Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Síða 32
32
ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1988.
Lífsstm
13 V
Auglýsingar I bflakálf
þurfa að berast ( sfðasta
lagi fyrir kl. 17:00
fimmtudaga.
Smáauglýsingar I helgar-
blað þurfa að berast fyrir
kl. 17:00 föstudaga.
Slminn er 27022
BLAÐAUKI
ALLA
LAUGARDAGA
Thelma Sæmundsdóttir og Sunna Þórarinsdóttir, sjö og sex ára gamlar
yngismeyjar, sveifluóu sér af mikilli innlifun á dekki á leikvellinum hjá
Breiðagerðisskólá. DV-mynd BG
Skemmtilegast
í snu-snu
AUGLÝSENDUR
ATHUGIÐ!
..ó fullri fercf
Á bllamarkaði DV á
laugardögum, auglýsa
fjöldi bllasala og
bílaumboða fjölbreytt
úrval blla af öllum
gerðum og I öllum
verðflokkum.
Laila Sæmundsdóttir skemmtir sér
vel i frímínútunum og leikur skot-
bolta af mikilli snilld. DV-mynd BG
Maí-
heftið
komið út
TlmaHtfyrlralla
Það er gaman að vera i „skotbolta" eins og sjá má af þessari mynd sem tekin var í Breiðagerðisskóla fyrir helgina.
DV-mynd BG
- segir Laila Sæmundsdóttir
„Mér'finnst skemmtilegast að fara
í snú-snú. Ég reyni þó að skemmta
Dægradvöl
BÍLA
MARKADUR
mér sem best í frímínútunum. Eg fer
í skotbolta, teygjutvist og jafnvel í
fótbolta. En ég hlakka til þegar skól-
inn er búinn,“ sagði Laila Sæmunds-
dóttir í samtali við DV fyrir helgina.
„Ég verð búin í skólanum í þessari
viku. Ætli ég fari ekki meö pabba og
mömmu í útilegu í sumar. Ég vona
að við fórum á skíði í Kerlingarfjöll.
Ég á ekki von á því að við förum til
útlanda í ár,“ sagði Laila Sæmunds-
dóttir í samtali viö DV.
-ATA
Langskemmti -
legast að róla
- segja Thelma og Sunna
„Mér finnst gaman í skólanum og
ég hugsa bara að ég komi í skólann
aftur næsta ár,“ sagði Thelma Sæ-
mundsdóttir. Hún er sjö ára gömul
og er í fyrsta bekk í Breiðagerðis-
skóla. Þegar DV hitti hana um dag-
inn var hún að sveiíla sér í dekki á
leikvelli Breiðagerðisskóla ásamt
Sunnu Þórarinsdóttur, sem er sex
ára gömul.
„Okkur fmnst langskemmtilegast
að róla,“ sagði Sunna og sagðist enn-
fremur ætla að fara í sveit í sumar.
Thelma sagðist ætla bara að leika sér
í sumar, en kannski færi hún líka í
sveit.
„Ég fer kannski líka í útilegu með
mömmu og pabba í sumar,“ sagði
Sunna. Þær stöllur sögðust örugg-
lega ekki fara til útlanda í sumar,
enda hefðu þær aldrei farið út fyrir
landsteinana.
„Mig langar miklu heldur til að
ferðast innanlands. Þó langar mig
líka til að fara til útlanda," sagði
Thelma og Sunna tók undir það af
mikilli innhfun. En svo héldu þær
bara áfram að róla og er óvíst að þær
myndu skemmta sér nokkuð betur
hvort sem það væri í útilegu eða ut-
anlandsreisu.
-ATA