Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Page 40
F R TT ASKOTIÐ
F R
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón-
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsíngar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst,óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1988.
Handtökumálið:
Verður
sent til
Rannsóknar-
lögreglu
Rannsóknarlögreglu ríkisins verð-
ur falin rannsókn vegna máls á hend-
ur tveimur lögreglumönnum sem
kærðir voru fyrir harðræði við hand-
töku um helgina.
Þeir sem hlut áttu að máli eru mjög
ósammála um málsatvik. Lögreglu-
maðurinn, sem handjárnaði kærand-
ann, segir manninn hafa skellt sér
utan í lögreglubílinn og að það hafi
verið upptök átakanna. Sá sem var
handtekinn er þessu algjörlega ó-
; ■vsammála.
Það var ákvörðun lögreglustjóra
aö senda málið til Rannsóknarlög-
reglu. Sættir hafa ekki tekist í málinu
og þar sem lögregluembættið á hlut
að máli þótti eðlilegast að málið yrði
rannsakað hjá RLR.
Lögreglumaður, sem DV ræddi við,
sagði að lögreglan hefði handtöku-
heimiid og þúsundir manna væru
handteknir, þó einhverjir kærðu
handtökurnar þá væri illt við því að
gera. Sami lögreglumaður lagði
áherslu á að í tilfelli sem þessu þyrfti
'“tvo til. -sme
Þröstur Ólafsson:
Ekki Já og
ekki nei
„Ég komst ekki hjá að heyra
hversu mikla athygli þetta mál hefur
fengið þegar ég kom heim frá útlönd-
um á sunnudagskvöld. Ég hefði vilj-
að fá næöi í þessu máli til að ræða
við stjórnarméhn og framkvæmda-
stjóra Granda,“ sagði Þröstur Ólafs-
son, framkvæmdastjóri Dagsbrúnar
og stjómarmaður í Granda. Þröstur
^játaði hvorki né neitaði þegar hann
var spurður hvort hann heföi staðiö
að ákvörðun um bifreiðakaup til-
handa Ragnari Júlíussyni, stjómar-
formanni fyrirtækisins. Pélagar
Þrastar í Alþýðubandalaginu hafa
nú krafist afsagnar allra þeirra sem
þessa ákvörðun tóku.
-gse
LOKI
Voru þeir of „grand"
gagnvart Ragnari?
Norðmenn með undir-
boð á saltfiski í Portúgal
Steingrímur Hermannsson utan-
ríkisráðherra er um þessar mundir
í Portúgal og í gær fór hann í kurt-
eisisheimsókn til nokkurra salt-
fiskkaupmanna og skoðaði salt-
fiskverksmiðju, þar sem saltfiskur
er þurrkaður og unninn fyrir neyt-
endamarkað.
segir Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra
„Þetta var afar ánægjulegt allt
saman og mér þótti sérstaklega
fróðlegt að kynnast því hvemig
markaðsstaöan er, en hún er erfiö
um þessar mundir vegna gífurlegr-
ar samkeppni og, undirboöa frá
Norömonnum. Þess vegna þótti
mér vænt um aö hitta saltfiskkaup-
menn sem lýstu því yfir aö þeir
vildu ekki saltfisk nema frá íslandi
vegna gæöa hans. Það er greinilegt
að íslenskur saltfiskur nýtur mik-
ils álits í Portúgal," sagði Stein-
grímur Hermannsson i samtali viö
DV í gær.
Hann sagðist ekki hafa átt neinar
viðskiptaviöræður um saltfiskinn
en hann heföi kynnt sér þessi mál
að ósk Sölusamtaka íslenskra fisk-
framleiöenda og að hann væri án-
ægður með það sem hann hefði séð
og heyrt í gær.
-S.dór
„Þessi bílakaup eru þvílíkur siðferðisbrestur að allir þeir sem tóku þessa ákvörðun verða að víkja, allir sem einn
og þá skiptir ekki máli þótt Þröstur Ólafsson, félagi okkar í Alþýðubandalaginu, hafi verið einn þeirra,“ sagði
Kristín Ólafsdóttir. Hún stóð við innganginn inn í Granda í morgun ásamt félögum sfnum í Alþýðubandalaginu,
ræddi við fiskverkunarfólk og dreifði pésa þar sem lýst var vanþóknun á bilakaupum handa Ragnari Júliussyni,
stjórnarformanni Granda. Á myndinni eru Guðni Jóhannesson, Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, Össur Skarphéðins-
son, Árni Páll Árnason, Kristín og Kristján Valdimarsson að ræða við fiskverkunarkonu. „Ætli hann greiði bílinn út
í hönd?“ varð einum starfsmanninum að orði þegar talið barst að ákvörðun Ragnars um að leysa til sín bílinn.
DV-mynd GVA
Stjómarformannsbíllinn hjá Granda:
Hjartaþeginn útskrifaður:
Halldór
kemur heim
á moigun
„Þetta er alveg stórkostlegt. Mér
fmnst það eiginlega jafnótrúlegt og
þegar ég frétti að aðgerðin stæði fyr-
ir dyrum að ég skuli nú fá að fara
heim til Islands," sagði Halldór Hall-
dórsson, hjarta- og lungnaþegi, en
hann kemur heim til íslands á morg-
un.
Halldór er búinn að dvelja í London
ásamt fjölskyldu sinni frá því í sept-
ember en fór í aðgerðina í byrjun
febrúar. Aðgerðin tókst mjög vel og
Halldór hefur verið fljótur að jafna
sig eins og sjá má af því að læknirinn
hans, Dr. Magdi Yacoub, taldi Hall-
dór vera nógu hressan til að geta
farið heim og útskrifaði hann af
spítalanum.
„Ég hlakka óskaplega til að koma
heim og hitta vini mína og ættingja.
Ég hef ekki séð marga þeirra mánuð-
um saman. Ég er næstum búinn að
gleyma hvernig það lítur út heima,
ég hef veriö svo lengi að heiman. Ég
vona bara að það verði gott veður
þegar ég kem heim,“ sagði Halldór
Haildórsson.
Halldór mun fara áftur til Englands-
til eftirlits og rannsókna eftir fjórar
vikur.
-ATA
Davíð vildi ekki og Ragnar hlýddi
„Ég fór yfir málið meö Ragnari á
sunnudaginn. Þar sem forsendur
hafa breyst frá því þessi ákvörðun
um bílakaupin var tekin, rekstur
Granda gengur ekki eins vel og grípa
hefur þurft til uppsagna tók hann þá
ákvörðun að kaupa bifreiðina," sagði
Davíð Oddsson borgarstjóri en Ragn-
ar Júlíusson, stjórnarformaður
Granda, hefur ákveðið að kaupa
Saab-bifreið, sem hann hefur haft til
afnota, af Granda.
Beittir þú hann þrýstingi í þessu
máli?
„Þetta var hans ákvörðun.“
En var hún ekki tekin í kjölfar við-
ræöna við þig?
„Jú, það kemur fram í bréfi hans
til mín,“ sagði Davíð.
-gse
Alþingi:
Þráttað
út af bfl-
númerum
Veðrið á morgun:
Léttir til
síðdegis
suðvestan-
lands
Á morgun verður vindátt breyti-
leg framan af degi með rigningu
eða skúrum víöa um land en síð-
degis léttir til suðvestanlands um
leið og vindur snýst til norðanátt-
ar. Hiti verður á bilinu 4-10 stig,
hlýjast sunnanlands.
Langvinn umræða varð í neðri
deild Alþingis í gærkvöldi út af nýj-
um umferðarlögum. Það var sérstak-
leg hið nýja skráninarkerfi bíla, fast-
númerakerfið, sem fór fyrir brjóstið
á mönnum. Margir stjórnarþing-
menn lýstu yfir andstöðu sinni við
frumvarp dömsmálaráðherra og
sagðist t.d. Alexander Stefánsson
vera andvígur frumvarpinu og að
hann myndi beita sér gegn því að
afgreiða það á þessu þingi. Þeir
Valdimar Indriðason, Pálmi Jónsson
og Páll Pétursson tóku í sama streng
og sagði t.d. Páll Pétursson aö frum-
varp dómsmálaráðherra bæri vott
af reynsluleysi ráðherrans. Ekki var
gengið til atkvæða um frumvarpið
og virtist vera óvissa um hvort það
nyti stuðnings meirihluta deildar-
innar.
-SMJ