Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Side 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1988.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr.
Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr.
Mitterrand forseti
Francois Mitterrand var endurkjörinn forseti Frakk-
lands. Munurinn varð meiri en búist var við. Jacques
Chirac, frambjóðandi hægri manna, átti sigurinn vísan
ef hann hefði náð til sín fylgi þeirra kjósenda sem studdu
Barre og Le Pen í fyrri umferðinni. Þeir teljast báðir til
hægri í frönskum stjórnmálum og Le Pen er reyndar
mun lengra til hægri en Chirac sjálfur. Þetta mistókst
hjá Chirac, ekki kannski vegna þess að hann sé svo
slæmur frambjóðandi heldur af hinu að Mitterrand
reyndist honum ofjarl. Forsetinn höfðaði sömuleiðis inn
á miðjuna og það réð úrslitum.
í kjölfar deGaulle hafa svokallaðir miðju og hægri
menn haft meirihlutafylgi í frönskum stjórnmálum, ef
undan er skihnn sigur Mitterrands og sósíalista fyrir
sjö árum. Andsósíalistar hafa meirihluta á franska þing-
inu og skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt fylgisrýrnun
sósíahsta síðan Mitterrand settist á forsetastól. Komm-
únistar, sem lengi voru afar sterkir í Frakklandi, hafa
gjörsamlega tapað fyrri styrk sínum en á það má minna
að Mitterrand þurfti á stuðningi þeirra að halda fyrir
sjö árum. í rauninni er það merkhegasta þróunin sem
gerst hefur í frönskum stjórnmálum í tíð Mitterrands.
Hver skyldi hafa trúað því þegar Mitterrand komst fyrst
th valda?
Eflaust hafa kommúnistar stutt Mitterrand áfram en
nú er hann ekki upp á þá kominn. Nú var það Mitter-
rand sjálfur sem í krafti persónu sinnar, forsetatignar
og vinsælda náði kjöri og fylgi meðal meirihluta
franskra kjósenda - og það þrátt fyrir aldur sinn. Mitter-
rand er sjötíu og tveggja ára og verður næstum áttræð-
ur þegar kjörtímabhinu lýkur. Fyrirfram hefði mátt
ætla að hár aldur yrði honum Qötur um fót en Frakkar
setja shkt ekki fyrir sig - ekki frekar en Bandaríkja-
menn, sem kusu Reagan á áttræðisaldri, og fleiri þjóð-
höfðingja mætti nefna sem hafa komist til valda á efri
árum.
Sagt er að Mitterrand hafi gerst vinstri sinnaðri með
árunum. Þannig talar hann stundum en þróunin hefur
samt sem áður verið sú í Frakklandi að frjálsræði og
einkaframtaki hefur vaxið ásmegin og sósíalismi er þar
aðeins að nafninu til. Að vísu er það rétt að hægri menn
hafa meirihluta á þingi en áhrif forsetans í Frakklandi
eru mikh og þessi þróun hefði ekki átt sér stað nema
vegna þess að Mitterrand hefur látið það yfir sig ganga.
Kannski sjá franskir kjósendur kosti í því ástandi sem
nú ríkir, að hafa meirihlutann á þingi til hægri en sósíal-
ista í forsetastól th vinstri. Þannig skapast jafnvægi og
hófsemd ríkir í frönskum stjórnmálum í stað öfga-
kenndra stökka th hægri og vinstri á víxl.
Úrsht forsetakosninganna boða ekki miklar breyting-
ar í Frakklandi. Vera kann að Mitterrand rjúfi þing og
efni th kosninga th að fylgja sigri sínum eftir. Vera
kann að áhrif Chiracs verði minni eftir tapið. Úr þessu
fæst fljótlega skorið. En dagar óvissunnar og upplausn-
arinnar 1 frönskum stjórnmálum eru taldir. Kjör Mitter-
rands tryggir hann í sessi og tryggir stöðugleikann í
sessi; Það hefði einhvern tíma þótt saga th næsta bæjar
að kosning sósíahsta, og það kosning Mitterrands, væri
trygging fyrir stöðugu stjórnarfari. Mitterrand hefur
reynst eindreginn fylgismaður Efnahagsbandalagsins,
Atlantshafsbandalagsins og Evrópusamstarfs. Hann
hefur verið eindreginn málsvari þeirra stjórnmála sem
hafa gert Frakkland að öruggu athvarfi lýðræðislegra
stjórnarhátta. Hann er vel að sigrinum kominn.
Ehert B. Schram
Um hvað
snúast
sljómmál?
Einhvem tíma var sett fram sú
skilgreining, að stjórnmál væru
fólgin í því að leysa vanda með því
að búa til annan vanda. Sé þetta
rétt verður að líta svo á, að núver-
andi ríkisstjórn viti svo sannarlega
um hvað stjórnmál snúast.
Ríkisstjómin hefur verið fádæma
lánlaus á sínum skamma ferli.
Skopleg upphlaup, nöldur og nagg
einkenna samskipti ráðherra og
stjórnarsinna og taka upp mestall-
an tíma þeirra og orku.
Vinnubrögðin eru slík, að það
heyrir til undantekninga, ef stjórn-
arfmmvörp em vandlega undirhú-
in, og jafnvel ágæt mál, sem horfa
til heúla, fá ekki þann heiman-
mund, að þau nái tílætluðum ár-
angri. Slíkur er ílumbrugangurinn,
og oftar en ekki kemur í ljós, að
KjaHaiinn
Kristín Halldórsdóttir
þingkona Kvennalistans
störfum eða þeir láta sér sæma að
stunda óheiðarlegan málflutning.
Mjúku málin
Óg hver eru svo þessi svokölluðu
mjúku mál, og hvers vegna skyldu
þau nú vera vinsæl?
Þau varða okkar daglega líf.
Þau varða aðbúnað bamanna
okkar.
Þau varða möguleika okkar til
aö lifa farsælu íjölskyldulífi.
Þau varða jafnrétti til orðs og
æðis, húsnæðis, fæðis og klæða,
menningar, menntunar og mann-
sæmandi launa.
Þau varöa vemdun umhverfis og
virðingu fyrir lífinu.
Um þetta eiga stjórnmál að snú-
ast aö dómi mikils hluta þjóðarinn-
ar. Og þeir sem þannig hugsa em
ekki tilbúnir að bíða eftír því að
rööin komi að þessum málum,
þangað til búið er að leysa efna-
hagsvandann og vanda atvinnu-
veganna. Þeir vita nefnilega, að
slíkur vandi hefur alltaf verið til
staðar í einu eða öðru formi, og
hann verður alltaf til staðar.
Þeir vita hka, að hluti af lausn
þess vanda er fólginn í breyttri for-
gangsröðun og áherslu á málefni,
sem standa fólki næst - mjúku
máhn - vegna þess aö helsta auð-
hnd okkar er fólkið sjálft, og heil-
brigður, vel upplýstur og ánægður
einstakhngur er þjóðfélaginu
meira virði en sjúkur, fákunnandi
og vansæll.
Hverjir kunna að baka?
Um þetta eiga stjórnmál aö snú-
ast, og þetta er sú uppskrift, sem
húsmæðumar í eldhúsi Kvenna-
hstans baka eftir. En það er ekki
nóg að hafa góða uppskrift. Það
þarf að kunna handtökin við bakst-
urinn. Annars verður kakan ónýt.
Þetta er því ekki síöur spurning
um vinnubrögð, og shk vinnubrögð
Mjúku málin. - Þau varAa okkar daglega líf, aðbúnað barnanna okkar,
möguleika á farsælu fjölskyldulífi og jafnrétti til orðs og æðis, segir m.a.
í greininni.
,,Þaö eru tímamót í íslenskum stjórn-
málum. Fólk hafnar í æ ríkari mæli
firringu og sambandsleysi hefðbund-
inna stjórnmálaforingja.“
tæpast er hægt að tala um stjórnar-
frumvörp, því einn er móðgaður,
annar dregur lappirnar og þriðji
þvær hendur sínar.
Ágreiningur um lausnir veldur
þvi, að ekki er tekið á vandamálum,
fyrr en í algjört óefni er komið.
Mánuðum saman horfa menn að-
gerðahtíir á gengisstefnu og
eyðslustefnu grafa undan þeim at-
vinnugreinum, sem þjóðfélagiö
hvíhr á. Ráðstafanir í ríkisfjármál-
um eru gerðar annað veifið og fel-
ast helst í því að taka aftur fyrri
ráðstafanir.
Vandinn vex úr öllum viöráðan-
legum böndum og oftar en ekki
koma aðgerðir harðast niður á
þeim, sem bera þyngstar byrðar
fyrir. Um það geta stjórnarflokk-
amir helst sameinast í sundur-
þykkju sinni.
Láglaunastefnan er orðin trúar-
atriði, og ríkisstjómin er haldin
þeim misskilningi, aö þaö megi
bæta kjör lágtekjufólks með því að
taka af því aukna skatta og skila
síðan broti af þeim til baka í bóta-
formi.
Slík em vinnubrögð og úrræði
þeirra, sem telja sig eina vita, um
hvaö stjómmál snúast.
Á sterku nótunum
Tvívegis með fárra daga millibih
hefur þjóðin átt þess kost að hlýða
á almennar stjórnmálaumræður á
Alþingi í hljóðvarpi og sjónvarpi.
Vafalaust finnst mörgum hlustand-
anum hann htlu eða jafnvel engu
nær. Fullyrðingarnar em á sterku
nótunum, flest er sett fram í svörtu
og hvítu.
Ásakanir ganga á víxl, stjómar-
andstæðingar saka ríkisstjórnina
um óstjórn og úrræðaleysi, stjóm-
arsinnar væna stjórnarandstæð-
inga um ábyrgðarleysi. Oft er sú
nóta slegin alveg sérstaklega, að
kvennalistakonur séu kjarklausar
og ábyrgðarlausar, gott ef ekki al-
gjörlega stikkfrí, reki bara eins
konar þykjustupólitík og velti sér
upp úr mjúku málunum til þess aö
afla sér vinsælda.
Kvennahstakonur þurfa ekki að
biðjast afsökunar á neinu. Við
leggjum metnað okkar í það að taka
málefnalega afstöðu í öllum málum
og vinna að þeim að fullum heihnd-
um. Viö höfum ekki skotið okkur
undan því að benda á leiðir til
tekjuöflunar eða taka afstöðu í
óþægilegum málum. Viö höfum
stutt af heilum hug mál, sem við
höfum talið til heilla, án tillits til
þess hvaðan þau ber að. Þeir sem
halda öðm fram hafa annaðhvort
hreinlega ekki fylgst með þing-
virðast ekki nærtæk stjómmála-
mönnum af gamla skólanum.
Það vantar ekki, að þeir telja sig
hafa úrræði við hverjum vanda.
Öll höfum við reyndar úrræði uppi
í erminni, hugmyndir og beinar til-
lögur. Meinið er hins vegar það, að
úrræði á úrræði ofan em einskis
virði, ef fólk treystir ekki þeim, sem
eiga að framkvæma þau.
Og þannig er nú komiö fyrir rík-
isstjóminni. Fólkið treystir henni
ekki til að ráða'fýrir sameiginlegu
búi okkar ahra. Það biður um ný
efnistök, ný vinnubrögð.
Þaö em tímamót í íslenskum
stjómmálum. Fólk hafnar í æ rík-
ari mæli firringu og sambandsleysi
hefðbundinna stjómmálaforingja.
Það hafnar spilhngu og samtrygg-
ingu. Það hafnar valdbeitingu og
hroka.
Stjórnmálaforingjar gamla
tímans grafa sér sína eigin gröf í
gmnnum ráðhúsbragga og íþrótta-
monthalla. Þeir hlusta ekki á fólk-
ið, og fólk nennir ekki lengur að
hlusta á þá.
Krístín Halldórsdóttir