Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Side 26
26 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988. Popp Ef þessa dagana er gripiö niöur í einhveija þeirra lagasmiöa, sem kenndar eru við danstónlist og þá sérstaklega hipp-hopp, er næsta víst að heyra má eitthvað af verk- um guðfóður soul-tónlistarinnar, James Brown. Raunar er ólögleg notkun á verkum þessa hæfileika- ríka tónlistarmanns svo mikil að hann nýtur nú þess vafasama heið- urs að vera sá listamaður sem mest hefur verið stolið frá hin seinni ár. Að James Brown forspurðum hef- ur hann verið kynntur fyrir nýrri kynslóð aðdáenda sem hefur tekið honum opnum örmum; hann á sem sé mörg þeirra danslaga sem hvað mestum vinsældum hafa náö und- anfarið. Fyrir skömmu kom út lag- ið The Payback Mix sem inniheldur úrval bestu laga James Brown. Þaö er núna á topp tuttugu á breska smáskífulistanum og sýnir það vel nýfengnar vinsældir meistarans. Því er ekki úr vegi að rekja í stuttu máli feril James Brown sem er fyr- ir löngu orðinn eins konar stofnun í bandarískri tónlistarsögu. Almennt er viðurkennt að enginn svartur tónlistarmaður hafi átt jafnmikinn þátt í að móta dægurla- gatónlist og James Brown. í meira en þrjátíu ár hafa verk hans auðgað soul- og funk-tóniistina. Mick Jag- ger, Michael Jackson og Prince eru t.d. meðai þeirra íjölmörgu tónhst- armanna sem eru undir beinum áhrifum frá honum, bæði hvað varðar tónlist og sviðsframkomu. James Brown fæddist 3. maí 1933 í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Hann varð snemma munaðarlaus og bjó fyrstu tuttugu ár ævi sinnar við gífurlega fátækt. Hann beitti ýmsum ráðum til að hressa upp á fjárhaginn en leiddist út í smáglæpi og var hnepptur í fangelsi 1949. Árið 1952 losnaði hann úr prísund- inni með aðstoð vinar síns, Bobby Byrd, sem átti eftir að spila lengi með honum. Næstu þrjú árin starf- aði hann í hljómsveit sem hét The ' Famous Flames og jók smám sam- an vinsældir sínar. Árið 1956 gaf hann svo út sína fyrstu smáskífu, Please, Please, Please, sem varð sú fyrsta af yfir fjörutíu plötum hans sem seldust í yfir einni milljón eintaka. Heldur fór lítið fyrir honum til ársins 1962 eða þar til hljómleikaplatan Live at the Apollo kom út. Sú plata, sem er almennt talin ein af albestu plöt- um dægurlagatónlistarinnar, tryggöi honum varanlegar vin- sældir og titilinn soul-bróðir núm- er eitt. Á eftir fylgdi röð laga sem öllum vegnaði vel á rytma- og blús- vinsældalistunum en það voru lög- in Papa’s Got a Brand New Bag og I Got You (I Feel Good), sem komu út 1965, sem fyrst komu James Brown inn á topp tíu á poppvin- sældalistanum. Það sem vakti mesta athygli var óvenjuleg notk- un hans á flóknum rytmum, sem hafði aidrei heyrst áður. James Brown: James Brown: kveikjan að hipp-hopp taktinum. Næstu tíu árin var óvenjulegt ef ekki var aö finna eitthvert laga James Brown á vinsældahstum í Bandaríkjunum og efast enginn um stefnumarkandi áhrif hans á soul og það sem síðar átti eftir að heita fonk. ÖU helstu tónlistarfyrirbæri fónksins, s.s. Sly Stone, Motown útgáfur Normans Whitfield, Stevie Wonder o.fl., eru í ómetanlegri þakkarskuld viö James Brown og verk á borð við It’s a Man’s Man’s Man’s World, Cold Sweat, Sex Mac- hineogSoulPower. Það vih oft gleymast hve áhrifa- mikill James Brown var í baráttu svertingja fyrir auknum mannrétt- indum á sjöunda áratugnum. Lög eins og Say It Loud - I’m Black and ’l’m Proud, sem náði tíunda sæti smáskífulistans, voru hvatning til svertingja um að láta reyna á möguleikana á að ná fram rétti sín- um í bandarísku þjóðfélagi. Hám- arki náðu þessi áhrif þegar Martin Luther King var myrtur. Þá voru tónleikar James Brown sýndir í sjónvarpinu gagngert til að halda svertingjum fyrir framan sjón- varpið í stað þess að efna til óeirða á götum úti. Ferill James Brown hefur verið í töluverðri lægð frá árinu 1976 þar til nú nýlega þegar hann birtist í kvikmyndum eins og Blues Brot- hers eða Rocky IV, þar sem hann sló í gegn með laginu Living in America. Mest hefur þó munað um hve mikill áhuginn hefur verið meðal ungra, svartra tónlistar- manna á verkum hans. Þar koma til bæði listamenn hipp-hoppsins sem hafa tileinkað sér fönk-ryt- mana í tónlist hans og svo nýjar poppstjömur eins og Terence Trent D’Árby sem hefur einmitt náð mestum vinsældum með laginu Dance Little Sister sem er lítið ann- að en nútímaútgáfa af James Brown. Sjálfur hefur James Brown veriö að vinna að nýrri breiðskífu með hipp-hopp sveitinni Full Force og kemur hún út innan skamms. For- smekkurinn að henni er kominn út í formi smáskífunnar I’m Real sem er þegar komin hátt á vin- sældalista t.d. í Bretlandi og þykir það besta sem hann hefur sent frá sér í fjöldamörg ár. Annars hefur meistarinn lent í óþægilegu klandri í einkalífi sínu því hann var nýlega ákærður fyrir að hafa sýnt eigin- konu sinni banatilræði. Hann skaut fimm skotum á bíl hennar (þegar hún var einmitt að aka hon- um). Þegar það hafði ekki áhrif náði hann til hennar síðar, gerði sér lítið fyrir og lamdi hana með járnröri. Ekki hefur enn verið kveðinn upp dómur í þessu máh en svo gæti farið að James Brown verði að dúsa í nokkur ár í fangelsi einmitt þegar hann er að klífa tinda frægðarinnar á ný á sextugsaldrin- um. Manchester sveitin New Order er enn á ný komin í efstu sæti breska smáskífulist- ans meö endurútgáfu á vinsælustu tólf. tommu plötu allra tíma, Blue Monday. í upprunalegri mynd sinni hefur Blue Monday selst í yfir tveim milljónum ein- taka og veriö á topp 200 í Bretlandi síðan lagiö kom út 1983. Núna er komið út Blue Monday ’88 sem er endurhljóöblöndun Quincy Jones á laginu, en hann á aö baki langan feril og hefur m.a. annast upptöku á seinustu plötu Michaels Jackson, Bad. Lagiö hefur veriö lagað að svartri danstón- list í Bandaríkjunum en tilefni endurút- gáfunnar er að fyrirtækið Sunkist ætlar aö nota nýju útgáfuna í auglýsinjgaherferö fyrir vöru sinni, appelsínusafa. Imyndið ykkur „Sunkist is the one“ í staö „How does it feel“! Og meira af vettvangi breska vinsælda- listans. í efsta sæti listans sitja þessa vik- una tvö lög í flutningi breska sósíalistans og trúbadorsins Billy Bragg annars vegar og vinsældapopparanna Wet Wet Wet hins vegar. Einhverjum þætti þetta nú ólíkleg blanda á einni smáskífu en útskýringin á því felst í tilefninu sem er útgáfa á plötu til styrktar góðgerðarstofnuninni Childline í Bretlandi. Stofnun þessi rekur símaþjón- ustu sem veitir börnum og unglingum, sem oröiö hafa fyrir ofbeldi eöa kynferðislegri misbeitingu á eigin heimili, ráögjöf og hjálp. Lögin tvö, sem eru nýjar útgáfur á gömlu bítlaslögurunum She’s Leaving Home og With a Little Help from My Fri- ends, fóru með miklum hraða í fyrsta sæt- ið. Taliö er aö Childline muni fá tugi þús- unda punda vegna smáskífusölunnar... Á næstu dögum kemur út smáskífa sem spáö er gífurlegum vinsældum á dansgólf- um Evrópu. Hér eru á ferðinni þeir DJ Dave Dorrell og CJ Mackintosh sem voru mennirnir á bak viö M/A/R/R/S lagið Pump up the Volume. Nýja sveitin þeirra nefnist Nasty Rox Inc. en lagið heitir Escape from New York. Verkið er gefiö út af plötuútgáf- unni ZTT sem gaf út Frankie Goes to Holly- wood. Þar á bæ eru menn bjartsýnir á að lagiö eigi jafnvel eftir aö slá Relax viö ... Neðanjarðarsveitin frá New York, Swans, sem heimsótti Island í nóvember og hélt eina eftirminnilegustu hávaðatónleikana sem nokkru sinni hafa verið haldnir hér- lendis, er nýbúin aö senda frá nýja smá- skífu sem vægast sagt markar þáttaskil á ferli þessarar hljómsveitar. Lagið, sem er túlkun Michaels Gira og félaga á meistara- verki Joy Division, Love Will Tear Us Apart, er eins ljúf popptónlist og hugsast getur og er ekki ólíklegt aö þaö eigi eftir aö slysast inn á vinsældalista einhvers staðar. Hipp-hopp tónlistin eykur stööugt fylgi sitt víða um lönd og þessa dagana er mikið af góöum plötum aö koma út og teljast þær til þess besta sem þessi tónlistartegund býður upp á. Ný breiðskífa frá Run DMC, sem sló í gegn meö lagi Aerosmith, Walk This Way, er komin út. Hún heitir Tougher than Leather. Tónlistarskæruliöamir frá New York, Public Enemy, sem gáfu út plöt- una Yo! Bum Rush the Show, sem gagnrýn- endur Melody Maker völdu bestu breið- skífu 1987, senda í næsta mánuöi frá sér aöra breiðskífu, It’ll Take a Nation of Milli- ons to Keep Us Down. Bjartasta von Breta í hipp-hoppinu, Derek B, sem er m.a. mað- urinn aö baki Anfield Rap Liverpool fót- boltaliösins, var að gefa út fyrstu breið- skífu sína, Bullet from a Gun. Besta safn- plata hipp-hopp tónlistar, sem komiö hefur út í langan tíma, er meö tónlistinni úr nýrri kvikmynd Dennis Hopper, Colors. Myndin íjallar um baráttu tveggja lögreglumanna við glæpagengi í fátækrahvefum Los Ange- les og inniheldur lög flutt m.a. af Ice-T, Roxanne Shanté, Big Daddy Kane og Eric B & Rakim. Allt eru þetta plötur sem vel er þess viröi að hafa upp á... Umsjón: Þorsteinn Högni Gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.