Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1988, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1988, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 16. MAÍ 1988. Fréttir Aflakóngurinn Sigurður Georgsson, skipstjóri á Suðurey VE, er lengst til hægri á myndinni en með honum eru þeir Garðar Ásbjörnsson og Jón Svansson, verkstjóri. DV-mynd Ómar Suðurey VE 500 aflahæst netabáta Hlrf Svavarsdóttir hlaut verðlaun fyrir frumsaminn ballett Hlíf Svavarsdóttir fékk verðlaun fyrir frumsaminn ballett í keppni norrænna danshöfunda sem haldin var í Osló á laugardagskvöld. Keppn- in fór nú fram í fyrsta skipti en verð- ur haldin annað hvort ár héðan í frá. Hhf hlaut fyrstu og einu verðlaunin sem veitt voru. Fimm dansflokkar frá Norðurlönd- unum tóku þátt í keppninni. Það var íslenski dansflokkurinn sem dansaði í verki Hlífar en tórdistina fyrir verk- ið samdi Þorkeh Sigurbjömsson, tónskáld. -JBj Veiðieftiriítið: Bannar rauðmaga- netin hjá grá- sleppuköriunum - ef þeir hafa ekki Eftirhtsmenn veiðieftirlits sjávar- útvegsráðuneytisins em nú á ferð um landið og hafa þeir svipt nokkra aðila í Haganesvík leyfi til rauð- magaveiða. Ástæðan fyrir þessu er sú að þeir nota net með 8 tommu möskva sem er sama möskvastærð og á þorskanetum. Þeir sem ekki hafa leyfi til þorskveiða verða að taka þessi net upp og enginn hefur leyfi til grásleppu- og þorskveiða samtímis. „Ég þekki ekki aðra möskvastærð við rauðmagaveiðarnar en 8 tommu möskva og fram til þessa hafa netin verið kölluð rauðmaganet. Og með þessu banni erum við sviptir mögu- leikanum til rauðmagaveiða í vor,“ sagði Zophonías Frímannsson í Haganesvík í samtali við DV um þessa ákvörðun sjávarútvegsráðu- leyfi til þorskveiða neytisins. „Það er rétt að við höfum tekið leyf- ið af nokkrum aðiium sem hafa veriö komnir með það sem þeir kaha rauð- maganet út á dýpi. Það er ekkert sagt við því þótt nokkrir þorskar slæðist í rauðmaganet uppi við land. En þegar fariö er að sökkva netunum út á dýpi og ef við finnum saltfisk- stæður í hlöðunni eru menn sviptir leyfmu,“ sagði Þórður Eyþórsson, yfirmaður veiðieftirhtsins. Þórður sagði að veiðieftirlitsmenn væru nú á ferð um landið og myndu líta eftir þessu atriði þar sem menn hafa leyfi til grásleppuveiða og þaö gæti allt eins farið svo að fleiri en grásleppukarlarnir í Haganesvík misstu leyfið ef þeir eru að stunda þorskveiðar í skjóh rauðmagaveiða. -S.dór SeHbss: Fjörutíu teknir fyrir hraðakstur Ómar Garðarssan, DV, Vestmannaeyjum; Suðurey VE 500 er aflahæsti neta- bátur í Vegtmannaeyjum í ár, með um 1170 tonn frá áramótum til 15. maí. Er þetta mesti afli netabáts yfir landiö á þessari vertíð. Afli þeirra á sama tíma í fyrra var tæp 1.400 tonn. Þetta er að mestu leyti þorskur, sem þeir hafa fengið í kant- inum út af Vík í Mýrdal og Dyrhóley. Sigurður sagði að þessi vertíð hefði verið hefðbundin að flestu leyti, nema hvað stöðugar austan- og norð- austan áttir hefðu gert þeim erfitt fyrir. Oft hefði verið rok á miðunum svo dögum skipti. Hehdarbotnfisksafli sem landað var í Vestmannaeyjum frá 1. janúar til 1. maí er samkvæmt bráðabirgða- tölum Fiskifelagsins 21.790 tonn á móti 18.573 tonnum á síðastu vertíð. Vegna yfirvinnubanns í aprfi lönd- uöu skip frá Vestmannaeyjum um 1.100 tonnum annars staðar á landinu. Lögreglan á Selfossi stöðvaði fjöru- tíu ökumenn fyrir of hraðan akstur um helgina og tíu voru teknir fyrir meintan ölvunarakstur. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var umferðin um helgina meö allra mesta móti enda veðrið dýrlegt. En góö veðurskilyrði hafa greinilega freistað margra til að „kitla pinn- ann“ óþarflega mikið. -ATA I dag mælir Dagfari Laus fastgengisstefna Aðalsmerki núverandi ríkis- stjómar er fastgengisstefnan. Hún hefur verið sem rauður þráöur í öhum aögerðum ríkisstjómarinn- ar og ráðherramir hafa aldrei þreyst á að lofsama hana og lofa áframhaldi hennar, enda hefur hún skfiað árangri. Miklum árangri, segir forsætisráðherra, og bendir á að verðbólga hafi lækkað, kaup- máttur aukist og góöæri ríkt. Um þessar mundir er næstum ár síðan ríkisstjómin tók við völdum. Hún stóð fast á fastgengisstefhunni í sjö mánuði, en í febrúar var geng- ið feht um sex prósentustig. Síöan hefur genginu verið haldið fóstu þangað til núna að það er aftur fellt um tíu prósentustig. Frá því í fe- brúar em hðnir þrír mánuðir. í aha þessa þrjá mánuði hefur geng- inu verið haldið fostu. Og forsætis- ráðherra hefur sýnt okkur fram á að fastgengisstefnan hafi skilað ár- angri, með minnkandi verðbólgu og auknum kaupmætti. Hann er stoltur af fastgengisstefnunni sinni. Einhver kann að halda að með þessum endurteknu gengisfehing- um sé ríkisstjórnin að hverfa frá fastgengisstefnunni. Hún hafi gef- ist upp. En þetta er misskilningur og nauösynlegt að kveöa þann orð- róm niður. Fastgengisstefnan er ekki fólgin í því að halda genginu fóstu um alla eilífö. Stefnan er fólg- in í því að halda genginu fóstu á milli gengisfellinga. Fyrstu sjö mánuðina af stjórnartímabhinu stóð gengið fast. Eftir að gengið var feht í febrúar hefur það veriö blýf- ast. Núna, eftir að gengiö hefur verið fellt á ný, mun ríkisstjórnin leggja áherslu á að gengið verði fast þangað til gengið verður feht næst. Þessi stefna skilár árangri, bæði í minnkandi verðbólgu og auknum kaupmætti og almennu góðæri. Þetta verður almennigur aö skilja til að vita hvað átt er við þegar tal- að er um fastgengisstefnu. Sá mis- skilningur er nefnfiega útbreiddur að fastgengisstefna sé fast gengi á hveiju sem dynur. Inntak stefn- unnar er hins vegar allt annað, nefnilega það að halda fast í gengið á meðan það er, en hleypa því svo lausu þess á milli. Nú má til dæmis reikna með því að gengið veröi fast fram í júli eða þangað til gengiö verður feht næst og þá ríkir fast- gengisstefna á meðan. Ríkisstjómin hefði kosiö aö tíma- bilin á milli gengisfelhnga yrðu ögn lengri hverju sinni, en því miöur hefur það ekki spurst til útlanda að hér ríki fastgengisstefna og út- lendingar hafa því borgaö minna fyrir útflutningsafurðir íslendinga og sú verðlækkun setur strik í reikninginn. Afleiðingin hefur orð- ið sú, að meðan gengið er fast hér heima, þá er þaö á fleygiferð í út- löndum. Þetta ábyrgðarleysi í út- löndum kemur sér illa fyrir ís- lenska ríkisstjórn sem rekur fast- gengisstefnu hér heima, sem bygg- ist á því að verðlag í útlöndum haldist hátt, til aö verðbólgan fari lækkandi, kaupmáttur aukist og góöæri ríki. Einhvern tíma var Tómas Áma- son fjánnálaráðherra þegar ríkis- stjórnin hélt genginu fóstu og hafn- aði gengisfellingum. Tómas tók þá til-ráðs aö beita gengissigi, þannig aö gengið seig í stað þess að falla En þegar gengið seig svo hratt að Tommi .varð aö taka sigið í stökk- um, fann hann það út að kalla geng- isfellinguna gengissig í einu stökki! Nú erum viö komnir með nýja rík- isstjórn sem er hætt við gengissig og gengisfellingar en rekur fast- gengisstefnu á milli þess sem geng- ið er fellt. Þessu getur enginn mót- mælt og sannar enn einu sinni að stjórnmálamenn eru snjahir og ekki er völ á betri mönnum til að stjórna þessu landi. Gengissig í einu stökki eða fast gengi á milli á gengisfellinga. Hver er munurinn? Og hver getur bent á betri gengis- stefnu? Enda hefur verðbólgan farið lækkandi, kaupmáttur aukist og góðæri ríkt á milli gengisfelhnga. Nú verður að vísu að skera burtu kauphækkanirnar sem samið hef- ur verið um í vetur. Nú má búast við aukinni verðbólgu og nú má búast við að góðærið dragist sam- an. En þetta eru aukaatriði. Aðalat- riðið er aö fastgengisstefnan lifir og heldur sínu striki, þangað til gengið verður fellt næst. Svona eiga ríkisstjómir að vera Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.