Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Side 14
14 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988. Frjáist.óháð dagbla Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Óvinsæl ótíðindi Erfiöleikar lögreglunnar í samskiptum við almenning stafa af vandamálum, sem eiga rætur sínar hjá lögregl- unni sjálfri, en ekki hjá íjölmiðlum, sem stundum segja frá þessum erfiðleikum. Fráleitt er að kenna sögumanni um atburði, sem hann skyldu sinnar vegna segir frá. Skaftamálið rak á sínum tíma fleyg milli lögreglunn- ar annars vegar og hluta almenningsálitsins hins veg- ar. Hið nýlega Sveinsmál hefur breikkað gjána og aukið vantrú meðal fólks á lögreglunni. í báðum tilvikum voru gerendur lögreglumenn, en ekki íjölmiðlungar. Viðbrögð yfirstjórnar lögreglu eru yfirvegaðri og betri núna en þau voru áður. Horfm er hin skilyrðis- lausa vernd, sem fyrri lögreglustjóri veitti liði sínu, á hverju sem dundi. Núverandi lögreglustjóri hefur meiri tilhneigingu til að meta slík mál eftir aðstæðum. Að vísu er óþægilegt, að lögreglumenn þeir, er nú síðast hafa varpað skugga á stéttina, eru skjólstæðingar lögreglustjórans, sem hann flutti með sér úr héraði, þegar hann tók við embætti. En viðbrögð hans við vand- anum benda til, að hann átti sig á þeim mistökum. í öllum lýðræðisþjóðfélögum þarf lögreglan að skilja vandamál í samskiptum við þá, sem hún er ráðin til að vernda, það er að segja borgarana. Sums staðar hefur lögreglan haft frumkvæði að bættum samskiptum. Ann- ars staðar ber hún höfðinu við steininn. Fyrir nokkrum árum leiddi rannsókn brezkra lög- regluyfirvalda í ljós, að ekki var mark takandi á vitnis- burði lögreglumanna fyrir rétti, ef hann varðaði stéttar- bræður þeirra. Ennfremur leiddi hún í ljós algenga fyrir- litningu lögreglumanna á smælingjum og sérvitringum. Samt þykir brezka lögreglan hafa náð betri árangri í samskiptum við fólk en lögregla flestra landa. Rann- sóknin, sem sagt er frá hér að ofan, dugði þó ekki til að hindra Stalker-málið, sem varpað hefur alvarlegum skugga á álit brezkra borgara á lögreglumönnum. Stalker var einn helzti rannsóknalögreglumaður Bretlands, ofsóttur og beittur ljúgvitnum af lögreglu- mönnum og loks hrakinn úr starfi, þegar honum var falið að rannsaka meint mistök lögreglumanna og í ljós kom, að hann tók það hlutverk sitt alvarlega. Stalker hefur síðan verið hreinsaður og þykir hafa staðið sig af miklum hetjuskap gegn sameinuðu fölsun- araíli lögreglunnar. Hið sama er að segja um tvo norska fræðiinenn, sem lentu í útistöðum við lögregluna í Björg- vin, er verndaði ofbeldismenn í röðum sínum. Eins og í Bretlandi kom í ljós í Noregi, að lögreglu- menn lugu fremur fyrir rétti en að vinna gegn starfs- bræðrum sínum. Þar kom einnig í ljós, að lögreglan sem stétt bar ábyrgð á, að hinir fáu ofbeldismenn stéttarinn- ar komust upp með að misþyrma varnarlausu fólki. Viðbrögð íslenzkrar lögreglu voru mjög slæm í Skaftamálinu, en mun betri í Sveinsmálinu. Svo virðist sem yfirvegaðir lögreglumenn sjái nú betur en áður, að ekki er í þágu stéttarinnar, að haldið sé verndarhendi yfir skaphundum, sem ekki eiga erindi í starfið. Samt er í þessu tvískinnungur. Öðrum þræði bölsót- ast yfirmenn í lögreglunni út af fréttum af slíkum mál- um. Þeir gagnrýna meðal annars, að fjölmiðlar séu of opnir fyrir alls kyns umkvörtunum á hendur lögregl- unni, og séu jafnvel neikvæðir í umfjöllun sinni. Orkan, sem fer í að kenna sögumanni um ótíðindin, kæmi að meira gagni í virkari aðgerðum lögreglunnar til að hreinsa til í stéttinni og aga hana betur. Jónas Kristjánsson Á hröðu brokki undan manngildi Fólk þarf hreyfmgu. sannað mun að landsmenn, upp til hópa, þjást af offitu. Menn fara til vinnu sinnar í bíl og heim aftur. Rifa þá í sig kvöldskattinn og sofna svo út frá sjónvarpinu. Reynt hefur verið að fá menn til þess að hreyfa sig en árangur orðið lítill, nema hjá nokkrum sérvitringum. Trimm átti að vera allra meina bót en nú er það hending ein ef sveittur trimm- ari sést á götunum. Fáeinir fegurð- arkroppar láta sig hafa það að pumpa lóð daginn út og inn. Þá má og nefna nokkra öldunga sem fara í fótbolta í hádeginu af því að þeir nenna hvorki að vera í vinn- unni né heima hjá sér. Að fá fólk til að hlaupa Þetta ástand er auðvitað ekki þolandi. Það sáu þeir sem láta sig manngildi varða. Því settust þeir hjá Manngildishreyfingunni niður og hugsuðu sitt ráð. Manngildis- hreyfing þessi hét víst einu sinni Samhygð en breyttist svo í Flokk mannsins. Flokkurinn bauð fram í síðustu þingkosningum en kjós- endur skildu ekki gildi hreyfingar- innar og kusu hina. En þetta var útúrdúr. Manngildishreyfingin vildi koma hreyfingu á mannskap- inn, trimm átti það að vera eöa að minnsta kosti ganga. Og hvaða ráðum skal beita til þess að fá menn til þess að hlaupa eða ganga að öðrum kosti? Frum- leiki sakar ekki og er raunar nauð- synlegur ef árangur á að nást. Og það stóð ekki á frumleikanum hjá Manngildishreyfingunni. Framboð gegn forseta íslands var ákveðið. Slíkt hafði enginn látið sér detta í hug áður og gott ef slík hugsun þótti ekki ganga guölasti næst. Landslýður hneykslaðist og skildi ekki neitt í neinu. Bjóða sig fram gegn Vigdísi! Ekki nema það þó. Forsetinn mun vinsælastur íslend- inga og framboð gegn honum eitt- Jónas Haraldsson hvað það vonlausasta sem menn geta hugsað sér. Það er svona svip- að gáfulegt og við í Skautafélagi Kópavogs tækjum okkur til og skoruðum á íshokkílandslið Sovét- ríkjanna. Fórn í þágu málstaðarins En þetta er ekki svona einfalt. Kjósendur skildu ekki plottið. Sigr- ún Þorsteinsdóttir fórnaði sér í þágu góðs málstaðar og hefur þegar komiö hreyfingu á okkur öU. Þann- ig var það til dæmis með fyrsta framboðsfund Sigrúnar forseta- frambjóðanda í matsal Granda hf. Starfsmenn fyrirtækisins viidu alls ekki hlusta á Sigrúnu, heldur þustu á dyr og út í góða veðrið. Þar með var tilgangi Manngildishreyfingar- innar náð. Manngildið blómstraði í Granda, þreyttur verkalýðurinn komst út undir bert loft á hröðu brokki. Allir hafa því farið endur- nærðir heim. Verkamenn með hreint loft í lungum og manngildis- menn kátir með árangurinn. Sömu sögu er að segja frá Vest- mannaeyjum, heimabæ forseta- frambjóðanda manngiidisins. Þar hófst hin formlega kosningabarátta og verður ekki annað sagt en hún hafi farið af stað með glæsibrag. Alhr Vestmannaeyingar sluppu út í vorbíðuna, utan rúm tylft sem kom í veg fyrir að frambjóðandinn talaði við húsgögnin í salnum ein og sér. Hinir skokkuðu niður aö bryggju eða fóru út að slá blettinn í fyrsta skipti á þessu sumri. Bravó Sigrún, fórnin gekk upp eins og í góðri skák. SniUdarflétta Þegar DV greindi frá hinu vel heppnaða áhlaupi Sigrúnar í Granda sagði viðmælandi blaðsins einmitt að stemmningin hefði veriö lítil og takmarkaður áhugi á mál- efninu. Fólkið nennti því ekki að hlusta og gekk út. Snilldarflétta þetta. Og ekki nóg með það. í ann- arri frétt blaðsins segir kosninga- stjóri Sigrúnar að stefnt sé á að heimsækja hundrað vinnustaði víðs vegar um iand. Skokkað út í vorsólina Sigur hefur því unnist í barát- tunni gegn hreyfmgarleysi lan- dans. Eg sé fyrir mér frystihús, skrifstofur, banka, trésmíðaverk- stæði, hjólbarðaverkstæði og sjoppur sem tæmast í einu vetfangi þegar Sigrún mætir með sína menn. Menn hlaupa út í júnísólina og dvelja undir berum himni þar til öruggt má telja að manngildið sé með öllu horfiö úr plássinu. Ég legg til að Vigdís forseti sæmi Sigrúnu Þorsteinsdóttur hinni ís- lensku fálkaorðu fyrir störf að heil- brigðis- og íþróttamálum. Sigrún Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi hefur skotið íþróttahreyfingunni ref fyrir rass og fengið almenning til að skokka, hvern með sínu lagi. Menn þeysa svo fljótt sem við verður komið út af framboðsfundunum. Því er lagt til að Vigdís forseti sæmi Sigrúnu fálkaorðu fyrir störf að heilbrigðismálum í þágu alþýðunnar. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.