Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Síða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1988.
Utlönd
Biturð vegna
úrslitanna
Franskir íbúar Kaledóniu eru nú
bitrir vegna úrslita frönsku forseta-
kosninganna. Jacques Chirac, for-
sætisráðherra Frakklands, vann af-
gerandi sigur í síðari umferð forseta-
kosninganna meðal kjósenda á Nýju
Kaledóníu, en sem kunnugt er dugði
það skammt, því Francois Mitter-
rand forseti var endurkjörinn meö
verulegum mun. Hafa leiðtogar
Frakka á Nýju Kaledóníu sagst bitrir
vegna þessarar niðurstöðu og vara
Mitterrand forseta við að hundsa þau
skilaboð sem felist í vinsældum
Chirac í landinu.
Aðskilnaðarsinnar réðust á strætis-
vagn og kveiktu í honum í aðgerðum
sem áttu að trufla atkvæðagreiðslu
í kosningunum um helgina.
Simamynd Reuter
Meira að segja þeir Melanesíu-
menn sem tryggir eru stjórnvöldum
í París og vilja áframhaldandi frönsk
yfirráð í Nýju Kaledóníu, segjast
óánægðir með endurkjör Mitterrand.
Dick Ukeiwe, einn leiðtogi frum-
byggja, sagði í gær að Mitterrand
yrði að breyta afstöðu sinni til frum-
byggja, ef ekki ætti illa að fara.
Ukeiwe sagði að kjósendur á Nýju
Kaledóníu hefðu greitt atkvæði þeim
frambjóðanda sem hefði stutt póli-
tíska lausn vandamála landsins.
Lausn sem allir þar gætu sætt sig við.
Leiðtogar aðskilnaðarsinna meðal
Liðlega fimm hundruð manns söfnuðust saman í miðborg Noumea á nýju Kaledóniu um helgina, til hljóðra mót-
mælaaðgerða gegn Frökkum og yfirstjórn þeirra í landinu. Lögreglan dreifði mannfjöldanum fljótlega.
Símamynd Reuter
Le Pen illa að sér í sögu?
Bjami Hmiiksson, DV, Bordeaux:
Aumingja Jóhanna af Örk. Ein
af frægustu persónum franskrar
miðaldasögu, hetjan sem bjargaöi
Frökkum frá yfirráðum Englend-
inga með sigrinum við Orleans.
An þess að hún fái nokkru um
ráðið er Jean-Marie Le Pen, leiðtogi
öfga hægri manna, búinn að eigna
sér hana sem tákn fyrir þá hug-
myndafræði er hann boðar, það er
að segja svæsna þjóðernisstefnu. '
Á meðan verkamenn þrömmuðu
um götur og stræti helstu borga
Evrópu á degi verkalýösins, l.maí,
safnaði Jón María saman sínum
mönnum í París og hélt eins konar
útihátíð til heiðurs hinni ástkæru
fósturjörð með yfirlýsingum þess
efnis að hér eftir væri l.maí Jó-
hönnu af Örk-dagurinn.
Jóni Maríu, sem telur sig eina
franska stjórnmálamanninn í
beinu sambandi við guð almáttug-
an og iðkar það helst að saka inn-
Qytjendur um hnignun franskrar
menningar og fransks efnahagslífs,
viröist hafa sést ytlr ýmislegt. í
fyrsta lagi bjargaði Jóhanna borg-
inni Orleans með hjálp Skota, ítala,
Baska og Spánverja, þannig að hún
gæti með réttu kallast vinur inn-
Oytjenda. Og í ööru lagi átti hún
j aÚa tíð í mestu illdeilum við kirkj-
unnar menn sem enduðu með
i___________________________
dauða hennar á kristilegum bál- sögubækumar sínar áður en hann
kesti. Le Pen ætti að lesa betur leggur til atlögu.
Le Pen, leiotogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, lýsti því yfir þann l.maí
að framvegis yrði sá dagur helgaður Jóhönnu af Örk. Vinstri menn töldu
ástæðu til að vara hetjuna við og letruðu á borða: „Vaknaðu Jóhanna,
nasistarnir eru að nauðga þérl“ Le Pen hefur kannski verið búinn að
gleyma að Jóhanna átti samskipti við útlendinga auk þess sem hún átti
í illdeilum við kirkjunnar menn. Sjálfur telur hann sig vera í beinu sam-
bandi við guð og kennir útlendingum um hnignun franskrar menningar.
-Símamynd Reuter
Ungur Frakki, sem styður aðskilnaðarsinna meðal frumbyggja á Nýju Kale-
dóníu, lyftir krepptum hnefa við mótmæli í París á laugardaginn.
Símamynd Reuter
Melanesíumanna hafa hins vegar
fagnað úrslitmn frönsku forseta-
kosninganna. Segja þeir stefnu Mit-
terrand mun nær stefnumiðum að-
skilnaðarsinna heldur en afstöðu
Chirac.
Mitterrand hefur lýst yfir stuðn-
ingi við sjálfstæði Nýju Kaledóníu,
þótt hann vilji halda stjómarsam-
bandi milli landsins og Frakklands.
Skömmu eftir að hann var lýstur sig-
urvegari í síðari umferð frönsku for-
setakosninganna á sunnudag, lofaði
hann að leita leiða til að binda enda
á deilumar í Nýju Kaledóníu. Er tal-
ið að þar hafi hann átt meðal annars
við átök þau sem staðið hafa í
landinu nokkrar vikur, en tuttugu
og átta manns hafa látið lífið í þeim.
Mitterrand sagði í útvarpsávarpi á
suxmudagskvöld að hann byggist við
að ný ríkisstjórn myndi, án tafar,
leita eftir friöi og samningaviðræð-
um, bæði í Frakklandi sjálfu, svo og
á þeim svæðum sem Frakkland
stjómar annars staðar í heiminumn.
Chirac forsætisráðherra er hins
vegar talinn fylgjandi óbreyttu
stjómarfari á Nýju Kaledóníu.
Franskir íbúar landsins áttu von á
því að hann fylgdi eftir harðari beit-
ingu laga og dómstóla landsins gegn
aðskilnaðarsinnum þar.
Á Nýju Kaledóníu búa um sextíu
og tvö þúsund Melanesíumenn, sem
em frumbyggjar landsins. Margir
þeirra krefjast þess nú að Frakkar
láti af stjóm landsins, en þeir hafa
haft þar öll völd í hundrað þijátíu
og fimm ár.
í landinu búa einnig um fimmtíu
og tvö þúsund franskir landnemar,
sem vilja að óbreytt stjómarfar hald-
ist. Auk þess búa á Nýju Kaledóníu
um þrjátíu þúsund manns af öðrum
þjóðemum.
Síðari umferð frönsku forsetakosn-
inganna fór tiltölulega friösamlega
fram á Nýju Kaledóníu. Mikil spenna
ríkti þó í landinu og um átta þúsund
franskir öryggisverðir gættu kjör-
staða og fóm í eftirlitsferðir um
landið á kjördag.
Haft var eftir heimildum að skotið
hefði verið á herlögreglumenn um
tíu kílómetra fyrir utan Nomnea,
höfuðborg Nýju Kaledóníu, á mánu-
dagsmorgun.
A sunnudagsmorgun réðust að-
skilnaðarsinnar á strætisvagn, sem
var að Qytja kjósendur á kjörstað.
Skutu þeir á ökumann vagnsins og
særðu hann og kveiktu síðan í vagn-
inum.
Önnur ríki á Suöur-Kyrrahafs-
svæðinu, svo sem Ástralía, fognuðu
í gær sigri Mitterrand í kosningun-
um. Þessi ríki era fylgjandi því aö
Nýja Kaledónía fái sjálfstæði, enda
stóðu þau að því að fá Sameinuðu
Þjóðimar til aö knýja á um stjórnar-
farsbreytingar þar.
Lofa fæni
veislum
Bjami Hinrikason, DV, Boideaur
Nú styttist óðum í kvikmyndahá-
tíöina f Cannes, þá 41. í röðinni.
Eftir forsetakosningafárið má segja
að fjölmiðlum veiti ekki af léttara
umfjöllunarefni.
Að vfsu lofa aðstandendur hátíð-
arinnar að minna verði að þessu
sinni um sfjömur og veisluhöld en
var i fyrra þegar haldið var upp á
fjörutíu ára afmæliö og sumum
fannst helst tQ lítið hugað að kvik-
myndunum sjálfúra.
I ár verður áherslan lögð á leitina
að nýju hæfileikafólki og skipu-
leggjendur í Cannes tala um
kraftmikla endumýjun. Kvik-
myndir á hátíðinni verða 29 og þar
af óvenjumörg byijendaverk ungra
leikstjóra. Franskar myndir em
hins vegar færri en vanalega, ein-
ungis 5. Þar á meðal ,31áminn
mikli“ eftir Luc Besson, leikstjóra
Subway og er myndin að öllu leyti
tekin neðansjávar.
Af öðmm leikstjórum má nefna
Spánveijana Vincente, Aranda og
Carlos Saura, Bandaríkjamennina
Clint Eastwood, Robert Redford og
Paul Schrader, Bretann Peter Gre-
enaway, ítalann Margaret von
Trotta og svo frænda okkar Max
von Sydow sem hingað til hefur
verið þekktur sem leikari en kemur
nú fram sem leikstjóri.
Búist er við að franska heimilda-
myndin Hótel Terminus, sem fjall-
ar um réttarhöldin í Lyon á síðasta
ári yfir nastistanum Klaus Barbie,
hljóti mikla athygli og verðlaun.
í dómnefiid hátíðarinnar eiga
meöal annars sæti ítalski leikstjór-
inn Ettore Scola, leikkonan Isa-
bella Rosselini og tónsmiðurinn
Filip Sarde.