Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Side 30
30
ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1988. —
LífsstOI
Skemmtilegt að drullumalla
segir Sveinbjöm Jónsson
„Mér þykir mjög skemmtilegt í
skólanum og þá kannski skemmti-
legast í frímínútunum. Þá.vil ég
helst vera í fótbolta eöa handbolta
en þaö er líka gaman að drullu-
malla,“ sagði Sveinbjörn Jónsson,
sex ára snáði sem var að drullu-
malla í frímínútunum í Breiðagerð-
isskóla um daginn.
„Ég fer í sveit um leið og skólinn
er búinn. En svo fer ég lika til út-
landa í sumar. Ég verð í tvær vikur
í Danmörku með pabba og mömmu.
Þaö er ofsa gaman í útlöndum, ég
hef verið einu sinni á Mallorca, en
það er'líka gaman að vera í sveit,“
sagöi Sveinbjöm. Hann mátti eigin-
lega hvorki vera að þvi að tala við
blaðamann né að hlusta á skóla-
bjölluna þegar hún hringdi inn í
tíma. Svo upptekinn varhannaf-
drullumallinu. -ATA
Fátt er skemmtilegra en að drullumalla.
DV-mynd BG
Sveinbjörn Jónsson hafði ekki áhyggjur af því þótt búið væri að hringja
inn. DV-mynd BG
Elva Tryggvadóttir er hrifnust af því
að verpa eggjum. DV-mynd BG
Skemmti-
legast að
verpa eggjum
- segirElvaTryggvadóttir
„Það er margt skemmtilegt hægt
að gera í frímínútunum en mér finnst
skemmtilegast að verpa eggjum,“
sagði Elva Tryggvadóttir, ellefu ára
nemandi í Breiðagerðisskóla.
„Ég ætla að ferðast um ísland í
sumar með foreldrum mínum. Við
verðum með tjald og mér finnst mjög
gaman að fara í útilegu.
Ég hef einu sinni farið til útlanda
með mömmu og pabba. Það var mjög
skemmtilegt en mér finnst þó
skemmtilegra að ferðast um hér á
landi og sofa í tjaldi," sagði Elva sem
ekki ætlar að nýta sér þá valkosti
sem boöið er upp á hjá borginni fyrir
krakka. -ATA
Snú-snú er alltaf jafnvinsælt hjá krökkunum þó svo að stelpurnar séu nánast einráðar í leiknum.
DV-mynd BG
Dægradvöl
Snú-snú ennþá vinsælt
- Hark dottíð út af vinsældalistanum en drullumallið alltaf áhugavert
Krakkar eru almennt að ljúka próf-
um um þessar mundir enda er vor í
lofti. í skólunum eru vorleikir ofar-
lega á baugi, knattspyrna, hand-
knattleikur, körfubolti og eltingar-
leikur eru vinsælastir hjá strákun-
um, en parís, snú-snú, skotbolti og
teygjutvist er vinsælast hjá stelpun-
um. Teygjutvistið er nú orðiö vin-
sælla hjá yngri stelpunum en þeim
eldri og það sama má segja um leiki
í klifurgrindum og rólum sem eru til
staðar í flestum skólununum.
Yfir og hark!
Hér í gamla daga fórum við krakk-
arnir í leiki eins og „yfir“ og síðasta-
leik. Strákarnir fóru gjarnan í hark
og voru þá notaðir lítils metnir flmm-
eyringar. Nú er þetta fjárhættuspil
sem betur fer ekki í hávegum haft
en heyrst hefur aö það sé stundað
með tíköllum. Þar er greinilega spil-
að upp á stórar fjárhæðir.
Hvað er skemmtilegast?
En hvað er vinsælast að leika í frí-
mínútum? Það er enginn sammála
um það. Og svo virðist líka sem
krakkar ætli sér lítið að notfæra sér
það sem borgin og bæjarfélögin ætla
að bjóða upp á í sumar. Viö spurðum
nokkra krakka í Breiðageröisskólan-
um, sex til tólf ára, hvað þau ætluðu
sér að gera í sumar og hvað þeim
fyndist skemmtilegast aö gera í frí-
mínútunum.
-ATA