Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1988, Síða 20
20
MÁNUDAGUR 16. MAÍ 1988.
Lausar stöður
I viöskiptadeild Háskóla íslands eru lausar til um-
sóknar eftirgreindar tvær tímabundnar lektorsstöður.
Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðurnar til þriggja
ára.
1) Hálft starf lektors í rekstrarhagfræði með sérstöku
tilliti til stjórnunar.
2) Hálft starf lektors í rekstrarhagfræði með sérstöku
tilliti til upplýsingatækni.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf
umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og náms-
feril og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 10. júní nk.
Menntamálaráðuneytið,
10. maí 1988.
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
Tugir tegunda
__•!_•_
r~
Hvoriisgölu 33, slmi: 62-37-37
__ Þjónustumiðstöð
skrifstofunnar.
eykjavíkur.
bílastæði við Klapparstíg.
(J
ARKLAmmaifiD©
GASGRILL m/kút og yfirbreiðslu
Verð kr. 14.500,-
TIL SÝNIS OG SÖLU
Dalshrauni 13, Hafnarfirði
P
Sím
Sími 652575
Viðtalið
Tómstundimar
snúast mikið
um sónginn
V -< 1
Nafn: Þóroddur F. Þóroddson
Aldur: 38 ár
Staða: Verkefnastjóri hjá
Náttúruverndarráði
Þóroddur F. Þóroddson hefur
verið ráðirrn framkvæmdastjóri
Náttúruverndarráðs frá og með
1. júní. Hann starfar nú sem verk-
efnastjóri hjá Náttúravemdar-
ráði.
Jarðfræðingur að mennt
Þóroddur er fæddur í Reykjavík
1950. Hann er alinn upp í höfuð-
borginni, tók stúdentspróf frá
MH og síðan lauk hann jarð-
flræðinámi frá Háskóla íslands
1975. Að þvl loknu hélt hann til
Uppsala í Svíþjóð þar sem hann
lagöi stund á vatnafræði í há-
skóla. Hann starfaði hjá Orku-
stofhun á ámnum 1975 til 1981 en
fluttist þá til Akureyrar og vann
á náttúrugripasafninu þar í bæ.
Á þeim tíma vann Þóroddur að
ýmsum verkefnum fyrir Náttúr-
vemdarráð. Síöastliðin tvö ár
hefur Þóroddur verið fastur
starfsraaður hjá Náttúruvemd-
arráði.
Söng á dráttarvélinni
„Tómstundirnar snúast mikið
um söngina Ég syng ásamt kon-
unni minni í kór Langholtskirkju
en þar áður var ég í Háskólakóm-
um og kór Menntaskólans við
Hamrahlið," segir Þóroddur.
Hann segir mikinn tíma fara í
sönginn þar sem æfingar eru tvi-
svar í viku, auk þess sem kórinn
syngur viö messur og heldur tón-
leika. „Égsöngmikiðsemkrakki,
til dæmis á dráttarvélinni í sveit-
inni. Auk þess hef ég aöeins farið
í söngtíma, bæði í Reykjavík og á
Akureyri þegar ég bjó þar.“
í Lyons
Eiginkona Þórodds er Sigríður
Friðgeirsdóttir skrifstofumaöur
sem er ættuð fr á Raufarhöfn. Þau
eiga tvær litlar dætur, Huldu
Björk, 7 ára, og Hörpu Kristínu,
3 ára.
Þóroddur hefur fleiri áhugamál
en söngirm. Hann hefur starfaö í
Lyonsklúbbi undanfarin ár og er
hann nú félagi í Lyonsklúbbnum
Vála í Reykjavík. „Þetta er mjög
góður félagsskapur. Maður eign-
ast vini og kunningja og þetta er
sérstaklega gott fyrir menn eins
og mig sem hafa flust milli byggö-
arlaga. Ég byijaði í Lyons þegar
ég fluttist til Akureyrar og komst
þannig í kynni við margt fólk.“
Á gönauskíði
með dæturnar
„Útivist hef ég einnig gaman af
en geri þó of lítið af slíku. Þó
skrepp ég á gönguskíði viö og við.
Þaö hefúr þó veriö misjafnlega
mikið í gegnum árin. Stelpumar
hafa verið á erfiðum aldri til þess
aö fara meö þær á gönguskíði en
áöur setti ég þær á snjóþotu og
dró þær á eftir mér. En þær fara
nú bráðum að geta stigiö á skíöi
sjálfar.“ -JBj
Fréttir
Húsavík:
ByggtyfirHöfða
því bankinn fjármagnaði byggingima
að mestu.
Netagerðin
í netagerðinni vinna sex manns og
eru næg verkefni fyrirliggjandi. Þor-
steinn Benediktsson netagerðar-
meistari sagði í samtali viö DV að frá
upphafi hefði verið tekin sú stefna
að útgerðarmenn þyrftu ekki að
greiða meira fyrir þjónustuna hjá
Höfða en þeir þyrftu að greiða fyrir
sambærilega þjónustu til dæmis í
Reykjavík. Netagerð Höfða tók til
starfa árið 1981 og hefur lengst af
verið á hrakhólum með húsnæði.
Jóhannes Sigurjónsson, DV, Húsavflc
Nýlega tók útgerðarfyrirtækið
Höfði hf. í notkun húsnæði á hafnar-
svæðinu sem byggt var yfir starfsemi
fyrirtækisins. Höfði hf. gerir út
rækjutogarann Júlíus Havsteen og
gerði áður út togarann Kolbeinsey.
Einnig rekur Höfði netagerð og er
hún til húsa á neðri hæð nýbygging-
arinnar. Á efri hæð eru hins vegar
skrifstofur fyrirtækisins.
Húsvískir verktakar unnu alfarið
við bygginguna en fram kom við
formlega opnun hússins að í raun
væri Landsbankinn aðalverktakinn
Þorsteinn Benediktsson netagerðarmeistari við vinnu í nýju byggingunni.
DV-mynd Jóhannes
Jóhannas Sigurjónæon, DV, Húsavífc
Eitt af því sem tilfinnanlega hef-
ur skort á bæjarbraginn á Húsavík
er útimarkaður yfir suraarið. Slíkir
eru gerðir út víða á menningar-
stöðum, svo sem í Reykjavík suður
og Mývatnssveit uppl En nú kann
að verða breyting á þessu.
Sveinn Hauksson, tónhstarmað-
ur með meiru, hefur sem sé lagt
fram umsókn til bæjaryfirvalda á
Húsavík um starfrækslu útimark-
aðar í sumar. Bæjaryfirvöld haía
tekið vel í þessa beiðni, með fyrir-
vara um samþykki bygginganefiid-
ar og annarra hlutaöeigandi aðila.
ísafjörður:
Nýr bátur sjósettur
Siguijón J. Sigurðsson, DV, ísafirði
Nýr bátur var sjósettur frá Skipa-
smíðastöð Marsellíusar hf. á ísafirði
nýlega. Báturinn, Jón Helgason ÁR,
er einn af þessum svokölluðu 9,9
tonna bátum og er hann að öllu leyti
hannaður og smíðaður hjá Skipa-
smíðastöð Marsellíusar hf. Jón
Helgason ÁR er 12,40 m á lengd og
3,80 m á breidd, búinn 200 hestaíla
vél. Eiginleg smíði á bátnum hófst
ekki fyrr en um áramótin og hefur
smíðihans því tekið um fimm mán-
uði. Áður en bátnum var hleypt af
stokkunum gaf dóttir eigandans, Sig-
urðar Jónssonar frá Þorlákshöfn,
bátnum nafn.
Jón Helgason ÁR mun fyrst um
sinn verða gerður út á línu og net.
Jón Helgason ÁR rennur af stokkunum. DV-mynd BB