Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Side 38
50
LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988.
Breiðsíðan
Bergþór Pálsson söngvari:
„Vióhorfið hefiir breyst
til fegurðarsamkeppni"
„Ég held að viðhorf mitt til fegurðarsamkeppni hafi breyst við þessa reynslu,“
sagði Bergþór Pálsson, annar kynnirinn á Fegurðarsamkeppni íslands, er Breiðsíð-
an forvitnaðist um hvemig honum hefði líkað starfið. „Eg reikna með að viðhorf
mitt sé mun j ákvæðara. Hingað til hefur mér þótt óþægileg tilfinning þegar ein er
vahn úr hópi fallegra stúlkna. Ég sá það núna að það skiptir ekki öllu máh hjá
þessum stúlkum að verða í fyrsta sætinu. Þær hta fremur á keppnina sem
námskeið og vinnu. Þær fá tilsögn í framkomu og að bera sig vel,“ sagði Bergþór.
Hann sagði ennfremur að honum hefði fundist gaman að taka þátt í öhu tilstand-
inu. „Ég vissi áður að keppnin yrði mikið „show“. Stemmningin í salnum var einn-
ig mjög góð.“ Bergþór vakti athygli er hann kynnti skemmtun í Háskólabíói sem
var til styrktar nýju tónleikahúsi. Þá vakti hann ekki síður athygh er hann kom
fram í þætti Hermanns Gunnarssonar, Á tah, þar sem hann söng vinsælt lag
faðir hans, Páh Bergþórsson veðurfræðingur, gerði íslenskan texta
við. „Hermann vildi hafa íslenskt efni í þættinum og mig lang-
aði til að syngja þetta lag. Faðir minn samdi þess vegna texta
við lagið. Ég hafði heyrt lagið einu sinni og fannst það
skemmtilegt en núna skhst mér að það sé orðið mjög vin-
sælt.“ Hann sagðist vel geta hugsað sér að gefa út plötu
með dægurtónlist - einhvem tíma. Nú er hann hins veg-
ar á leið th Þýskalands þar sem hann verður á samn-
ingi næstu tvö árin í óperuhúsinu í Kaiserslautem.
Þar verður Bergþór í hlutverki Don Giovanni sjálfs
en hann hefur leikið í verkinu hér heima í öðru
hlutverki. „Ég ætlaði mér ahtaf að verða rokk-
söngvari en það æxlaðist þannig að ég fór út í
klassískt nám,“ segir hann. Þó telur Bergþór
ahs ekki loku fyrir það skotið að hann eigi
eftir að nýta námið sem dægurlagasöngvari
einnig. „Margirfrægiróperusöngvarar
hafa sungið dægurlög, t.d. Peter Hofmann.
Guðrún Á. Símonar byrjaði sem dægur-
lagasöngkona. ‘ ‘ Bergþór Pálsson, sem
), er þrítugur að aldri, er rétt að byij a
/ ferihnnenhannsegiraðnæstutvö
árin skeri úr um hvert áframhaldið
< verður. „Ég hef engar sérstakar
væntingar um heimsfrægð,“ segir
hann hæverskur. Bergþór fer utan um
mánaöamóún en kemur heimí júlí. „Ég
tek mér tveggja mánaða frí og slaka á
áöur en alvaran byijar í haust.“
-ELA
Nýr leikur hófst í blaðinu um síðustu helgi. Hann er reyndar ekki alveg nýr því sami leikur var í Vísi á sínum tíma. Leikurinn felst
í því að Ijósmyndari blaðsins myndar fólk á förnum vegi, í Reykjavík eða annars staðar á landinu. Við veljum eitt andlit á
myndinni, setjum hring um það og þar með er viðkomandi orðinn tvö þúsund krónum ríkari. Venjulega er myndin tekin
úr fjarlægð þannig að vegfarendur verða Ijósmyndarans ekki varir. Þessi mynd, sem hér birtist, er tekin í göngugötunni í
Austurstræti í vikunni. Ung stúlka í Ijósum jakka fékk hringinn um höfuð sér og getur því vitjað tvö þúsund króna hér á
ritstjórn DV, Þverholti 11.
Maðurinn, sem var svo Ijónheppinn að vera í hringnum um síðustu helgi, heitir Kristján Halldórsson, Hnjúkaseli 6, og er nemi
í Verslunarskóla íslands. DV-mynd KAE
Þú ert 2000 krónum ríkari!
MENN koma konum
sínum misjafnlega á
óvart á afmælisdaginn.
Stjörnurnar munar ekki
um að hafa dýrar og
skemmtilegar uppákom-
ur. Elton John kom til
dæmis konu sinni, Ren-
ötu, mjög á óvart er hún
hélt upp á þrítugasta og
þriðja afmælisdaginn
sinn fyrir stuttu. Þau
sátu í stofunni ásamt
nokkrum góðum vinum
og allt í einu voru Ijósin
dempúð,Elton John
settist við píanóið og inn
kom stærðarinnar af-
mælisterta. Elton John
byriaði að spila gömul
bítlalög á píanóið og upp
spruttu bítlarnir Georg
Harrison og Ringo Starr
og sungu: He loves you
yeah, yeah, yeah!
★★★
OG fyrir aðdáendur Mo-
onhghting-þáttanna
upplýsum við hér að í
lokaþætti í myndasyrpu,
sem nú er verið að ljúka
framleiðslu á í henni
Ameríku, taka þau
skötuhjú, Maddie og
David, upp á því að
gangaíþaðheilaga.
Hvort önnur mynda-
syrpa verður gerð um
hveitibrauðsdagana
fylgdi ekki sögunni...
★★★
LEIKKONAN Glenn
Cose, sem lék eftirminni-
lega í myndinni Hættu-
leg kynni, Fatal Attrac-
tion, og var útnefnd til
óskarsverðlauna varð
léttari aöeins fáum dög-
um eftir verðlaunaaf-
hendinguna. Barnið
reyndist vera stúlka,
heilbrigðogfalleg.
Mörgum fannst skondið
þegar Glenn Cose birtist
viö óskarsverðlaunaaf-
hendinguna á síðasta
mánuði meðgöngu,
stuttu eftir að myndin
Hættuleg kynni hafði
slegið 1 gegn - þar sem
hún tilkynnti viðhaldinu
(Michael Douglas) að
húnættivonábarni.
Eiginmaður Glenn Cose
ogfaðirbarnsinser
framleiðandinn John
Starke.