Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Side 3
LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988. 3 I>v Viðtalið Fréttir Beini kröftum mínummestað manngildis- hreyfingunni Nafn: Helga Gisladóttir Aldur: 31 Staða: Kosningastjóri og kennari Helga Gísladóttir er kosn- ingastjóri Sigrúnar Þorsteíns* dóttur frá Vestmannaeyjum í væntanlegum forsetakosningum. Helga var einn af stofnendum Flokks mannsins áriö 1984 og hefur starfaö mikið innan mann- gildishreyfingarinnar. Hún var í framboöi fyrir Flokk mannsins í síöustu Alþingískosningum. Hef áhuga á þjóöfélags- málum „Ég hef starfað mikiö innan manngildishreyfmgarinnar en Flokkur mannsins er ein grein út frá henni. Ég beini mínum kröftura mest að manngildis- hreyfmgunni og það rúmast ekki mikið annað í frítíma mínum. Ég hef áhuga á þjóðfélagsmálum og vildi gjarnan sjá þjóðfélagið öðru- vísienþaðer ídag,“ segirHelga. Að loknum forsetakosningura mun hún halda til Engiands í þeim tilgangí að starfa í mann- gildishreyfingunni þar í landi. „Ég fer út til að þjálpa til við uppbyggingu manngildishreyf- ingarinnar í Englandi. Dvölin stendur í einn og hálfan mánuð en ég var á sama stað í fyrrasum- ar. Þetta var mjög gaman, annars væri maöur ekki að þessu. Þarna ermn við að gera nákvæmlega þaö sama og hér heima, tala við fólk og halda námskeið." Frá mannmörgu heimili í Dalasýslu Helga er kennari að mennt, út- skrifaðist frá Kennai'askóla ís- lands 1981. Hún kennir nú í þjálf- unarskóla ríkisins í Safamýri. En fyrstu tvö árin eflir að hún út- skrifaðist kenndi hún við Lauga- skóla í Dalasýslu. En í Dalasýsl- unni er hún einmitt upprunnin, nánar tiltekið frá bænum Blönduhlíð. Þar er Helga fædd og uppalin á mannmörgu lieimili. Foreldrar hennar búa enn á Blönduhlíð. Þau eru Gísli Jóns- son og Svanhildur Kristjánsdótt- ir. Sambýlismaöur Helgu er Júl- íus Valdimarsson, markaðsstjóri. Gaman að sauma Sérmenntun Helgu í kennara- skólanura er handavinna og segir hún að þegar hún eigi stund af- lögu noti hún hana í fatasaum. Auk þess var hún með sauman- ámskeið samhliða kennarastarf- inu. „Ég hef mjög gaman af því aö sauma en geri reyndar ekki mikiö að því núorðiö. Það er lítið sofið þessa dagana. En ég er hepp- in þar sem skólinn verður búinn uin mánaðaraótin og þá get ég einbeitt mér að fullu að kosninga- haráttunni.“ Stuðningsmenn Vigdísar opna kosningaskrifstofu Stuðningsmenn Vigdísar Finn- bogadóttur, forseta Islands, opna bækistöð um helgina að Garðastræti 17 þar sem fólk getur leitað upplýs- inga og ráðlegginga varðandi kosn- ingamar. „Kosningaskrifstofan er ekki á veg- um Vigdísar heldur stuðningsmanna hennar. Við sem stöndum að skrif- stofunni verðum fólki til ráðlegging- ar og aðstoðar. Það em mörg mál sem koma upp vegna kosninga og fólk spyr margra spuminga, til dæmis hvort það sé á kjörskrá. Annars munum við bara fylgjast náið með því sem er að gerast. Skrifstofan verður líklega opin eftir hádegi og á kvöldin þegar fólk hefur lokið vinnu og getur það þá annaðhvort hringt til okkar eða komið og fengið sér kaffisopa," sagöi Anna Sigga Gunn- arsdóttir, einn stuðningsmanna Vig- dísar Finnbogadóttur, í samtali við DV. Anna Sigga sagðist vilja hvetja fólk til að neyta atkvæðisréttar síns. „Ut- ankjörstaðakosning hefst á mánudag og viljum við eindregið hvetja fólk, sem ætlar í sumarfrí og verður ekki heima á kjördag, að greiða atkvæði utan kjörstaðar.“ -JBj S,., S': _________________________ Mitsubishi Lancer 4.w.d. Með sítengt aldrif. Ferðabíll sem fer á kostum. VERÐ FRÁ KR. 698.000. — V ■ Mitsubishi Pajero Langur eða stuttur — Fjölhæfasta farartækið á landi. — A vegi eða vegleysu. VERD FRÁ KR. 1.065.000. L. Mitsubishi L300 4.W.D. Bíllinn sem sló strax í gegn — í öllum hlutverkum — til ailra verka. — Til fólksflutninga eða vöruflutninga. VERD FRA KR. 1.038.000. ÞRJAR STJÖRNUR FRA mr i □ Allir meö aldrif. □ Allir meö aflstýri. □ Allir meö snertulausa kveikju. □ Allir meö rúllubílbelti í hverju sætl. □ Allir meö litaöar rúöur. □ Allir meö tregöulæslngu á afturdrifí. □ Allir meö dagljósabúnaö. (samkvæmt nýju umferöarlögunum). TIL AFGREIÐSLU STRAX Á GAMLA VERÐINU HEKLAHF Laugavegi 170-172 Sími 695500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.