Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Side 5
LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988.
5
Fréttir
Einstæð móðir:
Aleigan töpuð og
framtfðin óviss
- lenti í klóm fjársvikamanna
„Ég var ?vo mikill rati aö ég treysti
þessum mönnum fyrir öllu. Mig ór-
aöi ekki fyrir að slíkt gæti hent mig.
Nú er ég að pakka niður bókunum
mínum og öðrum hlutum og koma
því í geymslu. Ég verð síðan aö leita
mér að stað til að vera á. Ég treysti
mér ekki til að leigja á því verði sem
býðst. Það er ekki nóg að þessir menn
hafi haft af mér íbúð, heldur skulda
ég um hálfa milljón króna vegna
svikanna," sagði Margrét Óskars-
dóttir, einstæð, húsnæðislaus móðir.
Hún lenti í klóm fjársvikamanna á
árinu 1984. Frá þeim tíma hefur hún
lifað í óvissu. Nú hefur íbúð, sem hún
keypti, veriö seld á nauðungarupp-
boði vegna skulda og svika tveggja
fasteignasala. Margrét stóð alltaf í
skilum við sinn hluta samningsins.
Hún og böm hennar verða að flytja
úr íbúðinni fyrir næstu mánaðamót.
Margrét flutti frá ísaflrði á árinu
1984. Þar átti hún stóra og góða íbúð
sem hún seldi fyrir 2,5 milljónir að
núvirði. 15. október 1984 keypti hún
íbúð, að Klapparstíg 13, hjá Fast-
eignasölunni Miðborg. íbúðin kost-
aði tæpar 3 milljónir að núvirði.
Margrét taldi sig vel geta ráðið við
verðmuninn. Hjá Miðborg var henni
bent á að sölumaður annarrar fast-
eignasölu, Húsaleigufélags Reykja-
víkur og nágrennis, væri með umboð
frá seljanda og hann tæki við öflum
greiðslum.
Sá sem sagður var seljandi var
refsifangi á Litla-Hrauni. Eigendur
Húsaleigufélagsins, sem eru bræður,
höfðu keypt þessa sömu íbúð tæpum
mánuði fyrr og fengið fangann til að
skrifa undir kaupsamning sem kaup-
andi. Fanginn var síðar látinn selja
Margréti íbúðina. Bræðumir keyptu
íbúðina á 2,5 milljónir að núviröi
seldu hana nokkrum dögum síðar á
tæpar 3 milljónir. Fanginn hefur ját-
að að hafa orðið við óskum bræðr-
anna. Hann taldi að það yrði til þess
að þeir greiddu sér skuld sem hann
átti hjá þeim ef hann geröi sem þeir
segðu.
Margrét fór að ráðum starfsmanna
Miðborgar og greiddi allar greiðslur
til annars bræðranna. Sá sem seldi
bræðrunum íbúðina hafði samband
við Margréti og sagði henni að hún
skyldi hætta að greiða bræðrunum
þar sem þeir stæðu ekki í skilum til
sín. Svo vel segist Margrét hafa
treyst bræðranum að hún taldi víst
að sá sem hringdi hefði rangt fyrir
sér.
Þegar ljóst var hvemig komið var
reyndi Margrét allt hvað hún gat til
að halda íbúðinni. Húsnæðisstofnun
var reiðubúin til að lána henni vem-
legar fjárhæöir. Þaö dugði ekki til.
íbúðin var seld 10. þessa mánaðar á
nauöungaruppboði. Kaupandi var sá
sem seldi bræðrunum á sínum tíma.
Hann keypti íbúðina á 2,5 milljónir.
Honum hefur því líklega tekist að
forða sér frá fjárhagstjóni en eftir
situr Margrét íbúðarlaus og stór-
skuldug.
„Ég verð að halda sönsum. Það er
sárt að hafa lent í þessu. Bræðumir
hafa haldið áfram ýmiskonar fyrir-
tækjarekstri. Lögregla lokaði fast-
eignasölunni en það dugði ekki til.
Mér skilst að annar þeirra reki eða
hafi rekið verslun. Þeir hafa einnig
verið með myndbandaleigur. Annar
FYRIR ATHAFNAFÓLK
sölunnar Miðborgar sé ekki minni
en bræðranna í þessum svikum. Hún
telur að vitneskja hafi verið fyrir
hendi um framferði bræðranna. Mið-
borg lét ekki svo mikið að svara bréf-
um vegna málsins.
Nú er liðið á þriðja ár frá því að
rannsókn málsins hófst og er það nú
til ákvörðunar hjá ríkissaksóknara.
Bræðumir hafa féflett fleiri aðila
með ámóta svikum.
-sme
Margrét Oskarsdóttir að pakka niður. A myndinni má sjá hluta bóka henn-
ar. Til dæmis bækurnar; Þegar vonin ein er eftir, Luktar dyr, Ráóherrann
og dauðinn og dagbækur ásamt bréfum frá lögmönnum. „Ég verð að halda
sönsum. Ég hef góða von um að koma búslóðinni i geymslu. Ættingjarnir
eru á ísafirði svo ég verð að banka upp á einhvers staðar og óska eftir að
fá að sofa. Ein dóttir mín er með tjaldið mitt i Þyskalandi svo ekki get ég farið
í Laugardalinn," sagði Margrét Óskarsdóttir. DV-mynd AE
Toyota Land Cruiser fer jafn léttilega um götur bæjarins sem úti á
þjóðvegunum. Vökvastýrið gerir hann lipran í akstri og farþega-
iýmið er búið öllum þægindum og lúxus sem smekkmenn kunna
að meta. Útlitshönnun bílsins er sterkleg og traustvekjandi.
En hann er ekki útlitið eitt heldur sameinast í Toyota Land
Cruiser aflmikil vél, sterkur fjaðurbúnaður; drif og
undirvagn. Hvort sem þú skreppur með fjölskyldunni
á skíðf í lax eða í lengri ferðir þarftu voldugan
bíl sem treystandi er á.
Til afgreiðslu strax. Verð frá kr. 1.139.000*
þeirra á nú stjömukortafyrirtæki í
Kringlunni, dýrasta stað á landinu,
ég ætti kannski að fara til hans og
fá að vita hvort stjörnurnar séu mér
ekki heillavænlegri nú en þegar ég
keypti íbúðina í október 1984.
Ég hef hugsað til þess að þaö tekur
mun fyrr af ef ég drekki mér. Ég hef
samt engin slík áform. Ég verð að
halda sönsum," sagði Margrét
Óskarsdóttir.
Margrét telur að hlutur Fasteigna-
* Verð miðað við gengi í maí 1988.
TOYOTA
Hröðum akstri fylglr.
öryggisleysi, orkusóun
og streita. Ertu sammála?
yUMFEREAR
RAÐ