Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1988. Jarðarfarir Fréttir Hans Durke Hansen mjólkurfræö- ingur andaöist í Landspítalanum 5. maí sl. Jarösett verður frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 16. maí kl. 13.30. Óskar Kristinn Benjaminsson, Skúlagötu 66, lést 29. apríl 1988. Út- förin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðrún I. Sigurjónsdóttir, hjúkrun- arkona, Karlagötu 9, lést þann 21. apríl. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Útför Bjarna Viggóssonar, Hafnar- götu 13, Stykkishólmi, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 11. maí kl. 13.30. Laufey Sigurgarðsdóttir veröur jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykja- vík föstudaginn 13. maí kl. 15. Páll Kr. Pétursson stýrimaður, Ljós- heimum 14, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 11. maí nk. kl. 15. Sveinsína Baldvinsdóttir, Skálagerði 17, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni miðvikudaginn 11. mai kl. 10.30. Kristín Hjálmsdóttir, Kornsá, Vatns- dal, verður jarðsungin frá Þingeyra- kirkju laugardaginn 14. maí kl. 14. Sætaferð verður frá BSÍ kl. 8.30 sama dag. Magnús Vilmundarson, Engihlíð 10, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 11. maí kl. 10.30. Steinn Egilsson, Hátúni 8, sem and- aðist föstudaginn 29. apríl síðastlið- inn, veröur jarðsunginn frá Stórólfs- hvolskirkju laugardaginn 14. maí kl. 14. (Ath. ekki þriðjudaginn 10. maí eins og áður var auglýst.) Bríet Ólafsdóttir, Hólmgarði 21, verður jarðsungin miðvikudaginn 11. maí kl. 15 frá Dómkirkjunni. Útför Kristínar Árnadóttur, fyrrver- andi húsfreyju í Hjallanesi, Land- sveit, fer fram frá Hallgrímskirkju í Reykjavík föstudaginn 13. mai kl. 13.30. Jarösett verður í Fossvogs- , kirkjugarði. Jarþrúður Bernharðsdóttir, áður til heimilis í Básenda 3, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 11. maí 15. Stefán Ágúst Kristjánsson, fyrrver- andi forstjóri, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 11. maí kl. 13.30. Rannveig Þór lést 28. apríl sl. Hún var fædd 10. júní 1903 á Reyðarfirði, dóttir Jóns Ó. Finnbogasonar og Bjargar ísaksdóttur. Rannveig giftist Vilhjálmi Þór en hann lést áriö 1972. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Útför Rannveigar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Ásta Marteinsdóttir lést 1. maí sl. Hún var fædd á Þurá í Ölfusi 16. fe- '.brúar 1925. Foreldrár hennar voru Svanborg A. Jónsdóttir og Marteinn Eyjólfsson. Eftirlifandi eiginmaður Ástu er Gestur Vigfússon. Þau hjónin eignuðust fiögur böm. Útför Ástu verður gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 15. Sigríður Gisladóttir lést 29. apríl sl. Hún fæddist á Tindastöðum 7. apríl 1916, dóttir hjónanna Oddnýjar Árnadóttur og Gísla Guðmundsson- ar. Hún giftist Snorra Gunnlaugssyni en hann lést fyrir einu og hálfu ári. Þau híónin eignuðust þrjú börn. Út- för Sigríðar verður gerð frá Dóm- kirkjunni í dag kl. 15. Axel Smith lést 30. apríl sl. Hann var fæddur 1. okóber 1949, sonur hjón- anna Axels Smith og Svanhvítar Smith. Axel lauk námi í pípulagning- um mjög ungur og starfaði lengstum við þá iðngrein en síðustu árin var hann afgreiðslumaður og sem fag- maður í iðn sinni í Vatnsvirkjanum. Efitirlifandi eginkona'hans er Ásta Egilsdóttir. Þeim hjónum varð þriggja bama auðið. Útför Axels verður gerö frá Hallgrímskirkju í dag kl. 13.30. Fiskmarkaðuiinn í Englandi: Þokkalegt verð þrátt fyrir mikið framboð - íslenskur gámafiskur á markaðnum alla þessa viku I gær voru boðnar upp um 500 lestir af gámafiski frá íslandi á mörkuðunum í Hull og Grimsby og að sögn Aðalsteins Finsen, um- boðsmanns hjá Brekkes Ltd. í Hull, fékkst þokkalegt verð fyrir fiskinn. Minni þorskurinn fór á 52 til 53 krónur kílóið en fyrir stærri fisk- inn fengust um og yfir 60 krónur fyrir kílóið. Aðalsteinn sagðist eiga von á því að verðið færi lækkandi í dag og á morgun, en þá verða boðnar upp hvom dag um 600 lestir af gáma- fiski. Enn verða boðin upp um 600 tonn á fimmtudag. Þá sagði Aðal- steinn að verðið gæti farið upp aft- ur, vegna þess að engir gámar koma frá íslandi í þessari viku og menn verða því farnir að huga að fiski fyrir næstu viku á fimmtudag- inn. Mikið framboð hefur verið á ís- fiski í Englandi undanfarið og er þar ekki bara um fisk frá íslandi að ræða. Skotar hafa aflað mjög vel að undanförnu og hefur komið stór og góður þorskur frá þeim á mark- aðinn. Eins og skýrt hefur verið frá í DV verður enginn gámaútflutning- ur leyföur frá íslandi þessa viku og gildir bannið frá því í gær og til mánudagsins 16. maí. Þetta er gert til að sporna við offramboði og þá um leiö verðhruni á fiskmörkuðum í Evrópu. -S.dór Halldór mótmælti tilkynningu PLO Halldór Asgrímsson, settur utan- ríkisráðherra, átti stuttan fund í gær með Eugen Makhlouf, sendifulltrúa PLO í Stokkhólmi. Sagðist Halldór hafa komið á framfæri mótmælum vegna fréttaflutnings Makhloufs eft- ir fund hans og Steingríms Her- mannssonar í vetur. Að öðru leyti sagði HaUdór að fund- urinn hefði verið fróðlegur og form- legt boð heföi komið frá PLO til Stein- gríms um að koma til fundar við Yasser Arafat. Halldór sagði að ekki heföi verið ákveðinn fundarstaður né fundartími en samkvæmt upplýs- ingum frá Makhlouf hefur Túnis ver- ið nefnt til sögunnar. Þess má geta að Makhlouf mætti á þingflokksfund alþýðubandalags- manna í gær og skýrði siónarmið sín þar. -SMJ Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra: Get ekkert um þetta boð sagt á þessari stundu Andlát Pétur Ágúst Árnason, Silfurteigi 3, Reykjavik, andaðist á öldrunardeild Landspítalans laugardaginn 7. maí. össurína Bjarnadóttir frá Bolungar- vik lést í Vífilsstaðaspítala 8. maí. Guðmundur Thorberg Kristjánsson, Suðurhólum 16, lést á Hvítabandinu sunnudaginn 8. maí. Svavar Jóhannsson, fyrrv. útibús- stjóri Samvinnubankans á Patreks- firði, Víöihvammi 7, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum að morgni 6. maí. Björg Sigurðardóttir frá Hofstaðaseh andaðist 5. maí. Helgi Árnason, Lyngbrekku 13, Kópavogi, andaðist 7. maí í Borgar- spítalanum. Margrét Einarsdóttir, Skólavörðu- stíg 35, lést í Borgarspítalanum sunnudaginn 8. maí. Þorgils Haukur Sigurðsson, Hlíðar- vegi 55, Kópavogi, lést í Borgarspítal- anum 8. maí. Guðrún Pálsdóttir frá Rifshalakoti, dvalarheimilinu Lundi, Hellu, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands laugardag- inn 7. maí. Halldóra Waldorff frá Neskaupstað lést í Landspítalanum föstudaginn 6. maí. Jón J. Fannberg, til heimihs í Garða- stræti 2, lést að morgni laugardags- ins 7. maí. Guðrún Jónsdóttir frá Súðavík and- aðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði 7. maí. Marvin Jónas Gunnarsson kaup- maöur, Akurgerði 34, lést í Vífils- staðaspítala 8. maí. Guðleif Sigurðardóttir frá Horni, Homafirði, lést að dvalarheimilinu Skjólgarði, Höfn, laugardaginn 7. maí. Jónea Helga ísleifsdóttir andaðist á Vífilsstööum laugardaginn 7. maí. Tilkyimingar Félag eldri borgara Opið hús í Sigtúni, Goðheimum, í dag, þriðjudag. Kl. 14 félagsvist, kl. 17 söngæf- ing. „Ég get á þessari stundu ekkert sagt um þetta boð, til þess veit ég of lítið um það. Ég veit hvorki hvort hér sé um að ræða opinbera heim- sókn né hveija ég ætti að hitta, þann- ig að það er fjarri því tímabært að segja nokkum hlut um þetta,“ sagði Steingrímur Hermannsson utanrík- isráðherra þegar hann var inntur álits á boði því sem upplýsingafull- trúi PLO í Stokkhólmi, dr. Mak- hlouf, flutti í heimsókn sinni til ís- lands um síðustu helgi. Steingrímur Hermannsson er staddur í Portúgal og hitti því ekki dr. Makhlouf, sem ræddi þess í stað við Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra sem gegnir utanríkis- ráðherraembætti hér heima í fjar- veru Steingríms. -S.dór Fundir Veitingafólk hefur samið ITC deildin Irpa heldur fund í kvöld, 10. maí, kl. 20.30 að Síðumúla 17, Reykjavík. Allir velkomnir. Starfsfólk hótela og veitingastaða hefur skrifað undir nýja kjarasamn- inga sem byggðir eru á Akureyrar- samkomulaginu. Kjaradeila þess fór til sáttasemjara í síðustu viku og samkomulag tókst eftir fáa fundi í Karphúsinu. -S.dór Kvikmyndir Hjartanlegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýjan vinarhug í veikind- um og við útför Svanhildar Þorleifsdóttur og heiðruðu minningu hennar á saknaðar stundu. Guð blessi ykkur öll. Ragnar Þórarínason Þorleifur Ragnarsson, Hanna Kristín Jörgensen og bðrn Slgurlaug Ragnarsdóttir, Þóröur Pálmi Þóróarson og börn Þórunn Ragnarsdóttir, Birglr Gestsson og börn Ragnhildur Ragnaradóttir og böm. Bíóborgin/Sjónvarpsfréttir: Hreint afbragðs fréttir Framleiðandi, handritshöfundur og leik- stjóri: James U. Brooks Myndataka: Michael Ballhaus, A.S.C. Tónlist: Bill Conti Aðalhlutverk: William Hurt, Albert Brooks, Holly Hunter Síðasta mynd James L. Brooks, Terms of Endearment, var firna- góð, einlæg og fyndin, öðruvísi en flestar myndir. Af hverju var það? Jú, hann er einstaklega góður handritshöfundur, næmur og skondinn í allri tragedíunni. Hann er framúrskarandi leikstjóri og hefur einstakt auga fyrir hlut- verkaskipan og nær upp góðri per- sónusköpun. Næmi hans minnir óneitanlega á Woody Allen þegar honum tekst best upp. Broadcast News stendur hvergi aö baki Terms of Endearment. Hún er jafnvel enn betri ef eitthvað er. Þetta er saga þriggja fréttamanna á stórri sjónvarpsstöð, nær frá bamæsku fram á fullorðinsár en greinir þó sérstaklega frá miklu umbrotatímabih í lífi þeirra. Aron Altman (Albert Brooks) og Jane Craig (Holly Hunter) hafa unnið á sjónvarpstöð um árabil er þangað er ráðinn Tom Grunick (Wilham Hurt), ungur og myndarlegur daðr- ari. Jane og Tom heillast strax hvort af öðru en vegna staðlaðs lífs- munsturs hennar og flaðurs hans gengur þeim heldur illa að ná sam- an. Hins vegar em Jane og Aron einlægir vinir sem geta grátið hvort við annars öxl. Það má eiginlega segja að í þess- heilaga þrenning", Holly Hunter, William Hurt og Albert Brooks. ari mynd sé verið að sýna líf frétta- mannanna frá hinu sjónarhorninu, laust við glansmyndina sem snýr út til Bandaríkjamanna. Lífþessa fólks gengur ekki átaka- laust fyrir sig og til tíðinda dregur þegar fyrirtækið þarf að segja upp fjölda starfsfólks. Jack Nicholson stendur sem aðalþulurinn frammi fyrir því auma hlutverki og er frá- bær fantur eins og ævinlega. Hugmyndin að þessari mynd er einstök og ekki spillir sá þáttur aö sýna persónueinkenni þeirra á unga aldri. James L. Brooks er greinilega ekkert mannlegt óvið- komandi og sýnir það sig í ein- stakri glöggskyggni á smáa letrið í daglegri hegðun fólks. Ótal mörg dæmi þess er aö finna í myndinni en þar verður aö segjast að handrit- ið standi fremst meðal jafningja í annars frábærri mynd. Leikurinn er afbragð, Holly Hunter fer á kostum (sérstaklega í grátköstunum) og William Hurt og Albert Brooks eru sem sniðnir í hlutverkin. Að öðrum myndum ólöstuöum, sem hingað til lands eru komnar, er þessi sú skemmtilegasta, hreint afbragð. -GKr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.