekki gera ráð fyrir meiri- hlutastjórn og virtist hann eiga von á löngum stjórnarmyndunarvið- ræðum. Jaíhaöarmenn hafa sakað Bandaríkjamenn og Breta um af- skipti af dönskum innanríkismál- efnum og komu upp veggspjöldum með mynd af Reagan Bandaríkja- forseta og Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, með slagorðinu: „Tvö sem standa saman í dönskum stjórnmálum." Jafnaðarmenn segj- ast reyndar ekki vera á móti Atl- antshafsbandalaginu og að þeir muni ekki reyna að segja sig úr því ef þeir ná kosningu. Þeir eru hins vegar harðir í afstöðu sinni gegn kjamorkuvopnum og það virðist meirihluti Dana einnig vera sam- kvæmt skoðanakönnunum. Óttast sumir erlendir sérfræðingar að þessi mál geti jafnvel haft áhrif á afvopnunarviðræður stórveld- anna. Á , TILKYNNING ^ BLÝLAUST BEI paihatsu-eigendur takið isi \ti) eftir! 0 Daihatsu Taft árgerð 1978 til 1983 með 12R vél má ekki nota blýlaust bensín. Allar aðrar gerðir Daihatsu mega nota blýlaust bensín. Ekki er þörf á því að stilla vélina þótt skipt sé yfir í blýlaust bensín. Ef nánari upplýsinga er þörf þá vinsamlegast hafið sam- , band við starfsmenn Brimborgar hf. A Á E3 Brimborg hf. [ y Ármúli 23, 128 Reykjavík, símar: 685870, 681733, 30690. Þrátt fyrir mikið reiðarslag í kosningunum í Schleswig-Holstein í Vestur- Þýskalandi á sunnudaginn eru þeir Helmut Kohl kanslari, Lothar Spáth (til vinstri) og Heiko Hoffmann (til hægri) brosmildir. Símamynd Reuter Kristilegir demó- kratar sleikja sárin Gizur Helgason, DV, Lubedc Helmut Kohl, kanslari V-Þýska- lands, sagði í gær að kosningarnar í Schleswig-Holstein hefðu verið Barschel-kosningar og því útilokað fyrir kristilega demókrata að vinna. Kosningarnar í Schleswig-Holstein voru gífurlegt reiðarslag fyrir kristi- lega demókrata um allt V-Þýskaland og á blaðamannafundi í gær viður- kenndi kanslarinn að tapiö hefði ver- ið stærra en hann hefði gert sér í hugarlund. Hann upplýsti þó um leið að kristilegir demókratar ætluðu sér aö leggja það til að núverandi for- seti, Weizsácker, yrði aftur í fram- boði næsta ár. Svo auðveldlega slapp þó kanslar- inn ekki eftir þetta hrikalega tap sem flokkur hans orðið fyrir. Eftir 37 ár við völd í Schleswig-Holstein fengu kristilegir demókratar aðeins 27 þingmenn á móti þeim 46 sem sósíal- demókratar hlutu. Kohl kanslari af- greiddi kosningarnar sem kosningar sem ekki hefði verið hægt að vinna og lofsöng dómsmálaráðherrann Heiko Hoffmann fyrir þær heiðar- legu tilraunir sem hann heföi gert til þess að endurvekja álit kjósenda á kristilegum demókrötum. Barschel- máhð hefði aftur á móti rist svo djúp sár í flokk þeirra að það hlyti aö vera lýðum ljóst að langur tími Uði þar til aö þau sár yrðu gróin. Hreyfingar þær sem urðu á milli flokkanna í kosningunum í Schles- wig-Holstein í fyrradag eiga sér engin fordæmi í v-þýskum kosningum. Hjá 1,5 milljón kjósenda urðu kristilegir demókratar að horfa á eftir 90 þús- und atkvæðum beint yfir til sósíal- demókrata sem auk þess náðu um 50 þúsund atkvæðum frá kjósendum sem eru vanir að sitja hjá. Kristilegir demókratar töpuðu einnig um 30 þúsund atkvæðum til annarra flokka. Kosningarnar voru líka frábrugðn- ar að því leytinu til að kjósendur flykktu sér um stóru flokkana tvo í stað þess að styrkja smáflokkana. Hvorki fijálsir demókratar né græn- ingjar náðu fulltrúum á þingið í Kiel og af þeim tólf hægri sinnuðu flokk- um, sem buðu fram, voru það aðeins nýnasistar sem bættu við sig fylgi og náðu samtals 1,2 prósentum at- kvæða. I kosningunum á síðasta hausti höfðu óánægðir kjósendur aft- ur á móti flykkst til smáflokkanna. Menn höfðu frekar reiknað með því að kjósendur myndu núna leggja smáflokkunum aukið lið til þess að láta í ljósi óánægju sína með kristi- lega demókrata en augsýnilega hafa kjósendur ákveðið að nota atkvæði sín til þess að fá nýja og sterka ríkis- stjórn og því kosið sósíaldemókrata. Nýja forsætisráðherranum, Björn Engholm, var heilsað sem flokks- hetju í aðalstöðvum sósíaldemókrata í Bonn í gær þar sem hann mælti með því að kjósendur í öðrum fylkj- um V-Þýskalands færu að fordæmi meðbræðra sinna í Schleswig-Hol- stein. Nancy reið vegna stjömu- spádómanna Nancy Reagan, eiginkona Ronald Joan Quigley, stjörnuspákona sem hefur veitt Nancy Reagan ráðlegg- ingar undanfarin ár. Hún segist ekki hafa skipt sér af stefnumótun forset- ans. Símamynd Reuter Reagan Bandarikjaforseta, er nú sögð ævareið fyrrum starfsmanna- stjóra Hvíta hússins fyrir að hafa upplýst að hún notfæri sér þjónustu stj örnuspádómafólks. Haft er eftir frú Reagan að hefni- girni starfsmannastjórans, Donald Regan, hafi komið henni mjög á óvart. Joan Quigley, stjörnuspekingurinn sem hefur aðstoðaö frú Reagan við gerð stjörnukorta, lýsti því yfir í gær að forsetafrúin hefði aldrei sóst eftir ráðleggingum varðandi nein stefnu- mið forsetans. Sagðist hún oft hafa gefiö forsetafrúnni ráðleggingar, en ekki um neitt varðandi embætti for- setans sjálfs. I gær var ennfremur gefin út yfir- lýsing frá Hvíta húsinu, þar sem rétt- ur Nancy Reagan til þess að grufla í stjörnuspádómum er varinn. Tals- maður Hvíta hússins, Marlin Fitz- water, sagði að forsetafrúin gerði þetta sér til skemmtunar, en færi ekki eftir ráðleggingum stjörnuspek- inga í daglegri ákvarðanatöku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.