Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Side 30
30 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988. ÍSÍIÉÉ Sf „Innílutningurinn skapar ekki eins miklar gjaldeyristekjur. Eg hugsa alltaf meira um ad koma afurdinni í veró i utflutningi og fá gjaldeyrinn inn, “ segir Magnus G. Fridgeirsson. DV-mynd GVA Arftaki Eysteii - segir Magnús G „Ég geri ráð fyrir að við flytjum fyrir fullt og allt í kringum í. ágúst en nú fara næstu tveir mánuðir í það að ferðast yfir Atlantshafið," sagði Magnús G. Friðgeirsson, hinn nýi forstjóri Iceland Seafood Corpor- ation, þegar DV heimsótti hann á vistlega skrifstofu hans í Sölvhóls- götunni. Það mátti vart tæpara standa að við næðum tali af Magnúsi vegna þess að örfáum klukkustund- um siðar var hann sestur upp í flug- vél á leið til höfuðstöðva Iceland Se- afood til að taka við starfi því sem Eysteinn Helgason gegndi. Sem kunnugt er var Eysteinn látinn víkja úr stöðu forstjóra og upp kom eitt mesta deilumál það sem af er þessu ári innan Sambandsins, sem fjölmiðl- ar fjölluðu einnig mikið um. Ætlunin var að hitta Magnús klukk- an 11.30 á þriðjudagsmorguninn en þá var hann kallaður á fund og okk- ur var sagt að koma klukkan 13. Klukkustundu síðar var hann rokinn af stað en á þessum klukkutíma tókst okkur að fá ýmsar upplýsingar um Magnús sem nú er að taka við stööu Eysteins Helgasonar. Nokkuð sameiginlegt með gamla starfmu - Hvemig kom þessi ákvörðun til að þú varst ráðinn í þetta starf? „Ég get ekki svarað því. Ég réðst til Sambandsins 1973 og starfaöi í sjávarafurðadeildinni í 10 ár og þekkti þá deild orðið nokkuð vel. Þá tók ég viö framkvæmdastjórastarfi hér í búvörudeildinni. Þó ætla mætti að fátt væri sameiginlegt með Iceland Seafood Corporation og búvörudeild- inni er Iceland Seafood Corporation annars vegar sölufyrirtæki og hins vegar verksmiðja. Þannig er þetta verksmiðjurekstur og sölukerfi sem er svipað því sem er hjá búvörudeild- inni enda er uppbyggingin ekki ólík. Við erum hérna með kjötiðnaðarstöð þar sem fullvinnsla er annars vegar og hins vegar sölukerfi þar sem við seljum hráefni sem við höfum ekkert unnið sjálfir. Að því leyti er þetta sameiginlegt. Það skaðar að minnsta kosti ekki að hafa þá reynslu því að starf mitt í sjávarafurðadeildinni var að kynnast þessu umhverfi, og það var ákaflega gott, en þar hafði ég ekki reynslu af því aö reka matvæla- verksmiðju." - Hvaða menntun hefurðu? „Ég útskrifaðist úr Samvinnuskól- anum 1971. Þá fór ég til Englands í lítils háttar nám, Business Admin- istration, sem ég hef alltaf lent í erfiö- leikum með að þýða því það er hvorki viöskiptafræði né stjórnunarfræði, eins og það heitir hér á háskólastigi. Viðskipta- og stjórnunarfræði á „col- lege“stigi myndi frekar ná yfir þetta.“ Festist í skreiðarviðskiptum - Telst þaö ekki heldur skjótur uppgangur hjá 37 ára gömlum manni að vera að taka við forstjórastöðu hjá Iceland Seafood? „Ja, jú,“ segir Magnús hikandi. „Guðjón B. Ólafsson réð mig til starfa við sjávarafurðadeildina á sínum tíma, rétt áður en hann fór vestur. Við störfuðum saman í eitt og hálft til tvö ár. í fyrstu var ég svona í hinu og þessu. Þegar hann var farinn tók

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.