Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1988, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1988, Síða 14
14 Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Fólkið tók völdin Lítið hefur gerst um helgina annað en að ríkisstjórn- in hefur staðfest gengisfellinguna sem fólkið hafði fram- kvæmt á föstudaginn. Öðrum efnahagsráðstöfunum er slegið á frest og enn ekki vitað hvernig þeim reiðir af. Ríkisstjórnin hefur beðið ósigur með fastgengisstefnu sína en veit ekki hvernig hún á að reka flóttann. Þó mátti hún vita að efnahagsráðstafanir voru óumílýjan- legar og það vekur ekki traust meðal almennings þegar stjórnarflokkarnir hiksta strax á fyrstu metrunum. All- ir vissu að gengisfelling lá í loftinu og undarlegt stjórn- leysi að eiga ekki svör við þeim afleiðingum sem af geng- isfellingunni hljótast. Þótt ótrúlegt sé virðast ráðherr- arnir hafa trúað að fastgengisstefnan mundi halda velli enn um sinn og.nægur tími væri til stefnu. Á flokkstjórnarfundum, í eldhúsdagsumræðum og umræðum um vantraustið á ríkisstjórnina fluttu ráð- herrarnir hjartnæmar ræður um fastgengisstefnuna. Þeir vöruðu við afleiðingum gengisfellingar og lögðu lykkju á leið sína til að útskýra fyrir hlustendum hversu gengisfelling væri fáránleg og fjarstæðukennd. Þessar ræður voru einlægar en ekki að sama skapi trúverðug- ar. í rauninni er það furðulegt af leikreyndum stjórn- málamönnum að taka svo mikið upp í sig sem þeir gerðu þegar þeir höfnuðu gengisfellingarleiðinnni. Sérstak- lega í ljósi þess að gengið var fallið hversu lengi sem þeir lömdu höfðinu við steininn. Og líka í ljósi þess sem á eftir kom. Enda fór það svo að ræðuhöldin báru ekki árangur. Fólk tók ekki mark á ráðherrunum. Þjóðin er ekki eins vitlaus og menn halda. Hún tók völdin af ríkisstjórn- inni. Jafnskjótt og þingi var slitið hópaðist almenningur í bankana. Fyrirtækin, ferðaskrifstofurnar, fólkið sem lifir í þessu bananalýðveldi, greip til sinna ráða, allir sem einn. Og gjaldeyrissjóðirnir tæmdust. Sagt er að gjaldeyrir hafi verið leystur út fyrir tvo og hálfan millj- arð króna á einum degi. Ríkisstjórnin var tekin í bólinu. Hvað segir þetta kaupæði okkur? Það segir okkur að ríkisstjórn ræður ekki ein ferðinni í peninga- og efna- hagsmálum. Það er athafnalífið, viðskiptin, ferðalögin og fjárútlát einstaklinga sem skipta máli. Ekki hitt hvort ráðherrar eru í ferðalögum. Ekki það hvort stjórnar- flokkar komi sér saman um hvenær höggið ríður af. Ekki heldur hvort ríkisstjórn þóknast að prédika fast- gengisstefnu löngu eftir að fast gengi er komið á fleygi- ferð. Þessi atburðarás sannar að ríkisstjórn og ríkis- stjórnir framtíðarinnar geta ekki einhliða ákveðið skráningu gengis. Það er markaðurinn sem ræður, hin- ar hörðu staðreyndir viðskipta- og athafnalífsins. Geng- isskráning ræðst ekki af stefnuyfirlýsingum stjórn- málaflokka. Eitt er hvað þeir vilja. Annað hvað þeir geta. Gengið var löngu fallið. Það var óðs manns æði að halda því áfram í föstum skorðum þegar gjaldeyrir var á útsöluverði. Þeir dagar eru liðnir að stjórnvöld geti leikið sér með gengisskráningu og sniðið hana að sér- pólitískum þörfum innanlands. Þeir dagar eru liðnir að íslendingar séu einir í heiminum eða trúi öflu sem ráð- herrar segja eins og nýju neti. íslensk stjórnvöld ráða ekki viðskiptakjörum erlendis eða aflanum úr sjónum. Ytri aðstæður breyttu forsendum fastgengisstefnunnar, aðstæður sem íslenska ríkisstjórnin hefur ekki á valdi sínu. Og eftir því dansar gengið, hvort sem ráðherrum líkar betur eða verr. Þetta skilur fólkið í landinu. Þess vegna tók það ómakið af stjórninni og flýtti fyrir gengis- feflingunni. Ellert B. Schram MÁNUDAGUR 16. MAÍ 1988. „Afrakstur tölvuvæðingarinnar verður tæplega mældur i aukinni þjónustu við almenning“, segir greinar- höfundur. Tölvuvæðingin ekki fyrir almenning í vörslu opinberra aðila er óhemjumikið af gögnum sem varða hinn almenna borgara. Það hefur kostað gríðarlega mikla vinnu og fé að safna, skrá og varðveita þess- ar upplýsingar. Upplýsingasöfnun opinberra aðila er ekki markviss. Algengt er að fjórir eða fleiri aðilar safni sömu upplýsingunum. Opin- berar upplýsingar eru dreiföar um ríkiskerflð. Oft gengur erfiölega að draga saman heillega vitneskju um einstök málefni. Afrakstur tölvuvæðingar Tölvuvæðingin hefur opnað ómælda möguleika á hraðvirkri upplýsingavinnslu. Ef marka má kannanir hefur fyrirtækjum þegar á heildina er litið þó ekki tekist að auka framleiðni skrifstofumanna sinna með tölvuvæðingu. í Banda- ríkjunum er því til dæmis haldiö fram að framleiðni á skrifstofum sé síst meiri nú en fyrir tveimur áratugum. Engin ástæöa er til að ætla að íslensk fyrirtæki hafi náð skárri árangri. Nú er sennilega eytt hðlega 4,0 milljörðum króna í kostnað við tölvuvinnslu hér á landi. Það er ljóst að sá kostnaður skilar sér ekki í aukinni þjóðar- framleislu. Opinber upplýsinga- vinnsla hefur þó líklega skilað skárri árangri. Unnt er að nefna mörg dæmi um velheppnaða tölvu- væðingu á opinberri upplýsinga- vinnslu. Tölvuvæðing ríkisins beinist að þörfum stjórnkerfisins og stjórnenda þess. Öflugustu töivukerfin eru notuð til þess aö reikna út skatta og álögur og halda utan um innheimtu þeirra. Við hönnun þeirra hefur ekki verið hugað að hagsmunum hins al- menna borgara. Þjónusta við almenning Afrakstur tölvuvæðingarinnar verður tæpleg mældur í aukinni þjónustu við almenning. Vissulega finna menn fyrir hag- ræði á mörgum sviðum en hinu má ekki gleyma aö tölvuvæðingin hefur einnig valdið óþægindum. Þegar á heildina er htið nýtur hinn almenni borgari ekki mikils hag- ræðis af vaxandi tölvuvæöingu í opinbera kerfinu. Hann fær til dæmis ekki sendar heim til sín í dag betri upplýsingar úr hinum opinberu upplýsingasöfnum en fyrir áratug. Enn hefur ekki veriö gerð alvarleg tilraun th að sameina upplýsingar í opinberu tölvuskrán- um til hagræðis fyrir almenning. Á hinn bóginn hefur innheimtuseðl- um, álagningarseðlum, happdrætt- ismiðum og öðrum tölvuprentuð- um seðlum, sem sendir eru til fólks í pósti, fjölgað til muna. Fólk fær tölvuseðla sem eru áferðarfallegri en áöur. Sú vitneskja, sem þeir hafa að geyma og skiptir almenn- ing máh, hefur hins vegar ekki aukist að sama skapi. Breytt skipulag Fyrirtæki, sem skara fram úr á sviði tölvunotkunar, eiga það sam- eiginlegt að hafa endurskipulagt KjaUaiinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur starfshætti sína í kjölfar tölvuvæð- ingarinnar. Reynslan sýnir að tölvuvæðingin ein skilar ekki þeim afrakstri sem að er stefnt. Til þess að unnt sé að ná fram kostum nú- tíma upplýsingatækni þarf fleira en tæknin ein að koma til. Margar opinberar stofnanir safna sömu upplýsingum og vinna úr þeim óháð hver annarri. Það skapar margverknað sem tölvuvæðing gæti minnkað. Ef nota á upplýs- ingatæknina er hins vegar nauð- synlegt að samræma störf þeirra aðila sem vinna sömu störf. Th þess að skýra hvað hér er átt viö má taka dæmi af framkvæmd fast- eignamats og brunabótamats. Margvinna í matsstörfum Þrjú tryggingafélög annast brunatryggingar. Hvert þeirra hef- ur tölvuskrá um þær fasteignir sem það tryggir. Það jafngildir því að í landinu séu fiórar fasteignaskrár, þrjár hjá tryggingafélögunum og ein hjá Fasteignamati ríkisins. Þær eru allar tölvuvæddar. í nokkur ár hafa legið fyrir tillögur um að ein- falda matskerfin og færa þau undir einn hatt. Til þess að það sé unnt þarf hins vegar að ná samstöðu óhkra stjórnmálaafla. Það hefur ekki tekist. Viö söfnun upplýsinga um húsnæði er þó enn meiri tví- verknaður en áður var lýst. Söfnun upplýsinga um fasteignir og eig- endur þeirra, skráning þeirra, úr- vinnsla og varðveisla kostar á hverju ári ekki minna en 1000 milj- ónir króna. Við þaö starfa ekki færri en 800 manns, sumir í fullu starfi, aðrir aö hluta. í Reykjavík einni eru nálægt 30 óskyldir opin- berir aðilar sem safna eða nota upplýsingar um fasteignir í borg- inni og eigendur þeirra. Flestir þeirra eru vel tölvuvæddir. Opin upplýsingamiðlun Um það er rætt að við lifum á upplýsingaöld. Það má til sanns vegar færa hvað tæknina varðar en ekki framkvæmdina. Menn dreymir um að þeir geti tengt heim- ihstölvur sínar við öfluga upplýs- ingabanka og fengiö sent inn á heimili sín mikiö magn upplýsinga. Þaö ýtir undir þessa draumsýn að tölvur verða sífellt ódýrari. Sölu- verö þeirra lækkar stöðugt að raunvirði. Tölva mun innan ör- fárra ára veröa ódýrari en mynd- bandstæki sem nú er að finna á fiölda heimila. Tæknin er fyrir hendi á viðráðanlegu verði. Þrátt fyrir það mun langur tími líða þar til almenningur fær aðgang fyrir tölvur sínar að einhverjum mark- verðum upplýsingum. Þau upplýs- ingasöfn, sem fólk ætti að eiga kost á að sækja upplýsingar í, eru ekki búin undir upplýsingamiðlun af þessu tagi. Opinbera kerfið er ekki heldur reiðubúiö aö takast á við opna upplýsingamiðlun. Því veldur annars vegar hversu fiókið opin- bera stjórnkerfið er og hins vegar þröngsýni stjórnmálamanna. Stjórnmálamenn og emb- ættismenn í opinbera stjórnkerfmu er ákveðin verkaskipting á milli stjórnmálamanna og embættis- manna. Þessi verkaskipting er afar glögg á sviði upplýsingamála. Sfiórnmálamennirnir hafa helgað sér hina stórvirku upplýsinga- miðla - fiölmiðlana. í gegnum þá flytja þeir almenningi boðskap sinn. Fréttatilkynningar, blaöa- mannafundir, greinaskrif, frétta- lekar og ýmsar uppákomur eru notaðar í þeim tilgangi. Stjórn- málamennirnir eru almennt á einu máli um að embættismenn eigi ekki aö nota fiölmiðlana til að koma upplýsingum til almennings. Embættismennimir ráða hins veg- ar hinni tölvuvæddu upplýsinga- vinnslu. Þeir hafa skipulagt upp- lýsingasöfnin og lagt á ráðin um hvaðá verkefni skuli tölvuvæða. Stjórnmálamönnunum er meö lagni haldiö frá þessum málum enda hafa þeir ekki tíma til að setja sig inn í smáatriði i tæknimálum. Þessi verkaskipting, sem virt er með þegjandi samkomulagi, hefur gert það að verkum að tölvuvædd upplýsingavinnsla opinberra aðila og upplýsingaþjónusta fiölmiðl- anna hafa aldrei mæst. Stefán Ingólfsson „í Bandaríkjunum er því til dæmis haldið fram að framleiðni á skrifstofum sé síst meiri nú en fyrir tveimur ára- tugum. Engin ástæða er til að ætla að íslensk fyrirtæki hafi náð skárri ár- angri.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.