Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Side 8
8 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988. Sælkeriim Nei, darjeeling er ekki vín heldur te, aö vísu ekki bara venjulegt te heldur það besta sem völ er á, kampavín tesins. Te er flokkað eftir gæðum, segja má að gæðaflokkunin sé ekki ósvip- uð og flokkun léttra vína, það er að segja að árgerðirnar skipta verulegu máli. Te er náttúruafurð, ytri skilyrði, svo sem veðurfar og jarðvegur, skipta verulegu máli eins og með vín- ið. Sérfræðingar telja að besta teið komi frá Indlandi og þá úr Himalaya- flöllum, en þaðan kemur hið marg- rómaða darjeeling te. Svo við höldum áfram að bera sam- an te og vín þá mætti segja að darjeel- ing teið sé eins og gott hallarvín t.d. Mouton-Rothschild 1. Cru frá Borde- aux. Best þykir fyrsta uppskeran „first flush". Það verður lítið um Darjeel- ing '88 á markaðnum í ár, ástæðan er sú að geisað hafa verkfoll á Ind- landi. Það ættu því að vera ómæld gleði- tíðindi fyrir íslenska teunnendur að hér rak á land kistu fulla af Omandi Darjeeling tei árgerð 1988. Sigmund- ur Dýrflörð verslunarmaður náði að krækja í eina kistu sem komst alla leið frá Indlandi til Hamborgar og svo að lokum til Reykjavíkur. Sannur tenautnamaður hitar upp teketilinn sinn áður en hann hellir sjóðheitu vatni yfir telaufin og lætur „trekkja" í 4 mínútur. Svo er ekkert eftir annað en að njóta, en sagt er að það sé ekki minni nautn að drekka bolla af góðu tei, og þá helst Darjeel- ing, en að drekka glas af göfugu víni. Hinn lærði heimspekingur, Ikkiu sem uppi var á árunum 1394-1481, ku hafa sagt: „Te er gott. Það hressir okkar þreyttu sál. Það skýrir hugsun okkar og skerpir ljós augnanna. Þess vegna er það okkur hjálp við vinnu og nám.“ Góður fískur og glas af Sancerre Úrvalið af góðum vínum verður æ betra í verslunum ÁTVR. Meðal nýrra vína er Sancerre hvítvínið. Sancerre er frá Loire svæðinu, eigin- lega er hreppurinn inni í miðju Frakklandi. Þaðan er ekki langt til Chablis og Macon. Sancerre víni er pressað úr sauvignonþrúgunni en þessi þrúga er nokkuð mikið notuð í Bordeaux. Fyrir um að bil 40 árum þótti San- cerre ekki sérlega „fmt“ vín. En eftir stríðið fóru vinsældir Sancerre að vaxa. Nú er þetta ágæta vín mjög vinsælt. Það er sérlega frískandi á bragðið, af því er sýrukennt ávaxta- bragð og bragðið minnir einhvern veginn á grænmeti og gróður. Vínrunnarnir dafna best í kalkrík- um leirjarðvegi sem er grýttur. San- cerre víninu er fljótlega tappaö á flöskur, oft þegar í desember. Eins og áður sagði þykir Sancerre sérlega gott með öllum fiski og skel- fiski. Matreiðslumenn eru sérlega hrifnir af þessu víni og það mikið notað í sósur, þá þykir sérlega gott að sjóða fisk í því og sagt er að krækl- ingurinn verði aldrei eins góður eins og þegar hann er soðinn í Sancerre. Þá er Sancerre mjög gott sem lyst- auki fyrir mat og svo er kjörið að drekka þetta ágæta vín í staðinn fyr- ir sterka drykki. Það er svolítið einkennilegt að það skuli vera tvær gerðir af Sancerre hvítvíni í verslunum ÁTVR. Ein teg- und ætti að vera nóg. Þessar tvær tegundir, sem í boði eru, eru mjög keimlíkar. Þá er veröið á Sancerre frekar í hærri kantinum, sérstaklega ef miðað er við verðið á Muscadet Ch. Cleray, sem ekki er siðra vín. Hvað sem því líður er Sancerre mjög áhugavert vín. Það er ekki eitt af þessum fínu vínum tii að geyma í vínkjallaranum, það er fyrst og fremst neysluvín. Sem, eins og áður sagði, er sérlega gott með fiski og sem lystauki sem gott er að smjatta á t.d. á meðan beðið er eftir að góð glóð komi í grillkolin. Hvaðan er Hvítárlaxmn? Nú fer sá tími að koma að hægt verður að fá í verslunum „nýveiddan Hvítarálax". Já, það verður ekki amalegt að grilla, steikja eöa sjóða nýgenginn lax. Því miður kom það berlega i ljós í fyrrasumar að sumir kaupmenn seldu eldislax eða kvíalax í staðinn fyrir Hvítárlax. Þetta eru auövitað ekkert nema vörusvik sem eru hverjum þeim kaupmanni til skammar sem þessa iðju stundar. Því, lesendur góöir, verið vel á verði næst þegar þið kaupið glænýjan Hvítarlax. Sigmundur Dýrfjörð, kaupmaður í versluninni Te og kaffi, skammtar eftirvæntingarfullum teunnendum Darjeeling te 1988. Rognoncini Trifolata - lambanýru að hætti Itala Margir islendingar leggja leið sína til Ítalíu í sumarfríinu. Ítalía er sem kunnugt er stórmerkilegt og fallegt land. Þá er ítalska eldhúsið heims- frægt. ítalskir veitingastaðir eru til í öllum borgum hins vestræna heims. ítalikur matur er ekki bara spagetti og pitsur. Það sem ein- kennir ítalska matargerð er meðal annars það hvað ítalir eru nýtnir og hugmyndaríkir viö matreiðsl- una. Lambanýru eru sem kunnugt er nflög ódýr hér á landi, víða eru þau mjög dýr og eftirsótt. Hér kemur uppskrift að ítölskura nýrnarétti sem er sáraeinfaldur í matreiðslu. 600 g lambanýru 2 msk. vínedik 2 msk. ólífuolia 25 g smjör 2 hökkuð hvítlauksrif 2 msk. hökkuð steinselja 1 msk sítrónusafi salt og pipar. Leggið nýrun í skál með köldu vatni, hellið vínedikinu í skálina. Látið nýrun liggja í vökvanura í 30 mín. Fjarlægið himnuna af nýrun- um, svo og alla fitu, skerið þau svo í þunnar sneiðar. Setjið nú olíu og smjör á heita pönnu. Þegar smjöriö er bráðnað eru nýrun og hvítlauk- urinn sett á pönnuna. Steikið nýr- un í 2 min. Sáldrið steinseljunni yfir nýrun, kryddið með salti og pipar. Hellið sítrónusafanum í pötmuna. Þar meö er þessi ítalski réttur tilbuinn. Með nýrunum er haft ristaö brauö og hrísgrjón eða steiktar kartötlur. Hvernig væri að SÍF færi að selja saltfisk í Fríhöfninni í Keflavik? Að hafa saltfisk meðsértiISpánar Hundruð íslendinga fara nú að streyma til Spánar, Italíu og Portú- gals. íslendingar eru, sem kunnugt er, brjóstgóðir menn og örlátir. Mörg okkar hafa því með sér gjafir til að gefa einhverjum innfæddum, t.d. þjónustufólki eða nýjum vinum. Al- gengustu gjafirnar eru bækur um Island, ullarvörur og jafnvel íslenskt brennivín. Einhver sú besta gjöf, sem hægt er að gefa þjóðunum við norðanvert Sælkerinn Sigmar B. Hauksson Miðjarðarhaf, er íslenskur saltfisk- ur. Já, þetta er satt. í þessum löndum er saltfiskurinn okkar lostæti sem kostar töluverða peninga. Þar að auki er ekki nema sjálfsagt að aug- lýsa þær afurðir sem við lifum á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.