Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Side 42
54 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988. LífsstOl 85 ára í fyrstu utanlandsferðina: „Ég týndist ekki nema einu sinni" segir Stígheiður Þorsteinsdóttir t , ,Þetta er bara spurning um aö æöa af staö út í bláinn og ég týndist nú ekki nema einu sinni,“ segir hin hressa áttatíu og fimm ára Stígheiður Þorsteinsdóttir. Fyrir nokkru birtist í DV viðtal við Stígheiði vegna þess aö hún var að fara í fyrsta sinn til útlanda. Okkur lék forvitni á að vita hvernig ferðin hefði verið og hvort hún ætti góð ráð handa rosknu ferðafólki sem er að leggja í langferð í fyrsta sinn. „Þetta var alveg konunglegt ævin- týri frá upphafi til enda,” sagði Stíg- heiður. „Það sem kom mér mest á óvart var hversu þægilegt þetta var, sannkallað lúxuslíf. Maður þurfti bókstaflega ekkert að hafa fyrir hlut- unum. Á morgnana var farið í morg- unkaffi og á meðan bjuggu stúlkur um rúmin og þrifu í íbúðinni. Síðan fór dagurinn í að dóla sér. Þegar far- ið var í skoðunarferðir stoppaði rút- an beint fyrir utan hótehð. Þetta var svo sannarlega ekki erfitt ferðalag. Að vísu verð ég að viðurkenna að mér fannst einna erfiðast að sitja í flugvélinni í langan tíma. Plássið í þessum flugvélum er ekki mikið. Á leiðinni heim sofnaði ég þó og svaf drjúga stund þannig aö ferðin varð styttri," segir Stígheiður. Fimm pör af skóm „Ég fór í sex skoðunarferðir og þar á meðal í grísaveislu. Skemmti ég mér stórkostlega. Maturinn var góður og heilmikið af skemmtiatrið- um. Tilkomumest fannst mér þegar píanóleikari einn tengdi gosbrunn við píanóið þannig að vatnssúlurnar stigu og hnigu í takt við tónana. Á eftir var dansað og tók ég að sjálf- sögðu þátt í því,“ segir hún. „Eins og ég minntist á áður týndist ég ekki nema einu sinni,“ bætir Stíg- heiöur við og hlær. „Þetta er nú að vísu orðum aukiö en ég gleymdi mér í perluverksmiðju sem viö heimsótt- um. Ég var að leita að skeljaösku- bakka handa syni mínum þegar þau voru farin að bíða í rútunni. Eins og ég átti von á var gaman að versla þarna. Prúttsnilldin var ekki upp á marga fiska til að byrja með en lærðist eins og annað,“ segir þessi hressa kona. „Eg keypti mér alla vega fimm pör af skóm og tvo kjóla. Annan kjólinn keypti ég í klaustri sem við skoðuðum og var hann allur handgerður. Ég fór einu sinni á útimarkað og var lítið hrifin af því. Þar gengu kaupin út á að hrópa og kalla og var það óþægilegt,“ bætir Stígheiður við. „Himdur“ spilaður á kvöldin „Allur aðbúnaður var góður á hótelinu og matur hinn besti. Morg- unmatur og kvöldmatur var innifal- inn í ferðaverðinu og fannst mér hann góður. Þarna var mikið af kál- meti, sem ég er sérlega hrifin af, og jafnvel fiskurinn var prýðilegur. ^-4, einni skoðunarferðinni tók stór bangsi á móti ferðafólkinu. „Þetta var vinalegasta grey en mikið held ég að honum hafi verið heitt i múnderingunni,“ sagði Stígheiður. Móttökurnar hjá fararstjórunum og framlag þeirra var dæmalaust gott. Fólkið lagði sig fram um að láta manni líða vel og þakka ég heils- hugar fyrir elskulegheitin. Ég var heppin með herbergisfélaga og fór vel á með Katrínu og mér,“ segir Stígheiður. „Nóg var við að vera. Ef letin var ekki að drepa mann var rölt um því nóg var að sjá. Ég hafði til dæmis mjög gaman af að skoða blómin. Aldrei hef ég séð þvílíkt blómahaf og blómin voru yndislega falleg. Ég tíndi nokkur blóm og þurrkaði til að taka með heim til minja. Stundum var tekið í spil og var þá spilaður „hundur“. Á jarðhæð hótelsins var bar og dansgólf þar sem leikin var tónlist á kvöldin. Notalegt var að fara þangað eftir kvöldmat og hlusta á tónlistina. Ég fór þó alltaf snemma að sofa enda úthaldið ekki mikið þegar maður er að þeytast alla daga,“ segir hún. Eldra fólk ætti að drífa sig En hvaða ráðleggingar hefur Stígheiður handa fólki sem langar til að ferðast og er farið að eldast. „Ég veit nú ekki hvort ég get ráð- legt einum eða neinum,“ segir Stíg- heiður. „Ætli ég myndi ekki fyrst mæla með því að taka hóflega mikið af fatnaði með í ferðina. Fararstjór- arnir úti brýna fyrir þeim sem eru nýkomnir helstu ráðin gegn sól- bruna og svoleiðis. Sjálfsagt er aö fara eftir þeim ráðum. Ég held aö fólk eigi bara að skella sér ef það langar til að fara. Þetta er miklu auðveldara en maöur á von á. Ég er farin að hugsa um hvert skal halda næst. Það er bara vonandi að heilsan haldist," segir Stígheiður Þorsteins- dóttir, áttatíu og fimm ára unglingur- inn. -EG Stígheiður og fjölskylda hennar hafa skemmt sér mikið yfir þessari mynd. Hún er tekin i grísaveislu og sett í ramma sem hæfir ef til vill ekki áttatiu og fimm ára langömmu frá íslandi Herbergisfélagarnir notuðu svalirnar til sólbaða. Þar skein sólin frá tíu á morgnana til fjögur á daginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.