Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1988. Spumingin Telur þú að gengisfelling sé rétta lausnin í efna- hagsmálum? Rúnar Magnússon: Já, verður ekki að leysa vanda útgerðarinnar, frum- atvinnuvegar þjóðarinnar. Kristján Þ. Halldórsson: Ég treysti mér ekki til að svara þessu. Steinunn Snorradóttir: Nei, það tel ég ekki, það verður að reyna aðrar leiðir fyrst. Dagbjört Kristinsdóttir: Mér finnst ekki rétt að lækka gengið fyrr en í síðustu lög. Siggeir Siggeirsson: Nei, égheld ekki. Pétur Kjartansson: Nei, engan veg- inn, eigum við ekki að láta strákana í ríkisstjóminni um aðrar leiðir. Lesendur Bflasöluþankar: Góð kaup í notuðum Bréfritari spáir vaxandi eftirspurn eftir notuðum bílum og veðjar á þá amer- ísku. Hafliði Einarsson hringdi: Maður er að lesa um það og heyra, að óvenju mikið hafi verið flutt inn af nýjum bílum að undanfórnu og því sé mikið úrval af notuöum bílum á bílasölum, a.m.k. á Reykjavíkur- svæðinu. Þetta hefur veriö að breyt- ast smám saman, en mun breytast fljótt á allra næstu vikum, því eftir því sem ég las í blaöi alveg nýlega er innflutningur á nýjum bílum svo til dottinn niður í bili. Þannig sagði frá því í þessari frétt að í aprílmánuði sl. heíðu einungis um 250 bílar verið skráðir nýir og svipuð tala bíla afskráð í sama mán- uði. - Það er af sem áður var, að mörg hundruð, stundum þúsundir nýrra bíla voru skráðir nýir í sama mánuðinum. En þetta er nú að verða liðin tíð, einfaldlega vegna fjárskorts almennings. Eða hvaöa vit var líka í þvi að selja tveggja eða þriggja ára gamlan bíl og fá sér nýjan? Það líður þess vegna ekki á löngu áður en saxast tekur á þá notuðu bíla, sem nú eru á bílasölunum, og verðiö rýkur upp úr öllu valdi, ein- faldlega vegna þess að bílainnflutn- ingur mun snarminnka frá því sem áður var. Það er því hagstætt eins og er að kaupa notaða bíla, en það mun varla standa lengi. En hvaða bíla, notaða, er hag- kvæmast að kaupa? Sumir vilja halda sig við þá japönsku, einkum ef þeir eru nýlegir og mun nokkuð vera til í því. Hins vegar er mér sagt, að bestu bílakaupin séu í notuðum amerískum og mega þeir jafnvel vera komnir nokkuð til ára sinna. Er talað um að 9 til 10 ára gamlir amerískir bflar af viðurkenndri tegund séu jafnoki margra annarra tegunda helmingi yngri og jafnvel 2ja eða 3ja ára bíla sem hefur verið ekið jafn- marga km. - Þannig þurfa flestir amerísku bílamir af stærri gerðinni ekki neitt viðhald að ráði fyrr en eft- ir svo sem 200 til 250 þús. km. akst- ur, sem er langt fram yfir flestar aðrar bílategundir. Slíkir bílar, sem hafa verið í einka- eign eða ekki fleiri en tveir eigendur staðið að og farið vel með, eru taldir með öruggustu notuðu bflunum á bílasölum í dag. - Auðvitað eru um þetta skiptar skoðanir, en reynslan er ólygnust, og hana hef ég. Var einmitt að fá mér einn slíkan og tel mig hafa verið heppinn. Ég spái því að fljótlega fari að færast fjör í bílaviðskipin og margir sjái of seint að sér í þeim efnum, a.m.k. að því er góöa notaða bíla snertir. - Álit íslendinganna: „Rétt og sjálfsagt að leyfa ekki umræður11 Okkar álit i stuttu máli: ViS álítum, aS rétt sé og sjálfsagt aS Ityfa ekki umrœSur né gefa fólki kost á aS velja um neitl nema á grundvelli sósíalismans, og þá sízt ÞjóSvcrjum. Okkur er það jafnframt ljóst að „frjálsar kosningar" eins og það tíðkast á Vesturlöndum gefa alranga mynd af vilja fólksins. Hins vegar finnst okkur kosningar hafa hað gildi, þegar um ekkert er að velja nema mjög þröngt afmarkaða stefnu, þó hún að vísu sé leið til sósíalisma. Fyndist okkur heiSarlegar aS fariS, ef valdhafar hér lýstu yfir, aS þeir hefSu tekiS völdin og létu engan komast upp meS mótmteli, stefnu- hreytingar eSa annaS múSur. 4_________________________________________ Úr SÍA-bókinni. - Álit íslendinganna: „Rétt og sjálfsagt að leyfa ekki umræð- ur.“ Tangen, Treholt og SÍA-skýrslur Sigurður Sigurðsson skrifar: I tilefni af umræðum um mál þau sem kennd eru við Tangen hinn norska, og orðiö hafa fréttastofu út- varpsins mjög til vanvirðu, vfl ég leyfa mér að vekja athygli á eftirfar- andi atriöum: 1) Hérlendir vinstrisinnar hugðu í fyrstu aö þama hefði hval rekið á þeirra flörur, en annað kom á daginn eftir að ljóst varð að Tangen gat ekki sannað neitt af frásögnum sínum og varð að éta allt ofan í sig. - Það er annars undarlegt með kommana, aö aldrei hafa þeir viðurkennt að hafa trúað á skakkt goð, Stalín, þótt löngu hafi verið ljóstrað upp um marga glæpi þessa einvaldsherra. Aftur á móti höföu hinir fáu menn, sem hér hneigðust að nasisma um skeið, flest- ir fallið frá þeim átrúnaði þegar fyrir stríð. 2) Hinir fáu stjórnmálamenn ís- lenskir, sem vitað er um að stundað hafi gerð leyniskýrslna, eru hinir svonefndu SÍA-menn. Aðalforingi þeirra var íslenskur námsmaöur í Austur-Þýskalandi, sem skrifaði m.a. eftirfarandi (Rauðabókin, bls. 47. Sjá meðf. úrklippu): „Okkar álit í stuttu máli: Við álítum, að rétt sé og sjálf- sagt að leyfa ekki umræður né gefa fólki kost á að velja um neitt, nema á grundvelh sósíalismans, og þá sízt Þjóðverjum“ (???). - Rauða bókin, SÍA-skýrslurnar, kom út í annað sinn á næstliðnum vetri og álitið er að hún muni koma út mun oftar, enda mikil fróðleiksnáma um þankagang kommanna og daglegt líf austan tjalds. Þar sem fréttamenn Ríkisútvarps- ins virðast athafnasamir í Noregi, dettur mér í hug aö upplagt væri að fá þá til þess að ræða við Arne Tre- holt, þann sem einn fyrrverandi þingmaður Alþýðubandalagsins átti tal viö fyrir fáum árum, ásamt fleir- um. - Treholt þessi mun hafa hlotið nokkurra ára vist, ókeypis, fyrir skömmu, á vísum stað í Noregi. Fullt tungl: Frábær kvikmynd Einar skrifar: í gærkvöldi fór ég að sjá kvikmynd- ina Fullt tungl (Moonstruck), sem er óskarsverðlaunamynd og sýnd í Bíó- borginni við Snorrabraut. Ég er ekkert að ýkja þegar ég segi að þetta sé ein sú besta mynd sem ég hef séö um nokkurra ára skeið og er þá mik- ið sagt, því margar hef ég myndirnar séð á síðustu árum. Fyrir það fyrsta eru leikararnir alveg stórkostlegir, Cher, Nicholas Cage, Vincent Gardenia, aö ógleymdri Olympiu Dukakis (frænku forsetaframbjóðanda demó- krata í Bandaríkjunum). Þetta er sprenghlægileg mynd og hugljúf í senn. Fjallar um unga konu sem hef- ur misst manninn, en fær bónorð við sérkennilegar aðstæður á ítölsku veitingahúsi. Söguþráður, samtöl og kímni hitta áhorfendur óumdeilan- lega. Auðvitað rek ég ekki söguþráðinn frekar, því sjón er sögu ríkari. En þama fylgist allt að til að gera mynd- ina stórkostlega, leikstjóm, leikur og myndataka. En myndatakan er mjög óvenjuleg og dregur fram sérkenni- leg og heillandi áhrif stórborgarinn- ar New York, hvort sem kvikmynda- vélin beinir auga sínu að henni við innsiglingu tfl hennar eða nemur einstaka staði innan borgar, t.d. Metropolitan óperuna eða ítölsku veitingahúsin með sérstæðu and- rúmslofti innandyra. - Ég hvet fólk til að láta þessa frábæru mynd ekki fram hjá sér fara. Leikstjórinn, Norman Jewison leggur línurnar fyrir einn aðalleikarann, Vinc- ent Gardenia. Bréfritarar vilja láta nýja ökuskírteinishafa kynna sér afleiðingar umferðar- slysa áður en þeir fá prófið. Umferðarslys og afleiðingar: Undirbúningur biíprófs Nokkrir Grindvíkingar skrifa: Við vorum að ræða um þá hræði- legu slysaöldu sem gengur yfir í umferðinni og hraðakstur ung- menna og annarra sem ekki virðast hafa fengiö neina ábyrgðartilfmn- ingu viö móttöku ökuskírteinis. Okkur langar að koma með þá til- lögu hvort ekki sé hægt að koma því svo fyrir að þeim, sem eru að læra á bíl, yrði gert að skyldu að dvelja svo sem einn dag eða hluta úr degi á Grensásdeildinni eða á Borgarspítal- anum þar sem ungt fólk, og reyndar aðrir, hggur eða er að ná sér eftir umferðarslys og ræða við það eða aðstoða. Við erum þeirrar skoðunar að þetta gæti orðið til þess að væntanlegir ökuskírteinishafar fengju meiri ábyrgðartilfmningu og skilning á því hvaða gildi það hefur að öðlast rétt- indi til að stýra bifreið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.