Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Page 29
ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1988.
29
LífsstíU
Borgar sig ekki að vera skilvís?
Dýrara að taka
víxil en standa
í vanskilum
Það getur verið dýrt að vera skil-
vís. Ef greiða á gíróseðil og ekki er
fé handbært er betra að láta hann
bíða í mánuð fram yfir eindaga en
að slá víxil fyrir upphæðinni. Drátt-
arvextimir eru lægri en kostnaður
við víxiltöku.
Ef maður þarf að greiða, segjum
tryggingariðgjald upp á 25 þúsund
krónur, og á ekki peninga, þá er um
tvennt að velja. Einn er að láta ið-
gjaldið „danka“ fram að næstu mán-
aðamótum. Þá greiðir maður 3,8%
dráttarvexti.
Annar kostur er að taka víxil fyrir
upphæðinni og greiða á réttum tíma.
Ef fyrri kosturinn er tekinn kostar
það greiðandann kr. 950. Dráttar-
vextir eru 3,8% og eru þeir reiknaðir
til mánaðar í senn.
Ef maður vill vera skilvís greiðandi
tekur maður seinni kostinn. Þá þarf
að greiða kr. 991,50, sem er kostnaður
við að fá í hendur kr. 25.008,50.
Þessi tala skiptist í 31.5% forvexti,
sem gera kr. 682,50. Þá þarf að greiða
átimpilgjald kr. 65, þóknun til banka
sem er kr. 169, og kr. 75 í kostnað
vegna greiðsluseðla. Þetta gerir sam-
tals kr. 991,50.
Vinnutap og snúningar
Þá á eftir að reikna þann kostnað
sem fólginn er í vinnutapi, en fara
Neytendur
þarf í banka og semja við banka-
stjóra. Það þarf að gera á þeim tíma
sem flestir eru að vinna. Víxhnum
fylgja einnig alls kyns hlaup við aö
finna ábyrgðarmann o.fl.
Ef reikningurinn er hins vegar lát-
inn „danka“ fram að næstu mánaða-
mótum þarf ekki að hafa neitt fyrir
hlutunum. Maður bíður rólegur og
fær nýjan giróseðil eftir mánaðamót
með útreiknuðum dráttarvöxtum
inn um lúguna.
Lengri vanskil
Dæmið breytist hins vegar ef um
fleiri mánuði er aö ræöa. Þá þarf að
greiða dráttarvexti af dráttarvöxt-
um. Næsti mánuður kostar því kr.
986,10, og sá þriðji kostar kr. 1023,60.
Þá er orðið mun hagkvæmara að slá
víxil því megnið af upphaflegum
kostnaði er stofnkostnaður sem helst
óbreyttur.
Fyrir hvem aukamánuð þarf að
greiða vexti sem eru 31,5% á árs-
grundvelli. Það gerir 2,6% á mánuði
sem er mun lægra en dráttarvextir.
Þriggja mánaða vanskil á dráttar-
vöxtum kosta alls kr. 3.029,60 sem er
oröinn ærinn fjármagnskostnaöur.
Þriggja mánaða víxill kostar kr.
2.506,60 sem einnig er mikill kostnað-
ur en talsvert lægri.
Þaö er sem sé mun þægilegra og
örlítið ódýrara að vera vanskilamað-
ur í einn mánuð en að standa í „redd-
ingum“, og ekki ýkja slæmt að vera
í lengri vanskilum ef um lága fjár-
hæð er að ræða.
-PLP
Fjármagn er ansi dýrt hvort sem það er fengið með dráttarvöxtum eða vixilvöxtum.
Slysahom - Eiríka Á. Friðriksdóttir skrifar
Vorið er hættutími
Vorið er komið og bömin vilja leika
sér úti. Þetta er ekki nema eðlilegt
en það er hlutverk foreldra, eða
annarra sem ábyrgð bera á böm-
um, að sjá til þess að leiktæki og
umhverfi séu hættulaus.
Áriö 1953 kom ég til íslands og
mér brá illilega er ég sá aö nær
daglega uröu slys á smábörnum.
Ég byijaði, meö aðstoö lögreglu og
tryggingafélaga, að athuga tildrög
og orsakir bamaslysa. 3ja-4ra ára
böm vom í vörslu skólabarna á
sjöunda til áttunda aldursári. Leik-
svæði vom ekki til staðar og börn-
in léku sér á gangstéttum. Skóla-
bömin höfðu ekki stjóm á smá-
bömunum sem hlupu út á götu og
uröu fyrir sly sum, oft banaslysum.
Fulloröiö fólk var spurt hvers
vegna böm mættu ekki leika
húsagörðum. Svörin vom oftas
þá leið að bömin tækju með
vini sína og myndu þau eyðileggja
grasogblóm.
{ stuttu máli: Blóm voru meira
virði en börn.
Ég byrjaði að skrifa i blöðin til
að vekja athygli á ástandinu. Auk
haföi ég samband viö lögreglu í
bænum Middletown í Connecticut-
fylki i Bandaríkjunum. Þá var sú
borg raeð jafhmargar bifreiðar og
Reykjavík, en helmingi færri íbúa.
í Middletown mátti þá finna
ákvajði í lögreglusamþykkt um aö
böra mættu ekki leika sér á gang-
Ef letktæki eru ekki njörvuð niður, skapa þau stysahættu.
stéttum heldur einungis í húsa-
görðum eða annars staðar á lóðum.
Fiöldi sambærilegra slysa og í
Reykjavík var nær enginn.
Hér var kölluö saman nefnd sem
samþykkti nýja byggingarreglu-
gerð 1965. Aöalreglur kváöu á um
aö viö hvert fjölbýlishús með
tveimur íbúðum eða fleiri, ætti aö
hafa leiksvæði fyrir böm með leik-
tækjum. Börn máttu ekki leika sér
á gangstéttum. Auk þessa ákváðu
arkitektar að húsin ættu að haía
tvo innganga, svo bömin gætu
gengið út úr húsi beint inn á leik-
svæðin án þess að ganga út við
umferðargötvi. Leiksvæöiö átti að
vera afgirt.
Húsfélög áttu að sjá til þess aö
girðing væri nógu liá til að yngri
börn gætu ekki klifrað út. Þessu
er nú pft gleyrat. Yfirlögreglu-
þjónn, Óskar Ólason, skýrði mér
frá því aö slys á yngri börnum, sera
hlaupa yfir götur, væru úr sögunni.
Versta slysiö
Reykjavik og fleiri borgir ætluðu
að gefa bömum óformleg leiksvaaði.
Fótboltamörk voru sett upp alls
staðar, á opnum svæðum, við gö-
tumar, á skólalóðum, og fleiri stöð-
um. Þar gátu bömin leikið sér raeð
bolta eða annað eftir vild. Aðalmál-
ið var að mörkin stæðu fóst og gætu
ekki dottið. Slá markanna var oft
málmsívalningur og jafnvægi
þeirra því lélegt nema þau væm
föst við malbik eða steypt niður.
Vorið 1985 gerðist versta slys sem
ég man eftír. Tvö böm vom að leika
sér og fyrir tilviijun stóö annað
bamiö i markinu. Markið féll á litla
barniö, þ.e. á enni þess, og barniö
féll á stein innan marksins. Öll
ennisbein brotnuöu og hnakki tví-
brotnaði. Bamiö var lengi án meö-
vitundar og var skorið upp marg
sinnis. Til allrar hamingju slapp
heilinn við skaöa. Barnið er nú í
skóla, aðeins eitt ár tapaöist.
Böm komu til mín og skýrðu mér
frá því að slík óhöpp væru ekki
óalgeng, þótt afleiöingar þeirra
væm sjaldnast alvarlegar. Talaði
ég þá við skrifstofu borgarverk-
fræöings og fékk þau svör að öll
fótboltamörk væm fest með steypu
eftir þetta slys. Þvi miður er þetta
ekki rétt.
Ég fór með hópi bama um bæinn
og við prófuðura stöðugleika mark
anna. Fiest voru laus. Eftir aö
skýrsla mfn var birt vom mörk
fest með steypu í Reykjavík.
Hvernig ástandið er annars staðar,
get ég ekkert sagt um.
Það era því ráð mín að fóreldrar
fari um öU leiksvæði sinna bama
og aðgæti fótboltamörk og öll önn-
ur leiktæki. Því næst sendi þeir
viðeigandi stofitunum skýrslu,
finni þeir ótraust leiktæki. Líf
harna þeirra gæti verið í hættu.