Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1988.
13
UtLönd
Verða að end-
umýja per-
sónuskilríki
ísraelar ætla að neyða alla Palest-
ínumenn á herteknu svæðunum á
Gazasvæðinu til þess að endumýja
persónuskilríki sín. Að sögn tals-
manns ísraelskra stjórnvalda er
þetta einvörðungu gert til þess að
tryggja að persónuskilríki séu rétt,
en haft er eftir öðrum heimildum að
með þessu æth ísraelsmenn að herða
tök sín á ibúum svæðisins.
Að sögn talsmanna öryggissveita
ísraela á svæðinu mun herinn setja
á útgöngubann og beita öðrum þeim
aðgerðum sem nauðsynlegar kunna
að reynast til þess að framfylgja þess-
ari nýju reglugerð.
Að minnsta kosti einn íbúi Gaza-
svæðisins, sem kom til að láta end-
umýja persónuskilríki sín á sunnu-
dag, komst að því að hann var eftir-
lýstur og endaði í fangelsi.
ísraelsmenn skutu til bana palest-
ínskan íbúa flóttamannabúða á Vest-
urbakkanum í gær.
Loks felldi hæstiréttur Ísraelsríkis
þann úrskurð í gær að Mubarak
Awad, bandaríski Palestínumaður-
inn, sem hefur verið gerður brott-
rækur úr ísrael vegna aðildar sinnar
að uppreisn Palestínumanna á her-
teknu svæðunum, skuli vera áfram
í fangelsi þar til íjallað hefur verið
um mál hans.
Hæstiréttur ákvað jafnframt að
úrskurður skyldi kveðinn upp í máli
Awad þann 23. maí næstkomandi og
þá ákveðið hvort staðið verður við
brottvísunarskipunina gegn honum
eða honum heimilað að dvelja áfram
í ísrael.
Lögreglumenn leiða Mubarak Awad út úr réttarsalnum i Jerúsalem i gær.
Simamynd Reuter
Sýrlendingar og Iranir
þvinga fram vopnahlé
Sýrlendingar og íranir hafa náð að
stöðva að sinni átökin milli and-
stæðra fylkinga múhameðstrúar-
manna í Beirút í Líbanon, eftir fjög-
urra daga harða bardaga um yfirráð
yfir hverfum í suðurhluta borgarinn-
ar. Eftirlitsmenn Sýrlendinga og ír-
ana komu til átakasvæðisins í gær
til að framfylgja vopnahléinu og sér-
stakar tuttugu nianna öryggissveitir,
skipaðar Sýrlendingum, Irönum og
fulltrúum hinna stríðandi fylkinga,
tóku sér stöðu á lykilstöðum í hverf-
unum. Til að sjá um að vopnahléi
væri fyllilega framfylgt.
Þrátt fyrir þetta hlé eru hðsmenn
Amal-þjóðvarðhðsins, sem fylgja
Sýrlendingum að málum, og Hiz-
bollah-flokksins, sem fylgir írönum,
ekki líklegir til að halda friðinn lengi.
Báðir aðilar nota þetta hlé til þess
að styrkja stöðu sína í hverfunum
sem barist er um. Flytja þeir vopn
og skotfæri í hverfm og koma sér
tryggilega fyrir bak við virki úr sand-
pokum.
Frá því bardagar um yfirráð í
hverfum þessum hófust á föstudag í
síðustu viku hafa Sýrlendingar og
íranar fjórum sinnum náð sam-
komulagi um vopnahlé en í öll skipt-
in hafa samningarnir fallið um sjálfa
sig.
Að sögn lögreglunnar í Beirút hafa
meira en hundraö manns fallið í bar-
dögunum undanfarna daga og liðlega
fjögur hundruð hafa særst.
Auglýsing:
Málsókn vegna
um árásina á
Nýju Kaledóníu
Bjami Hinrifcason, DV, Bordeaux:
André Giraud, franski vamar-
málaráðherrann, hefur höfðað mál
á hendur dagblaðinu Le Monde eft-
ir aö blaðið birti í gær frétt þess
efnis aö sumir hinna innfæddu að-
skilnaöarsinna, sem féllu í árás
hers og lögreglu á Nýju Kaledóníu
í síöustu viku, hafi veriö teknir af
lífi eftii- að þeir höföu gefist upp.
Fleiri frönsk dagblöð hafa birt
greinar þar sem svipaðar vanga-
veltur koma fram auk þess sem
talið er víst aö á meðal hinna föllnu
hafi veriö einn innfiæddur sem ekki
tilheyrði hópnum sem hélt rúmlega
tuttugu lögreglumönnum í gfsl-
ingu.
Varnarmálaráðherrann og hers-
höföinginn, sem stjómaöi aðgerð-
unum, hafa harðlega neitað þess-
um ásökunum.
SiÍPAÐt
'*"**”*' •••• ; ■
, uatUSas°nsltr'í“!c'-Ji a6 í vor sem
Svo er
C aV ^rln^Ttim^nn °g
^\VoT3nrínr6ina,^;^f
Mátórann á <*?***&» 8Maöur-
kvæIlU „orfltaf
Wematonal
V fri lnt*natíon*
\52 Krónur i
tandsinsog^^ ^
Wlaranum^ue^ ^ u6 fcrénvm
Liðsmaður úr Amal-þjóðvarðliðinu skýtur af vélbyssu að stöðvum Hizbolla-
h-liða í Beirút í gær. Símamynd Reuter
Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Halldór Valdimarsson
Fæst í öllum málningarverslunum landsins,
kaupfélögum, stórmörkuðum og víðar.
^ International Sími 12879
Daniel Þorsteinsson ft Co., heildverslun