Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1988, Side 18
18
MÁNUDAGUR 16.-MAÍ 1988.
JORÐ TIL SOLU
Tilvalið tækifæri fyrir þá sem áhuga hafa á hrossa-
rækt. Selst með eða án bústofns. Upplýsingar í síma
93-56616 á kvöldin.
S;S
:'y'-
i:s,S
1
Áður Nú
Khaki-buxur T.4ð£k SOO
Galla-buxur 1.490 500
Joqgingpevsur 1.425 600
Joggingbuxur 1.190 400
Peysur 2.490 1.900
Skyrtur 1.790 400
Gallajakkar 2.900 1.400
Dömujakkar 2.790 1.395
Barnabuxur 1.100 600
Áprentaðirbolir 600 300
Neyöist ein mesta velmegunarþjóð heimsins til að hafast við í tjaldbúðum á flótta undan efnahagsstefnu
stjórnarinnar?
l'búð eða tjald?
Þrátt fyrir þá staðreynd að mikið
öngþveiti ríki um þessar mundir
og hafi raunar ríkt á undanfórnum
árum í húsnæðismálum lands-
manna virðist sem lítil alvara fylgi
gerðum núverandi ríkisstjómar í
þessum málum. Þeir sem bíða eftir
láni standa frammi fyrir því að
þurfa jafnvel að bíða í nokkur ár
eftir fyrirgreiðslu hjá Húsnæðis-
stofnun ríkisins eins og málum er
háttað í dag.
Skýr stefna
Stefna núverandi ríkisstjórnar er
skýr: Sem allra lægst laun, engin
húsnæðislán, stórauknar álögur á
almenning með matarskattinn í
broddi fylkingar og útgáfa falsaðra
lánsloforða til þeirra sem vilja
reyna að koma sér upp þaki yfir
höfuðið, svo ekki sé rætt um vexti
og verðtryggingu sem húsbyggj-
endum er gert aö greiöa.
Allir vita hvernig fór fyrir mis-
gengishópnum og þeim sem fengu
lán árin á eftir. Fyrst fengu við-
komandi lán sem ekki var hægt að
greiða vegna vaxtaokurs og falskr-
ar verðtryggingar, síðan komu
hjálparlán og enn fleiri svokölluð
skyndihjálparlán. Til þess að hafa
við afborganakapphlaupinu þarf
síðan að leggja nótt við dag til að
hægt verði að borga af lánunum.
í öðru orðinu tala stjómarflokk-
amir um hagsæld og velmegun og
í hinu um hin dökku ský sem grúfa
yfir efnahagsmálum landsmanna.
Skil ég ekki í að nokkur skilji svona
óráðshjal. Enda vitum við nú fyrir
víst að stefna þessarar ríkisstjóm-
ar er ekki annað en blanda af
hringli áttavilltra manna sem
stefna hraðbyri að kollsteypu þjóð-
arbúsins.
Fyrir utan kjaramálin hefur
Borgaraflokkurinn allt frá upphafi
lagt mesta áherslu á húsnæðismál-
KjaUaiiim
Rúnar Sig. Birgisson
formaður Félags ungra
borgara í Reykjavík
in enda má meö sanni segja að
húsnæöismálin séu stór hluti af
kjaramálum. Það þarf að leggja
ríka áherslu á að greiðslubyrði
húsnæðislána verði í samræmi við
greiðslugetu. Borgaraflokkurinn
leggur áherslu á að allir eigi þess
kost að eignast þak yfir höfuðið án
þess að standa í áralangri biðröð
og að greiðslubyröin verið með
þeim hætti að fólki gefist kostur á
eðlilegu og mannsæmandi lífi.
Innstæðulaus lánsloforð
Lögð hefur veriö mikil vinna í að
koma fram með raunhæfar hug-
myndir, eins og til dæmis þingsá-
lyktunartillagan um sjálfstæðar
húslánastofnanir sannar. Það er
alveg óhætt að fullyrða að þær til-
lögur og aðrar, sem flokkurinn hef-
ur lagt fram í þessum efnum, hafa
vakið mikla athygli langt út fyrir
raðir flokksins, enda þótt viö vilj-
um alls ekki gera þettahagsmuna-
mál okkar allra að fórnarlambi í
pólitískri skák.
Það eina sem núverandi ríkis-
stjórn hefur lagt til málanna er að
gefa út innstæðulaus lánsloforð
sem allir hljóta að sjá aö miðaö við
núverandi ástand eru gefin út til
þess eins að gulna með árunum og
vera til vitnis um einhverja mestu
óstjórn sem setið hefur við völd í
þessu landi.
Margir spyija sig hvað 'ríkis-
sfjómarhringlið eigi að standa
lengi. Það virðast vera til nægir
fjármunir til skrautbygginga af
öllu tagi en þegar almenningur fer
fram á þak yfir höfuðið eru engin
ráð til. Sennilega enda ósköpin með
því að stór hluti þjóðarinnar neyð-
ist til þess aö hafast við í tjöldum
ef ekki verður tekið á þessum mál-
um af festu. Það yrði örugglega tek-
ið eftir því um allan heim ef hluti
þjóðar, sem talin er ein mesta vel-
megunarþjóð heimsins, neyðist til
þess að hafast við í tjaldbúðum,
svona einhvers konar flóttamanna-
búðum, á flótta undan efnahags-
stefnu ríkisstjómarinnar.
Rúnar Sig. Birgisson
„Það þarf að leggja ríka áherslu á að
greiðslubyrði húsnæðislána verði í
samræmi við greiðslugetu.“
Bílskúrshljómsveitirvoru geysivinsæl-
ar fyrir tveimur áratugum en síðan
hurfu þær aftur. Það er engu líkara
en þærséu að komast í tísku aftur. Á
ný má heyra bassadrunur úr bílskúrum
og kjöllurum víðs vegar um landið og
unglingarnir eru aftur farnir að nota
sumarhýruna sína og aðra aukapen-
ingafjölskyldunnartil aðfjárfesta í
rafmagnsgítarog magnara. Þessi þró-
un hlýtur að gleðja marga gamla hippa
og hljómsveitarmenn.
Sjá nánar um „bílskúrshljómsveitir"
og unga tónlistarmenn í Lífsstíl á
morgun.
Gigtin er dýrasti sjúkdómur á íslandi en
jafnframt sá afskiptasti. Vegna alls þess
fjölda sem þjáist af gigt dag hvern, er
vinnutapið gífurlegt og örorkubætur og
sjúkrapeningar sem gigtveikir fá eru
margfalt meiri en það fé sem veitt er til
gigtlækninga hér á landi. Allt að helm-
ingur fiskvinnslufólks þjáist af gigt.
Fimmti hver maður í þjóðfélaginu ber
einhver einkenni gigtarsjúkdóms. En
hvað er gigt? Hvaða læknismeðferð er
beitt gegn henni? í Lífsstíl á morgun
verðurfjallað um þennan skæða og út-
breidda sjúkdóm sém læðist með veggj-
um, en veldur mikilli þjáningu og stund-
umörkumlum.