Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Page 21
ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1988.
21
Iþróttir
ilbjarnarvelli er útleikin. Stór göt og hólar og hæðir eru viðs vegar um brautina. Haf-
i FRÍ, viröir hér skemmdirnar fyrir sér í gær.
DV-mynd Brynjar Gauti
Belgíska knattspyman:
indur missir af
leik Winterslag
iðmundar Torfasonar tognuðu á versta tíma
mundsson varð belgískur bikarmeistari
með fyrir nokkrum árum og Ragnar
Margeirsson lék með í fyrra, má muna
sinn fífil fegri. Um síðustu helgi féll það
niður í 3. deild eftir tveggja vetra setu í
annarri.
Ekkert virðist úr þessu koma í veg
fyrir að Winterslag og Waterschei verði
sameinuð í sumar. Frammistaða Wint-
erslag í næstu tveimur leikjum ræður
því í hvaða deild nýja félagið leikur
næsta vetur, 1. eöa 2. deild. Nafn nýja
félagsins hefur ekki verið opinberað en
ekki er ólíklegt að það tengist Genk,
stærstu borg héraðsins, en Waterschei
og Winterslag eru útborgir hennar. Gár-
ungarnir tala hins vegar ýmist um Wat-
erslag eða Winterschei!
Ófremdarástand í Laugardalnum:
„Brautin er
handónýt' ‘
- nöturiegt ástand aðstöðu frjálsíþrötta- og knattspymumanna
Enn einu sinni hefur það gerst aö hlaupabrautin á Valbjarnarvelli í
Laugardal hefur eyðilagst vegna vatns sem safnast hefur undir „tartan-
efnið“ sem lagt var á völlinn á sínum tíma. Til að koma í veg fyrir mein-
ið þarf að taka alla brautina upp en það er ekki á dagskránni.
Tildrög þessara sífelldu
skemmda eru þau að fyrst þegar
gerviefni var lagt á hlaupabrautina
voru gerð afdrifarík mistök. Gervi-
efnið hleypir í gegnum sig bleytu
og því þurfti undirlagið að gera það
hka. En þar liggur hundurinn graf-
inn. Undirlagið hleypir engri
bleytu í gegnum sig og því gúlpast
gerviefnið upp og mjög erfitt verö-
ur að hlaupa á brautinni. „Brautin
er handónýt. Það er varla að hægt
sé aö hlaupa eftir fyrstu og innstu
brautinni. í raun er hún handó-
nýt,“ sagði íþróttamaöur, sem æfir
reglulega á Valbjarnarvelli, í sam-
tali við DV í gær.
ítalir á leiðinni
Um miðjan þennan mánuð eru
væntanlegir ítahr sem munu reyna
aö gera við verstu kaflana á
hlaupabrautinni í Laugardal. Þaö
veröur þó aðeins tíl bráðabirgða
því til að fullnaðarviögerð geti fariö
fram þarf að rífa upp alla brautina
og einnig undirlagið og skipta um
hvort tveggja. Þetta er gífurlega
dýrt verk og myndi jafnvel kosta
einhvetja milljónatugi. Hafsteinn
Óskarsson, framkvæmdastjóri
FRÍ, sagðist í gær fagna því að viö-
gerð stæði fyrir dyrum. Sagðist han
vonast eftir góðu veðri á meðan
viðgerð stæði yfir þannig að móta-
skrá raskaðist ekki.
Grasvellirnir í mjög slæmu
standi
Eins og fram kom í DV í síðustu
viku er ástand grasvallanna
tveggja, aðalleikvangsins og Val-
bjamarvallar, mjög slæmt. I raun
verður ekki séð hvernig á aö vera
hægt að leika ólympíulandsleikinn
gegn Portúgal 24. maí, hvað þá
deildarleik Fram og Vals 16. maí,
næsta mánudag. Algera byltingu
þarf til aö hægt verði að leika í
Laugardalnum í þessum mánuði.
Útlitiö í upphafi keppnistímabila
frjálsiþróttafólks og knattspyrnu-
manna er því ekki glæsilegt sé litið
á aðstöðuna. Og svo eru menn að
tala um að lengja keppnistímabilið
í knattspyrnunni.
-SK
.......■■■— .....
:3—:■* íl II i ■■■■, --- . '
• Þessi mynd var tekin af Laugardalsvelli i gær en þar er ástandið
ekki gott þessa dagana og alls óvist hvenær verður hægt að leika á
vellinum. DV-mynd Brynjar Gauti
Atii Eðvaldsson
til Valsmanna
- verður löglegur seinni hlutann í júní
• Atli Eðvaldsson hjá Bayer Uerd-
ingen er á leiðinni heim til íslands
og leikur með Valsmönnum í 1.
deildinni í sumar.
Ath Eðvaldsson, sem leikur með
Bayer Uerdingen í Vestur-Þýska-
landi, hefur ákveðið að leika með Val
í 1. deildinni í sumar. Tvær umferðir
eru eftir í vestur-þýsku deildinni og
verður Ath löglegur með Val seinni
hluta júnímánaðar.
Engum blöðum er um það að fletta
að koma Atla til Vals er hðinu gífur-
legur styrkur. Ath Eðvaldsson hefur
leikið í Vestur-Þýskalandi mörg und-
anfarin ár, hóf atvinnumannsferil-
inn með Borussia Dortmund en síðan
lá leiðin til Fortuna Dusseldorf og
loks til Bayer Uerdingen.
Ákvörðun Atla að leika meö Val í
sumar kemur eins og þruma úr heið-
skíru lofti því fyrir nokkrum dögum
var Ath ákveðinn í að vera í þijú ár
til viðbótar sem atvinnuknatt-
spyrnumaður. Samningur Atla við
Bayer Uerdingen rennur út að loknu
þessu keppnistímabih og hafði hann
hug á að breyta th og skipta um félag.
Ath hefur átt erfitt uppdráttar með
Uerdingen á keppnistímabilinu og
ekki unnið sér fast sæti í höinu en
um helgina lék hann hins vegar allan
leikinn á móti Bayem Miinchen og
átti mjög góðan leik. -JKS
þar sem smáauglýsingarnar veróa
STÓRAR! Síminn er 27022