Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Side 11
LAUGARDAGUR 28. MAl 1988. 11 bætum við mönnum það upp með annarri birtingu." - FréttastofaStjörnunnar hefur ver- ið gagnrýnd fyrir að vera með fréttir sem eiga ekki skylt við frétta- mennsku og margir hafa talið hana beinlínis hlægilega og oft slúður- dálkalega. Er þetta alvöru frétta- stofa? „Eiríkur Jónsson fréttastjóri hefur verið ráðandi og mótandi aðili um fréttastefnuna og fréttastofan er mjög sjálfstæð. Fyrstu tvo til þijá mánuðina, sem Stjaman starfaði, var það gert mjög viljandi að vera með öðruvísi fréttir og framreiða þær á annan hátt en tíðkaðist. Þetta var gert til að ná athygli, sem það gerði. Þær voru bæði frísklegar og sérkennilegar. Óneitanlega komu einhverjir og sögðu aö svona ætti þetta ekki að vera. Hins vegar var um ákveðið form að ræða og við vor- um að segja fréttir eftir sem áður þótt þær væru mismunandi merki- legar. Fyrst og fremst var hugmynd- in sú að brjóta upp þetta hefðbundna þurra form sem Ríkisútvarpiö hafði á sínum fréttum og Bylgjan elti þegar hún byrjaði. Stjarnan hafði ekki áhuga á að vera með þriðju útgáfuna af sams konar fréttum og víst fengum við viðbrögð og hlustun. Eftir að síð- ustu kannanir hafa birst höfum viö séð að Stjaman þarf ekki á neinum ólátum að halda og þess vegna hefur áherslupunkturinn á fréttunum breyst. Uppákomur hafa minnkað en við framreiðum fréttimar engu síður ennþá með nýstárlegum hætti. Ég hlusta á fréttir á öllum stöövum eftir því sem ég get og mér finnast Stjörnufréttir langbestar. Frétta- menn okkar bera sig eftir fréttum og reyna að kafa ofan í hlutina. Eru með fréttir sem öllum koma við á meðan samkeppnisaðilamir em með fréttir af Reutersskeytum eða lesa upp úr fréttatilkynningum. Það em lítt áhugaverðir fréttir og óskemmtilega settar fram og segja ekkert í raun- inni hvað er að gerast í þjóðfélaginu." -Hafa pólitískar fréttir ekki orðið útundan? „Stjarnan er óháð öllum pólitísk- um flokkum og þess vegna em engir fuglar sem sveima hér um og reyna að hafa áhrif. Pólitískum fréttum hafa verið gerð skil og við köllum í stjómmálamenn í viðtöl alveg eins og aðra. Þorgeir Ástvaldsson hefur verið duglegur við að taka stjóm- málamenn í viðtöl og ræða við þá um nýjustu aðgerðir. Einnig Bjarni Dag- ur í hádeginu og í Mannlega þættin- um eftir hádegi. Þessi pólitík, eins og hún kemur fram í dagblöðum, þar sem hver reynir að ota sínum tota, þekkist ekki hér.“ - Erlítiðsamstarfhérá millideilda? „Að sjálfsögðu er ákveðin sam- vinna en hún er ekki mikil. Stundum ' er notuð glefsa úr viðtölum sem dag- skrárgerðarmenn hafa tekið í frétta- tímum. Einnig koma dagskrárgerð- armenn og líta á fréttatilkynningar sem berast fréttastofu. Það hefur kannski sín áhrif að fréttastofan er á annarri hæð og þess vegna hefur myndast ákveðið bil á milli deilda og gert það að verkum að hún er óháð öðm sem gerist hér.“ - Er þetta framtíðarhúsnæði Stjörn- unnar? „Það hefur verið fjárfest það mikið í innréttingum og tækjum að ég sé ekki annað en að Stjaman verði hér næstu árin. Okkur vantar nokkra tugi fermetra í viðbót og það er möguleiki á að við fáum þá hér í húsinu. Fréttastofan er með fimm menn í gömlu vinnustofu Kjarvals sem er um 35 fermetrar, auglýsinga- stofan er með um 20 fermetra og dagskrárgerðarmenn em í sæmilega góðu herbergi ásamt plötusafni. Eg hef stundum sagt að Stjarnan sé í húsnæði svipuðu að stærð og and- dyrið er í nýja útvarpshúsinu." - Ætlar Stjarnan að halda sinni dag- skrárstefnu áfram? „Vissulega og vanda enn betur. Það koma stundum upp aðfinnslur um íslenskt mál og ég hef mikinn áhuga á að fá mann til starfa sem yrði starfsmönnum hér til leiðbeiningar um málfar og orðanotkun. Dagskrár- stefnan verður áfram sú að vera með puttann á púlsinum í þjóðfélaginu og átta sig á út á hvað þessi miðill gengur. Metnaðarfull dagskrá þarf ekki endilega að ganga út á dagskrár- gerð, þar sem mikhr peningar eru lagðir í einn þátt, heldur að heildar- dæmið sé gott allan daginn.“ - Stjarnan hefur verið mikið úti á landsbyggðinni. Hafa vinsældir stöðvarinnar aukist þess vegna? „Alveg tvímælalaust. Við höfum ferðast víða og það hefur sannarlega skilað sér. Þar kemur fram hversu fljótt hugmyndir komast í fram- kvæmd. Á Ríkisútvarpinu tekur marga daga og fundahöld hjá nokkr- um deildum að koma hugmynd í framkvæmd. Ef ég fæ slíka hugmynd á borðið hjá mér reyni ég strax að vega og meta hvað er viðeigandi að gera hverju sinni. Ég reyni að vera mjög aktífur í ákvarðanatöku og er alltaf á staðnum. Þetta starf felst í því að vera sífellt að taka ákvarðanir og það er ekki hægt nema að vera alltaf á staðnum og fylgjast með því sem er verið að gera.“ - Lítur þú á þig sem yfirmann? „Ég er yflrmaðurinn og það tók reyndar smátíma að venjast því hlut- verki. Svona rekstur gengur ekki nema að einn maður geti tekið end- anlegar ákvarðanir í þeim málum sem þarf og þannig lít ég á mig. Ég er líka vörslumaður peningakassans og allt of oft eru ákvarðanir háðar honum. I umfjöllun hér innanhúss lít ég á mig sem jafningja hinna. Ég er langt frá því að vera harðstjóri og mætti vera oftar með nákvæmni í rekstrinum. Mín aðaláhersla felst í að hvetja fólk áfram og veita því þaö aðhald sem nauðsynlegt er og vera aðgengilegur fyrir starfsfólkið. Ég vil að fólkið komi til mín með allar sínar hugmyndir og fái sanngjarna og heiðarlega afgreiðslu." - Skammar þú fólkið ef þörf þykir? „Alveg hiklaust og það gengur jafnt yflr alla. Þó að eigendurnir vinni hérna þá er ég engu að síður þeirra yflrmaöur. Þeir taka engar ákvarð- anir nema ég samþykki þær. Menn reyna að finna út hvað sé hag- kvæmast að gera hverju sinni og sjaldnast þarf ég aö taka einhliða ákvarðanir. Ég er útvarpssjúklingur og hlusta eins mikið á útvarp og ég kemst yfir. Sem betur fer er ég með duglegan gjaldkera sem léttir undir með mér í sambandi við peninga- mál, annars færi mikill tími minn í þau. Ég myndi ekki vilja reka fyrir- tæki nema vera með puttana í f]ár- málunum. Ég er heppinn að vera í þeirri stöðu að vera bæði leiðtogi fyrirtækisins og umsjónarmaöur með hvert það stefnir. Um leið er ég sá sem tek endanlegar ákvarðanir í fjármálum því þetta fer allt saman. Ég gæti ekki formað stefnu ef ég væri háður ákvörðunum einhvers annars um peninga." - Hefur Stjarnan hugsað sér að fjölga sendum um landið? „Stofnkostnaður stöðvarinnar var mjög mikill. Þegar ég byijaði var sett stopp á frekari eyöslu á meöan skuldir voru borgaðar niður. Ef til væru nógu miklir peningar værum við búnir að setja upp senda um allt land og við höfum í huga að gera það, að minnsta kosti á helstu þétt- býhsstöðum. Það er mjög dýrt að koma efninu á staðinn t.d. til ísa- fjarðar. Línukostnaðurinn hjá Pósti og síma þangað yrði um ein og hálf milljón á ári fyrir utan kostnað vegna sendis en hann kostar um tvær milljónir. Því miður hefur ekki verið vilji innan Ríkisútvarpsins að selja dreifikerfi rásar 2 en best þætti mér aö fá það keypt.“ - Hefur útvarpsstjórastarflð verið eins og þú bjóst við? „Það er miklu skemmtilegra en ég átti von á. Við höfum verið að vinna okkur upp á móti mjög sterkum and- stæðingi. Það hefur hleypt miklu kappi í starfsfólkið. Á hveijum degi skiptir það okkur máli hvemig við „ Við teljum okkur vera með það á hreinu hvernig útvarp á að vera og rekum það samkvæmt því,“ segir Ólafur Hauksson út- varpsstjóri. stöndum okkur og það gerir starfið enn ánægjulegra." - Stjarnan verður ársgömul eftir viku. Verður haldið upp á afmælið? „Það gerum við með útigrillveislu hér fyrir framan útvarpshúsið og skemmtiatriðum. Við vonumst eftir sem flestum hlustendum til að sam- gleðjast okkur. Sama dag kynnum við formlega nýja útvarpsbílinn okk- ar. Hann er 26 ára, keyptur af Ríkis- útvarpinu, og við erum að innrétta hann núna. Bíllinn gefur okkur tæki- færi til að vera með beinar útsend- ingar hvar sem er. Með tilkomu bíls- ins verður mörg hundruð prósenta aukning á beinum útsendingum frá hinum ýmsu stöðum. Við erum með svokallaðan „link“, sem við höfum farið með víða um land, sem við get- um notað til að senda út frá útisam- komum og hvers kyns fundum.“ - Eruð þið ekki lengur í samkeppni? „Viö erum núna í meiri samkeppni en nokkru sinni fyrr. Síðasta könnun sýnir að við erum meö helming af allri útvarpshlustun á landinu. Á móti okkur eru þrjár útvarpsstöðvar. Þessar vinsældir setja okkur í extra pressu því við ætlum aö halda þess- ari hlustun. Það er miklu auðveldara að ná sér upp en halda sér á toppn- um. Útkoman er engu aö síður ánægjuleg og gerir alla auglýsinga- sölu miklu auðveldari og þaö leiðir til þess að afkoma fyrirtækisins verð- ur bærileg. Við getum greitt niður stofnkostnaðinn en hver einasta króna afgangs verður lögö aftur í dagskrána til að gera betur. Helsta hættan er sú að menn verði væru- kærir en við ætlum okkur ekki aö sofna á verðinum." - Er skammt á milli þess að vera i toppsætinu og verma botnsætið? „Áuðsjáanlega er það mjög skammt. Það leið ekki nema tæpt ár frá því Bylgjan var stofnuð að við vorum búnir að ná henni í hlustun. Núna erum við komnir langt yfir hana. Þaö er greinilega mjög skammt á milli þess að vera efstur og lægst- ur. Stjarnan mun ekki sætta sig við að missa hlustun því það er okkar takmark að vera á toppnum." - Hvaða framtíðarósk áttu með Stjörnuna? „Mig langar að stuöla að því að upplýsingastreymið aukist til hlust- enda en það kostar fyrst og fremst vinnu, gott fólk og peninga. í öðru lagi sé ég fyrir mér að efla fréttastof- una. Ég vil ekki fjölga fréttatímum en ég vil efla fréttastofuna í þaö að veröa besta fréttastofa á landinu. Það þarf engin ósköp til að slá við frétta- stofu Ríkisútvarpsins en það þarf ákveðinn fjölda af fréttamönnum. Mér finnst óeðlilegt að ríkið reki út- varp þegar einkaframtakið getur það og ég vil sanna aö viö getum verið með miklu betri fréttir. Ríkisútvarp- ið er í rauninni ekkert með góða fréttatíma heldur eru þeir með marga menn sem ná aö komast yfir allt það sem skiptir máli. Þeir eru með stikkfrí fréttir. Við sjáum dæmið í sjónvarpi þar sem Stöð 2 hefur tek- ið fréttastofu ríkissjónvarpsins og rassskellt hana. Stöð 2 hefur lagt geysilegt fjármagn í fréttastofuna. Stjarnan hefur ekki enn getaö lagt slikt fjármagn í fréttastofuna en það er stefnan." - Ætlið þið að rassskella keppinaut- inn? „Samkvæmt síðustu könnun er Ríkisútvarpið keppinautur okkar núna. Hins vegar er rekstur Bylgj- unnar og okkar viðkvæmari en rekstur Ríkisútvarpsins. Ríkið getur alltaf ausiö fjármagni í sitt útvarp, burtséð frá tapi. En þaö er Ijóst að Bylgjan er okkar samkeppnisaðili í frjálsum rekstri. Ég tel samkeppni vera af hinu góða og hef engan áhuga á því að drepa einhverja keppinauta niður. Ég hef ekki trú á aö Bylgjan verði lögð niður en það fer auðvitað eftir því hvernig sfjórnin þar heldur á málunum. Sú minnkun, sem þar hefur oröið á hlustun, hlýtur að hafa áhrif á hvernig reksturinn gengur fjárhagslega. Ég er mjög ánægður með þróun Stjörnunnar og horfl bjartsýnn fram á við.“ -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.